Þá er stelpan mín farin aftur út til Gautaborgar, það er nú svolítið tómlegt hérna... verð að segja það... það var svo notalegt að hafa hana
Þegar hún kom spurði ég hana hvað hún vildi svo gera þessa viku... ekkert sérstakt sagði hún, ég er ekki komin hér sem túristi... heldur sem dóttir, systir og frænka ! Yndisleg... og kemur aftur um jólin
Ég er ennþá í sumarfríi... sem sést á veðrinu... þeir eru ekki margir dagarnir sem ekki hefur rignt eitthvað síðan ég byrjaði í fríinu 1. ágúst... og rignir enn
Spurning um að fara bara aftur að vinna... selja sólhlífina eða bara eitthvað... það er alltaf eins og ég sé að dansa regndansinn með því að fara í frí...
Fór nú samt út í gær og bar fúavörn á veggina á pallinum... það sést að vísu ekki... ég valdi nefnilega glæra fúavörn með smá grænni slikju... þetta er allt of stór pallur til að vera með dökkbrúna veggi á alla kanta
Saumaði líka eldhúsgluggatjöld, skipti úr rauðum yfir í hvítar og er komin með allt annað yfirbragð á eldhúsinu. Les stundum fréttir, það er oft hægt að skemmta sér yfir orðalaginu í þeim... las um daginn að "einhverjum manni verður brottvísað af landinu" ! Af hverju er ekki bara hægt að vísa honum brott af landinu... virkar það ekki lengur... fer hann þá ekki eða... ? Og þetta með að lögreglan er að "haldleggja" hitt og þetta... geta þeir ekki bara fengið að halda áfram að leggja hald á... ? Í þessum stíl er ég þá að kaffidrekka og bloggskrifa og á eftir fer ég að þvottupphengja og ef ég nenni ætla ég líka að bílþrífa og gólfskúra
Fer samt svolítið eftir því hvort við förum í útilegu fram í fjörð eða ekki... gamli er að fara að spila í grillpartýi hjá vinnufélaga sínum... en varla ef það heldur áfram að rigna... þá nenni ég nú ekki
Hin útilegan okkar á þessu ári var líka farin af því að gamli var að spila... þetta útileguþema verður barasta alls ekki notað næsta sumar... trúið mér
Góða helgi elskurnar mínar allar... yfir og út... sko ekki út úr húsinu... það rignir
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn ljúfan.Hér rignir bara ekkert og allt að skrælna.'otrúlegt að við skulum búa á sama litla landinu.Kveðja norður í Asparilminn og fallega bæinn ykkar.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 09:47
Þú þarft að fara að hætta þessum regndansi og fara að kyrja sólarsamba Á ég þá ekki að kveðjukasta þig að þessu sinni Ætla sjálf að sleppa gólfskúri og fara að búðarrápa Knús í helgina þína
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.8.2009 kl. 10:16
Ragna mín: Góðan daginn mín kæra, þú métt gjarnan fá eitthvað af rigningunni okkarBestu kveðjur í eyjuna þína fögru
Sigrún mín: Byrjuð að skrifa handrit að sólarsambaÞkka þér fyrir kveðjukastið og góða skemmtun við að búðarrápaKnúúúús
Jónína Dúadóttir, 15.8.2009 kl. 10:56
pissrignir hjá mér..sem er allt i lagi medan ekki blæs med...sjáum hvad dagurinn ber i skauti sér. krammar til thin,hafdu góda helgi
María Guðmundsdóttir, 15.8.2009 kl. 11:45
Hér eru rigningabakkar í austri og það rigndi í nótt, flensan sér um að halda okkur innandyra, leitt að veðrið getur ekki verið til friðs hjá þér, eins og það er yndislegt á pallinum. Knús á Lúkas og þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 12:37
Já orðalagið er orðið vægast sagt undarlegt á mörgum stöðum Hafðu það bara áfram gott í sumarfríinu þótt því fylgi rigning. Frí er þó altént frí
, 15.8.2009 kl. 20:44
Kannast við tómleikann þegar ég skil við krakkana.
Svo við erum báðar að mála þessa dagana.
Ía Jóhannsdóttir, 16.8.2009 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.