... það er sko engin lygi og bara hið besta mál auðvitað
En stundum getur nú bjartsýnin gengið út í öfgar hjá mér... Mig dreymir um að geta setið af og til úti á pallinum mínum í notalegum stól og prjónað... í sumarfríinu mínu... Hef eiginlega engin önnur sérstök plön... en þetta var að vísu með þeim formerkjum að það yrði gott veður... og skaðaði alls ekki ef það væri sól
En það var aðeins of mikil bjartsýni... jafnvel af mér að vera
Veðrið hérna á norðurhjaranum er búið að vera í svona smáskammtasýnishornastíl það sem af er ágúst... nokkrum sinnum hef ég verið komin af stað út á pall með prjónana og kaffiglasið... þá hvarf hún umsvifalaust... með glott á andlitinu
Hún stoppar yfirleitt svo stutt við blessunin að ég hef varla tíma til að þrífa prjónadótið og kaffið og koma mér út á pall... þó ég taki til fótanna... hún hleypur alltaf hraðar en ég
Fannst ég samt vera svakalega heppin áðan... komst út á pall, sat þar og prjónaði tvær umferðir... á ermi... og þá var draumurinn búinn
Ég þarf að klára þessa lopapeysu fyrir helgina, konan sem á að fá hana fer aftur út til Sviss í endaðan ágúst og þá þarf líka að vera búið að setja rennilásinn í en ég geri það ekki sjálf, þekki góðar konur sem sem reka saumastofu og eru miklu flinkari við það en ég
Ætlaði að prjóna inni í eldhúsi núna eftir hádegið... en þá þurfti ég að fara að vera með vesen... datt í hug að það þyrfti nú að taka utan af rúminu... og setja smellurnar í sængurverin sem ég ætlaði að setja utanum... þyrfti líka að ryksuga hérna... og rykið á hillum og í gluggum veit ég að er komið vel fram yfir síðasta söludag og er ábyggilega orðið heilsuspillandi
En þegar ég sit úti tek ég upp afgang af gamalli afneitun sem ég geymi á góðum stað og þykist ekkert vita um neitt af öllu því sem þarf að gera hérna inni
Annars ferlega góð inn í fínan dag og frábæra viku... leti, slugs og öll ómennska önnur er þema daganna hjá mér
Farið vel með ykkur elskurnar mínar... það geri ég sko líka
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert yndisleg og hress ég væri alveg til í að sitja hvar sem er í húsi þínu og prjóna með þér, yndislegt heimili sem þú átt. Rykið bíður líka betri tíma hjá mér, er að leita að heilsunni. Annars rignir hér núna, bara gott þá langar mig ekki eins mikið út. Krúttkveðja norður.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2009 kl. 15:20
Þú ert alltaf svo orðheppin kemur þessu frá þér á svo myndrænan og skmemtilegan mátaknús á þig bara,já knús í klessu
Líney, 18.8.2009 kl. 21:17
Birna Dúadóttir, 18.8.2009 kl. 21:38
Kannast vel við þetta heilkenni - þ.e. þurfa alltaf að gera eitthvað annað en það sem maður ætlaði að gera. Lendi oft í því að t.d. vera farin að þvo klósettið eða skúra baðgólfið þegar ég ætlaði bara að sækja þvott í eina vél . Annars áttu nú fyllilega skilið að fá þó ekki sé nema einn sólardag í fríinu þínu - jafnvel þótt sólin hafi næstum brætt úr sér í mínu fríi Sanngjarnara að dreifa þessu jafnt
, 18.8.2009 kl. 23:24
Ásdís mín: Þakka þér fyrir elsku vinaVona að þú náir heilsunni... helst vildi ég að hún elti þig uppiRigning er góð... fyrir sjúklingaKnús inn í daginn þinn
Líney mín: Þetta var fallega sagt elsku skáfrænka mín, hjartans þakkir Knús á þig líka
Jónína Dúadóttir, 19.8.2009 kl. 06:04
Birna mín:
Dagný mín: Eru til fleiri svona klikkhausar eins og ég.... æðislegtNú fatta ég af hverju sólin kemur ekki... þú hefur notað svona mikið af henni... vona bara að þú hafir notið þess í botnRegnblautar kveðjur
Jónína Dúadóttir, 19.8.2009 kl. 06:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.