Hún ég er að fara í sjúkraþjálfun... en er samt ekki sjúklingur... ekki séns í helv...
En mér er búið að líða frekar illa í bakinu... svona sirkumbil síðan um áramótin síðustu... beið alltaf eftir að það batnaði af sjálfu sér og verandi þessi samviskusama dúlla sem ég er, passaði ég að hreyfa mig alltaf rétt og reyna jafnt á bak og hné og svo framvegis... en alveg sama hvað ég reyndi að bíða þetta af mér það lagaðist ekkert, þvert á móti
Ég datt illa rétt fyrir jólin, rúllaði með glamúr og glæsibrag niður hálfan stigagang í blokk... vinnutengt.... og svo af því að mér tókst nú ekki að gera þetta almennilega þá, braut ekkert og var ekki með neina skrámu sem sást og ég gat fengið samúð út á, þá endurtók ég gjörninginn rúmu hálfu ári seinna... úti á miðri götu um hábjartan dag... vinnutengt
Þetta gæti alveg misskilist þannig að vinnan mín væri hættuleg, hugmynd: áhættuþóknun... en nei það er rangur misskilningur... vinnan mín er ekki hættuleg, það er frekar ég sem er hættuleg... en samt þó bara sjálfri mér
Ég get alveg þolað smáverk af og til, finn nú yfirleitt ekkert til nema þegar ég hreyfi mig... og þegar ég sit... og þegar ég ligg og eitthvað svoleiðis... en þegar ég var næstum búin að missa uppáhaldsskjólstæðinginn minn niður á gólf, við að hjálpa honum úr stólnum yfir í rúmið af því að ég fékk sting í meiddið, fór ég alvarlega að hugsa minn gang... eða svo ég segi bara alveg eins og er, að þá hafi ég yfir höfuð farið að hugsa eitthvað, hugs... hugs...
Og svo hjálpaði það líka að allt mitt fólk hótaði mér öllu illu ef ég færi ekki til læknis... svo ég fór og var send í myndatöku sem sýndi að allt var heilt og á sínum stöðum og hélt ég væri hólpin...
"Nei góða, svona gengur þetta ekki fyrir sig... þú ferð samstundis í sjúkraþjálfun" ! Hvarta segja maður, ég er ekkert slösuð... svoleiðis... það er óþarfi að gera svona mikið úr einum verk, er ekki bara hægt að sprauta í þetta og málið dautt ? Ég hata sprautur samt sko ! "Nei, út með þig og haltraðu strax með þetta blað til næsta sjúkraþjálfara !"
Hmprfff... mæta á þriðjudagsmorgun klukkan 9...
Eigið góðan dag elskurnar
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Farðu í þjálfun og vertu góð og hlýddu
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 15:04
Ásdís mín: Já mamma
Jónína Dúadóttir, 19.8.2009 kl. 15:22
Úff - vona að þér batni við svona sjúkraþjálfunarmeðferð. Stundum er gott að gera eins og læknirarnir segja
, 19.8.2009 kl. 16:22
Dagný mín: Æi já ég vona það líka... En sko... að gera eins og aðrir segja þegar ég er ekki viss hvort það gagnast eitthvað.... það er nú satt að segja svoooolítið erfitt
Jónína Dúadóttir, 19.8.2009 kl. 17:39
Ég segi ekki eitt orð vegna þess að ég ætti fyrir löngu að vera farin, ja alla vega í tékk úps! Gangi ´þér vel J'onína mín
Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 07:20
Ía mín: Maður æðir nú ekkert undireins til læknis þó maður finni fyrir einhverjum skitusting hér eða þar...Þakka þér fyrir heillin
Jónína Dúadóttir, 20.8.2009 kl. 10:08
Góða skemmtun
Erna Evudóttir, 24.8.2009 kl. 13:23
Segi bara eins og systir, skemmtu þér
Birna Dúadóttir, 24.8.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.