Endurræsa mig líka ;)

Sit hérna í stóra fallega eldhúsinu mínu og pikka á fartölvuna... leiðist hún eiginlega... í hvert skipti sem ég kveiki á henni birtast alls konar uppfærslumeldingar og svo meðfylgjandi endurræsingar... óþolandiPinchÉg veit það þýðir bara það að ég nota hana ekki nógu oft en nú verður bætt úr því, enda huggulegra að sitja hérJoyfulÉg var að koma frá sjúkraþjálfara... hélt hann dræpi mig... fann alveg nógu mikið til áður en ég fór inn, það hafði stórversnað þegar ég kom út aftur ! Samt fínt... nei ég er ekki masókisti... en nú sé ég loksins fram á að þetta fari að lagast og ég geti aftur farið á trampolinið með Lindu og labbað og hlaupiðGrinEkkert af þessu hef ég getað verkjalaust í marga mánuði og það hefur svooolítið dregið mig niður... verð að viðurkenna þaðBlushHef ekki heldur átt auðvelt með að ryksuga en það hefur aftur á móti alls ekki dregið mig neitt niðurWinkFer aftur á fimmtudaginn... hann huggaði mig með því að það yrði miklu verra þá og ráðlagði mér að taka verkjatöflur áður en ég kæmi... kannski vegna þess að mér varð á að hóta að lemja hann ef hann hætti ekki að meiða migToungeSíðasta vikan mín í sumarfríi og ég er alveg tilbúin til að fara að vinna aftur... þó fyrr hefði verið... var alvarlega að hugsa um að byrja bara aftur í síðustu viku... ég ætti kannski alls ekkert að vera að segja frá þvíWhistlingAnnars ferlega góð inn í daginn og læt veðrið alls ekki fara í taugarnar á mér... líka fínt að prjóna inni... búin með eina lopapeysu og ferna lopaleista, þrennir eftir og svo ætla ég að prjóna eitthvað skemmtilegra, peysu á Láru litlu eða eitthvaðSmileHafið það gott elskurnar, ég er farin út að labba/höktaGrinHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ef allir væru jafn jákvæðir og þú held ég bara að við værum á góðri leið til fullkomnunar   Sjúkraþjálfinn annars góður að vara þig við að hann ætli að meiða þig meira næst  Vona að þú eigir yndislegan dag en gættu þess bara að prjóna ekki yfir þig

, 25.8.2009 kl. 11:31

2 identicon

Knús ljúfan.,Vonandi ferðu að fá bót meina þinna.Sé þig í anda hoppa á trampolíninu með litlu skottunni.:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 12:02

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þakka þér fyrir... nenni ekki að vera neikvæð...Já indælis náungi þessi sjúkraþjálfari skoEigðu líka dásamlegan dag, ég ætla að fara að prjóna... ekki yfir mig nei

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Takk vina, nú fer allt að gerast...loksins þegar ég fór í að láta líta á þettaJá sérðu mig ekki í anda, það er svo gaman að leika sér

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 12:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

kvitt og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2009 kl. 17:56

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 18:43

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Farðu varlega á trambólíninu og þú skalt bara lemja sjúkraþjálfarann ef þér sýnist svo, ég lem nuddarann minn reglulega og þar svínvirkar.

Ía Jóhannsdóttir, 26.8.2009 kl. 08:47

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Fer ekki á trambolinið alveg strax... ekki fyrr en ég er búin að lumbra á pyntingameistaranum... ábyggilega oftar en einu sinni 

Jónína Dúadóttir, 26.8.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband