Yfir öllu má nú kvarta...

Fyrir mig er einhvernvegin skemmtilegra að hlakka til sumarfrísins en að upplifa það... hálfasnalegt eiginlega...ShockingÉg er búin að vera í fríi síðan 1.ágúst og er komin með æluna upp í háls af aðgerðaleysi... það liggur við að mér sé farið að finnast ég ekki skipta máli neinsstaðar... neinsstaðar er ljótt orð en ég ætla samt að nota þaðWinkÉg get einungis reynt að ímynda mér hvernig það er þá að vera atvinnulaus eða jafnvel öryrki... öryrkjar hafa alltaf átt alla mína samúð og nú bætast atvinnulausir við í þann hóp... WounderingAnnars ferlega góð inn í þennan fína dag og hlakka til að fara aftur að vinna á mánudaginn... þetta er alveg orðið ágættJoyfulFréttir eiga ekkert frekar en venjulega hug minn allan... auðvitað fylgist ég með, kemst ekkert hjá því og vil það ekkert heldur. Var snupruð fyrir það að vera ekki búin að sjá myndbandið af Sigmundi greyinu verða sér ærlega til skammar í þinginu... ég fæ bara fyrir hjartað að sjá fólk lítillækka sig og horfi aldrei viljandi á svoleiðis nokkuð... og mér er alveg slétt sama hvað hverjum finnst um það...GetLostEn fyrir mér er þetta ferlega einfalt, maður er bara ekki fullur í vinnunni alveg eins og maður keyrir ekki eftir að vera búin að smakka áfengi... og þá er ég að tala um allt ofaní einn sopa jafnvel... annað hvort allt eða ekkert er oft langeinfaldast...CoolFór í fyrsta skipti til sjúkraþjálfara í fyrradag og er að fara aftur í dag... kvíði agalega fyrir þar sem hann lofaði/hótaði mér því að næstu tvö þrjú skiptin yrðu miklu verri en það fyrsta, sem var takk fyrir alveg nógu vontToungeVar næstum því búin að ákveða að fara barasta ekkert aftur... en uppgjöf er eitthvað sem ég kann ekki að framkvæma og þá bara gengur það ekki... og auðvitað fer ég núna á eftirCryingEf ég gæti gefist upp þá ætti ég að vera búin að því fyrir ofsalega mörgum árum síðan þegar lífið var virkilega erfitt... en fyrst ég gat það ekki þá hef ég enga ástæðu til þess núna og gerist almennileg pilluæta... lesist: tek verkjatöflur við væntanlegum sársauka og skrölti til hans með uppgerðar hetjubros á andlitinu og einbeiti mér að því að meiða hann ekki til baka... ekki mikið allavegaLoLEf þú hefur nennt að lesa alla leið hingað þá geturðu líka fengið að vita að ég óska þess að þú eigir jafngóðan dag og ég ætla að reyna að hafaGrinHeart

Smá uppfærsla: Sjúkraþjálfarinn hringdi og sagði mér að það er allt á floti hjá þeim... allt ónýtt bara við fyrstu sýn... veggir, tölvur, bara nefna það...UndecidedLak vatn af hæðinni fyrir ofan... slökkviliðið mætt með dælur og lokað í dag, eðlilega ! Svo ég get fengið að "hlakka til" fram á mánudagTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert yndisleg, óska þess að dagurinn verði frábær, ég ætla að fara að hjálpa mágkonu minni að búa til rifs hlaup, heppin varstu að sleppa við þjálfarann

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Sjálf ertu yndisleg og ég veit það af því að ég hef hitt þigverð að segja að ég er svooolítið fegin að hafa sloppið í dagGóða skemmtun í hlaupinu

Jónína Dúadóttir, 27.8.2009 kl. 12:13

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gangi tér vel í sjúkratjálfunninni.tad er vont/gott.

Stórt knús til tín

Gudrún Hauksdótttir, 27.8.2009 kl. 13:23

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gurra mín: Æts... mér fannst það nú eiginlega bara vont/vont... en á vonandi eftir að lagast... Stórt knús til þín í Hyggestuen sem ég á örugglega eftir að heimsækja

Jónína Dúadóttir, 27.8.2009 kl. 17:16

5 Smámynd:

Ég segi það eiginlega með þér - tilhlökkunin eftir fríinu er eiginlega rúmlega hálf skemmtunin við að fara í frí   Vona að sjúkraþjálfunin þín jafni sig á vatnsbaðinu.

, 27.8.2009 kl. 17:18

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já þú kannast við þetta ?Þeir hafa lokað fram á mánudag í vatnsþjálfuninni

Jónína Dúadóttir, 27.8.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Anna Guðný

Ég er eins og þú að því leyti að ég hef enga ánægju af því að sjá fólk gera sig að fífli. Horfi heldur aldrei á svoleiðis og fæ ekkert kikk út úr hneykslan almennings yfir þess háttar.

Mér finnst andrúmsloftið yfir  svona atburðum minna mig á myndina um Hróa Hött þar sem eina skemmtun þorpsbúa var að mæta á torgið og horfa á einhvern hálshöggvinn. Nema núna er það meira í orðum en gjörðum.

Góða skemmtun í sjúkraþjálfuninni

Anna Guðný , 27.8.2009 kl. 22:37

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Guðný mín: Mér finnst þetta bara svolítið sorglegt... það er líka svo gremjulega einfalt að komast hjá því að gera svona að fífli...Þakka þér, ég á örugglega eftir að skemmta mér

Jónína Dúadóttir, 28.8.2009 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband