... það þarf nú að vísu ofsalega, ofsalega marga aura til þess... Einn af fjármálasnillingum okkar íslendinga segir það óábyrga meðferð á sínum eigin peningum ef hann asnaðist til að fara að borga skuldir með þeim, ekki kannski alveg orðrétt en alveg nógu nálægt því. Þetta má nú alveg til sanns vegar færa, mér finnst til dæmis mjög óábyrg meðferð á mínu eigin fé að vera að borga allar þessar skuldir sem hafa hlaðist á mig undanfarið... Þó er kannski þarna smá munur á milli okkar hans og mín sko, hann sjálfur kom sér í þær skuldir sem hann sér ekki nokkra einustu ástæðu til að borga, en ég átti engan þátt í að koma mér í allar mínar skuldirÉg er enginn fjármálasnillingur, sést til dæmis á því að ég stend staðfastlega í þeirri trú að mér beri að borga þær skuldir sem ég stofna sjálf til og reyni bara ekkert að koma mér undan því... fíbblið égSvo er ég líka ekki nógu rík af peningum til þess að hafa efni á að láta fella niður skuldirnar mínar... hljómar ferlega asnalega en þetta er alveg rétt. Eftir því sem fólk á meiri peninga þess meiri eru líkurnar á að það geti labbað sér inn í bankann sinn og fengið felldar niður svo sem eins og nokkur hundruð milljónir... En Jón og Gunna í næstu götu sem hafa ekkert til saka unnið annað en það að reyna að koma þaki yfir höfuðið á sér og létu gabbast af hlýlega alltvitandi ráðagóða bankamanninum sem fékk þau til að standa í þeirri trú að þau væru bæði heimsk og vitlaus ef þau tækju ekki helvítis myntkörfulán... þau skulu sko borga það allt og meira til. Það er nefnilega ekki í "mannlegum mætti" að laga neitt til í þeirra skuldum, eins og einhver landshöbbðinginn okkar tók svo gáfulega til orða einhvertímann um daginnÞað er auðvitað ekkert annað en bölvað ekkisens kjaftæði... það er ekki hægt að vekja löngu látinn mann upp frá dauðum, það er ekki hægt að stoppa vindinn með hendinni, ég kaupi það... en það er alveg hægt að laga til í lánum fólks. Það er hægt ef þú átt helling af peningum og þá er það líka hægt þó þú eigir ekki krónu... og það er bara nákvæmlega sama aðferðin notuð í báðum tilvikum ! Ég er ekkert í slæmum málum samt, ég nefnilega tek ekki þátt í einhverju sem ég skil ekki og ég skil ekki myntkörfulán... þess vegna er ég bara með venjulegt íslenskt húsnæðislán sem er út af fyrir sig alveg nóg... mér var nefnilega alveg slétt sama þó heill her bankamanna stæði og glotti að heimsku konunni sem hafði ekki vit á að reyna að græða á engu... Ofboðslega góð inn í góðan dag samt og vona að allt gangi ykkur í haginn í daginn
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús á þigog ég er sammála þér:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 07:25
Hæ þú stelpa, ég laga þetta aðeins...
Græðir margur gull í mund
en gerist af því api
lagast þá hin beiska lund
og léttir mínu skapi
Robert (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 07:53
Ragna mín: Knús til baka ljúfan mín
Jónína Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 07:55
Sendi stórt knús á norðurhjara veraldar.
Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2009 kl. 07:58
Róbert: Takk fyrir þetta ... og fyrir að kalla mig stelpu
Jónína Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 08:28
Ía mín: Risaknús til baka
Jónína Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 08:28
Greidd skuld er glatað fé Þessi viska var í boði Kaupþings
Birna Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 09:28
Það er vandasamt að vera ekki milljarðamæringur - maður getur samt haft það sæmilegt ef maður er ekkert að halda að maður sé það
, 10.9.2009 kl. 10:31
Hæ sæta mín, þú ert snilli eins og fáir aðrir íslendingar.. :)
kominn tími á kaff og prjón?
Díana (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 15:10
Birna mín:
Dagný mín: Svo innilega hárrétt hjá þér
Jónína Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 20:50
Díana mín: Þakka þérElsku skvísan mín það er sko löööööngu kominn tími á kaffi og prjón !!! Ég eeeeeeeeer á leiðinni, búin að vera að vinna dag/kvöld í í 10 daga og á ennþá 3 eftir... næsta vika verður rólegri þá kem ég og það er loforð
Jónína Dúadóttir, 10.9.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.