Týnd og tröllum "seld"...

... ekki gefin... gef mig aldrei sko, sel mig að vísu aldrei heldur... en, nú er ég á góðri leið með að eyðileggja þennan frábæra brandara minnCool Ég er eitthvað svo andlega flöt þessa dagana... nenni engu og meira að segja langar ekki í neitt... kannski vegna þess að ég hef allt.. veit það ekki... þarf virkilega að fara að gera birgðatalninguWink Auðveld leið væri að tala bara við lækninn og fá einhverjar gleðipillur.. en ég fer ekki auðveldu leiðirnar... kannski af því að ég sé þær ekki alltaf, möguleg ástæða: sjónskekkjan mín ? Tounge Annars á ég lyfseðil upp á róandi többlur... hann gæti verið kominn fram yfir síðasta söludag, veit það ekki og er alveg sama... enda sko alls ekki róandi sem ég þarf á að halda þessa daganaGetLost Fékk þennan lyfseðil samt ekki af því að ég var eitthvað trekkt, nei fékk hann af því að ég er alltaf með suð fyrir eyrunum og það gæti mögulega farið í geðið á mér og það mátti sko greinilega alls ekki gerastW00t Það hefur ekki gert það ennþá... mér skilst að ég losni við þetta suð þegar ég missi heyrnina, þannig að á meðan ég er með það er ég líka með heyrnina... ekki satt ? Joyful Erna systir sagði mér að þetta hyrfi ekkert þó ég missti heyrnina en ég tek eins og eitt stykki afskaplega vandaða afneitum á þá fullyrðingu og lifi sæl í minni trúGrin Eftir svo sem tvo tíma skunda ég í verslun RL og kaupi bleikan ruggustól handa litlu Lindu minni... fyrirgefðu prinsessa: "stóru" Lindu minni, hún er sko að verða fjögurra ára og er þá að eigin sögn sko bara alls ekkert lítil lengurLoL Ja hérna já já, mikil ósköp... barasta komin langt á fullorðinsárInLove Það er helgi og ég er að vinna sem er allt í lagi, það er sól úti sem er ennþá betra og ég er bara býsna góð inn í daginn sem er auðvitað langsamlega best ! Góðan dag og góða helgi elskurnarSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAð er stndum gott að vera latur...... í Hófi samt

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Já það er ýmislegt gott í hófi

Jónína Dúadóttir, 12.9.2009 kl. 10:28

3 Smámynd:

Njóttu helgarinnar Jónína mín og vá hvað Linda er heppin að fá bleikan ruggustól. Veit um tvær nær mér sem slægju ekki hendinni móti svoleiðis mublu

, 12.9.2009 kl. 11:25

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Já hún verður ánægð sú stutta, hann fæst í Rúmfó og kostar 1990 krónur, ekki tímir nú amman að hafa það meiraNjóttu líka helgarinnar með þínum dúllum

Jónína Dúadóttir, 12.9.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með litlu prinsessuna og njóttu dagsns Ninna mín, svona suð er hræðlegt veit ég, kallinn minn þjáist oft af þessu, en fær sem betur fer pásur af og til. Kær kveðja í sólina fyrir norðan.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2009 kl. 12:46

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þakka þér fyrir mín kæra, hér er alveg dásamlegt veðurÉg er alltaf með þetta helv... suð, vissi ekki að það væri hægt að fá pásuKnús og kossar

Jónína Dúadóttir, 12.9.2009 kl. 16:37

7 identicon

Hey - flatur er flott!!! Mamma mín sagði það þegar ég kvartaði undan skallanum.

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:29

8 identicon

og suðið hverfur áreiðanlega þegar þú ert dauð - nema þú gangir aftur sem fluga, og þá skal ég taka á vandamálinnu

Angantýr Ófeigsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:32

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Angantýr: Ok... flöt er flott Jahá, ef ég skildi nú ganga aftur sem fluga þá forðast ég þig eins og ég get

Jónína Dúadóttir, 13.9.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband