Haustið er sem sagt mætt... og ég hef barasta vit á að vera sátt við það... ég get nefnilega ekkert breytt þvíBúin að klára hin ýmsustu haustverk og önnur í burðarliðnum... búin að gera okkar árlegu lifrarpylsu og búa til sviðasultu úr gömlu sviðunum síðan í fyrra og mæta í afmæli eldri sonardóttur og tengdadóttur, er að setja pening í afmæliskort handa 2 ömmudúllum fyrir austan sem eiga afmæli akkúrat þessa dagana. Halldóra og Rebekka heita þær og eru núna að verða 9 og 10 ára yndislegar og fallegar skvísur... ég eignaðist þær þegar þær voru 2 og 3 áraSvo er alveg að koma að næststærsta atburði ársins... alveg án tillits til árstíða... sem er afmælið mittEldri börnin mín 2 eiga síðan bæði afmæli í nóvember og eftir það er komið að aðal-aðal-atburðinum á árinu: jólunumÉg er búin að kaupa nokkrar jólagjafir... gerði það um helgina... kaupi mestmegnis bækur, prjóna líka aðeins... dálítið margar gjafir nefnilega þó við gefum bara börnum okkar og barnabörnum, svo það er alveg nauðsynlegt að byrja tímanlega ! Sé það hefur snjóað í Vaðlaheiðina og datt í hug í morgun að líklega væri kominn tími á að taka inn af pallinum... allavega sólhlífina Tökum húsgögnin inn og pökkum grillunum og arninum vel inn í eitthvað... tími ekki að láta óvin númer eitt (lesist: veturinn) eyðileggja þetta allt saman fyrir mérAnnars er lífið lítið annað en vinna, éta, sofa... sem er bara fínt... mætti gera meira af sumu en minna af öðru og hefði alveg getað hugsað mér aðeins meiri sól þetta árið, en það kemur ár eftir þetta árPlan þessa ágæta dags er vinna, pósthús með afmæliskortin, sláturgerð með tengdadóttur, vinna og .... ehh... svo bara slugs ! Vona þið eigið góðan dag öll sem eitt
Flokkur: Bloggar | 22.9.2009 | 08:11 (breytt kl. 08:12) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn þú duglega kona
Jokka (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 08:34
Haustverkin eru endalaus :) En ég hef hugsað mér að eiga góðan dag, þrátt fyrir veikindi og bólgnar tær... ferlegt hvað borðfætur þvælast fyrir mínum fótum í dag....
Díana (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 08:52
Góðan daginn! Vil bara halda því til haga að ég leit sko á mælinn kl. hálfátta í morgun og það voru tæpar 4°C hér á Selfossi svo það haustar víðar en í Heiðardalnum:-) Búið að rigna meira og minna seinustu vikurnar og eitt og eitt lauf farið að fölna(eins og fleiri:-)
Kv. í haustaðan Heiðardalinn!
Þorsteinn Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 09:53
Ég er líka að verða búin með haustverkin,löngunin til að gera slátur og sperla og sultur rann bara hljóðlega framhjá Ég var alveg dauðþreytt á eftir
Birna Dúadóttir, 22.9.2009 kl. 10:28
Jokka mín: Góðan daginn ljúfan mín... þegar ég grobba mig af þessu fáa sem ég þó geri... þá lítur það bara út eins og dugnaðurEn takk samt elskuleg
Díana mín: Þú ert þá sem sagt með haustverki...farðu vel með þig skvísan mín og láttu borðfæturna í friði
Jónína Dúadóttir, 22.9.2009 kl. 11:16
Steini minn: Hver er að fölna hvað ???? Jú fyrst við búum á sama skerinu þá fylgist þetta líklega mestmegnis aðBestu kveðjur til þín og þinnar ungi maður
Birna mín: Þú ert þá sem sagt búin með alla "haustverkina"Það er nú hægt að þreytast af einhverju ómerkilegra... það hafa nú meiri aumingjar en þú... og svo framvegis
Jónína Dúadóttir, 22.9.2009 kl. 11:20
Já góðan dag glaða kona á Akureyri Ég gerði einmitt líka haustverkin í gær. Gekk frá garðhúsgögnunum og tók saman trampolínið. Fannst ég rosalega dugleg Er ákaflega fegin að þurfa ekki að gera fleiri haustverk
, 22.9.2009 kl. 14:03
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 15:05
Það er alltaf nóg að gera hjá þér Vildi að ég gæti byrjað að versla jólagjafir núna. Fæ bara alls engar hugmyndir fyrr en í desember.. og er svo vitlaus, að ég mundi bara gefa þær strax og þyrfti þá aftur að fara að leita... Knús í haustið þitt mín kæra
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.9.2009 kl. 15:10
Dagný mín: Já góðan daginn nafna mín þáÉg hef nú ekki ennþá komið húsgögnunum inn... en það gerist um helginaÞú ert rosalega dugleg
Ragna mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 24.9.2009 kl. 06:46
Sigrún mín: Skil þig svo vel, ég þarf að hafa mig alla við að láta þetta í friði sem ég keyptiEn nauðsyn brýtur lög, þetta er svo mikill fjöldi og ég get líka ekki hugsað mér að vera að fá einhvern brjálaðan bakreikning eftir jólinKnúúús elskuleg
Jónína Dúadóttir, 24.9.2009 kl. 06:52
........
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 07:31
Ég er sko alveg búin að borða slátur, sultu og nei annars ekki sviðasultu,þar set ég mörkin annars bara þreytt að eðlisfari
Erna Evudóttir, 24.9.2009 kl. 09:07
Ía Jóhannsdóttir, 25.9.2009 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.