Það snjóaði aðeins hérna í morgun, svona rétt til að minna okkur á að stutta sumarið okkar er örugglega búið og laaaangi veturinn rétt handan við hoddnið
Gamli minn varð sér úti um gröfu og er búinn að grafa upp snúrustaurinn okkar, hringsnúrustaur sem við keyptum með húsinu... hann hallaði svo mikið undir flatt, staurinn, að þegar ég var með þvott úti þurfti ég alltaf að fara annað slagið og snúa honum svo allt þornaði nú
Núna liggur staurinn alveg á hliðinni og það gerir ekkert til, hann verður reistur upp á morgun, enda nenni ég ekki að hengja út í svona kulda... þykir allt of vænt um puttana mína og svo er það bara tvíverknaður... þornar ekkert svo það þarf þá hvort sem er að setja þvottinn á grindina eða í þurrkarann
Þurrkarinn okkar er hálfklikkaður, hann vill ekkert í gang nema þegar ég pota undir takkann með sporjárni og lem svo einu sinni á hann með skaftinu á sporjárninu... að öðru leiti er þetta bara mjög góður þurrkari
Við erum tvisvar búin að setja hann í viðgerð, en hann lagaðist bara ekkert við það... það eina sem gerðist var að það varð bara mun rýmra í veskinu mínu
Ég þekki eina góða konu sem var með svakalega stórkerlingalegar yfirlýsingar í sumar um að hún ætlaði aldreialdreialdrei að prjóna eina einustu lopapeysu framar... það er akkúrat ekkert að marka þessa konu, sem ykkur gæti jafnvel grunað að væri ég...
Það verða nefnilega tvær fullorðins lopapeysur í jólagjafahrúgunni í ár ! Dóttir mín í Svíþjóð og hennar heittelskaða sem btw voru að trúlofa sig um síðustu helgi, fá lopapeysur að eigin vali í jólagjafir... með því skilyrði að þær verði í sauðalitunum... að eigin vali hvað ?
Og það var fíbblið ég sem bauð þetta... sumum er bara ekkert viðbjargandi sko
Ég er á nokkurskonar bakvakt í vinnunni minni, akkúrat núna, verð að fara af stað aftur...
Góða helgi elskurnar og fyrirgefið bullið í mér
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér hefur ekkert snjóað en blásið því mun meira í hviðunum. Knús og kveðja til þín norður ljúfan.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 19:32
Það er greinilega bara ekkert að marka þessa konu þarna með lopapeysurnar Til hamingju með dótlutrúlofunina - turtildúfurnar heppnar að fá lopapeysur að eigin vali (það stóð ekkert hvers eigin vali ) og jú það mátti sjá votta fyrir snjó í slydduéljunum sem gengu hér yfir í dag. Ekki hundi út sigandi en dæturnar létu sig hafa það smástund Eigðu sömuleiðis góða helgi góan mín
, 26.9.2009 kl. 22:31
Ragna mín: Núna snjóar og snjóar og snjóar og snjóar... ef jólaljósin væru komin upp þá væri þetta ofboðslega fallegt... allt hvíttKnús til þín líka mín kæra
Dagný mín: Stelpurnar þínar ættu að vera komnar hingað núna, allt orðið vel hvíttTakk fyrir hamingjuóskirnar, knúúús
Jónína Dúadóttir, 27.9.2009 kl. 08:00
Til hamingju með dúllurnar þínar
Birna Dúadóttir, 27.9.2009 kl. 16:09
Birna mín: Takk vina mín
Jónína Dúadóttir, 27.9.2009 kl. 17:00
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.