Það er dimmt úti þegar ég fer á fætur og mér finnst það notalegt... ég þarf ekkert út líkt því strax, er inni í hlýja húsinu mínu og hef allt sem ég þarf....
Ég er auðvitað að prjóna út í eitt en mér finnst ég aldrei koma nógu miklu í verk á þeim vígstöðvum... og get ekki kennt um vinnunni minni... er bara að vinna 4 tíma á dag þessa vikuna
Ekki get ég heldur kennt um yfirgengilegum dugnaði í húsverkum... þó ég hafi tekið mig til og þrifið þvottahúsið í gær... dugleg
Ég veit alveg að þetta prjónastress í mér skrifast á tóma vitleysu, ég er nefnilega alltaf búin að ákveða minnsta kosti fjögur verkefni fram í tímann... er núna að rota lopaleysta sem ég ætla að senda litla bróður mínum í Danmörku í afmælisgjöf. Hann er nú vel rúmlega einn og áttatíu á hæð "sá litli" en hann er 2 árum yngri en ég og er svo mikill steinaldarmaður að hann er ekkert í tölvu og les ekki bloggið mitt... svo ég kemst alveg upp með þetta litlabróðurtal og get líka alveg sagt frá því á veraldarvefnum hvað ég ætla að gefa honum í afmælisgjöf og það fer algerlega fram hjá honum
Svo á ég eftir að prjóna fjögur pör af leistum til að senda til Svíþjóðar og tvær lopapeysur líka og svo ætla ég að prjóna aðeins meira á barnabörnin okkar og leista á yngri son minn og allt þetta ætla ég að vera búin með í nóvember... hreinlega lafmóð bara... ég á mér nefnilega líka líf fyrir utan prjónana... eða er það ekki annars...
Ég er farin að hlakka til jólanna... lofaðu að segja engum frá því samt...
Nú óska ég þér góðs dags lesandi góður og vona að þú farir eins vel með þig og þína og kostur er
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ sjálf! .. Ég er að fara út og það er kalt! brrrr...
Jóhanna Magnúsdóttir, 30.9.2009 kl. 06:54
Cold dark mornings are good for laying in bed!
Lissy (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 07:12
Knús á þig norður í dásemdina.Vildi að ég væri svona dugleg í prjónaskapnum.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 07:32
Jóhanna mín: Klæddu þig vel stúlka mín
Lissy: Good point
Ragna mín: Knús til baka ljúfan mín, ég er ekkert dugleg ég hef bara gaman að þessu
Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 07:52
Vá pældu i því, einu sinni varstu stærri en "litli" bróðir Ég náði því aldrei Ég kem og trufla þig aðeins frá prjónaskapnum um helgina
Birna Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 08:02
Birna mín: Sé á gömlum myndum að það entist nú ekki lengi... Hlakka til að sjá þig litla systir
Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 08:07
Bestu kveðjur héðan úr fallega haustveðrinu.
Ía Jóhannsdóttir, 30.9.2009 kl. 09:05
Það gengur heldur aldrei hjá mér að fá mér prjónafrí. Er alltaf kominn með langan lista á undan mér Knús á þig duglega
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 30.9.2009 kl. 11:28
Hér er líka prjónað, er reyndar að missa mig í alls kyns hönnun, kann ekki að prjóna eftir uppskriftum, eða er of þver til að gera það hjartans kveðja til þín mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:28
Ía mín: Sömuleiðis bestu kveðjur... úr éljagangi og ekkert sérstaklega fallegu veðri
Sigrún mín: Æi það er gott að heyra, ég er þá ekki alveg einKnús til þín kíka mín elskuleg
Ásdíd mín: Passar alveg að þú viljir hanna sjálf... það er hæfileiki elskan Knús og kram
Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 13:36
Hæ
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.9.2009 kl. 19:01
Ég tók mér handavinnufrí í sumar en um leið og fór að skyggja á kvöldin byrjaði mig að klæja í puttana og nú er ég að hekla vögguteppi handa væntanlegu dótturdótturinni og ætla að auki að gefa nokkrum handunnar jólagjafir Vona að dagurinn hafi verið góður hjá þér - það er víst komið kvöld núna
, 30.9.2009 kl. 21:01
Gunnar minn: Hæ
Dagný mín: Ég tók mér aldrei þessu vant ekkert frí í sumar, enda ekkert að gera svoleiðisErtu að fá dótturdóttur... yndislegt, til hamingjuTakk heillin mín ég átti góðan dag og vona að svo hafi verið hjá þér líka
Jónína Dúadóttir, 30.9.2009 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.