Fer ekki fet... :))

Hér er ég búin að blogga síðan í janúar 2007, mér líkar það vel og ég ætla að halda því áframWink Það voru systur mínar sem hvöttu mig til að koma hingað af því að þær voru hér, en ekki stjórnmálaskoðanir mínar eða álit mitt á ritstjóra einhvers blaðs, sem ég hef aldrei verið áskrifandi aðCool Þegar ég skráði mig hérna inn fyrst þá hafði ég ekki hugmynd um hver var ritstjóri Morgunblaðsins, leiddi ekki hugann að því einu sinni og var þá greinilega alveg sama... og undarlegt nokk, mér er líka alveg nákvæmlega sama hver er ritstjóri blaðsins í dag ! Á meðan hann lætur mig í frið þá læt ég hann í friðiTounge Hún Jenný bloggvinkona mín er farin yfir á eyjuna og lætur okkur "aðdáendum Davíðs" eftir að blogga hér, ég sé nú að vísu ekki samhengið neitt ofsalega skýrt... en Jenný er eins og hún er og ég tek henni þannig, það eru aðeins meiri snúningar fyrir mig með músina að komast til að lesa bloggið hennar í dag en mér finnst það alveg þess virðiGrin Hér er snjór yfir öllu og ég er búin að gleyma hvernig á að setja bílinn minn í drifin... segi náttulega ekki nokkrum lifandi manni frá því, var eitthvað að fikta við það í gærmorgun en ákvað svo að ég væri þvílíkur snilldarbílstjóri að ég þyrfti ekkert á því að haldaDevil Enda allur snjór farinn af götunum þegar ég fer af stað í vinnuna undir hádegi... klukkan 9... og eiginlega alveg horfinn þegar ég var búin um eittleitið. Á morgun á ég afmæli, mér dettur ekki í hug að segja að það sé ekkert merkisafmæli að verða 52 ára, öll mín afmæli eru auðvitað merkisafmæli sem kemur af sjálfu sér... það er ég sjálf sem á afmæli og ég svo hef ég aldrei prófað að vera 52 ára áðurJoyful Ég held það hljóti að vera frábært bara, enda lifi ég til að hafa gaman og hef gaman af því að lifaLoL Eigið/hafið góðan dag elskurnar og ennþá betri helgiSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Góðan dag! ..  Það verður hver að hafa sín princip, og svo virðum við bara hvert annað eins og við erum. Hvort sem við erum Davíðsk eða Steingrímsk eða Sigmundísk, Jóhönnuísk eða tja.. hvað sem er.  Ég er búin að skoða annan bloggvettvang og mér finnst bara enginn eins þægilegur og þessi. Ég tel mig ekki vera með yfirlýsingar um það að ég sé ánægð með Davíð þó ég bloggi hér. Svo er ég nú engin "stjarna" í bloggheimum svo flestum ætti nú að standa á sama, og einhvers staðir verða vondir að vera.   Ég get ekki hugsað mér að lýsa yfir að ég ætli að hætta að fara inn á Mbl.is og vera svo að stelast þangað inn fyrir forvitni sakir, því það myndi ég svo sannarlega gera, eða til að fylgjast með öllu góða fólkinu sem er að skrifa þar - eins og sérstaklega núna hún elsku Ásthildur Cesil sem var að missa son sinn og hefur tjáð sig svo fallega um hann. Nú, svo þarf ég að sjálfsögðu að fylgjast með þér!!

Ég er minn eigin aðdáandi  .. og að sjálfsögðu bloggvina minna og fjölskyldu og vina ..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.10.2009 kl. 07:39

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hva, hva, hva .. hvers konar umburðarlyndi er þetta í henni Jóhönnu Magnúsar- og Völudóttur, veit hún ekki að Davíð les hverja einustu færslu sem sett er hér inn og mun setja alla andstæðinga sína í pólitískt fangelsi fyrr en varir.  .. Hún er nú meira flónið!   

(Asskoti er sniðugt að eiga svona tvífara ;-) )

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2009 kl. 07:46

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Þú ert frábær eins og við var að búast og ég er svo sannarlega aðdáandi þinn

Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 07:47

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna tvífari Jóhönnu: Góóóóóóð !

Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 07:49

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh er Jóhanna búin að láta klóna sig!

Sammála ykkur og hvort Pétur eða Páll stjórnar þessu blaði allra landsmanna þá gæti mér ekki staðið meir á sama.

Eigðu góðan afmælisdag J'onína mín.

Ía Jóhannsdóttir, 2.10.2009 kl. 08:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Já henni hefur tekist það ómögulegaÞakka þér fyrir mín kæra það stefnir allt í að ég eigi frábæran dag á morgun

Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 08:22

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það kássast voða lítið upp á mig hérna á blogginu, hver situr í stólnum  En þess utan hef ég sterkar skoðanir á því, sem ég ætla bara ekkert að viðra hér  Sé þig á morgun

Birna Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 08:38

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Segi það með þérSjáumst

Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 08:40

9 identicon

Flottust alltaf:) Ég var nú búin að ákveða að taka mér frí frá bloggi áður en Dabbi karlinn tók við ritstjórninni .Ætla ekkert að loka síðunni minni strax.En játa það þó að ég vildi miklu frekar vita af Davíð í friði og ró á margföldum eftirlaunum frá ríkinu einhversstaðar á Tortóla sitjandi við skriftir.En knús á þig úr rokrassgatinu hér hjá mér.:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 10:03

10 Smámynd:

Sammála Jóhönnu Magnúsar- og Völudóttur  Hef hugsað mér að vera hér áfram þótt ég sé ekki Davísaðdáandi. Er svo ópólitísk að mér er nákvæmlega sama hver stýrir Mogganum og vefsvæði hans

, 2.10.2009 kl. 13:43

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Get vel tekið undir með konum hér, skiiptir mig engu hver vermir ritstjórastólinn, ég er að þessu fyrir mig og á frábæru bloggsvæði, ég er svo heppin að sakna ekki þeirra sem færa sig, það kemur alltaf maður í manns stað.  Svo ert þú alveg óborganleg yndið mitt  til hamingju með morgundaginn svona fyrirfram, dóttursonur minn verður 10 ára á morgun, hann er elsta barnabarnið og svo verður systurdóttir mín 32 ára, góður dagur. Knús norður, blautur reyndar því hér regn/slyddar.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2009 kl. 14:31

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Ekki loka, þér gæti dottið í hug að byrja aftur... vonandi

Dagný mín: Það verður líka að vera til ópólitískt fólk sko

Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 17:15

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Takk fyrir hamingjuóskirnar og til hamingju með þitt fólk ljúfan mínÉg mundi sakna þín ef þú hættir hér er ekki að djóka með það, knús úr snjósköflunum

Jónína Dúadóttir, 2.10.2009 kl. 17:19

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Við förum ekki fetið saman

Heiða Þórðar, 2.10.2009 kl. 22:24

15 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég byrjaði ekki að blogga af pólitískum ástæðum og er yfir höfuð ekkert að skrifa um pólitík. Mér þætti það bara vesen að færa mig og nenni bara ekki neinu veseni núna  og er líka fegin að þú sért ekkert á förum  

Knús á þig og eigðu frábæran afmælisdag á morgun

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.10.2009 kl. 23:47

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heiða: Ég er ánægð með það

Sigrún mín: Mæltu kvenna heilust heillin góðOg takk fyrir elskuleg

Jónína Dúadóttir, 3.10.2009 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband