Alltaf alveg sérstaklega gaman að eiga afmæli og ég ætla svo sannarlega að halda því áfram eitthvað framvegis
Fékk fullt af yndislegum gestum, saknaði líka fullt af yndislegum gestum en þeir koma þegar betur stendur á hjá þeim. Ekkert atriði að fólk komi bara í heimsókn til mín á afmælinu mínu enda væri það ferlega fúlt... En ég gæti alveg átt afmæli í hverjum mánuði... 52 ára og 1 mánaðar gömul í nóvember og svo framvegis sko ! Ég fékk auðvitað gjafir sem mér finnst alveg yndislegt og líka þrjár útgáfur af blómum... afskorin blóm, pottablóm og niðursoðið blóm í dós... æðislegt
Svo átti ég líka afmæli á Feisbúkk þar sem ég er inni með "örfáum öðrum"... hef ekki glóru um hvað kveðjurnar voru margar en ég hefði orðið handlama ef ég hefði reynt að þakka öllum persónulega... það var fjör skal ég segja ykkur og þar er bara fólk sem ég þekki
Annars er ég ekki mikið þar inni og ekki í neinum leikjum eða könnunum eða neinu svoleiðis... enda allir hættir að reyna að fá mig með... félagsskítur...
Fæ samt alltaf helling af tilkynningum um að einhverjir "vinir mínir" séu að senda mér hitt og þetta... búin að fá til dæmis sent börn, húsgögn, blóm, bíla, kossa, ást, áfengi og allt sem hægt er að láta sér detta í hug, meira að segja niðurgang... en allt er þetta nafnlaust og líklega tilraun til að fá mann til að heimsækja einhverjar síður, en ég læt ekki grípa mig dauða við það
Það er verið að grafa út við götuna við næsta hús fyrir neðan okkur hérna og í gær var heita vatnið tekið af, það var orðið andstyggilega kalt hérna inni um miðjan daginn... í dag verður svo rafmagnið tekið af en það gerir nú minna til... nota bara tímann til að ryksuga á meðan eins og konan hérna um árið... æi það var víst ég sjálf...
Við fórum í leikhúsið gamli minn og ég á laugardagskvöldið á "Við borgum ekki x 2" það var alveg ágætt en mér fannst það einhvernvegin svo flausturslegt samt... eins og þessu hefði bara verið klastrað saman í einhverju snarhasti... en líklega er það bara ég...
Vona að þið njótið þess að það er kominn miðvikudagur og gerið eitthvað gott úr honum, það ætla ég að reyna









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn stúlka mín.Kærleikskveðjur í daginn:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 07:37
Gódann daginn NInna mín hérna megin.
Vidra tá hugsun ad kannski fari ég ad blogga aftur.Verd nú ad segja tad ,finnst gott ad koma inná bloggid annad slagid.Svo hlýlegt eithvad .
Bestu kvedjur frá JYderup.
Gudrún Hauksdótttir, 7.10.2009 kl. 07:44
Ragna mín: Stórt knús inn í góðan dag Eyjapæjan mín

Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 07:48
Gurra mín: Ævinlega velkomin hingað inn mín kæra og þegar/ef þú byrjar aftur að blogga verð ég sko ekki langt undan
Kærar kveðjur héðan úr skabblinum í mokhríð

Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 07:51
Það er miðvikudagur, það besta sem ég veit um hann er, að það er fimmtudagur næst á eftir
Mig sem sagt vantar helgina
Einhver leti í gangi 
Birna Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 08:02
Birna mín: Hvað... þú sem ert nýbúin að eiga svo fína helgi... er það ekki nóg í bili
Skil þig skvísa mín, finnst þetta líka
Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 08:09
Já góðan dag
Alveg nauðsynlegt að eiga afmæli, jafnvel þótt maður eldist aðeins við það 
Kveðja til ykkar í snjónum - hér er ennþá auð jörð en spáð vetrarveðri á morgun.
, 7.10.2009 kl. 08:42
Dagný mín: Já segðu... en með aldrinum kemur gleymskan svo ég man bara ekkert eftir því hvað ég er gömul
Snjókomukveðjur

Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 08:49
Leyfum þeim blogga á bleyjunni sem vilja blogga á bleyjunni!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.10.2009 kl. 11:08
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.10.2009 kl. 11:41
Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2009 kl. 12:55
Jóhanna mín og Jóhanna mín: Já það er ekkert grín að eiga svona ósvífið klón
Mér þykir virkilega vænt um að hafa ykkur báðar hérna

Ásdís mín: Takk fyrir innlitið
Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 13:22
Ía Jóhannsdóttir, 7.10.2009 kl. 15:28
Ía mín:
Jónína Dúadóttir, 7.10.2009 kl. 19:25
Þú ert gæðazteik af konu, sem að 'eldazt' ekki.
Gratjú samt, vina.
Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:19
Steingrímur minn: Kærar þakkir
Jónína Dúadóttir, 8.10.2009 kl. 06:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.