... eða ég held að þetta sé örugglega sólin... langt síðan ég hef séð hana sko
Ég er eiginlega farin að finna fyrir smá jólafíling... en ekki segja neinum frá því samt...
Er með lítið, skrítið og skemmtilegt verkefni hérna heima þessa dagana... Vinabrauð er það kallað og er upprunnið hjá Amish fólkinu í henni Ameríku. Þetta er súrdeig í poka og fylgir sú saga að þessu hafi verið smyglað til landsins af konu sem ég man ekki hvað heitir og enginn veit hver uppskriftin er, hún er algert leyndó ! Á hverjum degi þarf ég að losa loft úr pokanum og eftir einhverja daga á að bæta hveiti, sykri og einhverju fleiru út í og svo eftir x marga daga á að klára að bæta öllu útí sem á að vera. Þá skiptir maður því í nokkra poka og bakar brauð út einum skammti, geymir einn en gefur hina. Leiðbeiningarnar eru svolítið óljósar hjá mér af því að ég nenni ekki að standa upp og labba alla leið hérna yfir holið og sækja blaðið sem þetta er allt samviskulega skrifað á... en í aðalatriðum er þetta svona
Það er einhver draugagangur í gleraugunum mínum... ég er alltaf að þurrka sama blettinn af öðru glerinu, en hann kemur bara aftur og aftur...
Nú er ég ekki að vinna kvöldvinnuna mína þessa viku... fínt að fá hvíld en ég verð alveg tilbúin að byrja aftur næsta mánudag eftir fínt frí í heila viku... er nú samt að vinna á morgnana þessa viku
Langaði til að skrifa eitthvað hérna þó ég hafi ekkert skemmtileg, gáfulegt eða spennandi að segja... en það kemur þá bara seinna... löööngu seinna
Eigið góðan dag elskurnar og ennþá betri viku








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ohh.Ég skal engum segja frá jólafílingnum sem er líka farin að læðast inn í sálartetrið mitt.Kveðja norður til þín skemmtilega kona:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:54
Skemmtilegt deig sem þú átt þarna og hefðin falleg. Jólin eru rétt handan við hornið svo það er allt í lagi að fara að fá smá jólafílíng
Ég hef einmitt verið að hugsa um hvað ég eigi að gefa fólki í jólagjöf - þarf að vera eitthvað heimagert
Eigðu sömuleiðis góðan dag 
, 12.10.2009 kl. 16:05
Ragna mín: Æi takk ljúfan mín, vissi að þú mundir ekkert kjafta frá
Það sýnir hvað þú ert velviljuð og góðhjörtuð að segja mig skemmtilega
Takk fyrir það líka og risaknús út í Eyjar til þín
Jónína Dúadóttir, 12.10.2009 kl. 16:29
Dagný mín: Já þetta er bara gaman
Ég datt inn á nokkrar lagersölur í sept-okt og fann ýmislegt sniðugt í jólagjafir og alls ekkert dýrt, enda má það ekki kosta mikið handa hverjum í mínum stóra hópi af börnum og barnabörnum... svo prjóna ég líka
Hafðu það gott
Jónína Dúadóttir, 12.10.2009 kl. 16:34
´Hæ skvís. Hér er enginn jólafílingur, minn kemur aldrei fyrr en 15.des. já, ég veit ég er skrítin, ég hefð ekki þolinmæði í að dúlla við svona brauð mundi bara henda því
hafðu það gott mín kæra 
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 19:32
Ásdís mín: Sé þig líka ekki fyrir mér vera að dúlla svona við plastpoka á hverjum degi dögum saman
Kann ekki við að henda þessu, það var gefið í svo góðri trú
Hafðu það líka gott þú frábæra smáskrítna kona

Jónína Dúadóttir, 12.10.2009 kl. 19:46
Ég átti svona brauð fyrir mörgum árum, hét þá Kærleiksbrauð. Það óx svo hratt hjá mér að ég var alltaf með nýbakað brauð og fullan frystinn líka
Veistu, ég fékk smá hugmynd að einni jólagjöf í dag
en þori náttla alls ekki að segja neinum frá því
Knús í kvöldið þitt 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.10.2009 kl. 20:41
Sigrún mín: Var einmitt að hafa áhyggjur af því að á endanum yrði ég líklega að henda þessu... nenni ekki að vera alltaf með sama brauðið
Hvaða leyndó er þetta með jólagjafahugmyndina... deila með sér... ekki segja mér að það sé eitthvað dónó ?
Knúúúúús ljúfan mín
Jónína Dúadóttir, 12.10.2009 kl. 21:05
Hahhaha nei nei, ekkert dónó sko
Fæ bara yfir höfuð alls engar hugmyndir að gjöfum fyrr en í desember, en fékk skyndilega hugmynd í gær og það er bara október ennþá
Knúúss 
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 13.10.2009 kl. 08:39
Sigrún mín: Já þú meinar það svoleiðis

Jónína Dúadóttir, 13.10.2009 kl. 08:45
Hún dóttir mín verður hjá mér á jólunum, þetta árið
Jólin byrja alltaf snemma hjá mér þá 
Birna Dúadóttir, 13.10.2009 kl. 09:42
Fæ jólafíling þegar snjóar...og vorfíling þegar er svona hlýtt eins og í dag
snilldar hugmynd með súrdeigið en...myndi ekki nenna þessu held ég sjálf hehe...eigðu góðan dag ljúfan mín
Jokka (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.