Og takið nú eftir... :)

Ef ég ætla að vera hraust, grönn, ung, hress, fitt, falleg, ánægð og hamingjusöm ævina út þá verð ég að taka mig á og fara að borða... Ekki það að ég borði ekki... svona yfirleitt á hverjum degi þegar ég man eftir því... en ég verð algerlega að breyta mataræðinu... Það er ekki nóg að borða góðan morgunmat... eins og ég geri alltaf ég má nú eiga það... og sem fjölbreyttasta fæðu það sem eftir er dagsins og endurtaka þetta helst daglega... Nei sko... ég þarf að fara í heilsubúð og kaupa mér alls konar töflur og safa sem auka virkni ristilsins, eyða óæskilegri magafitu, hreinsa lifrina, styrkja hjartað, hressa upp á minnið, yngja húðina, bæta sjónina, margfalda heilastarfsemina og svo eitthvað fleira sem ég man ekki... Mætti kannski athuga þetta með minnistöflurnar...WinkOg þó svo ég væri í líkamsrækt daginn út og inn... sem ég er alls ekki... til þess að vera nú allt það sem ég nefndi í fyrstu málsgrein og til að halda mér grannri, grannri og  grannri... það er ekkert annað sem blívur eins og allir vita... þá er það samt barasta alls ekki nóg... Ég yrði að kaupa mér fæðubótarefni sem hjálpa magavöðvunum og annað sem eykur úthaldið og eitthvað fleira sem er alveg hreint bráðnauðsynlegt til að líkamsræktin skili bara yfir höfuð einhverjum árangri ! Þegar þarna er komið sögu er ég orðin illa blönk, þunglynd, lögst í ódýrt skyndibitaát og orðin 100 kíló plús...GetLostMér líst ekkert á það svo ég læt mér nægja minn bara sæmilega skynsamlega matseðil með lýsi og C-vítamíni, sleppi öllu hinu og  nota peningana frekar til að kaupa mér ávexti, grænmeti og góða skó... Fer svo út að labba þegar ég get, fer stigana í staðinn fyrir að taka lyftur... bæði vegna þess að það er hollara fyrir skrokkinn og vegna þess að mér er illa við lyftur... og svo brosi ég, hlæ og fíflast út í eitt, sem er líklega þegar upp er staðið langsamlega heilsusamlegasta líkamsræktinToungeLeti og níska ? Kannski það en ég er ung, hraust, heilbrigð, ánægð og hamingjusöm...GrinOfsalega grönn hef ég aldrei verið og verð aldrei, fyrir nokkrum árum missti ég nú samt 10 kíló á 15 dögum en þá var ég veik og ég mæli ekki með þeirri megrunaraðferð... og mér leið ekki vel fyrr en ég var komin aftur í mína kjörþyngd ! Jæja elskurnar mínar, ykkur hlýtur að líða miklu betur eftir þennan fyrirlestur í heilsufræði, þið borgið svo bara um leið og þið farið útLoLGóðan dag allirSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

  Já góðan dag Jónína mín. Ef maður tæki öll þessi heilsustyrkjandi efni ætli maður yrði eilífur? Ekki viss um að mig langi að láta á það reyna  

, 15.10.2009 kl. 07:37

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: SeggðuMig langar heldur ekki til að komast að því

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 07:42

3 identicon

Takk fyrir góðan pistil í morgunsárið :)

Hóffa (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 08:02

4 identicon

Bwahahahahahaha  snillingur ertu ljúfan mín! og þetta er svoooo satt hjá þér

Jokka (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 08:11

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hóffa mín: Þakka þér

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 08:13

6 identicon

Hinn gullni meðalvegur:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 08:20

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Er alltaf að reyna að finna hann af því að ég er mjög hrifin af honum

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 08:24

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Eins satt og ég sit hér

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 08:40

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flottur pistill Jónína mín.  Svo sannarlega er þetta alveg satt og rétt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2009 kl. 08:53

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Arg á norðlensku, ég er alveg búin að fá nóg af þessu heilsu-vertualltafung kjaftæði í fólki  Ég hlakka til að eldast, enda ætla ég að vera búin að lifa lífinu lifandi, þegar ég er orðin eldgömul og hrukkótt. Og ekki í laginu eins og allir þeir sem eru komnir með svo mikið af efnum í sig, að þeir eyðast ekki fyrr en eftir 100 ár eða svo

Birna Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 13:29

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 13:54

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Eins og talað út úr mínum munni

Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 13:56

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hollt og gott íslenskt fæði með erlendu ívafi, borða sig temmilega saddann og taka lýsi, það dugar og þarf ekki nein bætandi efni og hreinsandi í bland við það, stöku ælupestar og skitur, hreinsa það sem hreinsa þarf, annars væri maður ekki að fá slíkar pestar. Þú ert yndi knús norður

Ásdís Sigurðardóttir, 15.10.2009 kl. 14:17

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Langskynsamlegast líkaKnús á þig líka kæra vina

Jónína Dúadóttir, 16.10.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband