... en að vakna snemma á morgnana í rólegheitum, hvort sem ég er að fara að vinna eða ekki
Að fara á fætur 6 hálf 7 um helgar er víst ekki talið alveg normal... sérstaklega þegar maður þarf þess alls ekki og ég tala nú ekki um ef manni finnst það gott líka... þá tekur nú steininn úr
Ég læt allar klukkur lönd og leið þegar kemur að háttatíma og fótaferðatíma... fer að sofa þegar ég er syfjuð og á fætur þegar ég vakna... vísarnir á klukkunni stjórna því ekki
Var svo dugleg hérna heima í gær að það hálfa væri nóg... nei það er ekki rétt, helmingi meira hefði verið betra en dagurinn var bara ekki nógu langur...
Ég er svo sannarlega engin fyrirmyndarhúsmóðir og hef aldrei verið og verð aldrei, en ég fæ svona köst af og til og hef ekki þolinmæði til að bíða eftir því að þau líði hjá og því fer sem fer...
Við fengum sendar bækur sem gamli minn og fyrri kona hans áttu, þær höfðu verið í geymslu í gömlu húsi fyrir austan, en nú á að fara að rífa þetta hús svo ég ákvað að taka þær að mér... vissi samt ekki magnið fyrr en þær voru komnar í hús... þær eru rúmlega 300... bara svona lauslega talið
Gaman að þessu og mér finnst líka svo heimilislegt að hafa heilan vegg með bókum... falla nú að vísu ekki allar að mínum lestrarsmekk en það gerir ekkert til ! Hún Linda Björg eldri sonardóttir mín 4 ára síðan í síðasta mánuði, var hjá mér smástund á föstudaginn. Henni finnst svo mikið sport að labba upp í búð með ömmu sinni og hefur alltaf það erindi að við verðum að kaupa eitthvað handa afa... afi fær alltaf sinn að sjálfsögðu bráðnauðsynlega lakkrís og súkkulaðiskammt þegar hún er búin að vera í heimsókn
Og hún sagði mér svona í leiðinni að ég yrði nú að kaupa eitthvað mjög gott nammi handa henni af því hún væri svo stillt og góð stúlka
Henni hafði áskotnast fimm hundruð króna seðill og þegar ég ætlaði að taka veskið mitt með sagði hún að ég þyrfti þess ekki: "Ég á svo mikið af peningum, ég skal kaupa allt sem þig langar í amma mín" ! Dásamlega litla mannvera
Nú ætla ég að halda áfram í dugnaðarkastinu mínu... það er nefnilega alls ekki gengið yfir, því miður
Eigið sælan sunnudag elskurnar












Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er nauðsyn á hverju heimili að eiga bókavegg.
Ía Jóhannsdóttir, 18.10.2009 kl. 10:47
Góðan daginn ljúfasta.Barnið hefur greinilega fengið góðmennskugenin hennar ömmu sinnar.Kveðja norður í sæluna:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:07
Ía mín: Já ég fann hvað ég hafði saknað þess að hafa engan bókavegg þegar allar bækurnar voru komnar í hillurnar
Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 12:40
Ragna mín: Ég vona virkilega að ég megi eigna mér eitthvað af því, en mamma hennar, tengdadóttir mín, er alveg yndisleg manneskja... mér fannst ég sjá hana greinilega þarna í þessari litlu góðu mannveru
Risaknús til þín á Eyjunni þinni fögru
Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 12:45
Ég var í rúminu til 3, er að reyna að losa mig við þessa fj. flensu. Kær kveðja í norðrið fagra.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 15:53
Ásdís mín: Ertu ekki ennþá orðin frísk skinnið mitt ?
Farðu virkilega vel með þig ljúfan mín
Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 16:28
Æ en yndisleg lítil snúlla og góð við hana ömmu sína

, 18.10.2009 kl. 18:48
Dagný mín: Já hún er dásamleg
Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 18:54
Þú ert skrítinn morgunhani
Birna Dúadóttir, 19.10.2009 kl. 15:18
Birna mín: Takk elskan...
Jónína Dúadóttir, 19.10.2009 kl. 21:06
Yndisleg lítil stúlka.
Vá hvað þú ert heppinn að fá svona þrifnaðar æði. Ég er með alsherjar vinnufælni þessa dagana. 
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.10.2009 kl. 08:35
Ásthildur mín: Já hún er það
Já ég geri mér fulla grein fyrir því hvað ég er heppin... Það er ekkert sjálfgefið eins og þú veist svo vel sjálf... og vinnufælnin, ef hún væri nú það eina sem þú þyrftir að kljást við þá væri það vel
Jónína Dúadóttir, 20.10.2009 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.