Sko...

... nú er ég komin á fullt í jólagjafaundirbúningJoyfulEr nú samt ekkert byrjuð að skreyta en mér finnst gaman að sjá að það er aðeins byrjað hérna í bænum samt ! Fyrri lopapeysan af 2 komin á prjónana og svo ætla ég ekkert að prjóna meira af jólagjöfum, kaupi bækur handa restinni af liðinu... mér finnst nefnilega að börn eigi að lesa meira en þau gera. Það er svo sem engin trygging fyrir því að þau lesi bækur sem ég gef þeim en ég úthluta sjálfri mér samt priki fyrir að reynaWinkSvo er fyrir mér alger leyndardómur hvað við getum gefið öllum fullorðnu börnunum okkar, fólk sem er búið að koma sér fyrir í lífinu og á allt... en ég finn trúlega eitthvað út úr þvíGrinLífið þessa dagana er eiginlega bara vinna, éta, sofa, prjóna og ég er nokkuð sátt við það svona í aðalatriðum. Að vísu er tvennt að angra mig hérna nálægt mér... út af öðru er ég sár og hinu reið... er að leita leiða til að gera eitthvað af viti í þessu tvennu en sé ekki ennþá að ég geti gert neitt... en get samt ekki fundið leið hjá mér til að sætta mig við ástandið eins og það er... en ég geri eitthvað í þessu... ég er kona framkvæmda og það fer ekkert fram hjá neinum þegar ég byrjaCoolÆi þetta var nú svona hálf vandræðalegur útúrdúr sko...ShockingÉg ætla að setja inn hinar og þessar myndir á eftir, hef ekkert gert af því svo lengi en samt er alltaf eitthvað að gerast sem mér finnst vera myndefni ! Það er eiginlega tvennt sem ég hef ætlað að gera fyrir mörg undanfarin jól en ekki komist til þess... fara að minnsta kosti þrisvar sinnum í Jólahúsið og kaupa mér bláa sérryflösku... nú ætla ég að láta verða af þessu... að minnsta kosti klikka ég ekki á Jólahúsinu þetta áriðToungeSko ég er ekkert alltaf alveg normal... ég skil alveg þetta með Jólahúsið en ekki þetta með sérrýflöskuna... drekk ekki svoleiðisLoLÞað er fallegt haust/vetrarveður þessa dagana og ég sakna þess ekkert að hafa ekki snjó, hann má heldur ekki koma alveg strax af því að ég lofaði yngri syni mínum að prjóna á hann hnéháa  lopaleysta sem hann ætlar að nota þegar hann fer á snjóbretti, en hef bara alls ekki tíma til þess alveg á næstunniSidewaysVona að dagurinn verði ykkur góðurSmileHeart 

Dásamlega gáfuleg fyrirsögn hjá mér...GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm ég ætti að segja eitthvað gáfulegt hérna, en held ég sé ekkert að reyna það. Gangi þér vel í vandræðalega útúrdúrnum,kannski best að gera ekki neitt í því, í bili. Alltaf gott að fjarlægjast viðfangsefnið um tíma. Eigðu góðan dag

Birna Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Bækur já.  Í fyrra samdi ég ævintýri fyrir börnin í kúlunni, og gaf þeim öllum séráritað eintak.  Það var ævintýrið um Loðfílsungana og hvernig börnin í kúlunni bjarga þeim frá geimverum.  Ég er að spá í að gera það sama í ár.  Er samt ekki byrjuð.  En þetta kemur.  Þau eru nefnilega svo mörg þessar elskur.  Og bækur svo dýrar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert ágæt það er sko rétt og satt (þú veist að ágætt er best :) ég er dúlla mér í prjónaskap, annars hef ég haft þann sið að leggja pening inná bók fyrir barnabörnin bæði um jól og afmæli, þau fá svo margt og eru mjög sátt við að afi og amma séu að "safna" fyrir þau. Eldri börnin fá eitthvað lítið og hlýlegt, engin yfirgangur hér frekar en fyrri daginn.  Kveðja til þín elskan og látt bara leiðinda hluti fara fyrir borð, sumt ræður maður ekki við.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.10.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sko sjálf!

Jóhanna Magnúsdóttir, 21.10.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Mér finnst þetta mjög gáfulegt hjá þér sem þú segir hérna og ætla að fara eftir því

Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 22:20

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Mér finnst þetta alveg frábært hjá þér, ég vildi að ég gæti eitthvað svoleiðisGangi þér vel

Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 22:21

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Flott hjá þér, var ekki búin að láta mér detta neitt þannig í hug... en svo er það nú ég sko... mér finnst svoooo gaman að útbúa pakka...Já ég held helst að ég verði að láta þetta lönd og leið... fyrir sjálfa mig... en ef ekki þá skal ég sko segja ykkur frá því öllu samanTakk elsku vinkona

Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 22:25

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín:

Jónína Dúadóttir, 21.10.2009 kl. 22:25

9 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Er alveg hjartanlega sammála þessu með bækurnar. Börn hafa gaman af bókum og eiga flest allt of mikið af dóti. Vonandi nærðu að vinna á reiðinni og sárindunum. Eigðu góðan dag mín kæra

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.10.2009 kl. 10:14

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.10.2009 kl. 10:28

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: NákvæmlegaÆi takk vina mín ég geri mitt besta vegna þess að ég geri ekkert gagn með því að vera reið og sár...Eigðu líka góðan dag ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 22.10.2009 kl. 13:30

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín:

Jónína Dúadóttir, 22.10.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband