Það er svo mikil ró...

... yfir öllu snemma á morgnana í húminu... samt töluverð bílaumferð um þessa miklu umferðagötu sem ég bý við en mér líkar það vel. Húsið stendur eins langt frá götunni og hægt er, svo það heyrist lítið sem ekkert í bílunum. Gott að byrja daginn svona í rólegheitum... ekki það að líf mitt sé hlaðið stressi, ekki lengur... Það er töluvert síðan ég ákvað að það væri í mínu valdi að loka stressið úti, það stjórnaði mér allt of lengi og er fjarskalega óhollt...GetLost Svo ég losaði mig við gistiheimilið og hef aldrei á ævinni unnið eins lítið og ég geri núorðið, bara að vinna 100% vinnu... losaði mig líka smám saman við allt óþarfa tuskuæði og tókst að draga verulega úr fullkomnunaráráttunni líka ! Stressið fór úr 90 % niður í svona 15%... ég er náttulega ekkert fullkomin í þessu og hef líka ekki mikla löngun til þess... þetta er miklu betra svonaJoyful Ég var í langan tíma svo stressuð og yfirfull af fullkomnunaráráttu að ég kveið fyrir því að byrja á einhverju af því að ég var alveg viss um að það gæti aldrei orðið nógu vel gert... þvílíkt rugl...Shocking En svo tók ég mér tak, reif mig upp á rassg... afsakið orðbragðið en svona var það bara... og notaði alla rassvasasálfræði og hundasálfræði á sjálfa mig sem ég gat fundið og það virkaði bara verulega vel...Tounge Að vísu poppar alltaf upp annað slagið svona smávegis af þessu öllu saman og ég veit ekki af mér fyrr en ég er búin að þrífa allt og þá meina ég allt húsið, prjóna 2 lopapeysur, 4 barnapeysur, 6 pör af lopaleystum og bæta við mig í vinnunni minni... og það allt á einum mánuði...LoL En ég hugga mig við að það bráir af mér inn á milli... sem betur fer... það nefnilega gerði það ekki áður... og svo er ég nú auðvitað verulega stolt af árangrinumWink Og ég passa sérstaklega vel að leyfa mér ekkert stress í aðdraganda jólanna, það nefnilega eyðileggur tilhlökkunina og það vil ég ekki. Gott ráð að nota til dæmis alls ekki kreditkort... ég þekki fullt af fólki sem nýtur bara alls ekki jólaundirbúnings eða jólanna sjálfra vegna þess að það hefur svo miklar áhyggjur af því hvað þetta allt muni kosta....W00t Það er verulega slæmt en samt alls ekki óviðráðanlegtCool Það er svo margt sem er alger óþarfi, eins og til dæmis að mála megnið af húsinu korter fyrir jól, kaupa allt mögulegt, jafnvel húsgögn... ef það er hægt að lifa alla hina 11 mánuðina án alls þess þá er það líka hægt í desember. Kaupa ný föt á allt liðið... vitleysa bara... föt sem eru svo kannski ekkert notuð nema rétt yfir jólin. Þrífa í tryllingi alla skápa og skúffur og loft og veggi... rugl, bara gera það jafnóðum yfir allt árið. Hafa í huga að ódýru og jafnvel heimagerðu jólagjafirnar gleðja oft bara meira en þær sem eru keyptar dýrum dómum í búð...Smile Ég er þrælsek um að hafa gert allt þetta... í mörg ár... þangað til ég komst að því að jólunum er alveg nákvæmlega sama hvort allt þetta er gert eða ekki... þau koma samtGrin Og ég nýt þeirra mun betur óstressuð ! Eigið góðan dag elskurnar og ennþá betri helgiSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn ljúfan.Knús á þig og í helgina.Gefðu tuskuskrattanum frí um  helgina þá auðvitað þér líka

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 08:57

2 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Ég játa  Ég hef gerst sek um alla þessa hluti en held ég sé sem betur fer búin að losa mig við þetta. Það er samveran sem skiptir máli, svo er maður hvort sem er ekki einu sinni með kveikt ljósin, bara dauf jólaljós og kertaljós, svo hvað ætli maður mundi hvort sem er verða var við eitthvað kám og skít.

Mér ofbýður nú líka verð á sumum hlutum, eins og t.d. fatnaði. Er alvarlega að spá í að kaupa ekki jólakjóla á dæturnar. Þær eiga sína 365 kjóla og ég hekla bara eitthvað sætt vesti yfir  Knús í helgina þína

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 23.10.2009 kl. 09:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan góða pistil Jónína mín.  Það er eins gott að minna mann á að gæta hófs núna á þessum síðustu og  verstu.  Og alveg rétt sem þú segir, jólin koma þó maður standi ekki á haus.  Og friðsæl, kyrrlát jól eru betri en þau háværu þar sem allt er lagt undir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 viltu knús?

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2009 kl. 13:37

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Var svo dugleg með tuskufj... um síðustu helgi að hún fær frí núna... svo er ég líka að vinna alla helginaKnús og kram inn í helgina til þín líka ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 23.10.2009 kl. 18:40

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Jú en þú ert hætt að láta svona svo það er allt í lagiKnús inn í þína helgi líka mín kæra

Jónína Dúadóttir, 23.10.2009 kl. 18:42

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Verði þér að góðu mín kæraÞú segir í örfáum orðum það sem ég skrifaði heilan pistil um og ég er svo innilega sammála þérGóða helgi kæra vina

Jónína Dúadóttir, 23.10.2009 kl. 18:45

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Já takk elskan

Jónína Dúadóttir, 23.10.2009 kl. 18:46

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góða helgi.  Kveðja að sunnan. 

Ía Jóhannsdóttir, 24.10.2009 kl. 09:45

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Þakka fyrir kveðjuna og sendi aðra eins að norðan

Jónína Dúadóttir, 24.10.2009 kl. 09:53

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Góðan dag og gleðilegan fyrsta vetrardag!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.10.2009 kl. 13:53

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Þakka þér og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 24.10.2009 kl. 15:04

13 Smámynd:

Lagði kortinu fyrir ári og sé sko ekki eftir því. Reif mig líka upp á r ....  og breytti því sem hægt var að breyta til góðs fyrir mig og mína. Og nú er ég að undirbúa önnur jólin mín þar sem allar gjafir eru heimagerðar. Fannst sniðugt það sem gert er í fjölskyldu mágkonu minnar þar sem systkinin eru 8 að þau gefa hvert öðru bara heimagerðar gjafir og hafa verðþak á þeim  Það er nefnilega hugurinn sem gildir. Vona að helgin sé þér góð

, 25.10.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband