... og lítið hægt að gera við því nema þakka öllum fyrir sumarið og vona svo að næsta sumar komi sem fyrst... helst bara strax eftir jólinÉg var á báðum áttum um daginn hvort ég ætti að fara í H1N1 sprautuna... hætt að kalla þetta svínaflensu, ömurlegt nafn... af því að ég hef alltaf veikst af flensusprautumÞað voru einu skiptin sem ég fékk flensu, strax daginn eftir sprautu og lá í viku í hvert skipti svo ég hætti að láta sprauta mig við þeim og hætti þar með að fá flensur. Ég sá tvo kosti í stöðunni núna... annað hvort að sleppa því að fá sprautuna og fá kannski þessa flensu og smita þá alla í kringum mig eða láta sprauta mig, veikjast kannski eitthvað en smita ekkiTók auðvitað seinni kostinn, fórna sér fyrir málstaðinn krakkar mínir, hef ekkert orðið veik og hélt ég væri sloppin... en svo frétti ég að það geti tekið 3 vikur fyrir þetta dót að fara að virka... jamm við sjáum þá bara til í 2 vikur í viðbót...Búin með bolinn og aðra ermina á fyrri lopapeysunni sem ég er að prjóna, ætla að klára hina ermina í dag á milli þess sem ég skrepp af og til í vinnunaVið Andrea tengdadóttir mín fórum á búsáhaldamarkað á föstudaginn og það er agalegt hvað ég hef gaman af að fara á svona markaði, sérstaklega þar sem er líka jóladót... og hættulegt fyrir veskið mitt Annars eru helstu fréttir héðan þær, að það er bara yfir höfuð alls ekkert að frétta... Ég les þetta yfir og sé að líf mitt einkennist af hverjum hörkuspennandi atburðinum á fætur öðrum, skemmtanalíf mitt er greinilega í algleymingi og dagskráin þétt setin af einstökum viðburðumTil að toppa þetta nú endanlega verð ég líka að segja frá því að ég keypti mér peysu á 8000 kall og festi upp kertastjaka á vegginn í borðstofunni... þeir voru búnir að rykfalla uppi í hillu í meira en árVona svo að þið skiljið hvað það getur verið erfitt að lifa sífellt í allri þessari spennu... og af hverju ég bara ræð ekki við að skrifa meira um þaðEigið góðan dag elskurnar, það lítur út fyrir að ég komi til með að eiga það líka
Pé ess: Ég setti inn nokkrar myndir, í fyrsta skipti í marga mánuði...
Flokkur: Bloggar | 25.10.2009 | 09:07 (breytt 26.10.2009 kl. 06:06) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 09:50
Ragna mín: Þú ert yndi
Jónína Dúadóttir, 25.10.2009 kl. 10:54
Jónína mín þetta er víst lífið
"Life is what happens while you are making other plans" - John Lennon
, 25.10.2009 kl. 23:00
Sem sagt stuð á þínum bæ...
Jóhanna Magnúsdóttir, 26.10.2009 kl. 01:48
Dagný mín: Jú víst... og mér líður alveg ágætlega með því
Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 06:04
Jóhanna mín: Ekkert smáræði sko
Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 06:05
Birna Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 09:47
Ég er búin að ákveða að láta ekki sprauta mig gegn þessari vá. Ég held að þetta sé mest auglýsing fyrir lyfjafyrirtæki satt að segja. En vonandi sleppur þú við að veikjast Jónína mín. Hef líka eitthvað heyrt af aukaverkunum af þessu öllu saman.
Dugleg ertu með prjónana og jólin. Vildi að ég væri svona dugleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2009 kl. 10:10
Ég er ekki viss um að mitt ónæmiskerfi væri sérlega hrifið af því að leggjast í þessa flensu, svo ég ætla að taka sénsinn og fá sprautu. Svo er bara að sjá til hvað maður þarf að bíða lengi eftir henni..eða hvort flensan birtist áður
Knús í vetrarhúsið þitt
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 26.10.2009 kl. 16:47
Birna mín: Takk fyrir kíkkið
Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 20:35
Ásthildur mín: Ef þú ert tiltölulega hraust þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að sleppa því að fá þessa sprautu. Ég er í umönnunarstarfi og vinn með mjög veika einstaklinga og má ekki taka áhættuna á að smita þau. Ég er ekkert svo dugleg mér finnst þetta gaman, en samt fallegt af þér að segja það
Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 20:41
Sigrún mín: Þetta borgar sig held ég og ég hef ekki orðið vör við neinar aukaverkanir... er alveg jafnrugluð og venjulegaKnús í þitt hús líka ljúfan mín
Jónína Dúadóttir, 26.10.2009 kl. 20:44
Skiljanlegt í því ljósi að láta sprauta sig Jónína mín. Já ég er alltaf hraust, og fæ sjaldan flensur. Er samt hálf smeik um að smita pabba minn. En hann ætlar í sprautu svo það ætti að sleppa. Þú ert samt dugleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2009 kl. 10:51
Sakna þess að fá ekki færslu með morgunsopanum.. Góðar kveðjur norður
Ía Jóhannsdóttir, 31.10.2009 kl. 02:05
Ía mín: Þú toppar algerlega minn fótaferðatíma núna
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.