... eftir barnapass í gærkvöldi ! Fór um fimmleitið í gær til sonar og tengdadóttur til að passa litlu dúllurnar þeirra svo þau gætu farið út að borða, austur í Vaglaskógi með vinnufélögum hans. Átti nú ekki að vera svo flókið eða erfitt skoLinda Björg 4 ára var svo ánægð með að amma ætlaði að passa að hún kvaddi varla foreldrana...Enda allir verstu ósiðirnir stundaðir af miklum móð hjá ömmunni... hún mátti borða inni í stofu og horfa tvisvar á nýja Strumpadiskinn og fékk svo alveg tvo ísa... Hún var líka eins og sá engill sem hún er, allan tímannLára Rún 5 og hálfs mánaða var svo sem ánægð með ömmuna líka... til að byrja með...En um hálfáttaleitið þegar hún átti að fá pelann þá upphóf hún raust sína og það munar svo sannarlega um það þegar hún byrjar þessi elska...Þetta litla brosmilda, meðfærilega og yfir höfuð virkilega þægilega litla kríli argaði í einn og hálfan tíma... eftir klukkutíma konsert gaf ég henni stíl... vissi ekki mitt rjúkandi ráð og hefði virkilega þurft eitthvað af þessum stílum sjálf og mikið af þeimÞað virtist nú samt ekkert vera að henni af því að hún var ágætlega ánægð niðri í stofu... upprétt og þá varð smá hlé á tónleikunumEn ef ég lagði hana útaf... í fanginu á mér, það var nú ekki eins og ég væri að pína hana í rúmið... þá var hléið búið og pelann vildi hún alls ekki sjá Eftir þennan afskaplega þreytandi konsert fyrir okkur báðar, sem hlýtur að hafa hljómað vel greinanlega út um alla sveitina sofnaði hún loksins og ég gat sett hana í rúmið... uppgefin á sál og líkama eiginlegaVar einhversstaðar undir öllu þessu háværa eyrnakonfekti alvarlega farin að hugsa um að hringja í foreldrana en þau voru í þriggja kortera keyrslufjarlægð svo ég lét það vera, þau fara ekki svo oft eitthvað bara tvö saman og svo vildi ég nú ekki heldur láta grípa mig dauða við að ráða ekki við eitt smábarn...Elskan litla var ennþá með ekka í svefninum þegar ég fór heim um hálftólf... Vona bara að henni hafi ekki orðið meint af passinu hjá þessari vitlausu konu sem virtist bara alls ekkert kunna að gera hlutina rétt... mér varð ekkert meint af þessu, ætla bara ekki að passa alveg strax afturNúna er ég í helgarfríi og ætla virkilega að njóta þess... góða helgi elskurnar mínar allar
Pé ess: Prentvillupúkinn hérna vill ekki samþykkja "barnapass" en sér ekkert athugavert við barna"hass" !
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha, yndislegt bara, sú hefur verið að prófa þolimæði ömmunar og gá svona í leiðinni hvort heyrnin væri ekki bara fín
Jóhanna Pálmadóttir, 31.10.2009 kl. 11:51
Ussuss ... stelpuskott!
Ég hefði nú bara slegið þessu upp í kæruleysi og sótt í aðeins meira af ósiðum - hefði nebbla bara gefið krílinu Vodkapela í stað mjólkurpela - og þá hefði skottið litla ekki þurft neina stíla fyrr en í barnaskóla ...
Gott þó að allt gekk vel og mundu bara að taka ekki þátt í barnapössun nema allir séu sofandi þegar þú mætir á svæðið - eða hafðu mig með í för!
Knús á þig ljúfa ósiðsamlega norðanDúan sem kallar ekki allt Hazz eða rass... :)
Tiger, 31.10.2009 kl. 12:25
Frábær pistill, alveg get ég sett mig í þín spor þarna maður verður bara extra leyfinn og svo getur maður stungið af þegar foreldrarnir koma heim, forréttindi að vera amma. VOna að heyrnin lagist í dag en segðu mér, er matsölustaður í Vaglaskógi?? hafðu það gott mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2009 kl. 12:38
Jóka mín: Þolinmæði var komin út á ystu nöf og heyrnin var allt of góð
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 13:35
Högni minn: Velkominn heim ! Hringi í þig næst þegar ég fer þangað að passa en hafðu til öryggis með þér vodkapelann... þó ekki væri bara handa mér... Það er nebblega ekkert svoleiðis til þarna á þessu barnaheimili Knús til baka kattarkrúttið mitt
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 13:39
Ásdís mín: Haaaaaaa... hvað segirðu ?Já ég er forréttindapakk á öllum sviðumTakk elskan heyrnin er að koma til og nei, sonur minn er að vinna hjá Skógræktinni í Vaglaskógi og þetta var svona starfsmannakvöldverður í aðstöðunni þar. Hafðu það sem best dúllan mín og farðu vel með þig
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 13:43
Ung óperusöngkona að æfa raddböndin fyrir framtíðina.Hún hefur haft gott af þessu góli og styrkt lungu og hjarta í átökunum.Knús á barnapíuna:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 14:14
Ég hef lent í svipuðu, var búin á sál og líkama eftir þá pössun.
Eigðu góa helgi mín kæra
Heiður Helgadóttir, 31.10.2009 kl. 14:50
Sko, ég man enn þegar Erna, Jenni, Birna og Öddi fóru á Bruce Springsteen tónleikana þegar Ísak var 7 mánaða...barnið gargaði í fleiri klukkutíma og í hvert einasta skipti sem fór að sljókka aðeins í honum þá kom eitthvert hinna barnanna inn og vakti drenginn fyrir mér svo hann gæti nú haldið sínu striki og gert mig alveg heyrnarlausa, og það tekur sko 4 tíma frá Gautaborg þar sem þau voru til Linköping þar sem ég var hahahahaha...samband mitt og Ísaks bíður þess sennilega aldrei bætur, enda vildi hann ekki sjá mig í fleiri ár á eftir og er svona rétt farinn að virða mig viðlits nærri 7 árum seinna
Jóhanna Pálmadóttir, 31.10.2009 kl. 16:47
Veistu að læknir sagði mér að grátur væri einstaklega góður í þjálfun lungnanna. Og hann seinkaði meira að segja keisara, vegna þess að hann sagði að barnið yrði að fara sína leið og grenja á eftir annars yrðu lungun ekki nógu sterk. Svo sennilega hefurðu þarna farið í massaþjálfun með krýlið. Sum sé besta mál fyrir hana, verra fyrir eyrun þín. En láttu móralin eiga sig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2009 kl. 17:36
Ragna mín: Já hún er sko efnilegKnús á þig líka vina mín
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 18:39
Jóka mín: Auuuuumingja ÍsakHann er eiginlega ekkert rosalega langrækinn...? Hvað eru 7 ár á milli vina
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 18:41
Ásthildur mín: Já lungun hennar Láru Rúnar eru sko sterk og heilbrigð, mér fannst bara verst að vita ekki hvernig ég gat látið henni líða beturVina mín ég er ekki með neinn móral, það er bara þannig að ég vinn kvöldvinnu aðra hverja viku alla 7 dagana, svo þá passa ég ekkert aftur fyrr en eftir hálfan mánuð og það er ekkert alveg á næstunni
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 18:45
fjör hjá minni!
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.10.2009 kl. 19:04
Jóhanna mín: Jahhhá ekkert smáræði
Jónína Dúadóttir, 31.10.2009 kl. 22:44
Ég fæ eina litla frænku stundum í gistingu og það heyrist einmitt svona mikið í henni líka.
En takk fyrir skemmtilega sögu.
Anna Guðný , 1.11.2009 kl. 00:43
Anna mín: Þakka þér...
Jónína Dúadóttir, 1.11.2009 kl. 07:48
Það er slæmt þegar börnin manns grenja og vilja ekki fara að sofa en þegar barnabörnin eiga í hlut verður svona öskurgrátur beinlínis kvalafullur Vona að þið langmæðgur jafnið ykkur fljótt og vel
, 1.11.2009 kl. 15:19
Dagný mín: Jú það er alveg rétt hjá þér, það er einhvernveginn verra þegar barnabörnin eiga í hlutTakk fyrir ég held að við langmæðgur höfum þetta alveg af... auðveldlega
Jónína Dúadóttir, 1.11.2009 kl. 18:20
Ég vona að hún verði bara 7 daga að taka ömmu sína í sátt aftur, en ekki 7 ár Hún hefur sennilega bara verið að þjálfa taugarnar í ömmu aðeins
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 1.11.2009 kl. 22:54
Sigrún mín: Vá já það vona ég líkaHún er sko fínn taugaþjálfari sú stutta
Jónína Dúadóttir, 2.11.2009 kl. 06:23
Uss þú gætir átt miklu fleri svona konserta eftir, Snædís Harpa orgaði á mig í 3 ár og prufar annað slagið ennþá
Birna Dúadóttir, 2.11.2009 kl. 10:59
Birna mín: Jamm finnst ekki sennilegt að þetta sé hinn eini... líklegra að hann sé sá fyrsti... af vonandi ekkert mjöööög mörgum
Jónína Dúadóttir, 2.11.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.