... þó öll ljós séu kveikt og allt galopið út
Er að prjóna seinni ermina á síðustu lopapeysu þessa árs... svo sem engar stórfenglegar fréttir... en ég gat ekki með nokkru móti fengið munstrið til að vera eins og á fyrri erminni...
Eftir að hafa rakið tvisvar upp sama munstrið með hæfilegum skammti af "smá" svona ergelsi datt mér loksins í hug að skoða fyrri ermina og sá að ég hafði hlaupið á harðaspretti yfir eina umferð í munstrinu á henni... en þar sem ég var að gera allt rétt á þeirri seinni var ekki séns í helv... að þetta yrði eins
Sem fangi yfirgengilegrar fullkomnunaráráttu fyrri ára hefði ég drifið í að rekja upp fyrri ermina, gert þetta rétt og farið svo í þá seinni
En núna þegar mér hefur tekist að losa mig við 90% af þeim ófögnuði sem brjálæðisleg fullkomnunarárátta er, geri ég bara sömu vitleysuna á seinni erminni, kalla það mína eigin hönnun, glotti og er herfilega góð með mig... er þar af leiðandi að verða búin með seinni ermina og styttist í hálsmálið
Bara góð inn í daginn, finn að vísu fyrir smá tilbreytingarleysi í skammdeginu... langar að fara á jólatónleika fyrir sunnan en hef bara ekki efni á því... hlýtur að kallast gott að geta haft góðærisáhyggjur á krepputímum...
Fyrir rúmu ári samþykkti ég í góðri trú að lána stóra peningaupphæð, sem fæst líklega ekki greidd til baka... svo til að geta klárað það sem við þurftum að gera hérna heima urðum við að taka lán og upphæðirnar sem ég hefði notað til að gera eitthvað skemmtilegt fara í staðinn til að borga af því láni
Ég er svoooo að reyna að láta þetta ekki fara alveg með mig og ég veit að þetta eru "bara" peningar en það vill svo til að ég eins og allir aðrir þarf að nota þá til að gera hluti... og þetta "var" sparnaðurinn okkar
Ok nú er ég hætt... í bili
Hafið það gífurlega gott inn í daginn krúttin mín, það er kominn miðvikudagur og styttist í helgina
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús.Settu bara skemmtilegan disk með fallegum jólalögum í spilarann,kveiktu á kertum og njóttu.Það eru fyrirtaks jólatónleikar.En ég skil vel að þú viljir fara.En annars góðan daginn góða myndarlega kona.Kveð'ja:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 08:27
Ragna mín: Þakka þér fyrir elskan, falleg hugmynd... Bestu (jóla)kveðjur til þín þarna út í Eyjuna þína fögru
Jónína Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 08:31
Í þau fáu skipti sem ég reyni að munstra eitthvað, tala nú ekki um eftir uppskrift, þá verður það alltaf mín eigin hönnun Alveg dauðóvart, ég bara virðist ekki geta farið eftir leiðbeiningum Þegar ég er heima hjá mér, sem gerist stundum þá er ég alltaf með fullt af logandi kertum, svo notalegt. Eigðu góðan miðvikudag
Birna Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 08:42
Jónína Þ Dúadóttir lopapeysuermamunsturhönnuður bara ansk... flottur titill
Erna Evudóttir, 4.11.2009 kl. 12:47
Æ dúllan mín, kannast við svona "heimagerðar" uppskriftir, er ekki góð í því að fara eftir forskrift, er ef sjálfráð. Farðu vel með þig og settu bara disk í spilarann það geri ég. :)
Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2009 kl. 13:12
Birna mín: Takk vina, eigðu líka góðan miðvikudag... heima hjá þér eða einhversstaðar annarsstaðar
Jónína Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 13:35
Erna mín: Já ekkert smá flott... en ertu til í að koma með einhverja sæmilega viðráðanlega skammstöfun á þetta ?
Jónína Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 13:37
Ásdís mín: Já ertu of sjálfráð... hverjum hefði nú dottið það í hug ?Farðu líka vel með þig vina mín
Jónína Dúadóttir, 4.11.2009 kl. 13:38
Þetta með ermina er þroski. Til hamingju með þessa góðu ákvörðun. Hitt með peningana... ég skrifaði upp á svona fyrir mitt fólk og missti heilmikla peninga, og ef til vill kúluna, veit það ekki ennþá. En veistu ég hugsa voða lítið um það. Eins og þú segir réttilega þetta eru bara peningar. Og þeir eiga það til að koma og fara. Ég er samt næstum viss um að almættið sér til þess að ég fái að halda kúlunni minni. Ef það reynist tál..... þá á ég samt sem áður yndislega fjölskyldu góða vini og heilt bæjarfélag sem hefur sýnt mér að ég er einhvers... nei bara heilmikils virði. Hvað er fjárhagur á móts við það! Safnið ekki í kornhlöður stendur einhversstaðar í bók sem ég trúi reyndar ekki á. Heldur verið eins og fuglar himinsins, látið hverjum degi nægja sína þjáningu. Knús á þig elskuleg mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 23:50
Gleymdi að segja góða nótt og fagra drauma
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2009 kl. 23:51
Ásthildur mín: Þú ert nú alveg einstökKnús til baka mín kæra og takk fyrir þessa fallega kveðju inn í nóttina
Jónína Dúadóttir, 5.11.2009 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.