Vorið, sumarið, haustið og jólin eru uppáhalds hjá mér... veturinn finnst mér ekkert sérstaklega spennandi svona heilt yfir en jólin bjarga því sem bjargað verður
Nú er ég komin í það stuð að mig er farið að langa til að sjá einn og einn glugga með jólaljósum og auðvitað verður mér að ósk minni eins og svo oft í lífinu...
Það er meira að segja búið að skreyta eitt hús að utan stutt frá aðal vinnustaðnum mínum og yndislegt að sjá það þegar ég er að fara heim úr vinnunni, á kvöldin í myrkrinu
Ég væri alveg til í að fara að setja upp jólaljós en hinn helmingurinn af okkur í þessu húsi færi á samskeytunum ef ég skellti þeim upp strax... svo ég stilli mig... alveg til 1.desember
Lengi vel bjuggu engin barnabörn okkar hérna í nágrenninu, engin sem mega halda jól það er að segja, en sonur minn og tengdadóttir brugðu undir sig betri fætinum og redduðu því og nú eru tvær litlar dúllur á svæðinu sem hægt er að halda jólin með... börnin eru nefnilega algerlega ómissandi hluti af jólum og jólaundirbúningi
Ég keypti fyrstu jólagjafirnar í september og er svo hægt og rólega búin að prjóna peysur á 4 skvísur á öllum aldri... svo ætla ég að prjóna trefla handa 2 skvísum og setja bækur með og svo segi ég ekki meira ef eitthvað af fólkinu okkar skyldi lesa hérna... Svo ætla ég að gefa yngri syni mínum 1 dekk með umfelgun í jólagjöf... pakka því samt ekki inn handa honum, gæti orði snúið þar sem það er komið undir nýja bílinn hans...
Svakalega er nú hægt að hafa mörg orð yfir akkúrat ekki neitt...
En til að segja nú eitthvað sem skiptir einhverju máli þá óska ég ykkur góðs dags og kveð
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag, jólahvað??
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 7.11.2009 kl. 07:52
Dúna mín: Sæl og blessuð og góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 7.11.2009 kl. 08:29
Birna Dúadóttir, 7.11.2009 kl. 09:55
MMMMM. Alltaf gaman að lesa um dásamlegar jólapælingar og kærleik frá þér.Sama í gangi hér finnst vera komin tími á jóla þetta og hitt:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 12:17
Ég var í höfuðstaðnum í vikunni og þar var skreytimeistarinn á horni Bústaðavegar og Grensásvegar búinn að setja upp litskiptandi díóðuljósin sín. Mér fannst það bara hlýlegt og ekkert of snemmt Ég ætla að byrja að jólast á fullu þegar búið verður að halda upp á afmæli snúllanna minna 15. nóvember
, 7.11.2009 kl. 14:38
.. komið kvöld hjá mér!
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.