Einu sinni var ég 17 ára... mér finnst ekkert svo agalega langt síðan samt...
Þá átti ég kærasta, hann var ekki bara hrikalega fallegur, hann var líka góður strákur. Hann var að vinna í litlu þorpi austur á landi, var búinn að vera þar í rúman mánuð að mig minnir og ég hafði heimsótt hann eina helgi... ekki svo gott að fá frí í vinnunni sem ég var nýbyrjuð í. Eina helgina í ágúst þegar við vorum búin að vera saman í rúmt ár, ætlaði ég að að fara austur í heimsókn með frænda hans og vini... en fékk ekki frí... ekki til að tala um... karltruntan yfirmaður minn hótaði að reka mig ef ég færi... Þessa helgi hringdi svo Dísa besta vinkona mín í mig... og sagði mér að hann væri dáinn... hefði verið að keyra bíl frænda síns þarna í litla þorpinu fyrir austan og keyrt á hús... Síðan hvarf allt í móðu nema ég rankaði aðeins við mér á flugvellinum, í fanginu á pabba... var á leiðinni suður að jarðarförinni... Við höfðum verið að tala saman í símann daginn áður, kærustuparið og vorum svo innilega sammála um það í reynsluleysi og fáfræði okkar unga aldurs, að við vildum heldur vita af hvort öðru dauðu en með einhverjum öðrum... Það kom í minn hlut að sitja eftir með þá skelfilegu vitneskju að það var svo sannarlega ekki rétt... hefði frekar viljað sjá hann með öllum öðrum... Þetta var 13. ágúst og við vorum búin að vera saman í 13 mánuði... og bíllinn sem hann var á var 13. bíllinn sem frændi hans átti... Á mánudeginum átti ég að taka bílprófið... og gerði það, en bara vegna þess að Dísa vinkona mín lét mig gera það og fékk meira að segja að vera með í bílnum í prófinu... annars væri ég ekki með bílpróf í dag... Ég hengdi mig í þessa tölu 13, eiginlega hálfsturluð þá... hélt því fram að hún væri happatalan mín... geri það enn þann dag í dag en samt bara af gömlum vana... En mér verður alltaf hugsað til hans þegar talan 13 kemur upp... Ég ætla að deila með ykkur smá leyndarmáli... yngri sonur minn heitir eftir honum... nöfnin þeirra byrja á sama staf... mér tókst að koma því þannig fyrir
Eigið góða helgi elskurnar mínar allar og fyrirgefið mér röflið...
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús elsku vinan.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 09:48
Talan 13 kemur víða við. Ég er með töluna 3, 13, 31 og allt sem viðkemur 3, allstaðar í mínum merkilegu hlutum. Það byrjaði á því að ég fæddist þann 13. og síðasta dæmið er að húsið sem ég keypti er nr 13. En svona reynsla annaðhvort brýtur mann, eða styrkir... ég vel alltaf styrkinguna. Eigðu góðan dag sætust, og við förum að sjást um leið og veikindin og skólinn eru komin í frí á þessu heimili.
Díana (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 09:52
Ragna mín: Takk og sömuleiðis mín kæra
Jónína Dúadóttir, 14.11.2009 kl. 10:10
Díana mín: Ég vel líka styrkinguna... alltafEigðu líka góðan dag skvísan mín, hlakka til ag geta farið að sjá nýja húsið... og ykkur... eða eiginlega öfugt sko
Jónína Dúadóttir, 14.11.2009 kl. 10:13
Erna Evudóttir, 14.11.2009 kl. 12:04
Erna mín:
Jónína Dúadóttir, 14.11.2009 kl. 13:29
Mikið lagt á unga sál. En þú stóðst sterkari eftir. Knús á þig vinkona
, 15.11.2009 kl. 21:20
Dagný mín: Þakka þér fyrir mín kæra, ég vil gjarnan trúa þvíKnús
Jónína Dúadóttir, 16.11.2009 kl. 06:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.