Klæddur hverju... ??? :))

Það vakti athygli mína í gær þegar ég var að hlusta á fréttir á Bylgjunni og verið var að segja frá manni sem réðist til atlögu með haglabyssu einhversstaðar í Reykjavík... sá sem las fréttina sagði orðrétt: "Árásarmaðurinn var klæddur lambhúshettu" ! Bíddu... var hann ekki í neinu öðru ?W00t Það eitt og sér hefði nú verið nógu skelfilegt fyrir mig, að opna útihurðina og sjá þar mann klæddan lambhúshettu, hann hefði ekkert þurft haglabyssuna...Tounge Mér finnst maður ekki klæða sig í húfu eða eins og í þessu tilviki lambhúshettu... maður setur á sig umræddan höfuðfatnað er það ekki... eða er einfaldlega með hann á höfðinu... ?Woundering Til öryggis vil ég að taka það skýrt og skilmerkilega fram að ég er ekki á nokkurn hátt að gera grín eða fíflast með umræddan atburð, hann er skelfilegur og ekki fj... fávitanum með haglabyssuna að þakka að ekki fór verr...Angry Ég er einungis að grínast með orðalagið sem var notað til að lýsa fatnaði árásarmannsinsWink Ferlega góð inn í þennan fína dag og ætla til tilbreytingar að prjóna á tannlæknabiðstofu...LoL Smá útskýring: skjólstæðingurinn er að fara til tannlæknis og ég vinn við að fylgja honum þangað sem hann þarf að faraGrin Þegar ég kem svo heim um eittleitið mála ég seinni umferðina með rúllunni á baðherberginu, gamli er auðvitað búinn að mála allt með penslinum og hann bannaði mér að klára með rúllunni... en hann kemst bara upp með að banna mér það sem ég leyfi honum...Tounge Svo fer ég í klippingu... og eftir það, aftur í vinnuna...Smile Það er svo á morgun sem ég ætla í RL búðina á jólarúntinn... sakna þess að hafa ekki tengdadótturina og Lindu litlu með, við erum vanar að fara saman á fyrsta jólarúntinn þar, en aðeins of langt að koma þangað frá Sviss svo ég fer bara ein núna ! Eigið góðan dag krúttin mín, það ætla ég að leggja áheyrslu á líkaSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn.Fyrirsagnir eru oft broslegar og ég hef oft lesið mér til gamans ýmsar fyrirsagnir og rýnt í hvernig þær eru settar fram.Það er oft mjög fyndið.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 08:14

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Sko ekki einusinni Chippendales mundu vera að gera sig bara íklæddir lamhúshettu

Erna Evudóttir, 17.11.2009 kl. 14:01

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: ... allan daginn

Jónína Dúadóttir, 17.11.2009 kl. 14:48

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Nákvæmlega

Jónína Dúadóttir, 17.11.2009 kl. 14:49

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahahaha :)))

Jóhanna Pálmadóttir, 17.11.2009 kl. 22:25

6 Smámynd:

Jiiiii hahaha - nei ekki vildi ég mæta manni klæddum lambhúshettu  Hún yrði þá a.m.k. að vera dáldið síð  

, 17.11.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, fékk Kornbaróninn heimzókn út af einni ztelpu...

Steingrímur Helgason, 18.11.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já og síðan var einhver sem réðst að óléttri konu í skartgripaverslun hér í höfuðborginni.  Mér finnst alltaf svo hallærislegt að tala um óléttar konur.  Annars kemur mér þetta ekkert við hehehe.....

Ía Jóhannsdóttir, 18.11.2009 kl. 21:21

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hahah góð

Birna Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband