Lasin, veikari... svo hvað... dauð ? Nei, bara fíbblagangur... :))

Það er föstudagur og ég er ekki í vinnunni... ekki í gærkvöldi heldur... hlýt að vera eitthvað eins og... hvað heitir það nú aftur... jú, lasin eða eitthvað... eiginlega lak niður þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og svaf... um hábjartan daginn... í tvo tíma...UndecidedRétt rankaði við mér til að afboða fund klukkan 4 og vinnu klukkan 5... BlushTók svo núna í morgunsárið þá yfirgengilega þroskuðu ákvörðun að vera heima í dag... fara sem sagt bara alls ekkert í vinnuna... hvað er það nú ?WhistlingÉg er nefnilega aldrei lasin... bara veik og þá á sjúkrahúsi... þannig að ég er líklega bara svona ofurlöt eða kannski  ímyndunarveik... ég verð að passa kúliðToungeEn ég er með frábæra afleysingu svo ég er alveg róleg... geri mér nefnilega fulla grein fyrir því að ég er ekki ómissandi og ég vil líka alls ekki vera það, það finnst mér sannarlega ekki eftirsóknarvertShockingOg ekki nóg með það, ég ákvað líka að sjá svo bara til hvort ég færi í vinnuna á morgun... hvar endar þetta eiginlega... sviminn sem ég er með hlýtur að orsakast af allt of stórum skammti af skynsemiGrinEnda er fólk sem trúir því að það sé ómissandi... og ég þekki allt of marga þannig... afskaplega og mjög alvarlega veruleikabrenglaðGetLostMér finnst einmitt svo notalegt akkúrat núna að geta farið vel með mig og verið heima, þegar ég er ekki alveg eins og ég á að mér... það er bara til ein ég svo ég er skyldug til þess... og vita að allt gengur samt sem áður vel þó ég sé ekki með puttana í því... það er góð tilfinningJoyfulAuðvitað var þarna einhversstaðar undir og á bak við, smá svona samviskubit yfir því að vera ekki í vinnunni, en ég talaði við yfirdúlluna mína núna í morgunsárið og hún losaði mig snarlega við megnið af því bulli og ég skolaði svo afganginum niður með nokkrum góðum köffumLoLNúna hlusta ég á jólalög, hef kveikt á kertum og... bara slugsa, get eiginlega ekki annaðWinkGóða helgi elskurnar mínar og farið vel með ykkur... ég er að rembast við það líkaSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Gott hjá þér, gerðu bara helling af engu þá batnar þér örugglega

Erna Evudóttir, 20.11.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg hárrétt afstaða hjá þér Jónína mín.  Og þroskuð ákvörðun.  Ef þú ert með svima, þá getur verið að það sé vegna ruglings á vökvanum í miðeyranu.  Ég fæ stundum svoleiðis, þá þarf að passa upp á að drekka mikið vatn, og ekki vera berhöfðuð úti í kuldanum.  En það er víst ekkert hægt að gera í því annað en að fara vel með sig.  Nema taka sjóveikitöflu eða fá sér bjór.  Sjóveikitöflur eru sennilega verri en jafnvægisleysið.  Láttu þér batna sem fyrst og njóttu þess að vera bara heima með kerti og notalegheit.   Það er nefnilega rétt sem skáldið sagði, kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2009 kl. 11:11

3 identicon

Já það er gott að önnur okkar er sátt við að húka heima... :D ég er nú reyndar alvarlega að spá í að stelast í skólann á eftir. Ég er nefnilega að byrja á prjónanámskeiði sem verður sko alla helgina og ég fæ HEILA einingu út á þetta helgarbrölt. Enda veitir mér nú ekki af að læra að prjóna soldið.... hehe....

Díana (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:29

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Ætla bara að vona að ég endist í því... að gera ekkert

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 11:33

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Þakka þér fyrir, ég ætla að prófa vatnið töflur fara illa í mig og ég á engan bjórNýt mín barasta ágætlega, góða helgi mín kæra

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 11:35

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Díana mín: Verð að vera sátt við það, enda ekkert verið frá vinnu í marga mánuði... Annað en þú skinnið mitt, þarft að komast yfir að vera heima fyrir 5-6 manneskjur... og gera allt annað líkaJá mér finnst þú ættir að drífa þig og læra að prjóna... þú veist ekki nema þú hefðir bara gaman af því  Knús í húsið þitt skvísan mín

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 11:40

7 identicon

Iss Ninna mín, ég er svo hrikalega vel gift að ég geri bara tæplega helming eða minna hérna. Ætli konurnar mínar í Handprjónasambandinu fengju nokkuð sjokk ef þær vissu að ég þyrfti á prjónanámskeið eftir allar peysurnar sem ég hef sent þeim hahahaha

Díana (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 11:56

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Gott hjá þér að vera bara heima, láttu þér batna!

Jóhanna Pálmadóttir, 20.11.2009 kl. 12:29

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Díana mín: Ég veit þú ert vel gift ljósið mittÞað væri virkilega gaman að sjá svipinn á þeim góðu konum ef þær fréttu að þú værir loksins að fara að læra að prjóna eftir hvað... einhver hundruð peysur

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 12:53

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Takk elskan, já, mér finnst ég bara haga mér þó nokkuð skynsamlega sko

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 12:54

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er í gangi eitthvað miðeyra vesen á norðurlandi?  Milla liggur á Húsavík og þú á Eyrinni?  þetta er annars mjög hvimleitt og ekkert annað að gera en hvíla sig vel, farðu vel með þig yndið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2009 kl. 13:13

12 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Stundum þarf maður að vera skynsamur og þú hefur örugglega tekið skynsamlega ákvörðun með að vera lasin heima.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.11.2009 kl. 13:43

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mikið af engu, alltaf gott  Láttu þér batna kona

Birna Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 15:31

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Það er nú kannski ekki hægt að segja að ég liggi mikið... jú ég lagði mig fyrr í dag, af því að ég bara varðTakk ljúfan mín, rembist við að fara varlega

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 16:29

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aðalheiður mín: Fann þarna smá skammt af skynsemi

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 16:34

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Jú það getur verið gott og takk vina, geri það

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 17:30

17 Smámynd:

Góðan bata ljúfan mín

, 20.11.2009 kl. 17:48

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Þakka þér fyrir elskuleg

Jónína Dúadóttir, 20.11.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband