Bööööööö.... !

Ég klæddi mig í svarta flíspeysu og gúmmíklossa og þrammaði fram, ég var loksins búin að herða mig upp í þetta... stiginn var á sínum stað, ég stillti honum upp og fór upp í þriðju tröppu... Það ískrar í klinkunni á hleranum og hann opnast niður... uppi er svarta myrkur og kuldinn streymir á móti mér og til að kveikja ljósið þarf ég að fara upp í myrkrið. Nú hefst klifrið fyrir alvöru... efst upp í stigann... upp á frystiskápinn og svo að hífa sig upp á höndunum... Arrrg... það hreyfðist eitthvað við eyrað á mér !!! Hjúkkett... það var bara peysuermin mín... Reyndi einu sinni að fara upp með vasaljós, en það gekk ekki vel... ég þarf að nota báðar hendur við að klifra og í hvert skipti sem ég stari þarna upp í óendanlegt myrkrið man ég að ég ætlaði að skilja vasaljós eftir á skörinni... Ok, sest upp á skörina og þá tekur leitin við... að rofanum... hann er hægra megin... nei ekki þarna... ok, fann bitann sem hann er á og strauk upp eftir honum og fékk flís... reiddist og teygði hendina aðeins lengra... Þá fann ég rofann og var þá passlega komin með gæsahúð um allan líkamann... og komst að því mér til lítillar ánægju að peran var ónýt... þoli ekki svona ! Niður aftur sem er jafnvel erfiðara en upp... ég þarf fjandakornið að gera allt afturábak sem ég gerði þó áfram áðan... Fæ mér svona námumannaljós næst ! Komst niður með öruggu aðferðinni, það er að segja  hrundi ekki niður á þvottahúsgólfið... ég klifraði eins rólega og virðulega og hægt er við þessar kringumstæður... fann peru og aftur upp. Þegar ég var komin upp aftur hófst leitin að horngrýtis perustæðinu.... það er of langt mál að lýsa því hvernig það gekk, en það gekk... og þá var að finna déskotans rofann af því að ég hafði þá ekkert kveikt á honum... Hélt ég væri komin á réttan stað þegar hendin á mér rakst í eitthvað loðið... ég auðvitað argaði þakið næstum því af húsinu, stökk út í loftið og fann rofann... og kveikti. Þegar ég sneri mér við, ægilega góð með mig að vera komin með sjónina og ætlaði að snúast til varnar við þetta loðna eitthvað, sá ég að það voru bara bangsarnir krakkanna minna, sem ég hafði sjálf komið fyrir þarna. Ég réðist ekkert öskrandi á þá... Ég fann jólaskrautskassana mína og tók seríurnar, vafði þeim um hálsinn á mér og hóf afturábak klifrið... Ég leit dásamlega út þegar ég var komin niður aftur... með jólaseríur um hálsinn, kóngurlóavef í hárinu og flís í hendinni. Ég hlakka svo innilega til jólanna, en þið ? Grin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hahahahaha Þú ert alveg frábær!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 23.11.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er 'ljúmínerandi' upplifun af hverzdeginum þezza dagana.

Steingrímur Helgason, 23.11.2009 kl. 23:20

3 Smámynd:

Æ þú ert svo yndisleg

, 24.11.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Hlærðu svo bara að þessum hremmingum mínum... ???

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 06:00

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steingrímur minn: Takk fyrir

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 06:03

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Fallegt af þér að segja það...

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 06:05

7 identicon

Góðan daginn ljúfan og nú getum við farið að syngja jólalögin á fullu:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 07:27

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Jahhhá, nú getum við loksins komið úr felum...Eigðu líka góðan dag mín kæra

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 07:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha þetta var sannarlega spennandi frásögn Jónína mín.  Og mér datt einmitt í hug þarna í fyrrihlutanum að benda þér á námuljós, þau fást svona barna eitthvað.  En þú fattaðir svo upp á þessu sjálf. En takk fyrir þessa frábærlega skemmtilegu ævintýraspennusögu.   Ma einmitt eftir háaloftinu heima þar sem ég er alin upp, og þar var allt jóladótið geymt og gömlu leikföngin og alles.  Þannig að ég fékk í leiðinni smá deja vu feeling upprifjun á æsku minni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2009 kl. 11:25

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehehe finna betri geimslustað fyrir næstu jól.  Muna við yngjumst ekki með árunum heheheh...... og jólin koma vertu viss.............

Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2009 kl. 11:42

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2009 kl. 12:34

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 15:35

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Mín var ánægjan... að skrifa þetta, ekkert sérstaklega að fara þarna upp sko 

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 17:28

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Planið er að hafa ljósarofann niðri og almennilegan stiga... helst með fjarstýringuJá jólin koma trallalla

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 17:31

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þú hefðir ekki hlegið ef þú hefðir verið þarna... eða jú annars

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 17:32

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Þú mátt koma með mér upp næst þegar þú kemur

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 17:32

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hahaha.. lifandi og yndislega myndræn frásögn!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.11.2009 kl. 20:40

18 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég hlæ ekki að þér Ninna mín, ég hlæ með þér

Jóhanna Pálmadóttir, 24.11.2009 kl. 21:28

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 23:37

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Ég veit það elskan

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 23:38

21 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Góð. En hvernig væri að fá sér hlera upp á loft sem áfastur stigi er á þá fylgir stigin með þegar hlerinn er opnaður . Svona til að útskýra þetta aðeins þá fylgir líka stöng til að opna hlerann með. Auðvelt, þægilegt og öruggt. Auðvitað erum við öll jólabörn inn við beinið.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 25.11.2009 kl. 07:49

22 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aðalheiður mín: Jú það er á planinu skoVið erum búin að vera að gera húsið okkar upp síðan við keyptum það í apríl í fyrra... eingöngu spurning um forgangsröðun, við þurfum ekki svo mikið upp á háaloft svo það er ekkert mjög framarlega í röðinni

Jónína Dúadóttir, 25.11.2009 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband