Vitiði bara hvern ég sá...

... í speglinum áðan ? Einstein gamla sjálfan... já eða segjum hárið á honum...Tounge Þetta var nú að vísu hárið á mér, fyrir þá sem ekki fatta og það leit út eins og ég hefði stungið sjálfri mér í samband með öllum jólaseríukílómetrunum sem ég er búin að setja hérna í gluggana okkarW00t Ég byrjaði að jólaljósast á mánudaginn og var farin að halda að mér tækist bara ekki að koma þessu upp fyrir áramót...Woundering Ástæðan fyrir því var sú að þessi hörkuduglegi sambýlingur minn elti mig á milli glugga með pensil á lofti og í hvert sinn sem ég var búin að þrífa einn glugga og var farin að munda seríu, tók hann sig til og bar á timbrið í glugganum og eftir sat ég... með kaffibolla í hendinni og jólaseríu um hálsinn...Whistling Náði samt 2 gluggum... sem hann bar á í fyrra... án þess að þurfa að lúta í lægra haldi fyrir málningarpenslinum... en málning hefur þá skemmtilegu eiginleika að þorna fyrir rest svo ég gat  alveg klárað þetta og nú á ég bara eldhúsgluggana eftirGrin Mér finnst þetta gaman, er algerlega óstressuð og nýt þess bara að stússast svona, enda jólin bara einu sinni á ári ! Ef ég fengi að ráða ein og sjálf, þá mundi ég ekki hafa neinar smákökur og kaupa bara laufabrauðið tilbúiðHalo Og vitiði enn eitt, ég er löngu búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég held ekki jól af neinum sérstökum trúarástæðum, mér finnst þetta bara svo svakalega gaman... og mér finnst piparkökur vondar svo ég fletti nú fullkomlega ofan af mínum myrku leyndarmálumLoL Það er falleg, hvít, þunn ábreiða yfir öllu hérna á norðurhjaranum... ég tala nú yfirleitt ekki svona fallega um snjó... en hann er alveg í setteringum við aðventuna sem byrjar á morgunJoyful Góða helgi elskurnar mínar allar og eins og litla systir í Svíþjóð segir: Gangið hægt um gleðinnar dyr og galvösk inn í góðan dagSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn ljúfan og njóttu helgarinnar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 09:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Sömuleiðis takk

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 10:10

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvar varst þú þegar piparkökunum var úthlutað  mmmm ég elska þær

Birna Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 10:48

4 Smámynd:

, 28.11.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Hér eru afleggjararnir mínir byrjaðir að skreyta, voða notalegt Fæ vonandi að sjá herlegheitin fyrir jól

Erna Evudóttir, 28.11.2009 kl. 12:51

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, það er alltaf eitthvað svo notalegt að lesa færslurnar þínar, mér finnst ég boðin velkomin inn í húsið þitt í hvert skipti.  Hafðu það gott elskuleg og borðaðu bara það sem þér finnst best, maður á alveg að fá að ráða sínum jólum, það geri ég allavega.  knús

Ásdís Sigurðardóttir, 28.11.2009 kl. 14:25

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Hlýt að hafa verið uppi herbergi að lesa... og haft hjá mér franskbrauð með sultu...

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 16:07

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 16:08

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Þú verður að koma og kíkja fyrir jól

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Þú ERT svo innilega velkomin

Jónína Dúadóttir, 28.11.2009 kl. 16:10

11 Smámynd: Líney

Þú ert æði,kemur  alltaf   smá bros  og stundum skellihlátur þegar ég les   færslurnar  þínar 

Líney, 29.11.2009 kl. 15:44

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líney mín: Þakka þér fyrir vina mín, það þykir mér vænt um

Jónína Dúadóttir, 29.11.2009 kl. 16:10

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já nú er ég farin ad lesa bloggin aftur  fésid er bara ekkert thad sama,miklu meira innlit á blogginu.

En mikid er ég sammála thér, fæ aldrei jólastress og geri bara akkúrat thad sem mig langar til,svoleidis á thad ad vera. En øfunda thig thokkalega af hvitu breidunni..thad verd ég ad vidurkenna  vantar alveg hérna..óged thessi fjárans rigning. En hafdu thad gott skvis,knús i hús

María Guðmundsdóttir, 29.11.2009 kl. 20:33

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Gaman að fá þig aftur fjörkálfurinn minnÞað er alveg mátulega mikill/lítill snjór hér fyrir minn smekk... þarf svo sem ekkert endilega að vera mín vegnaHafðu það líka gott... knús úr jólaljósum og snjó

Jónína Dúadóttir, 29.11.2009 kl. 22:22

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Notaleg frásögn.  Ég er ekki farin að skreyta neinn ennþá, Elli minn sagði stelpunum að ég væri jólagrís, og Hanna Sól spurði mig hvort það væri satt.  Ójá sagði ég.  Hún var samt ekki alveg með það á hreinu hvað þetta þýddi.  En samþykkti það alveg samt. 

Ég er eins og þú ég nýt jólanna sem þátt í því að senn fer sólin að feta sig aftur upp á himininn.  Vetrarsólstöður.  Tel að kristnir menn hafi stolið jólunum og fleiri hátíðum heiðinna til að fá fleiri með í félgasskapinn. 

Knús á þig elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2009 kl. 09:41

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Knús á þig minn kæri jólagrís

Jónína Dúadóttir, 1.12.2009 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband