Það snjóar og snjóar...

... og snjóar og snjóar... meiningin kannski alveg komin til skilaWink Það er virkilega fallegt að sjá út... það snjóar í algeru logni og passar alveg við desember... en þetta er nú samt að verða alveg ágætt ! Til þess sem málið varðar: "Það má alveg skrúfa fyrir... núna... strax... hóf er best í öllu" ! Hér er auðvitað allt í ró og spekt... datt einhverjum eitthvað annað í hug... Shocking Við erum búin að ákveða hvað við rífum næst í þessu húsi... held okkur líði ekkert nógu vel ef það er ekki eitthvað á hvolfi einhversstaðar í húsinu...Tounge Það var starfsemi í þessu húsi áður en við keyptum það, svo það varð að gera auka snyrtingu, við þurfum hana ekki, við búum bara tvö hérna og plássið fyrir hana var tekið af þvottahúsinu sem varð við það bæði lítið og skrítið í laginu. En af því að ég er svo góð að raða... verð að hæla mér sjálf, það er enginn annar til þess... þá komumst samt frystiskápur, frystikista, þvottavél, þurrkari og kattarbæli með tilheyrandi kúkadalli og matardöllum fyrir þarna frammi. Þarna í þessari krumpulegu kompu er líka vaskabekkur, stiginn niður í kjallara, bakdyrnar, uppgangan upp á mitt yndislega háaloft og ótengdur skorsteinn. Það er gangfært þarna en ekkert meira en það... en þegar þetta er búið þá get ég snúið mér við með þvottakörfuna í fanginu án þess að reikna fyrst út með hávísindalegum aðferðum hvernig best er að bakka og snúa við án þess að lenda á einhverju... eða bara niðri í kjallaraGrin Mér finnst nefnilega skipta töluverðu máli að geta hreyft mig svo til óhindrað þegar ég er að gera eitthvað...GetLost Við tókum þessa ákvörðun um síðustu helgi og ég get ekki neitað því að ég var alveg til í að byrja strax... en jólin eru að koma... svo það verður ekki byrjað fyrr en á næsta ári... svona um það bil klukkan eitt eftir hádegi 1. janúarWhistling Ég vinn þannig vinnu að ég fæ ekkert jólafrí... bara mín venjulegu vaktafrí og mér finnst það bara allt í lagi eiginlega. Jólavikuna er ég bara að vinna til eitt á daginn og það er að verða komið upp í vana að vinna áramótin, enda aldrei komin heim seinna en klukkan 9 á kvöldin. Það snjóar enn... það er greinilega ekkert verið að hlusta á mann hérnaLoL Eigið góðan dag elskurnar ég ætla að fara út og setja bílinn minn í gang, það er auðvitað ómögulegt að prinsessan hérna á bauninni þurfi að setjast inn í kaldan bílSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn ljúfan.Kærleikskveðjur til þín,snjóinn og jólahúsið þitt.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 08:20

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Sömuleiðis elskulega Eyjapæjan mín

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 08:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehe engin að hlusta... ekki alveg rétt, að vísu að lesa, sami hlutur.  Alltaf gaman að líta hér við. Vonandi gengur ykkur vel að breyta kompunni, en með svona ónotaðan skorstein, sem venjulega gengur upp alla leið á þakið, er ekki svoleiðis tilvalið í arinn?  Knús Jónina mín og takk fyrir enn einn gleðigjafan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Góð. Við höfum víst bara snjó í dag, það á að rigna á morgunn

Aðalheiður Magnúsdóttir, 2.12.2009 kl. 09:47

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér snjóar líka, ég er svo þakklát fyrir hvað veðrið var gott í gær og ég gat farið til pabba, yndislegur dagur hjá okkur.  Knús á þig hjartað mitt

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Takk fyrir að lesa... Skorsteinninn er semsé hauslaus... það var tekið ofan af honum þegar var skipt um þak fyrir einhverjum árum síðan og hann er svo við eldhúsið... annars mundi ég sannarlega virkja hann  Knús ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 13:45

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aðalheiður mín: TakkOj, það verður ljóta slabbið þegar það rignir ofan í þetta allt saman

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 13:47

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásdís mín: Gott þú náðir góðum degi með pabba þínum elsku vina  Knúúúúúúúús

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 13:49

9 Smámynd:

Ooo en heppilegt að hafa svona verkefni framundan  Láttu þér líða vel í snjónum - hér snjóar líka en ekki svona lóðrétt eins og hjá þér

, 2.12.2009 kl. 14:01

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ohhh sendu mér smá snjó það er ekki baun jólalegt hér.  Sól og blankalogn

Ía Jóhannsdóttir, 2.12.2009 kl. 14:43

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 ok ég get bara ekki komid ødru á blad....ordid SNJÓR gerir mér thetta  

María Guðmundsdóttir, 2.12.2009 kl. 16:58

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Ó já, janúar er langlangleiðinlegasti mánuðurinn... fyrir utan febrúar og mars... Svo það er nauðsynlegt að dunda sér við eitthvað svonaMér líður ágætlega í snjónum takk, ég er mest inni

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 22:54

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín: Ég er með alvarlega skóflufælni, annars mundi ég senda þér svo sem eins og 10 gáma af þessuAnnars er þetta byrjað að bráðna aftur

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 22:55

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Æi elskan mín, er enginn snjór hjá þér ?

Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 22:57

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ef hann nær alla leið upp að þakskeggi er lítið mál að prjóna við hann, og svo er eldhúsið kósýstaður ekki minna kósý með arni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2009 kl. 10:12

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Ekki svo vitlaus hugmynd

Jónína Dúadóttir, 3.12.2009 kl. 22:28

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.12.2009 kl. 23:49

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

það á sko að syngja þetta.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.12.2009 kl. 23:49

19 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þú getur náttla ekkert setið iðjulaus. Verður að vera að bralla eitthvað. Ég kannast vel við svona pælingar, ætla alltaf að stoppa allar framkvæmdir en er alltaf byrjuð á einhverju áður en ég veit af  

Flott hugmynd hjá Ásthildi, ég styð hana. Bara kósý að hafa arinn  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 4.12.2009 kl. 00:28

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Nei nei, mér finnst fallegt að hafa smá snjó en ég er með krónískt ofnæmi fyrir öllu óhófi

Jónína Dúadóttir, 4.12.2009 kl. 06:54

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín: Æi já... ég get aldrei verið til friðs... ekkert frekar en þúMér líst alltaf betur og betur á hugmyndina hennar Ásthildar en hinn helmingurinn af sambúðarfólkinu hérna tekur það alls ekki í mál og er farinn að munda sleggjuna á strompinnÞað er líka minna mál að setja arinn... í stofuna, þar eru útveggir á tvo vegu

Jónína Dúadóttir, 4.12.2009 kl. 07:00

22 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góð hugmynd með aukabaðherbergið, það kemur ekki að miklum notum  Það er alltaf svo gaman að rífa og tæta og byggja svo upp aftur, er þetta í genunum hjá okkur

Birna Dúadóttir, 4.12.2009 kl. 08:55

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Nákvæmlega ! Heyrðu já þetta með genin... það þekkist á þessu hundssvipurinn þó af sé höfuðið

Jónína Dúadóttir, 4.12.2009 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband