Tók fram saumavélina mína í gær... sem er nú svo sem ekkert í frásögur færandi... nema að ég sá að það vantaði klóna á snúruna. Þá mundi ég allt í einu að þegar við vorum að setja upp jólaljósin úti um daginn þá vantaði okkur jarðtengda kló og ýkta ég var auðvitað með svoleiðis við saumavélina ! Og til þess að þurfa nú ekki að keyra langar leiðir bara eftir einni einustu kló, klippti ég hana af saumavélarsnúrunni og það varð auðvitað til þess að það þurfti að keyra langar leiðir bara eftir einni einustu kló... en þá bara í gær en ekki um daginn... !Þegar ég var komin með klóna í hendurnar úti í Byko ákvað ég að láta verða af því í leiðinni að kaupa klósettrúlluupphengi eða hvað það nú heitir og þá auðvitað líka í stíl fyrir handklæðið og ég fór að skoða. Það var ekkert þannig á baðherberginu þegar við fluttum inn og lengi vel vorum við með klósettrúlluna í gluggakistunni, þangað til einn daginn síðasta sumar, þegar ég var að koma heim að húsinu og sá að það var verið að flagga heillöngu klósettrúlluflaggi út um baðgluggann... hann var opinn og hvasst úti og það var að verða búið af rúllunni
Sko þetta er bara lítil plata með götum fyrir skrúfur og svo stöng á sem er eins og L liggjandi á bakinu... æi þið vitið, bara svona ósköp venjulegt eins og ég geri ráð fyrir að flestir séu með. Vildi ekki fá mér alveg það ódýrasta af því að það lítur svo aumingjalega út, en ég sneri frá hillunni þegar ég sá verðið ! Nú er ég ekkert fátæk eða nísk eða neitt en 9.900 krónur íslenskar fyrir svona litla, einfalda græju finnst mér nokkrum þúsundköllum allt of mikið og það var það næstódýrasta
Skoðaði ekki einu sinni með öðru auganu handklæðaupphengidótið ! Annars ferlega góð sko
Hér er allt í rólegheitum eins og á helst að vera á aðventunni, ég er allt of þroskuð eða eitthvað... löt kannski... til að vera að stressa mig á þessum tíma... bara að gera klárar jólagjafir til útflutnings... til dóttur minnar í Svíþjóð og hennar fjölskyldu þar
Verð svo að gera alvöru úr því að læra almennilega á myndavélina mína svo ég geti tekið mynd af jólaljósunum úti, ekki bara perunum sjálfum... í myrkri, man ég ákvað þetta líka fyrir síðustu jól... sumir eru aðeins seinni en aðrir
Ohh... hjálpi mér allir heilagir, hvað líf mitt er nú spennandi... !
Njótið dagsins elskurnar, það ætla ég líka að gera... í vinnunni
Pé ess: Setti inn mynd af stjörnunni sem gamli smíðaði um árið, uppáhaldsjólaskrautið !
Flokkur: Bloggar | 6.12.2009 | 08:57 (breytt kl. 09:06) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nei fjandinn sjálfur ad borga tæpar 10 thús fyrir eitt rúlluupphengi!! bara ad muna ad loka glugganum
hafdu gódan sunnudag
María Guðmundsdóttir, 6.12.2009 kl. 09:10
María mín: Já segðu... set rúlluna bara á körfu sem ég er með þarna svo ég geti haft gluggann opinn
Góðan annansunnudagíaðventu mín kæra
Jónína Dúadóttir, 6.12.2009 kl. 09:51
klósettrúlluflagg:):):):):):Góðan daginn.
Það gengi líklega lítið á Stórhöfða
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 13:03
Er þetta ekki dáldið tvöþúsundogsjö verð? Er í alvöru til fólk sem kaupir klósettrúlluhaldara fyrir tíuþúsund kall?
Jæja a.m.k. ekki við skynsama fólkið
Eigðu góða kvöldrest á þessum öðrum sunnudegi í aðventu 

, 6.12.2009 kl. 21:02
Ragna mín: Nei nei þetta var nú bara í svona Stórhöfða"logni"

Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 08:02
Dagný mín: Ójú þetta er svooo eitthvað 2007
Mundi frekar nota rúllupylsugarn og lítinn krók, ef ég hefði ekki góðan stað fyrir rúlluna... ég er sko skynsama fólkið með þér

Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 08:07
Haha ef þú myndir splæsa í haldarann, þá yrðirðu að minnsta kosti að hafa verðmiðann á
Birna Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 08:55
Birna mín: Jáhá, hann yrði að vera á og verðið skrifað með stórum stöfum
Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 13:16
Alveg sammála með verðið á klósetthaldaranum. Það má kaupa ýmislegt annað fyrir 10.000 kall. Annar vona ég að þú gerir alvöru úr að taka myndir af jólaljósunum þínum mín kæra. Knús á þig inn í daginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2009 kl. 13:40
Ásthildur mín: Ég er að vinna í að læra á myndavélina mína svo ég geti tekið almennilegar myndir
Samt ein komin í myndaalbúmið hérna hægra megin á síðunni
Hlýtt risaknús til baka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 15:12
Heheh var þetta WC hengirúlludót með svona Ipod tilfærslum. Neip bara spyr ætlaði nebbla að fara að blogga um sollis græju...... hef ekki glóru hvað svoleiðis dót kostar á ykkar landi.
Ía Jóhannsdóttir, 7.12.2009 kl. 15:51
Ía mín: Nei ekki nú aldeilis bara venjulegt járn til að hengja rúlluna á
Ég hef ekki séð svoleiðis sem spilar tónlist
Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 18:50
Ertu viss um að þú hafir skoðað græjuna nógu vel? Þetta gæti hafa verið nýtísku græja með sjálfskeinara...
Öllu má verð gefa segi ég nú bara
Kannski þú fáir bara gamla til að smíða svona stykki, mér sýnist hann alveg kunna að smíða úr járni
Flott jólastjarnan.
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 7.12.2009 kl. 20:26
Sigrún mín: Miðað við verðið hefði mátt gera ráð fyrir einhverju svoleiðis já
Jólastjarnan er virkilega flott og hann yrði sko ekki í vandræðum með að smíða svona upphengidæmi
Jónína Dúadóttir, 7.12.2009 kl. 23:04
Þú veist það góða mín, að ein vinkona þín í norðrinu er að læra ljósmyndun og gæti kannski hellt yfir þig einhverri vitneskju um myndatökur?, Og... hún á stundum kaffi... Og....hún er alltaf á leiðinni líka til þín..... :P
Díana Bryndís (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 08:51
Díana mín: Já ég veit það en vinkona mín er búin að vera í prófum, en ég hef njósnir af því að þau séu búin og ég er á leiðinni til hennar
Fæ örugglega knús og kaffi og kannski ég gerist frek og taki myndavélina mína með

Jónína Dúadóttir, 8.12.2009 kl. 20:59
Gerðu bara eins og ég heltu þér út í óvissuna með myndavélina að vopni Jónína mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2009 kl. 21:34
Ásthildur mín: Þú ert langflottust

Jónína Dúadóttir, 8.12.2009 kl. 23:01
Jóhanna Magnúsdóttir, 9.12.2009 kl. 07:00
Jóhanna mín: Alveg örugglega, það er fátt til sem er auðveldara að framleiða þá bara, ef það er ekki til staðar
Jónína Dúadóttir, 9.12.2009 kl. 08:10
Ég er nokkuð viss um að vinkona þín verður bara glöð að sjá þig, nú er hún bara lasin heima samt... en ekkert sem smitar held ég.
Díana Bryndís (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 08:37
Díana mín: Var að vona það... sko að vinkona mín yrði glöð, ekki að hún væri lasin...
Kem í dag... ef ég má
...

Jónína Dúadóttir, 9.12.2009 kl. 08:45
Bara endilega mín kæra :D
Díana Bryndís (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.