Við vorum með mág minn í mat... asnaleg setning... við átum hann ekki
Mágur minn borðaði með okkur í gærkvöldi, íslenska kjötsúpu og líkaði vel, auðvitað ! Hér eftir fram að jólum verður ekki haft mikið fyrir máltíðum í þessu húsi... jólahefð sem ég hef haldið mjög fast í, aðallega af því að mér hefur aldrei fundist neitt svakalega gaman að elda
Annars fæ ég ábyggilega fínan mat í kvöld... litlu jólin í vinnunni hjá gamla... þau byrja klukkan 8 alveg passlega seint fyrir mig ég er nefnilega að vinna til 9. Leysi af í kvöldvinnunni þessa helgi, þannig að kvöldvaktin mín byrjar klukkan 2 í dag í staðinn fyrir klukkan 5 næsta mánudag og lýkur ekki fyrr en 21.00 að kvöldi 20. desember... en ég lifi það af ! Ég er í venjubundnu kvöldvaktarfríi annan og þriðja í jólum svo það telst líklega jólafríið mitt
Þetta er ekkert mál, ég fer alltaf snemma á fætur svo ég hef nógan tíma til að gera það sem ég nenni, fyrir jólin... eða kannski ég geri barasta akkúrat alls ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut... svona rétt eins og venjulega
Allsherjarjólahreingerning er eitthvað sem er ekki lengur til í minni orðabók.. sem betur fer... þetta var slík klikkun að þvo allt frá gólfi til lofts og þá meina ég bókstaflega allt
En það var samt eitt við það... þegar þá jólin komu var ég búin að vinna svo mikið fram fyrir mig að ég þurfti virkilega ekkert að gera jóladagana, sem betur fer ég hefði ekkert haft krafta í það hvort sem er...
Núna þríf ég bara eins og venjulega... þurrka af, þríf baðherbergin og gólfin... það eina sem ég geri aukalega fyrir jól er að skreyta og stússast í jólagjöfum
Þríf líka framan af eldhússkápunum mínum... en þau þrif fara nú alltaf fram af og til vegna þess að mér finnst eldhúsið mitt svo fallegt og gaman að hafa það hreint... sem er skemmtilega nytsamlegt viðhorf
Og svo að þessu dæmalaust innihaldslausa bulli loknu óska ég ykkur góðs dags og yndislegrar helgar
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Uss manstu þegar maður réðist með ofbeldi og sápu, á veggi loft,inn í skápa og bara allsstaðar í öll horn Þetta var náttl... bilun
Birna Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 09:52
Maður er að stússast í þrifum yfir allt árið.Það er algjör óþarfi að fara á límingunum fyrir þessa daga.Kveðja norður ljúfan.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 10:02
Birna mín: Ójá ég man það allt of vel... aaaalgjööööör bilun
Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 10:09
Ragna mín: NákvæmlegaBestu kveðjur út í Eyjar
Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 10:11
Heppinn hann mágur þinn, að vera ekki étinn Ég nenni ekki að skrúbba allt hátt og lágt. Sé bara engan tilgang með því. Jólaandinn kemur ekki upp úr sápubrúsanum. Finnst meira gaman og innihaldsríkara að gera eitthvað skemmtilegt með stelpunum mínum Eigðu góða helgina
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 12.12.2009 kl. 10:43
Sigrún mín: Já hann heppinn, annars er nú ekkert utaná honum svo það borgar sig varla að elda hann... þó það sé kreppaJá bara hafa snyrtilegt eins og venjulega, skreyta og vera með fólkinu sínuGóða helgi
Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 11:37
Var að steyta lifrarpylsu úr hnefa, íslenkt já takk!
Jóhanna Magnúsdóttir, 12.12.2009 kl. 19:41
Jóhanna mín: Það er almennilegt
Jónína Dúadóttir, 12.12.2009 kl. 23:11
Gott blogg hjá þér Jónína mín - þú þarft ekkert að hafa stór orð eða merkilegar fréttir til að ég njóti þess að lesa bloggið þitt Vilji maður hafa hreingerningalykt í húsinu um jólin setur maður bara smá Þrif í skál á ofn Svo deyfir maður bara ljósin og þá sést ekki hvort það eru puttaför á veggjunum eða kusk á gólfunum Eigðu sömuleiðis góða helgi
, 13.12.2009 kl. 00:01
Dagný mín: Þakka þér fyrir, það var fallega sagtFlott lausn hjá þér... hefði betur gert eitthvað svona þegar börnin voru lítil... en hefðirnar sem ég ólst upp við höfðu yfirhöndina þáHafðu það gott mín kæra og ég bið að heilsa jólasveininum
Jónína Dúadóttir, 13.12.2009 kl. 07:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.