Legg ég á og mæli... vitlaust :))

Við erum með sjónvarp í gegnum Internetið og þá þarf að vera netsnúra frá ráternum... beininum... yfir í afruglarann við sjónvarpið... ok ? Nú er beinirinn við tölvuna sem er öðrum megin í húsinu, en sjónvarpið er akkúrat í hinum endanum, hol og borðstofa þarna á milli. Ég sem get aldrei beðið eftir því að aðrir geri hlutina og þarf helst að gera allt strax í gær... óþolinmóð hvað, má það ekki bara kallast drifin, svona af því að það er messutími... Halo Jæja ég tók mig til þarna fyrir nokkrum vikum og vopnaðist málbandi og fór að mæla hversu langa snúru ég þyrfti að láta útbúa fyrir þetta. Meiningin var að leggja snúruna upp í gegnum loftið úr tölvuherberginu, yfir háaloftið og niður í stofuna... einfalt mál og engar snúrur út um allt að ergja migWink Það var sem sagt þetta með málbandið... sko ég er mjög vel læs bæði á stafi og tölur og sé alveg ágætlega með lesgleraugum og vil meira að segja meina líka að ég eigi auðvelt með að hugsa heila hugsun... svona af og til allavegaTounge Þess vegna skil ég ekki hvernig mér tókst að finna það út að það þyrfti 12 metra langa snúru þegar hún átti að vera 20 metrar...Pinch Þegar ég kom heim með snúruna rétt náði hún í beinni línu milli þarna a og b... á gólfinu og til þess að við þyrftum ekki að hoppa yfir hana við að ganga um, þurftu beinirinn og afruglarinn að vera niðri á gólfi... Óþolandi asnagangur...GetLost Í gær átti svo að arga sig í að fara út og kaupa nógu langa snúru og ganga almennilega frá þessu, en þá datt rafvirki tengdasonur inn úr dyrunum, reddaði snúru og plöggum... hentist upp á háaloft... snúra niður í öðru horninu, svo í hinu horninu... plöggin á, beinir og afruglari upp á borð, tengja... búið málGrin Ég get næstum því svarið að þetta tók ekki mikið meira en 7 mínútur... kannski smá ýkjur en mikið djö... vinnur þessi maður hratt og skipulega... ekkert droll þar takkJoyful Bara eins og nýtt gólf... engin snúra... en ég lyfti samt ennþá fótunum yfir hanaLoL Njótið þriðja sunnudags í Aðventu elskurnar mínar allarSmile Heart  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hahahaha.. þetta er eitthvað svo ekta sem ég myndi gera líka. Vera sveitt við eitthvað og jafnvel mæla vitlaust, á meðan einhver annar - sem er jú líka menntaður til þess getur gert með annarri hendi, eða svona næstum.

Góðan dag annars.

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Já er þetta ekki bara svolítið eðlilegt ?Góðan daginn

Jónína Dúadóttir, 13.12.2009 kl. 11:17

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 gód

María Guðmundsdóttir, 13.12.2009 kl. 14:39

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Já finnst þér það ?

Jónína Dúadóttir, 13.12.2009 kl. 16:52

5 identicon

Oh snúrur og ég erum ekki vinir.Knús norður til þín úr hitanum úr suðurhöfum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 07:44

6 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Góður pistill hjá þér. Fagmenn kunna venjulega sitt fag Það er nú bara þannig.

Aðalheiður Magnúsdóttir, 14.12.2009 kl. 07:44

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Eins og við hefðum gert þetta saman, ég keypti akkúrat 12 metra þegar mig vantaði 20  Svo næstum dettur maður um kvikindið þegar minnst varir. Sendu mér eintak af þessum fagmanni, hlýtur að meiga klóna hann

Birna Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 09:27

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Skil þig svo velKveðjur í Suðurhöfin

Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aðalheiður mín: Þakka þér fyrir

Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 13:54

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Gaman samanRafvirki tengdasonur er maður Sólveigar dóttur Jóa... ég skal reyna að slíta af honum nokkur hár og senda þér

Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 13:56

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skelltonum bara í umslag, óþarfi að vera að hárreyta manninn

Birna Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 14:44

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín:

Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 15:59

13 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 14.12.2009 kl. 21:17

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigrún mín:

Jónína Dúadóttir, 14.12.2009 kl. 22:25

15 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 15.12.2009 kl. 09:16

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að eiga góða að, þetta er týpiskt fyrir iðnaðarmenn.  Ef þetta hefði verið húsráðandinn hefði það sennilega tekið lengri tíma !!   Múrarinn minn vill til dæmis flest annað gera en múra upp í göt eða festa flísar.  Gott að þetta er komið í lag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2009 kl. 09:18

17 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er ekki tíban í að znudda um að 'thiz can B done wirelezz', onei onei...

Steingrímur Helgason, 15.12.2009 kl. 21:30

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ía mín:

Jónína Dúadóttir, 16.12.2009 kl. 07:44

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Já týpiskt, það hjálpar nefnilega að gamli minn er ekki lærður iðnaðarmaður... þess vegna erum við líka búin að koma svo mörgu í verk hérna í húsinuÞetta er sko mesti munur

Jónína Dúadóttir, 16.12.2009 kl. 07:48

20 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steingrímur: Ég vildi auðvitað hafa þetta snúrulaust... ég vil helst hafa allt snúrulaustEn það virðist ekki vera hægt í þessu tilviki, er mér sagt

Jónína Dúadóttir, 16.12.2009 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband