Ææææ... nú er illt í efni...

... hann gamli minn er í stresskasti... með valkvíða... og eflaust eitthvað fleira því tengt ! Og ekki út af neinni ómerkilegri ástæðu... hann er að fara að kaupa handa mér jólagjöfW00t Það er komið að því... enn einu sinni... og ég geri sjálfsagt illt verra með því að reyna eitthvað að vera að einfalda þetta fyrir hann... eins og til dæmis að segja honum nákvæmlega hvað hann gæti keypt... og hvar það fæst...Tounge Ég hef aldrei lent í svona hremmingum eins og hann karlgreyið... enda sé ég bara um 30 jólagjafir fyrir jólin, kaupi sumar og bý til aðrar... man eftir öllum, pakka, merki og sendi megnið af þeim út á land og til útlanda... allt í tímaWink Ég var að gera grín að honum áðan út af þessu en hann þóttist ekkert heyra hvað ég var að segja og varð allt í einu svona svakalega áhugasamur um spegilinn á borðstofuveggnumHalo Það kvað svo rammt að þessu í fyrra að ég fór fyrir rest með hann í verslun hér í bæ, benti honum á kápuna sem mig vantaði, hann borgaði hana, við fórum með hana heim og allir sáttir... málið dauttJoyful Mig langar ekki í neitt sérstakt núna... á allt, vantar ekkert... svo ég sagði honum að núna væri hann einn á báti... vonda konanDevil Ég ætlaði að "skreppa" áðan á Glerártorg en steinhætti við... bílastæðin eru gjörsamlega pökkuð og ég sá fram á að þurfa að leggja uppi við löggustöð, svo ég ákvað að ég hefði ekki tíma fyrir þetta núna... ekki í nógu langri pásu í vinnunniLoL Ég fer bara eftir hádegi á mánudaginn, þarf hvort sem er að kaupa skötuna og allt sem henni tilheyrir... skötuveisla fyrir syni mína, tengdadóttur og dætur og dóttur gamla, tengdason og syni þeirra. Ég er ekki alin upp við skötuát fyrir jólin, en eftir að ég kynntist þessum sið finnst mér hún ómissandi... mér finnst hún alls ekki góð... hún er svo skemmtilega vond að það er gaman að borða hana... í góðum félagsskapTounge Farin aftur í vinnuna... bara vinna á morgun og þá er ég því sem næst komin í jólafrí... eins mikið og það verður eða sem sagt bara alls ekkert...Grin Ég er að vinna á morgnana alla næstu viku en er svo í vaktafríi næstu helgi... það er bara fínt ! Góðan dag elskurnarSmile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Guðmundsdóttir

æ kallgreyid  vonandi fær hann eitthvad gott úr thessu

María Guðmundsdóttir, 19.12.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

María mín: Örugglega

Jónína Dúadóttir, 19.12.2009 kl. 19:16

3 Smámynd:

Æ gamla skinnið. Held að allir karlar lendi í þessu nokkrum sinnum um ævina. Vonandi leggst honum eitthvað til

, 19.12.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Allir góðir menn zem að eiga vönduð konudýr lenda í zama vanda fyrir hver jól.

Steingrímur Helgason, 19.12.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dagný mín: Hann finnur eitthvað út úr þessu

Jónína Dúadóttir, 20.12.2009 kl. 07:28

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Steingrímur minn: Jú, rétt er það... og takk 

Jónína Dúadóttir, 20.12.2009 kl. 07:29

7 identicon

Iss hann lifir þetta af.

En takk innilega fyrir komuna um daginn og hættu að láta svona kona! þetta var bara flott innflutningsgjöf :D Það eru aldrei of margir jólasveinar í kringum mig hahaha !! :D

Díana Bryndís (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 12:48

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehee ég á einn svona með "valkvíða".  Og þetta sama hér, ég sé um alla pakka jólakort og alles, nema núna verða færri kort og minni jólagjafir en venjulega.  Það dreyfir huganum að stússast svona.  Knús á þig elskuleg mín í jólastússinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2009 kl. 13:14

9 Smámynd: Aðalheiður Magnúsdóttir

Ha ha ertu viss um að þú sért ekki bara svona erfið, skammir hann ef hann kaupir eitthvað sem þig langar ekkert í eða eitthvað í þá veruna?? Nei í alvöru þá held ég að þetta sé karllægt vandamál. Sama hvort þessar elskur eru að kaupa handa okkur eða öðrum. Sakna þess að fá ekki skötu á þorláksmessu þetta árið. En ég er ein um að borða hana á mínu heimili. Eigðu góð jól og góða skötuveislu. Ég fæ mér bara súkkulaði með systur þinni einhvertíma um jólahátíðina;)

Aðalheiður Magnúsdóttir, 20.12.2009 kl. 21:01

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Díana mín: Já já hann er búinn með verkefnið og lifir góðu lífiÞú ert algjör krúsidúlla

Jónína Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 06:28

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ásthildur mín: Grunaði svo sem að minn væri ekki alveg einn í þessuSendi þér undurhlýtt risaknús í jólastússinu

Jónína Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 06:30

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aðalheiður mín: Jú víst get ég verið erfiðEn ekki í þessu samt, gerði honum að vísu ljóst í upphafi sambúðar að hann gæti alveg sleppt því að gefa mér einhverskonar heimilistæki í afmælis eða jólagjafir...Það væru ekki gjafir handa mér persónulega, en við gætum saman keypt eitthvað þannig til heimilisinsSko ég mundi glöð sleppa skötunni fyrir súkkulaði með litlu systir, góða skemmtun og Gleðileg jól

Jónína Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 06:39

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts ég finn til með Jóa, er með þetta syndrom líka, valkvíðann og alles  Gat þó reddað mér núna, fékk allra nauðsynlegar upplýsingar um hvað væri best að kaupa  Skata Ninna, ég er enn að melta hugmyndina. Til allrar lukku þarf ég ekki að melta skötuna

Birna Dúadóttir, 21.12.2009 kl. 08:43

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.12.2009 kl. 09:04

15 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Jóhanna Pálmadóttir, 21.12.2009 kl. 10:53

16 Smámynd: Erna Evudóttir

Hehe

Erna Evudóttir, 21.12.2009 kl. 11:40

17 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þeir eru svo miklar dúllur þessar elskur  Minn lendir í sömu vandræðunum árlega. Hann sér um eina gjöf og ég sé um rest. Mér finnst svo gaman að finna jólagjafir eða búa þær til. Hreinlega elska það bara  

Ég er ekki hrifin af skötunni og mundi aldrei elda hana hér heima  Ef minn húsbóndi mundi vilja hana mundi ég bjóða honum á veitingahús. Knús í jólin þín mín kæra

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 22.12.2009 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband