Þorláksmessa :)

Gamli hafði það af að kaupa handa mér jólagjöf, pakka henni inn og fela hana, á meðan ég var í vinnunni... honum er batnað... stressið farið og kvíðinn horfinn og honum finnst alveg stórkostlegt að jólin eru bara einu sinni á áriGrinÉg sleppti því að minna hann á að ég á svo afmæli á næsta ári... óþarfi að vera að eyðileggja jólin fyrir honumToungeVið erum búin að halda skötuveislu með tilheyrandi ólykt og óþrifum... ólyktin útskýrir sig alveg sjálf en óþrifin eru vegna þess að mér tókst að láta öll geðslegheitin sjóða út úr á eldavélinni... þó ég stæði fyrir framan hana... en það er bara partur af prógramminu þegar ég á í hlutWinkGestirnir voru skemmtilegir og ég er yfir mig ánægð að vera búin að borða skötu fyrir þetta árið... nú tekur góði maturinn við ! Ég er ekkert búin að baka fyrir jólin... nema Sörur og rúgbrauð... og læt það dugaJoyfulVinn alla daga jafnt alveg sama hvað gengur á, hvort sem eru jól, páskar eða eitthvað annað en er í vaktafríi næstu helgi og leyfi mér að kalla það jólafríið mitt ! Fór í Bónus í gær að versla meðlæti með jólasteikunum... var bara með botnfylli í körfunni og þótti sjálfsagt aumingjalegt...WhistlingVið eigum nefnilega 3 hangirúllur og eitt læri með beini og 1 svínarúllu og tvær svínasteikur með beini... og ég ætla að hafa fisk á aðfangadag.... nei djókToungeVið fengum megnið af þessu í jólagjafir... frá vinnuveitanda gamla, yngri syni mínum og bónda austur á landi. Þorláksmessudagur er planaður út í ystu æsar hjá mér... fyrst að fara með jólagjafir í póst til eins sonar okkar sem kemur ekki til Ak. fyrir jólin og gleymdi að segja okkur frá því og ég vissi það ekki fyrr en í gærkvöldi... þessir krakkar manns... svo vinna og þegar ég kem heim um 1 leitið kveiki ég á útvarpinu til að hlusta á allar jólakveðjurnar, ætla sannarlega að láta verða af því núna ! Á meðan ætla ég að þrífa smá, búa til meiri ís og bleika salatið... rauðrófur og epli... og skreyta jólatréð, sjóða hangikjötið og fer ekki fet út úr húsi nema kannski út með ruslið, jú og ég ætla að skreppa og kaupa lopa í peysu á migLoLLæt fylgja hérna yndislega fallega jólakveðju sem ég fékk frá Svani mági mínum á Ólafsfirði í sms og geri hana að ykkar:

 Hamingjan gefi þér gleðileg jól,

gleðji og vermi þig miðsvetrarsól.

brosi þér himinninn heiður og blár

og hlýlegt þér verði hið komandi árSmileHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko, ég er enn í skötusjokki yfir þér  Annars er ég góð og þú greinilega líka  Knús á þig og þína

Birna Dúadóttir, 23.12.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Núna er ég að sjóða hangikjöt svo skötulyktin er að hverfa  Vona að skötusjokkið hverfi líka svo auðveldlegaKnús elskan

Jónína Dúadóttir, 23.12.2009 kl. 14:14

3 identicon

Elsku kæra norðan bloggvinkona.Þakka þér skemmtileg komment á árinu.Guð gefi þér og þínum gleðileg jól:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðileg jól kæra Jónína, það er aldeilis kjötfjallið hjá þér!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.12.2009 kl. 00:29

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Elsku Eyjapæjan mín, þakka þér sömuleiðis öll skemmtilegu samskiptin á árinuGleðileg jól

Jónína Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 06:06

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Já risafjall og ég sem er miklu hrifnari af fiskiGleðileg jól mín kæra

Jónína Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband