... það eru að koma jólÞað snjóar hérna á norðurhjaranum og allt svo fallegt og friðsælt... svo yndislegt að koma fram í morgun í myrkrinu og það fyrsta sem ég sá var upplýst jólatréð...Okkar hæstvirti heimilisköttur heldur til á mottunni undir því þangað til það verður tekið niður, hann verður ekkert ánægður þegar pakkarnir eru komnir og taka af honum plássið hans... en það lagast og frá því og fram á næsta ár á hann það alveg sjálfur. Ef hann nennir leikur hann sér að einni og einni kúlu... en annars liggur hann bara þarna undir jólatrénu "sínu" milli þess sem hann drattast fram og borðar, af því að ekki sér þetta lið nú sóma sinn í að færa honum matinn...Ég er að fara að vinna núna klukkan 9 og vinn til 1... mér finnst það allt í lagi, vinn líka í fyrramálið en fæ svo jólafrí um helgina... sem reyndar er nú bara ósköp venjulegt vaktafrí með fallegu nafniEn núna ætla ég að fara fram í hreina fallega eldhúsið mitt og búa til jólaísinn, bjó til um daginn en hann kláraðist í skötuveislunni... segi eins og með kleinurnar, það þýðir bara ekkert að vera að búa þetta til... þetta klárast alltaf strax...Hér verða friðsæl jól eins og alltaf, synir mínir tveir, tengdadóttir og ömmustelpurnar mínar yndislegu verða hjá okkur í mat í kvöld og annað kvöld... sakna þess að hafa ekki dóttur mína elskulega hjá mér... en hún er á lífi, hamingjusöm í Gautaborg með sinni heittelskuðu, það nægir mér... í biliÞví miður eru ekki allir eins lánsamir og ég sendi allar mínar hlýjustu og bestu hugsanir til allra þeirra sem líður ekki vel um jólin...Og að lokum:
GLEÐILEG JÓL elskulega fólk og hjartans þakkir fyrir ánægjuleg samskipti í netheimum á árinu sem er að líða... megi nýja árið færa ykkur hamingju, friðsæld og allt annað gott sem hægt er að hugsa sér
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól til þín og þinna Þú klappar kettinum og auðvitað Jóa, frá mér
Birna Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 09:14
Gleðileg jól.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 11:32
Gleðileg Jól Ninna mín og takk fyrir vinskapinn á árinu sem nú er að renna sitt skeið! Manni fyndist nú ekki tiltökumál að þið fynduð pökkunum annan samastað
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 24.12.2009 kl. 13:35
Birna mín: Sömuleiðis elsku systirBúin að klappa Jóa frá þér... næ kettinum á eftir
Jónína Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 16:53
Ragna mín: Gleðileg jól
Jónína Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 16:53
Steini minn: Sömuleiðis minn kæriKannski ég hafi bara pakkana í kössunum sem þeir komu í.... eða bara alls ekkiKattarskratturinn verður baara að þreyja... aðfangadagskvöld
Jónína Dúadóttir, 24.12.2009 kl. 16:56
Gott að það er friðsælt og notó um jólin, hjá köttum sem heimilisfólki
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 10:46
Gleðileg jól Jónína mín Merkilegt hvað kettir halda mikið upp á jólatré. Hann Snjólfur minn sem er að upplifa fyrstu jólin sín fór beint undir jólatréð um leið og það var komið upp og svo kom ég að honum í gær þar sem hann var búinn að troða sér milli pakkanna til að geta verið undir trénu "sínu" Vona að þið njótið hvítu jólanna - hér á suðurendanum eru þau ljósgrá
, 25.12.2009 kl. 21:58
Gleðilega hátíð í þinn bæ þó seint sé :)
Fólk á þessum bæ hefur verið mishresst, en allir að standa upp núna samt ;)
Díana Bryndís (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 23:00
Eigðu góð og gleðileg jól og áramót Jónína mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.12.2009 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.