Það er búið að snjóa nokkurnveginn stanslaust hérna í 3 daga, allt á kafi og ekkert lát á sýnist mér... fór út og leitaði að krana eða takka til að stoppa þetta en fann engan...
Enda klofa ég snjóinn á skvísustígvélunum mínum... skófatnaður sem er svo sannarlega alls ekki hannaður fyrir snjó og hálku... kuldastígvélin mín eru nefnilega ónýt... síðan í gær
Ég var að koma heim úr vinnunni rétt eftir hádegið í gær og sá að það logaði ekki á stjörnunni okkar fallegu og óð snjóinn upp í klof á stóra sól/snjópallinum til að komast að fjöltenginu og setja hana í samband aftur. Þegar ég kom inn hjálpaði gamli mér að losna við snjóinn af fötunum og tók kuldastígvélin mín og lamdi þeim við... snjórinn fór alveg af þeim, en það gerði líka sólinn undan öðru stígvélinu
Þau eru núna úti í ruslatunnu... blessuð sé minning þessara flughálu, mígleku platkuldastígvéla... þau kostuðu líka ekki mikið og sannast enn einu sinni að ef þú ætlar að fá almennilega vöru, verður þú líka að borga vel fyrir hana
Annar í jólagjöf á mánudaginn... verð að eiga almennileg kuldastígvél eða skó
Annars ferlega góð og nýt jólanna eins og þau komi aldrei aftur, enda alveg í tveggja daga jólafríi ! Er eiginlega búin að fá nóg af kjöti... vorum með svínakjöt á Aðfangadag, hangikjöt á Jóladag og í dag langaði mig í fisk... eða allavega þá kjúkling eða eitthvað svona létt... en ég lét eftir gamla að hafa hrygg...
Um hádegi á morgun kemur einn sonur hans og fjölskylda, þau borða með okkur í hádeginu... LÆRI...
Svo er þetta alveg orðið ágætt og ég vil fá fisk nema á Gamlárskvöld og svo í hverja einustu máltíð alveg fram á vor... þangað til grilltíminn hefst
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og gleðilega rest
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Snæfinnur snjókarl.Kveðja norður í jólabæinn:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2009 kl. 21:19
Eeeeh er mikill snjór hjá þér ? Hehehe
Erna Evudóttir, 26.12.2009 kl. 21:59
Ragna mín: Bestu kveðjur til þín líka kæra vina úr stóra snjóskaflinum
Jónína Dúadóttir, 26.12.2009 kl. 22:56
Erna mín: Ha... snjór hvað er það ???Komin með upp í háls... og upp á háls... af snjó
Jónína Dúadóttir, 26.12.2009 kl. 22:57
Hvað er snjór??? Eigðu góða rest ljúfan mín og láttu endilega gefa þér nýja kuldaskó - ja eða klofstígvél
, 27.12.2009 kl. 01:30
Dagný mín: Snjór.... það er svona hellingur af hvítu efni sem hleðst upp í stóra skabbla, fallegt út um gluggana... en fegurðin fer algerlega af þessu efni þegar þarf að fara að nota skóbbluna á þaðKlofstígvél skulu það vera... held égKnús úr stóra snjóskabblinum
Jónína Dúadóttir, 27.12.2009 kl. 08:47
ég var að skoða myndir af þessu snjófargani hjá vini mínum á fésinu, Gvöööööð hvað mig langar heim, svona snjó sér maður ALDREI hérna!!!
Svo væri ekkert vitlaust að fá fisk í hvert mál, alveg sammála því, held ég taki bara kalkúnaafgangana mína og byrji að labba til þín strax í dag svo getur við borðað saman fisk og kalkúna
Jóhanna Pálmadóttir, 27.12.2009 kl. 11:25
Jóka mín: Komdu með kalkúninn og farðu svo með allan snjóinn til bakaKnús
Jónína Dúadóttir, 27.12.2009 kl. 23:33
hahaha, já þú vilt sem sagt býtta kalkúna fyrir snjó? It's a deal!
Jóhanna Pálmadóttir, 28.12.2009 kl. 00:12
Jóka mín:
Jónína Dúadóttir, 28.12.2009 kl. 06:34
snjórinn er yndislegur....láttekkisonna
María Guðmundsdóttir, 28.12.2009 kl. 14:46
María mín: Þú mátt eig´annKnús úr stóra snjóskabblinum
Jónína Dúadóttir, 29.12.2009 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.