... veðrið hérna... Sólin er að reyna að teygja sig til að skreyta fjallstoppana og lýsir líka upp skýin með alls konar fallegum litum... það er kalt jú en eins fallegar froststillur og hægt er að hugsa sér hérna á norðurhjaranumÉg er ekki að fara að taka niður jólaskrautið strax... það verður að vera eitthvað til að gleðja augað hérna innanhúss líka, nógu tómlegt þegar þetta er allt saman fariðEn á meðan hækkar sólin alltaf meira og meira og sýnir mér samviskulega fram á það að ég þarf alls ekkert að sitja bara og láta mér leiðast... þá fer nefnilega allt að koma í ljós sem ég hefði samkvæmt aldagamalli hefð átt að þrífa í tryllingi fyrir jólin...Hm... það er nú líka hægt að mála... eða nei annars það er fljótlegra að þrífa...Það sést á þessu "skrif"ræðuefni mínu að heilinn í mér er frosinn líkt og flest annað hérna á hjaranum... en það gerir ekkert til ég þarf hvort sem er ekkert að nota hann svo mikið...Ég reyni að leiða ekki hugann að Ís-sparnaðinum ógurlega, algerlega búin að fá upp í háls af enska orðinu og nefni það aldrei aftur... get ekkert annað en beðið og séð til hvernig það fer allt saman, bara eins og allir hinir... því umræðuefni lokið... í biliSé fram á bjartari tíma... eðlilega sólin er farin að hækka á loft... en sé kannski ekki fram á blóm í haga alveg strax... en ferlega góð inn í byrjandi vinnuviku með 4 tíma dútli fyrir hádegi og svo frí um næstu helgi
Farin... að gera eitthvað... kannski... eða kannski ekki
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Norðurljósakærleikskveðjur til þín.:)
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 16:41
Ragna mín: Takk ljúfan mín og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 3.1.2010 kl. 17:00
Það er líka alveg harðbannað að taka niður jólaskrautið strax. Mér finnst svo kósý að hafa ljósin, finnst alveg hræðilegt að taka þau niður..
Verst er að skíturinn hverfur ekki, ekki einu sinni þó maður horfi tryllingslega á hann en ég læt það samt ekki raska ró minni
Knús á þig Frostrósin mín
Sigrún Þorbjörnsdóttir, 3.1.2010 kl. 19:23
Já við tölum ekkert meir um það, hvað sem það hét nú aftur
Erna Evudóttir, 3.1.2010 kl. 19:25
Jóhanna Pálmadóttir, 3.1.2010 kl. 20:53
Sigrún mín: Já ert þú líka búin að prófa þetta með tryllingslega augnaráðið... skil ekkert í þessu það virkar yfirleitt á allt annað... fólk til dæmisKnús dúllan mín
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 06:14
Erna mín: Já heyrðu... hvað var það nú aftur.... ?
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 06:16
Jóka mín:
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 06:16
Við erum að þiðna hérna niður á eyrinni. Það hefur munað upp undir 10 gráðum á frostinu hjá mér og þér síðustu daga. Alveg ótrúlegt. En mikið er ég fegin að vera skriðin undan sænginni. Nú er að fjárfesta í almenninlegum skíðabuxum svo ég verði tilbúin í slaginn þegar kólnar aftur.
Hafðu það gott þarna á brekkunni.
Anna Guðný , 4.1.2010 kl. 13:01
Anna mín: Já ég hef heyrt að það hafi verið mikill munur á hitastiginu... brrrrrrrrrrrrrrrHaf þú það gott þarna niðurfrá og klæddu þig vel
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 16:10
Sama sinnis með jólaskrautið - jólatréð þegar farið og þegar áramótin eru liðin finnst mér jólaskrautinu yfirleitt ofaukið og langar bara að þrífa og setja fersk blóm í vasa. Flott þetta kalda veður
, 4.1.2010 kl. 19:09
Öhömm...tók nú tréið niður í gær...og svona helsta jóladótið sem olli því að húsið mitt minnkaði yfir jólin hehe...enda finnst mér ég geta haldið dansiball í stofunni híhí... annars ferlega fín jól hér....njóttu dagana ljúfan mín, og ég kíki með vorinu til þín hehe...
Jokka (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 20:41
Dagný mín: Tek þetta allt niður um næstu helgi þá er ég í fríi... þá er kominn tími á þettaJá veðrið er fínt þegar það eru svona stillur
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 23:00
Jokka mín: Já ég skil að þér finnist þú eiga dansgólf núnaSjáumst vonandi löngu áður en vorar
Jónína Dúadóttir, 4.1.2010 kl. 23:02
Mér finnst svo yndislegt ad hafa jólaskrautid lengur .Ljósin glegja mann bara svo mikid.
Hjartanskvedja til tín
Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2010 kl. 12:53
Gurra mín: Svo innilega sammála þér mín kæra
Jónína Dúadóttir, 5.1.2010 kl. 18:56
Knús á þig Jónína mín, það eru bjartari dagar framundan, eitt hænufer í einu lengist dagurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2010 kl. 00:51
Ásthildur mín: Knús inn í lengri sólargang
Jónína Dúadóttir, 7.1.2010 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.