Skjálftavaktin... ;-)

Mestallan síðasta mánudag var ég á skjálftavaktinni... ! tongue-outFyrst náttulega fann ég greinilega fyrir jarðskjálftanum fyrir hádegi... en hann var nú ekki af mínum völdum... laughing Svo upp úr hálf eitt fór ég sem leið lá yfir á Svalbarðsströnd til að hjálpa gömlum vini mínum þar við að gera fínt hjá honum fyrir jólin. Það er ekkert merkilegt svosem... en það sem ég gerði á leiðinni til hans var öllu merkilegra... þannig... undecided

Á gatnamótum þjóðvegarins og vegarins uppeftir til hans, snerist bíllinn minn í hálkunni... ég fór samt varlega... og loksins þegar blái drekinn minn stoppaði... ég nánast með báða fætur á bremsunni og báðar hendur á handbremsunni... eitthvað varð ég að reyna... þá var hann bara örfáum sentimetrum frá því að fara aftur á bak ofan í djúpan skurð... og ofan í skurðinum var risastór steinn og svo þessi fíni lækur líka ! surprised

Ég sá það fyrir mér... þarna á þessum örfáu sekúndum... sem mér fannst auðvitað vera heil eilífð... á meðan bíllinn var að stoppa hægt og rólega á leiðinni í þennan háska... mig fara með honum þarna ofan í... fyrst mundi hann lenda á afturendanum og fara svo líklega á hvolf... með mig inni í bílnum... hvarflaði samt ekkert að mér að henda mér út... ég ætlaði að stoppa bílinn ! wink 

Ég byrjaði að nötra... og nötrandi hringdi ég í gamla manninn og bað hann að finna einhvern til að hjálpa mér út úr þessum hremmingum... ég vildi ekkert að hann kæmi í hálkunni... en hann kom samt... byrjaði að moka möl og grjóti að dekkjunum svo ég gæti kannski keyrt frá þessari hættu þarna en nötrandi og skjálfandi neitaði ég að fara upp í bílinn og reyna að hreyfa hann... cry

Okkur til happs stoppaði ókunnugur maður á jeppa hjá okkur... algerlega lang myndarlegasti maður sem ég hef séð... þó það sé nú kannski aukaatriði þannig... en þeir í sameiningu reyndu að mjaka jeppanum mínum til á veginum og það var enginn vandi nema hvað bíllinn var ekkert nema þvermóðskan... og fór í allar aðrar áttir en hann hefði þurft að fara... embarassed

Þarna var ég ennþá nötrandi af hræðslu en þessi afspyrnu myndalegi ókunnugi maður var sko ekkert bara afspyrnu myndarlegur... hann vissi líka upp á hár hvernig átti að róa skelfingu lostna konu... mig... og hann var nánast undarlega flinkur við það... gerði allt rétt og sagði allt rétt og það virkaði ! smile Hann fékk mig til að fara aftur upp í bílinn... fullvissaði mig um að ég gæti þetta sko alveg og þetta væri ekkert mál... á meðan hann og gamli voru að reyna að mjaka bílnum til... og svo aftur nánast talaði hann mig upp í bílinn minn þegar hann ákvað að binda í hann og draga hann á sínum bíl til á veginum og frá þessari skelfingu þarna í skurðinum... !surprised 

Haustið hérna og það sem af er vetri er búið að vera svo ljúft... enginn snjór eða hálka svo ég var ekkert búin að koma því í verk að fá mér ný heilsársdekk... þessi sem ég var á voru eiginlega korteri frá því að vera ólögleg og ég vissi það alveg... stóð alltaf til að endurnýja en það var einfaldlega ekkert sem rak á eftir mér til þess... cool

Fyrr en þarna... og þar sem ég stóð nú og faðmaði þennan afspyrnu myndarlega ókunna mann... og hann mig... heitt og innilega fyrir alla hjálpina bæði með bílinn og sjálfa mig, komst ekkert annað að í hausnum á mér en að ég ætlaði beinustu leið í bæinn... í Dekkjahöllina og fá mér ný dekk og koma svo aftur og hjálpa gamla manninum með jólaþrifin... sem ég og gerði... laughing

Gleymdi algerlega að spyrja afspyrnu myndarlega ókunna manninn að nafni svo ég gæti þakkað honum almennilega... svona þegar ég væri hætt að nötra og orðin eins og eðlileg manneskja með eitthvað annað á heilanum en dekk... svo nú lýsi ég eftir honum ! smile

Hann var á jeppa... ég man ekki tegundina... næstum viss um að jeppinn var hvítur... og afspyrnu myndarlegi ókunni maðurinn var á hvítum íþróttaskóm... og ég sá að hann keyrði sem leið lá upp í Vaðlaheiði þegar hann var búinn að bjarga mér... er þetta ekki afskaplega nákvæm lýsing ? innocent

Annars er ég bara býsna góð inn í þennan fallega dag... alveg hætt að nötra og nýt þess að aka um á almennilegum dekkjum... og var að koma úr jólaklippingunni hjá uppáhalds klippidömunni minni henni Ingu á Amber... kiss

Hafið það gott í dag... smile


Bloggfærslur 21. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband