Ég er haldin ranghugmyndum....

... samkvæmt leiðinlega útbreiddum almennum stöðlum... ég er nefnilega alls ekki mjó en er samt virkilega ánægð í eigin skinni... og býst ekkert við því að það fari að breytast eitthvað héðan af... enda sit ég uppi með sjálfa mig hvort sem mér líkar "betur eða verr" svo það er miklu skemmtilegra að hafa það þá "betur" Wink Það hjálpar líka til við að viðhalda þessum ranghugmyndum mínum að mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst um það hvernig ég er í laginu... og mér er líka alveg sama hvernig annað fólk er í laginu... enda hef ég engin samskipti við beinin, holdið og skinnið á því fólki sem ég hitti... CoolÞetta mun af sérfræðingum vera kallað "útlitsblinda"...Grin Ef ég á að lýsa manneskju þá get ég sagt þér hvað hún er sirka há... svo framarlega sem við bæði stöndum upp á endann... miðað út frá augum viðkomandi... hvort ég þarf að horfa upp eða niður eða beint fram til að horfa í augu hans/hennar... og hvort viðkomandi brosti...Joyful Einn af mínum mörgu göllum er hversu lélegt vitni ég yrði í sakamáli... "Geturðu lýst manninum sem þú sást hnupla eplinu ?" "Jájájá... hann var með svo gasalega falleg blá augu... !"Whistling

Ég á góða vinkonu sem er snyrtifræðingur með meiru og hún sér um að lita á mér augnhár og brúnir... ef hún gerir það ekki þá sést ekkert hvar þessi hár eru... eða bara hvort það eru einhver hár... þau eru svo agalega ljós frá náttúrunnar hendi... en nei ég er samt ekki ljóskaHalo Hún sér líka um að gefa mér tíma í þessu nauðsynlega viðhaldi og sér svo líka um að ég muni eftir að mætaGrin Stundum er allur liturinn farinn einhverjum dögum áður en ég á að fara næst í klössun og þá tek ég fram maskarann... Var eiginlega "alveg nýbúin" að kaupa einn um daginn fannst mér, en komst að því á óþægilegan hátt að hann var löngu kominn fram yfir síðasta söludag... svo munaði nokkuð mörgum mánuðum meira að segja...Tounge Mig dauðsveið í augun þegar ég var búin að vera með hann einhverja stund... ég fór og keypti nýjan og nú átti svo að skella einhverjum lit á þetta föla andlit... málaði annað augað og þá hringdi síminn... Svo fór ég í vinnuna eins og lög gera ráð fyrir og sá þegar ég kom heim um kvöldið að ég hafði bara ekkert klárað að mála mig svo ég var fín um annað augað... umgerðin um hitt var eins föl og náttúran ætlaði henni að vera...Grin

Það sést á þessu held ég að ég er enginn svakalegur útlitsdýrkandi... að vísu hjálpar að ég er líka svona af og til... lesist: oftast nær... svolítið annars hugar og þá er nú ekki við góðu að búast í þessum efnum... hleyp líka oftast aftur á bak í myrkri með lokuð augun í gegnum fataskápinn minn, enda árangurinn þá alveg eftir því...Whistling Og hárið... ég er alveg með hár og fer í klippingu þegar ég er búin að fá leið á að blása toppinn frá augunum til að geta séð út... en stundum gleymi ég alveg til hvers hárburstar voru fundnir upp...Shocking Einungis einu sinni hef ég gerst svo frumleg að fá mér strípur... ljósar... það geri ég aldrei aftur... morguninn eftir þegar ég leit í spegil böðuð í morgunsólinni þá sá ég þennan risastóra hlandbrunna klósettbursta þar sem hárið á mér átti að vera... !W00t Það var agaleg upplifun og ég æddi í hendingskasti á stofuna þar sem þetta var gert og heimtaði minn eigin heilbrigða heysátuháralit aftur...Grin

Veturinn fer svolítið í taugarnar á mér... en það er eiginlega bara eðlilegt... ég á það nefnilega til að fara út á inniskónum... er kannski ekki alveg alltaf með hugann heima... og það er svolítið óþægilegt... að ég tali nú ekki um tímann sem fer í að þurfa að fara aftur inn og skipta um í mörgum tilfellum bæði skó og sokka... ef ég hef þá á annað borð farið í sokka...Blush

Annars ferlega fín bara... að vísu er prentarinn bilaður... og þvottavélin... og elsku bíllinn minn blái er líka bilaður... en ég er svo heppin að eiga gamlan, góðan vin sem er ekki bara hjálpsamur heldur líka alveg meiriháttar flinkur... og hann hefur sko nóg að gera næstu daga...Whistling

Komin í þetta fína helgarfrí þangað til 18:00 á mánudag... hafið það gott... það ætla ég líka að gera...SmileHeartSmile


Gleðilega nýja árið 2013...

... fór vel af stað hjá mér og vonandi hjá ykkur líka... ef það hefði ekki verið fyrir flugeldana þá hefði ég tæpast tekið eftir því að það voru áramót... enda bara að vinna eins og venjulegaGrin Vann samt ekki eins mikið og ég hefði getað núna um hátíðina... en það eru víst fleiri í vinnu þarna sem vildu líka fá einhverjar vaktir...Wink En ég held ég sé nú samt búin að vinna mér inn fyrir smá jólafríi um næstu jól... sem ég hef hugsað mér að eyða í Gautaborg hjá heittelskaðri einkadóttur minni, tengdadóttur og tengdadótturdóttur... !InLove

Skrapp til læknis milli jóla og nýjárs... fer ekki nema ég virkilega neyðist til þess og núna virkilega neyddist ég til þess... búin að finna svo mikið og lengi til í öðru hnénu...Pinch Læknirinn skoðaði hnéð vel og vandlega og spurði svo hvenær ég hefði meitt mig... "Fyrir svona *þmfndrsm* síðan" sagði ég... "Ha ?" sagði læknirinn og ég endurtók sömu setninguna...Halo "Ég heyri ekki hvað þú segir" sagði læknirinn... "Fyrir svona þremur árum síðan" sagði ég þá...Whistling Þá fór hann að hlæja og sagði: "Já og þú ert bara komin strax"... fyndinn...Tounge Hann vildi fá mynd af þessu fína hné og lét mig svo líka fá ávísun á sjúkraþjálfun og bólgueyðandi többlur... vesen...Sleeping Búin með többlurnar og er alveg að verða búin að ákveða að fara kannski að verða mér fljótlega úti um sjúkraþjálfun...Cool  

Notaði svo fyrsta frídaginn á nýja árinu... síðasta föstudag... til að fara í röntgen. Eins gott að hver mynd tók ekki langan tíma, vegna þess að alltaf þegar mér var sagt að vera nú alveg, alveg kyrr þá hélt ég niðri í mér andanum...Grin Fór að pæla í þessu eftirá... ég geri þetta alltaf... held niðri í mér andanum ef ég á að vera alveg kyrr... eða er að vanda mig svakalega... eða eitthvað er að fara að gerast sem ég bíð eftir... eins gott ég þurfi ekki að bíða mjög lengi... ég gæti kafnað... !Tounge

Dagarnir fara eins og venjulega í að vinna og prjóna og slugsa... og láta mér líða vel á allan hátt... alltaf annað slagið að losa mig við eitthvað sem veldur mér vanlíðan... andlegri... ekkert sem ég segi endilega frá opinberlega... nema bara því að mér líði mikið betur...Wink

Annars bara ferlega góð inn í þetta fína ár 2013... og vona að þið séuð það líka...SmileHeartSmile


... og svo komu jólin... :-)

... sit hérna að kvöldi Jóladags... karlakórinn Þrestir og fleiri góðir söngvarar í RÚV og á gólfinu hjá mér liggur verulega illa þefjandi, gamall og heyrnarlaus, en samt yndislegur hundur... hann Primo Kristjáns og Andreuson...Kissing Vantar bara... nei, vantar í raun ekkert... hef allt sem mig langar í og langar í allt sem ég hef... börnunum mínum líður vel þar sem þau eru og við það sem þau eru að brasa... það dugar mér...InLove

Búin að vera að vinna langa daga núna í margar vikur... mest svona yfirseta... ekki prjónað svona mikið fyrir jólin í mörg ár... á kaupi...Whistling Dundaði mér líka við að misnota aðstöðu mína á heimilum skjólstæðinganna... þvo fötin mín í þvottavélunum þeirra og svoleiðis... að vísu var það nú alveg dauðóvart... í bæði skiptin...Tounge Fann bara alls ekki peysuna/golluna mína einn daginn... var þá á rölti milli þriggja staða og á það alveg til að gleyma svona af og til hvar ég læt hluti... fann hana seinna um daginn þegar ég var að taka úr þvottavélinni hjá einum skjólstæðingnum...Grin Ég er sko með algerlega ósvikið gullfiskaminni þegar kemur að peysum, treflum og sokkum og svoleiðis fylgihlutum... mínum eigin að vísu bara...Wink Passa samt alveg alla lykla samviskusamlega, enda ekki mínir... en á það til að æða af stað upp á Brekku í vinnu þar, með lykla sem ganga að íbúð úti í Þorpi þar sem ég vinn líka... gerði það til dæmis í morgun... mætti svo alveg á síðustu stundu í vinnuna... enda hafði líka einhver verið að dunda sér við það í nótt að frysta fallega snjóinn á framrúðunni á bílnum mínum... hélt það væri nóg að sópa bara en... það var ekki...GetLost Þoli ekki að þurfa að skafa.... fer frekar út á náttsloppnum og set bílinn í gang...Grin

Mér líður stórkostlega vel... hefur ekki liðið svona vel síðan ég fór út í geislana í september í fyrra... enda orðið vel rúmt ár síðan ég átti að vera orðin algóð... teygðist aðeins úr þessum þarna 2-3 vikum sem þetta átti að taka en mér finnst ég vera orðin almennilega góð fyrst núna... verð að vísu aðeins að passa mig en það lærist... kannski... líklega... vonandi... jújú...Grin Þar kemur gullfiskaminnið mitt líka við sögu... ég á það alveg til að gleyma því að ég þarf helst að hreyfa mig hægt og dömulega... jamm og jæja... ýmislegt má nú segja um mig en dömuleg held ég að ég hafi aldrei nokkurtímann verið... og fer varla að taka upp á því hér eftir...Tounge Heyrnin átti eiginlega að hverfa alveg á vinstra eyranu en það er eitthvað eftir af henni samt... ef ég þarf að bíða í símanum og hlusta á karlmannsrödd segja hvað eftir annað eitthvað eins og:"Læknirinn er ennþá á tali, símtölum verður svarað í réttri röð"... þá hlusta ég með vitlausa eyranu... þá er eins og hann hafi andað að sér Helium áður en hann las inn á símsvarann... jæja... það þarf lítið til að gleðja sumt fólk...Grin

Nú er dagarnir eitthvað farnir að lengjast þó það sé alls ekki neitt sérstaklega áberandi... en það er gott að vita það samt...Wink

Ætla ekkert að telja hérna upp allar jólagjafirnar mínar... þær voru allar dásamlegar og frá dásamlegu fólki... og akkúrat allt sem mig langaði í... einfalt mál...InLove

Gleðileg jól enn og aftur... ást og friður... HeartKissingHeart

  


... longtæmnósí... á góðri íslensku... ;-)

Já góðan daginn... Joyful

Sit hérna í alvöru helgarfríi á þriðja sunnudegi í Aðventu í ró og næði með gott kaffi, kertaljós og jólatónlist og nýt þess að vera til... Smile Stresslausasti jólaundirbúningur lífs míns... samt er ég að vinna jól og áramót og milli jóla og nýjárs líka... skyldi ég vera orðin fullorðin ? Neinei... enga vitleysu...Tounge  Alltaf verið algerlega laus við að láta allar jólaauglýsingarnar æsa mig... kaupa þetta, gera þetta, fara hitt og þetta... allskonar dót og hlutir og tónleikar og leiksýningar og ferðalög og nefndu það bara... færi rakleiðis beinustu leið á hausinn ef ég ætlaði að framkvæma allt og kaupa allt og fara allt sem mig gæti hugsanlega langað að gera... og gefa... hefði svo ekki nokkurn einasta tíma til að vinna fyrir öllum ósköpunum...Grin

Enda finnst mér miklu meira gaman að slappa bara af milli þess sem ég er að vinna... og njóta... til hvers annars er betra að nota Aðventuna... ég geri ekki allsherjarjólahreingerningu... þykist bara þrífa jafnóðum... baka ekki, nema smávegis með tengdadóttur og barnabörnum svona rétt til að sýnast... og styrki svo bakaríin þess á milli ef svo ólíklega vill til að mig langi í eitthvað af þessu öllu saman sem er í boði á þessum dásamlega árstíma... Kissing

Einu föstu jólahefðirnar mínar eru að senda jólakassa til dóttur og fjölskyldu í Gautaborg með hangirúllu, harðfiski, laufabrauði og alls konar þjóðlegu sælgæti, setja upp jólahúsið mitt og allt hitt skrautið líka, nota hugmyndaflugið í jólagjafirnar handa afkomendunum, brenna upp heilum helling af kertum, búa til ís og "bleika salatið" og hafa gaman af þessu öllu saman ! Grin

Búin að fara á jólahlaðborð með vinnunni... dásamlegur matur og dásamlegur félagsskapur... held að samstarfsfólkið mitt í Heimaþjónustu B sé skemmtilegasti vinnuhópur á stóru svæði...LoL Svo eru litlu jólin á þriðjudaginn með sonum, tengdadóttur og barnabörnum... yngri sonurinn er að vinna algerlega alla jóladagana og eldri verður með fjölskyldunni sinni í Sviss um jólin... svo við höldum okkar jól 18. desember... góður dagur til þess...InLove Núna á eftir ætla ég að búa til ísinn og salatið til að leggja með mér á litlu jólin okkar... er nefnilega að vinna þrettán tíma á morgun og á svakalega erfitt með að tileinka mér að vera á tveim stöðum í einu... en er samt alltaf að vinna í því sko...Tounge

Vona þið hafið það gott inn í daginn... vildi ég gæti grobbað mig og nefnt kertið sem ég kveikti á áðan en ég bara man ekki hvað það heitir... en ég mundi þó eftir að kveikja á því...Halo

Skjáumst... Smile


Já er það ekki bara.... ;-)

...sit hérna við tölvuna og hlusta á Gullbylgjuna... gömul og yndisleg lög... fullt af lögum sem ég var búin að gleyma að voru til...Smile Hundurinn liggur rétt við stólinn minn eins og venjulega... hún fer aldrei langt frá mér blessunin... ég á þar lítinn skrítinn skugga, en skömmin er ekkert líkur mér...Grin Hún eltir mig alltaf um allt... úti og inni... og skilur ekkert í því að hún skuli ekki líka fá að fara með mér á klósettið... en mér er alveg sama, ég rígheld í þau mannréttindi mín að fara þangað einPinch Hún er ósköp hlýðin greyið og indæl... en hún fer svo úr hárunum að ég skil ekki að hún skuli ekki vera orðin sköllótt fyrir löngu síðan... sem er gott samt, ég held það færi henni ekkert vel... en það er farið af henni tróð í þó nokkra kodda síðan hún kom hingað í vor...Crying Hún geltir afar sjaldan sem er æðislegt... nema náttulega á póstinn þegar hann kemur inn um lúguna... það er sjálfsagt eitt af hennar meðfæddu skylduverkum þó að ég skilji það ekki...Wink Og á kvöldin þegar allt er orðið hljótt, þá á hún það til að reka upp nokkur gelt þegar minnst varir... og ég hrekk alltaf svo hressilega við að ég held það sé orðið nokkuð öruggt að hjartað í mér stoppar ekki næstu árhundruðin....Tounge

Búin að fara í berjamó á þessu ári... fór út á Grenivík og við Hóffa vinkona fórum upp í Dal... ættaróðal fjölskyldu hennar. Við týndum helling af berjum en vorum ekkert lengi samt... verð nú að leiðrétta þetta aðeins... hún týndi helling... ég týndi í einn lítinn dall og setti hann svo ofan í annan stóran og þykist þá hafa týnt í tvo...Grin Burtséð frá magninu af berjunum þá var þetta yndislegt, að vera svona úti í náttúrinni í frábærum félagsskap og góðu veðri... fátt sem toppar það...Kissing Nema ef vera skyldi kaffið og heimabakaða Gunnu-kakan hjá pabba hennar, sem við ruddumst inn á eftir berjamóinn... kakan var góð en móttökurnar voru ennþá betri...Smile

Á morgun ætla ég svo í aðra sveit... hérna megin við fjörðinn... fara og knúsa tengdadóttur mína og barnabörnin þrjú... þau voru að koma heim í kvöld úr þriggja vikna dvöl hjá fjölskyldunni hennar í Sviss...Smile Ég er búin að sakna þeirra mikið, en ég er svo heppin og endalaust þakklát fyrir að þau skuli kjósa að búa hér en ekki þar úti... það er svo vont að hafa ungana sína langt í burtu... veit það af því að elsku stelpuskottið mitt hún Kata er búin að búa í Svíþjóð í hundrað ár... eða eiginlega næstum því alveg...InLove En hún er hamingjusöm og það skiptir öllu máli... henni líður vel, hún á yndislega konu og stjúpdóttur og er í góðri vinnu...Smile

Nóg að gera við að halda áfram að láta mér líða vel og njóta þess að vera í sumarfríi... njóta góða veðursins sem er búið að vera alveg einstakt núna lengi... og njóta þess að vera eins frísk og ég er orðin... hvað er hægt að biðja um meira ? Fátt... held ég...Whistling

Þangað til næst... hafið það gott yndin mín öll...SmileHeartSmile


Af sláttuvélum og fávísu fólki... ;-)

Er í tryllingi að reyna að finna mér allt annað til dundurs en að setja sláttuvélina í gang...Whistling Það er í sjálfu sér ekkert mál að slá lóðina og bara gaman, en fyrst þarf ég annað hvort að kenna hundinum... henni Loppu... að nota skóflu og fara út með poka þegar hún þarf að gera númer tvö... eða fara sjálf og moka skítnum upp eftir hanaTounge Grunar samt að það sé minna vesen að fara bara út með skófluna og gera þetta sjálf...GetLost En þetta hefst allt saman... gott veður og gaman að vera úti... þó ég geti nú ekki klínt neinum sérstökum skemmtilegheitum á að labba um alla lóðina með skóflu og moka kúkum í poka... en mér var líka bara nær að vera ekki búin að kenna henni þetta...Grin

Kannski í tilefni dagsins og af því að mér er málið mjög skylt... og hjartfólgið... þá fer fátt meira í mínar fínustu taugar en fólk, sem þykist vera voða líbó gagnvart samkynhneigðu fólki...Pinch Þekki til dæmis miðaldra mann sem var alveg sama þó menn væru hommar... sagði hann... bara ef þeir létu hann í friði ! Fyrst hélt ég þetta væri bara svona ofsalega misheppnað djók... en sá svo mér til skelfingar að manngreyið var virkilega að meina þetta... !Shocking Halló... á tuttugustu og fyrstu öldinni erum við löngu komin niður úr trjánum er það ekki... og langt út úr skóginum líka... !?! Jújú... en bara ekki hann þessi... ég reyndi að útskýra fyrir honum að gagnkynhneigð kona reynir ekkert sjálfkrafa við alla karla, bara af því að hún hneigist til karla og af því að þeir eru þarna... og samkynhneigð kona reynir ekkert endalaust við allar konur, bara af því að þær eru konur... og það væri nákvæmlega eins með karlana... góð rök fannst mér...Joyful Hélt að þetta væri nógu einfalt og skýrt svo það næði inn en það var óskhyggja... svo ég endaði á að spyrja hvort honum fyndist hann ekki vera að selja sig of dýrt... hann væri nú ekki svo mikill sjarmör að hann þyrfti að ganga um með gífurlegar áhyggjur af þessu... og svo hætti ég bara alveg að umgangast hann...Devil Það þýðir ekkert að koma hérna með neitt um það að eldra fólk sé nú alið upp við svona og svona og bla-bla kjaftæði... þessi maður er bara rétt sextugur í dag og þetta var fyrir nokkrum árum síðanCool Og í þessu vel upplýsta þjóðfélagi þar sem við eigum mjög auðvelt með að ná okkur í fræðslu um allt milli himins og jarðar þá þýðir heldur ekkert að bera við fáfræði... málið er að við veljum viðhorfin okkar sjálf... er það ekki... ? Wink

Þekki líka fullt af eðlilegu fólki á öllum aldri, sem gæti ekki verið meira sama hvort einhverjir aðrir eru gagnkynhneigðir eða frímerkjasafnarar eða sköllóttir eða latir eða samkynhneigðir eða golfarar eða eitthvað... gott fólk er bara gott fólk... og við lifum öll okkar lífi fyrir okkur sjálf... og eigum að láta það nægja... Wink

Og að því sögðu/skrifuðu ætla ég út í sólina... það er örugglega aðeins meira aðlaðandi að moka kúkum í poka í sólskyni... held ég... vona ég...Grin

Ást og friður SmileHeartSmile


Að vera í sumarfríi er góð skemmtun... :-)

... sérstaklega þegar það er ég sem er í sumarfríi !Wizard Núna er ég á fimmta degi í sex vikna sumarfríinu mínu og nýt þess gjörsamlega í botn... !Grin 

Alveg önnum kafin við að gera lítið sem ekkert... og eingöngu það sem mig sjálfa langar prívat og persónulega að gera... Smile Er til dæmis að prjóna gervi-lopapeysu* á Rafael Hrafn, yngsta barnabarnið mitt...Kissing Hann er eins árs síðan í júlí og er núna með Andreu mömmu sinni og stóru systrunum Lindu Björgu og Láru Rún í Sviss, að heimsækja móðurættina sína... og verður örugglega búinn að læra á labba... á svissnesku... þegar hann kemur heimInLove

Er ekki búin að afreka neitt á þessum 5 dögum... enda ekki meiningin, frí eru til að hvílast og ég tek þessa hvíld mjög alvarlega... gekk nefnilega mestmegnis á þrjóskunni síðustu vikurnar í vinnunni fyrir frí... en segi auðvitað engum frá því...Tounge

Það hefur vandræðalega oft fylgt sumarfríunum mínum að akkúrat þá fara sólin og góða veðrið í frí líka... stundum verið rætt um að ég taki bara sumarfrí í nóvember-desember... enginn að búast við góðu veðri þá hvort sem er...Whistling En nú er öðru nær... eiginlega of gott veður... sem sagt þá verð ég að vökva lóðina sem tekur í allt um það bil 15 mínútur á dag... en það er nú bara frekar hæpið að ég komi því inn í mína þéttu dagskrá... af hvíldum, leti-legum*, rólegum labbitúrum og öðrum álíka stressvaldandi athöfnum sem ég stunda af miklum krafti...Grin

Verslunarmannahelgin fer afskaplega rólega fram hjá mér eins og venjulega... jújú, það er margt fólk í bænum... það fer auðvitað ekkert fram hjá mér og ef allt fer vel og friðsamlega fram þá er það bara hið besta mál...Smile

Það er samt ekkert meiningin að sitja og/eða liggja allt fríið... það er bara svona rétt fyrst á meðan ég er að ná mér upp aftur...Wink Og þó ég sé ekki með neinar stórar áætlanir þá ætla ég samt að flækjast aðeins... fer að hreyfa mig svona rétt passlega áður en setu- og legusárin fara að gera vart við sig... ég hef nógan tíma...Grin

Hafið það gott yndin mín öll... hvað svo sem þið eruð að gera og hvar sem þið eruð...SmileHeartSmile

Kannski skrifa ég hérna aftur fljótlega... ef ég má þá vera að því....LoL

*gervi-lopapeysa= peysa prjónuð alveg eftir fullorðins lopapeysuuppskrift... mínus sentimetramálin... úr einhverju mjúku beibígarni....Joyful

*leti-lega= þegar ég ligg í leti og nenni hvorki að hafa augun opin eða lokuð og nenni varla að anda heldur...Tounge


Freistingarnar eru til að falla fyrir þeim...

... eða er það ekki svoleiðis... ? Halo

Nokkrum freistingum ætla ég alveg örugglega að falla fyrir á næstu dögum... til dæmis að kaupa mér páskaegg og borða það allt saman... fara á tónleika... vera með afbrigðum löt... fara í langan göngutúr eða tvo... segja nei við öllum boðum um aukavaktir... steikja rækjur í nýja djúpsteikingarpottinum mínum... og eitthvað fleira sem ég er ekki búin að finna upp á ennþá...Grin Enda páskafríið mitt bara þrír dagar... svo kannski er allt í lagi að setja bara hugmyndaflugið á ís og geyma restina af því þangað til í sumarfríinu...Tounge

Mætti kannski alveg þrífa hérna aðeins, en það er freisting sem ég fell ekkert endilega fyrir... enda alveg hægt að ganga um á sokkunum... jafnvel berfætt... ennþá... og íbúðin langt frá því að vera orðin mjög heilsuspillandi...Whistling Annars fer ég alveg að verða komin í stuð til að fara að mála aðeins... veggi... er svona að herða mig upp í það... geri ekki mikið meira en vinnaétasofa... það dugar mér alveg... enn sem komið er...Wink 

Get samt ekki sagt með réttu að ég hafi byrjað of snemma að vinna... mátti ekki seinna vera... enda  var ég, þessi (ó)þolinmóða manneskja alveg að fara á límingunum...Tounge Og þó ég sé þreytt eftir daginn þá er það ekki eins slæmt og eftir fyrstu dagana í vinnunni... þá var mér óglatt af þreytu... en það er liðin tíð og kemur ekki aftur...Grin Ég passa mig líka að vinna ekki yfir mig... það er ekkert bara letin sem fær mig til að segja nei við aukavöktunum... ég fann óvænt smá vott af skynsemi hjá sjálfri mér og datt í hug að það væri kannski alls ekkert svo galið að nota hana...Wink 

Ferlega góð inn í dagana og nýt þess að lifa lífinu lifandi... enda hef ég bara eitt líf, eftir því sem ég best veit og ætla að nota það vel... handa mér og fyrir mig og mína...SmileHeartSmile


Alltaf að upplifa eitthvað nýtt... :-)

Var á minni allra fyrstu skólaskemmtun/árshátíð barnabarns í gærköldi... það var gaman og þau stóðu sig stórkostlega, öll sem eittInLove Ömmudúllan mín hún Linda Björg er í fyrsta bekk svo þetta var líka hennar fyrsta skólaskemmtun... þau léku leikrit um Strumpana sem þau sömdu sjálf... með aðstoð kennara...Grin Litlu systkinunum hennar fannst þetta bara alls ekkert gaman... Lára Rún sem er alveg að verða þriggja ára, sofnaði í fanginu á pabba sínum fyrir hlé og Rafael Hrafn 8 mánaða vildi bara vera einhversstaðar allsstaðar annarsstaðar, svo mamma hans fór með hann fram... en hún náði samt að sjá eldri dóttur sína leika öðruvísi StrumpTounge

Alveg að koma páskar og ég verð að fara að setja upp páskagluggatjöldin og allt páskaskrautið... nei, bíðum nú aðeins við... á ekkert svoleiðis og hef aldrei átt...Tounge Eina páskaskrautið sem ég hef samt alltaf er páskaeggið mitt... og já, að sjálfsögðu fæ ég páskaegg...Wink Verð alveg í þriggja daga páskafríi þetta árið... ef ég tek ekki aukavaktir það er að segja... væri nú alveg vís til þess samt... en ætla nú að byrja bara á því að vinna þessa helgi... frá 9-22 báða dagana... það er fínt, ég verð á rólegu deildinni...Grin

Núna er ég búin að vinna í 6 vikur eftir að ég kom úr 6 mánaða veikindafríi og á núna að fara að setja inn 6 vikna sumarfríið mitt í vaktaskýrsluna... mér er enn sem komið er alveg sama hvenær ég fer í sumarfrí... bara ekki líkt því strax...Grin En til að sýna nú lit og gá hvort ég kynni á MTL sem er vaktaskýrslukerfið okkar... þá setti ég allan ágúst í sumarfrí... svo sé ég bara til með afganginnTounge

Dásamlegt vorveður þessa dagana... helst kannski ekki alveg fram á haustið, en samt nóg til þess að létta manni lundina... er það ekki ? Kissing

Ég veð ekkert úr einu í annað... er það nokkuð ?Tounge

Góða helgi yndin mín öll... nær og fjær...SmileHeartSmile


Ekki ætla ég nú að halda því fram....

... fullum fetum, að vorið sé komið... en veðrið núna minnir mig óneitanlega á eitthvað sem ég upplifði í fyrra... ábyggilega vorið sem kom þá...Wink Þvottur úti á snúrum og hann þornar en frýs ekki bara... og ég er ekki frá því að grasið sé farið að grænka líka... vona samt að gróðurinn taki ekki við sér strax af því að þetta er örugglega bara svona platvor...Tounge En plat eða ekki... er á meðan er og þetta er yndislegt...Grin

Ég græt svo sem hvorki hátt né lengi þó það sé ekki endilega sól... hún er auðvitað dásamleg, en okkur hefur bara ekki alltaf komið nógu vel saman, henni og mér...GetLost Mér sem sagt finnst að ég eigi að verða brún þegar ég er úti í sólinni, en henni finnst aftur á móti að rautt fari mér betur, svo hún brennir mig til að ná sínu fram og þarna greinir okkur allverulega á...Pinch Svo verð ég bara hvít aftur þegar mig er búið að svíða og klæja í einhverja daga... og sólarvörn virkar alveg fyrir mig... ég helst hvít úti í sól með sólarvörn... engin vörusvik þar sko...Devil Einu sinni var ég þrjár vikur í sólarlöndum og bar á mig sólarvörn á hverjum degi og fór í sólböð... það átti aldeilis að snúa á sólina í það skiptið... en til að gera langa sögu stutta... sólarandskotansvörnin virkaði fullkomlega og ég kom heim jafnhvít og ég þegar fór...LoL Hætt að nenna að streða við þetta... sætti mig bara við að vera í fánalitunum... hvít svona venjulega, rauð í sól og blá í kulda...Cool

Annars góð... náði mér í þessa fínu streptokokka fyrir helgina... bara svona til að sleppa við helgarvinnuna... já eða svoleiðis...Tounge Tróð mér inn hjá lækninum á fimmtudaginn og fékk többlur og er að verða býsna góð bara... ef ég yfir höfuð gæti sungið þá væri ég líklega orðin nægilega góð í hálsinum til að gera það...Grin 

Sunnudagsmorgunn og lífið gengur sinn gang... hafið það gott...SmileHeartSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband