






Bloggar | 23.4.2009 | 07:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Setti inn mynd af nýjustu lopapeysunni sem ég var að prjóna, eigandinn er búinn að fá hana í hendurnar... svo hún er ekkert leyndarmál lengur Það er að koma vor... ekki seinna vænna
Ég er búin með 6 kaffibolla síðan ég vaknaði, er á þeim sjöunda og er svo yndislega löt og andlaus að mér dettur ekkert í hug nema drekka kaffi
Búin með lopapeysuna, hún er tilbúin til afhendingar í dag... djö... dugnaður er þetta í konunni !Set inn montmynd þegar væntanlegur eigandi er búinn að fá hana í hendurnar
Kosningar á næsta leiti og ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa... en ég veit samt alveg hvað ég ætla ekki að kjósa... alls ekki fullnægjandi árangur en þó skref í áttina
Ég var að hlusta á Ástþór Magnússon á Bylgjunni áðan og eftir því sem mér heyrist, virðist aðalframlag hans til kosningabaráttunnar vera mestmegnis kvartanir yfir því að hann fái ekki að tjá sig nógu mikið á ljósvakamiðlunum...
Ef rétt er, af hverju ætli það sé þá ? Kannski af því að það eru afskaplega fáir sem taka blessaðan manninn alvarlega ?
Okkar háæruverðugi Lúkas heimilisköttur er að missa sig í vorinu...Hann er með lögheimili frammi í vaskahúsi og þar kemst hann alltaf inn og út eins og honum þóknast. En honum þóknast líka að vera hérna inni í og ef ég er ekki nógu fljót að hleypa honum inn þegar hann klórar á hurðina inn í eldhúsið, þá fer hann út og fram fyrir húsið og djöflast í póstlúgunni á útihurðinni, þangað til ég opna fyrir honum... hann kemur inn smástund og heimtar þá að fara út aftur...
Sjáið fyrir ykkur kýrnar að vori þegar þeim er hleypt út í fyrsta skipti... margfaldið með fjórum og þá er komin raunsönn lýsing á atferli hans hátignar Lúkasar heimiliskattar...
Ferlega góð inn í þennan fína dag... eins og alltaf baraVinn kvöldvinnuna mína þessa viku og einhvernveginn hef ég lent í að vinna flesta hátíðisdaga það sem af er árinu. Vinn auðvitað á kjördaginn og sumardagurinn fyrsti kemur inn í núna og það verður meira að gera en venjulega, komin nýr skjólstæðingur sem á alla fimmtudaga og einn á líka alla rauða daga aukalega, fyrir utan allar helgar. En af því að mér finnst alltaf allt fallegt í sól þá er þetta bara hið besta mál samt og svo er auðvitað engin dagvinna þann daginn
Fyrir þá sem þó nenntu að lesa þennan gjörsamlega innihaldsrýra og algerlega gagnslausa pistil... takk fyrir innlitið... og eigið góðan dag
Bloggar | 21.4.2009 | 08:22 (breytt 22.4.2009 kl. 12:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)











Bloggar | 18.4.2009 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)








Bloggar | 17.4.2009 | 08:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)










Bloggar | 16.4.2009 | 08:48 (breytt kl. 08:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)










Bloggar | 14.4.2009 | 08:23 (breytt 15.4.2009 kl. 09:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)








Bloggar | 13.4.2009 | 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Páskarnir eru fyrir mér bara frí, svo til þess að vera sjálfri mér samkvæm ætti ég að óska öllum gleðilegs páskafrís... en ég sleppi því, ég gæti móðgað einhvern og það er óþarfiHéðan er það helst að frétta að það er alls ekkert að frétta... svona frekar aðgerðarlaus tilvera en ósköp notaleg samt
Það stóð til að mála baðherbergin og laga til í kjallaranum... lesist: "ég ætlaði að láta gera það"
Var sjálfsagt að hafa áhyggjur af því að hinum helmingnum af okkur sambýlingunum mundi leiðast allt þetta frí á meðan ég væri í vinnunni... en það eru ástæðulausar áhyggjur og hverri manneskju hollt að hafa bara frí í fríum...
Ég er að prjóna lopapeysu... hélt nú eiginlega að ég væri hætt því samt...
Í hvert skipti sem ég klára lopapeysu lofa ég sjálfri mér að það sé sko síðasta peysan... búin að lofa því í einhver hundruð skipti í gegn um árin... iss og bara hnuss líka ekki orð að marka skal ég segja ykkur, meira að segja svo alls ekkert að marka, að ég er strax búin að ákveða næstu peysu og bara hálfnuð með bolinn á þessari
Fór í gær í nýja Bónus til að versla páskaegg... á síðasta snúningi auðvitað og einu eggin sem voru eftir voru svo risastór að ég steinhætti við og fór í aðra verslun og fékk eitt miklu minna og sá þegar ég var komin með það heim, að innan í því voru miðar fyrir heila fjölskyldu á einhverja barnateiknimynd í bíó... það var nú aldeilis alveg stórfínt sko
Muna: alltaf að hafa gleraugun með í búðir og ekki bara hafa þau með... setja þau á andlitið líka
En það er alltaf gott að eiga mörg barnabörn, núna get ég verið svona ofboðslega góð amma og boðið heilum hópi í bíó... með afa sínum
Látið ykkur líða vel elskurnar mínar, það ætla ég að gera
Bloggar | 12.4.2009 | 07:02 (breytt kl. 07:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sá þessi líka flottu starfsheiti á miðli...Þjóðvegaumhverfisfræðingur... það ku vera nýtt orð yfir götusópara... svo fólk sæki frekar um að vinna við götusópun. Menntastofnunarmenningarráðgjafi er þá eðlilega skólaliði.... Framlínuviðskiptastuðningsfulltrúi er eins og þið hljótið nú strax að fatta, starfsmaður á skiptiborði, áður símadama. Annars er eftirlætisorðið mitt í þessari upptalningu eldsneytisfærslufræðingur... hver fattar ekki að þar er á ferð bensínafgreiðslumaður... ? Mér mundi aldrei detta í hug að sækja um einhverja vinnu sem heitir eitthvað sem ég skil ekki
Var að velta fyrir mér mínu starfsheiti, starfsmaður heimaþjónustu... ferlega litlaust miðað við upptalninguna hér á undan. Heimilisþrifnaðarráðgjafi... hljómar vel en kannski ekki nógu langt og á kvöldin gæti ég þá verið í staðinn fyrir starfsmaður kvöldþjónustu, eins og þið sjáið afskaplega flatt og algerlega laust við allt hugmyndaflug, t.d. viðveruskemmtunarstuðningsfulltrúi
Nei mig skortir hugmyndaflug í þetta... og ég sem er alltaf svo fersk á morgnana, sérstaklega á morgni eins og þessum... sólin er komin upp og það er frekar lítill snjór eftir, nema í safnhaugunum hér og þar á bílaplönum. Bílaplanið okkar er að vaðast upp í drullufen og það er að pínu æðislegt... þýðir að það er að koma vor og við verðum að að fara að láta moka drullunni í burtu og setja möl í staðinn
Ferlega góð inn í daginn skal ég segja ykkur, alveg í hálfu páskafríi næstu fjóra daga og svo eru bara 4 daga vinnuvikur þangað til ég klára sumarfrí ´08 í byrjun maí
Megi dagurinn verða ykkur góður og allir páskadagarnir bara líka
Bloggar | 9.4.2009 | 07:01 (breytt kl. 07:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
... geng með göngugrind og tauta... haltu kjaftiFúlar á móti voru stórskemmtilegar í leikhúsinu í gærkvöldi, akkúrat svona skemmtun sem ég vil sjá og ég ætla að verða eins og persónurnar í þessu leikriti þegar ég verð miðaldra... ef ég verð það einhvertímann
Ég held því nebblilega fram að ég geti bara ekki vitað hvenær ég er miðaldra fyrr en ég er öll... þá deili ég með tveimur í aldurinn sem ég náði og þá fyrst kemur það í ljós ! Þess vegna verð ég líklega að fresta því enn um sinn...
Ég fer helst bara á leiksýningar sem ég veit að ég get hlegið að... er víst ekki menningalega sinnaðri en það, en mér er alveg sama. Það gerist svo margt sorglegt, ljótt og ruglingslegt í veröldinni svo ég tel það ekki skemmtun að horfa eða hlusta á eitthvað þannig, sem sett er fram sem list
Heyrði haft eftir kunnum listamanni hér í bæ að það er ekkert til sem heitir góð myndlist... annað hvort finnst þér mynd vera falleg eða þér finnst hún vera ljót... ekkert flóknara en það
Það má þá líka segja það sama um leiksýningar, annað hvort finnst þér þær skemmtilegar eða leiðinlegar. Fyrir mörgum árum fór ég á leiksýningu sem hét Selurinn hefur mannsaugu, hjá áhugaleikfélagi... þetta var allt mjög vandað... leikurinn frábær sérstaklega hjá aðalleikkonunni, en þó ég hefði átt að bjarga lífinu með því, þá gat ég ekki fundið söguþráð... hvað þá hlegið...
Þetta var svo mikið svona staraþegjandiútíloftið leikrit
Annars ferlega góð inn í daginn og er að fara í þrif 102, skúraði allt í gær... tek restina núna á eftir plús það að baka skúffuköku og helst líka kleinur
Vona að þið eigið líka sælan sunnudag elskurnar mínar allar þarna úti
Bloggar | 5.4.2009 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar