Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn :)

Það er sannarlega sumarlegt að líta út núna... hm... smá ýkjur, kannski bara vorlegt... sólin skín, það er komin græn slikja á lóðina og krókusarnir og páskaliljurnar sem við fengum í kaupbæti með húsinu  okkar standa í fullum blóma, gatan að þorna eftir rigninguna... ekki snjókomuna takið eftir... í gær og konan sem ber út blaðið er hætt að nota kuldagallann sinnGrin Það vantar bara laufið á trén og sumarfríið mitt og þá er þetta fullkomiðJoyful Alveg hreint afspyrnu góð inn í þennan fyrsta dag sumars, lífið leikur við mig eins og alltaf... auðvitað eru stundum smá hnökrar en þeir eru hverfandi litlir... ég er dekurbarn tilverunnar, hef það alltaf allt of gott og líður frábærlega með því ! Það var nú mestmegnis þetta sem ég vildi sagt hafa... jú og ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósaWink Valið stóð á milli tveggja flokka og ég valdi þann sem hefur huggulegra nafnið að mínu mati... kannski málefnin hafi líka haft einhver áhrif, en það er bara svo erfitt að meta hver lýgur minnst og hverjum er treystandi til að svíkja sem fæst kosningaloforðWoundering Það er á áætlun að slugsa og hangsa sem mest í dag, þangað til ég fer í vinnuna um fimm leitið og svei mér ef ég stend ekki bara við þaðTounge Eigið dásamlegan fyrsta sumardag og látið ykkur líða eins vel og hægt er... yfir og útSmile Heart

Jæja elskurnar....

Setti inn mynd af nýjustu lopapeysunni sem ég var að prjóna, eigandinn er búinn að fá hana í hendurnar... svo hún er ekkert leyndarmál lengurSmile Það er að koma vor... ekki seinna vænnaJoyfulÉg er búin með 6 kaffibolla síðan ég vaknaði, er á þeim sjöunda og er svo yndislega löt og andlaus að mér dettur ekkert í hug nema drekka kaffiTounge  Búin með lopapeysuna, hún er tilbúin til afhendingar í dag... djö... dugnaður er þetta í konunni !Set inn montmynd þegar væntanlegur eigandi er búinn að fá hana í hendurnarHappyKosningar á næsta leiti og ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa... en ég veit samt alveg hvað ég ætla ekki að kjósa... alls ekki fullnægjandi árangur en þó skref í áttinaWinkÉg var að hlusta á Ástþór Magnússon á Bylgjunni áðan og eftir því sem mér heyrist, virðist aðalframlag hans til kosningabaráttunnar vera mestmegnis kvartanir yfir því að hann fái ekki að tjá sig nógu mikið á ljósvakamiðlunum... WounderingEf rétt er, af hverju ætli það sé þá ? Kannski af því að það eru afskaplega fáir sem taka blessaðan manninn alvarlega ?Whistling

Okkar háæruverðugi Lúkas heimilisköttur er að missa sig í vorinu...ShockingHann er með lögheimili frammi í vaskahúsi og þar kemst hann alltaf inn og út eins og honum þóknast. En honum þóknast líka að vera hérna inni í og ef ég er ekki nógu fljót að hleypa honum inn þegar hann klórar á hurðina inn í eldhúsið, þá fer hann út og fram fyrir húsið og djöflast í póstlúgunni á útihurðinni, þangað til ég opna fyrir honum... hann kemur inn smástund og heimtar þá að fara út aftur...DevilSjáið fyrir ykkur kýrnar að vori þegar þeim er hleypt út í fyrsta skipti... margfaldið með fjórum og þá er komin raunsönn lýsing á atferli hans hátignar Lúkasar heimiliskattar...GetLost

Ferlega góð inn í þennan fína dag... eins og alltaf baraGrinVinn kvöldvinnuna mína þessa viku og einhvernveginn hef ég lent í að vinna flesta hátíðisdaga það sem af er árinu. Vinn auðvitað á kjördaginn og sumardagurinn fyrsti kemur inn í núna og það verður meira að gera en venjulega, komin nýr skjólstæðingur sem á alla fimmtudaga og einn á líka alla rauða daga aukalega, fyrir utan allar helgar. En af því að mér finnst alltaf allt fallegt í sól þá er þetta bara hið besta mál samt og svo er auðvitað engin dagvinna þann daginnCoolFyrir þá sem þó nenntu að lesa þennan gjörsamlega innihaldsrýra og algerlega gagnslausa pistil... takk fyrir innlitið... og eigið góðan dagLoLHeart


Strákurinn minn ;)

Linda Björg þriggja ára sonardóttir mín er öll í ættfræðinni núna... pabbi hennar er alltaf "strákurinn minn" þegar hún talar um hann við migCool Við stöllur dettum stundum í djúpar umræður um rúmlega 30 ára gömul bleyjuskipti af mikilli innlifun... henni finnst afskaplega athyglisvert að einu sinni var pabbi sem núna er svooooo stór 1 og 80+ bara pínulitli strákurinn hennar ömmu, með bleyju og svo grét hann líka... alveg stórmerkilegtWoundering "Ég er að fara í búðina með strákurinn þinn amma" Nú, hvað eruð þið að fara að kaupa ? "Hm... veidekki, kannski bara eitthvað handa mér eða bara leika okkur í búðinni"Grin Jamm og jæja... ég ætti kannski að ræða við "strákurinn minn" um barnauppeldi...Tounge Ó nei aldrei í lífinu, mér finnst þeim takast vel með uppeldið á þessari yndislegu litlu skvísuInLove Og svo er ég líka alfarið á móti beturvitrungum, leiðinleg manngerð þar á ferðGetLost Þó ég sé búin að skila af mér þremur börnum, þá er ég sko barasta alls enginn sérfræðingur í barnauppeldi, maður gerir bara eins vel og maður kann og getur í það og það skiptið... en ég svara að sjálfsögðu ef ég er spurð og hef svo sem betur fer, vit á að þegja inn á milliLoL Hér skín sólin eins og henni sé borgað fyrir það... almáttugur hvað ég er búin að sakna hennar !!! Nú er ég komin í vorstuð og vil helst fara að viðra tjaldvagninn, klippa runnana... ef ég ætti þá, drösla sláttuvélinni upp úr kjallaranum og planta blómum, ekki í beð samt bara dalla... ég er með andlegt ofnæmi fyrir blómabeðumWhistling En ég doka nú líklega eitthvað aðeins með allt þetta...Halo Góða helgi elskurnarSmile Heart

Sólin löngu komin upp...

... og ekki nóg með það, hún skín hérna á norðurhjaranumGrin Það var eitthvað grátt á framrúðunni á bílnum mínum í morgunsárið... ég gæti reynt að telja sjálfri mér trú um að það hafi verið ryk, en fyrst sólin verkaði það í burtu hlýtur það að hafa verið hélaWink Nú erum við búin að búa eitt ár í þessu yndislega húsi sem er sextugt á árinu... byggt 1949 svo það kemur af sjálfu sér. Heldur sér mjög   vel miðað við aldur, að vísu hefur þurft að flikka aðeins upp á það, svona eins og gengur og gerist og ekki alveg búið enn. En aðaláherslan hjá okkur í sumar verður samt lóðin í kringum það... búa til almennilegt bílastæði... setti inn mynd af því alveg spes fyrir Birnu systir, við erum að metast um hvor okkar á ógeðslegra bílastæði...Tounge Plöntum runnum meðfram lóðinni út við gangstéttina til að loka svolítið út á götuna og smíðum stóran pall hér fyrir framan. Einhver sagði að pallurinn væri svo stór að það þyrfti byggingarleyfi fyrir honum... veit ekki hvort það er rétt, en ég ætla nú að athuga það svona rétt til öryggisJoyful Ferlega góð inn í þennan fína föstudag og bíð eftir helginni til að þrífa hérna... veit það er svolítið sikk, en oft var þörf en nú er nauðsyn. Hef lítið gert hérna undafarna daga nema að prjóna lopapeysu, sem ég ætla að setja inn mynd af þegar hún er búin og þegar væntanlegur eigandi er búinn að fá hana í hendurnar... hún er nefnilega leyndarmálWhistling Það er svo gaman að fara á bak við fólk... með eitthvað svona ánægjulegt það er að segjaLoL Eigið góðan dag og ennþá betri helgi, það ætla ég að geraSmile Heart

Kosningar...

... eftir 9 daga og ekki orð um það meirWink Hef meiri áhuga á því í augnablikinu hvenær frostið fer úr jörðinni... Það var nefnilega hringt í gær frá umhverfisdeild bæjarins og við beðin um að hætta að subba svona út götuna fyrir framan húsið okkar... götusóparabílarnir hafa sem sagt ekki undan að þrífa eftir mig... úpsBlush Bílastæðið okkar, ef bílastæði skyldi kalla... gras sem einhvertímann hefur verið slett smá möl yfir, er orðið einn stór drullupyttur og auðvitað berst fj... drullan út á götuna, þegar við bökkum út. Við lögðum samt þar vegna þess að þetta er mikil umferðargata og ég hef satt að segja áhyggjur af bílunum okkar þegar við leggjum þeim við gangstéttina...Frown Um leið og hægt er verður grafið upp úr þessum drullupytti/bílastæði og sett möl í staðinn... alla leið niður á fastGrin   Elsku bíllinn minn blái er núna úti á götu og mér er ekki sama...Woundering En samt ferlega góð inn í daginn eins og alltafJoyful Afskaplega ánægð með að vera að fara að vinna næstsíðasta vinnudaginn í vikunni... það er eins og ég sé hætt að nenna þessu og þannig er það líka...Tounge Verð alltaf svona afspyrnu löt á þessum tíma árs... alveg að fá upp í kok af vinnunni... en svo þegar sumarfríið er að verða búið er ég komin með upp í kok af fríi... erfitt að gera manni til geðsLoL Eigið góðan dag í vorinu elskurnar mínarSmile Heart  

Ekki vinnufriður...

... fyrir frídögum þessa og næstu 3 vikur hjá mérWink Í næstu viku er sumardagurinn fyrsti, ekki það að ég merki það á neinu nema dagatalinu... það er hvít jörð og snjóar enn og aftur... þar á eftir kemur svo 1. maí og vikuna þar á eftir klára ég vonandi loksins sumarfrí ´08Grin Ég er svo með það á hreinu að það sé mánudagur í dag, að ef ég hugsa ekki um hvað ég er að gera fer ég á kolranga staði í vinnunniTounge Note: Verulega vænlegt til árangurs að hugsa áður en maður framkvæmirGetLost Það er nú samt rangur misskilningur að mér finnist vont að vera í fríum... það er öllu verra fyrir suma skjólstæðingana mína og kostar í oft mikið japl, jaml og fuður þegar frídagar lenda oft í röð á sömu vikudögumWhistling Heimili sem er með þjónustu annan hvern fimmtudag fær til dæmis enga þjónustu í þessum mánuði að öllu óbreyttu, bæði frí á skírdag og sumardaginn fyrsta... hálfur mánuður á milli og reikniði svoCool Annars alveg hreint dæmalaust góð inn í þennan fína mán... þriðjudagLoL Það er alltaf mjög gott að vera nægjusöm og geta glaðst yfir litlu... ég er til dæmis í skýjunum yfir því að það verður kannski 5 stiga hiti á fimmtudaginn... ég fer eins og sést, yfirleitt ekki fram á mikiðJoyful   Vona svo að þessi stutta vinnuvika verði ánægjuleg fyrir okkur öll og enda þetta bull með óskum um góðan dagSmile Heart    

Páskafrí ! :)

Í dag hefst páskafríið mitt og í dag lýkur páskafríinu mínu...Grin Annars er þetta nú ekkert búið að vera erfitt, svona fyrir utan þau leiðindi að keyra hvað eftir annað, bæinn þveran og endilangan til að heimsækja fólk sem hefur gleymst að tilkynna að er að heiman...GetLost Fúlt eiginlega, blöndur af misskilningi og tillitsleysi hjá aðstandendum, en fólk er allavegana og það er þess vegna sem það er svo áhugavert...Wink Farin að pæla í hvort ég sé að missa alla bloggvinina mína yfir á Fésbókina... ég er þar líka, búin að vera í tvö ár eða svo en nenni ekkert að hanga þar... kíki inn nokkuð reglulega þegar ég hef tíma en fatta ekki hvernig maður getur ánetjast... og þá hverju ?Woundering Gengur svakalega vel með lopapeysuna sem ég er að prjóna, búin með bolinn og aðra ermina samt að prjóna úr léttlopa... enda ekki gert mikið annað undafarna daga... jú og vinna smá... og smá húsverk... og taka á móti mörgum yndislegum gestumJoyful Eldamennskan hefur algerlega hvílt á herðum hins helmingsins af okkur... enda á hann eldhúsið gjörsamlega skuldlaust þegar ég er að vinna á kvöldin. Í kvöld elda ég, læri og við erum búin að bjóða strákunum mínum, tengdadóttur og barnabarni í mat... vildi að stelpan mín gæti komið líka en það gerist seinna, á þessu ári vona égInLove   Eigið nú góðan dag, öll sem eittSmile Heart

Gleðilega páska :)

Páskarnir eru fyrir mér bara frí, svo til þess að vera sjálfri mér samkvæm ætti ég að óska öllum gleðilegs páskafrís... en ég sleppi því, ég gæti móðgað einhvern og það er óþarfiWinkHéðan er það helst að frétta að það er alls ekkert að frétta... svona frekar aðgerðarlaus tilvera en ósköp notaleg samtSmileÞað stóð til að mála baðherbergin og laga til í kjallaranum... lesist: "ég ætlaði að láta gera það"CoolVar sjálfsagt að hafa áhyggjur af því að hinum helmingnum af okkur sambýlingunum mundi leiðast allt þetta frí á meðan ég væri í vinnunni... en það eru ástæðulausar áhyggjur og hverri manneskju hollt að hafa bara frí í fríum...ToungeÉg er að prjóna lopapeysu... hélt nú eiginlega að ég væri hætt því samt...WhistlingÍ hvert skipti sem ég klára lopapeysu lofa ég sjálfri mér að það sé sko síðasta peysan... búin að lofa því í einhver hundruð skipti í gegn um árin... iss og bara hnuss líka ekki orð að marka skal ég segja ykkur, meira að segja svo alls ekkert að marka, að ég er strax búin að ákveða næstu peysu og bara hálfnuð með bolinn á þessariLoLFór í gær í nýja Bónus til að versla páskaegg... á síðasta snúningi auðvitað og einu eggin sem voru eftir voru svo risastór að ég steinhætti við og fór í aðra verslun og fékk eitt miklu minna og sá þegar ég var komin með það heim, að innan í því voru miðar fyrir heila fjölskyldu á einhverja barnateiknimynd í bíó... það var nú aldeilis alveg stórfínt skoHaloMuna: alltaf að hafa gleraugun með í búðir og ekki bara hafa þau með... setja þau á andlitið líkaToungeEn það er alltaf gott að eiga mörg barnabörn, núna get ég verið svona ofboðslega góð amma og boðið heilum hópi í bíó... með afa sínumGrinLátið ykkur líða vel elskurnar mínar, það ætla ég að geraSmileHeart  


Hugmyndaflugið ;)

Sá þessi líka flottu starfsheiti á miðli...WinkÞjóðvegaumhverfisfræðingur... það ku vera nýtt orð yfir götusópara... svo fólk sæki frekar um að vinna við götusópun. Menntastofnunarmenningarráðgjafi er þá eðlilega skólaliði.... Framlínuviðskiptastuðningsfulltrúi er eins og þið hljótið nú strax að fatta, starfsmaður á skiptiborði, áður símadama. Annars er eftirlætisorðið mitt í þessari upptalningu  eldsneytisfærslufræðingur... hver fattar ekki að þar er á ferð bensínafgreiðslumaður... ? Mér mundi aldrei detta í hug að sækja um einhverja vinnu sem heitir eitthvað sem ég skil ekkiToungeVar að velta fyrir mér mínu starfsheiti, starfsmaður heimaþjónustu... ferlega litlaust miðað við upptalninguna hér á undan. Heimilisþrifnaðarráðgjafi... hljómar vel en kannski ekki nógu langt og á kvöldin gæti ég þá verið í staðinn fyrir starfsmaður kvöldþjónustu, eins og þið sjáið afskaplega flatt og algerlega laust við allt hugmyndaflug, t.d. viðveruskemmtunarstuðningsfulltrúiLoLNei mig skortir hugmyndaflug í þetta... og ég sem er alltaf svo fersk á morgnana, sérstaklega á morgni eins og þessum... sólin er komin upp og það er frekar lítill snjór eftir, nema í safnhaugunum hér og þar á bílaplönum. Bílaplanið okkar er að vaðast upp í drullufen og það er að pínu æðislegt... þýðir að það er að koma vor og við verðum að að fara að láta moka drullunni í burtu og setja möl í staðinnGrinFerlega góð inn í daginn skal ég segja ykkur, alveg í hálfu páskafríi næstu fjóra daga og svo eru bara 4 daga vinnuvikur þangað til ég klára sumarfrí ´08 í byrjun maíJoyfulMegi dagurinn verða ykkur góður og allir páskadagarnir bara líkaSmileHeart  


Nota verkjastíl´og stauta...

... geng með göngugrind og tauta... haltu kjaftiWhistlingFúlar á móti voru stórskemmtilegar í leikhúsinu í gærkvöldi, akkúrat svona skemmtun sem ég vil sjá og ég ætla að verða eins og persónurnar í þessu leikriti þegar ég verð miðaldra... ef ég verð það einhvertímannCoolÉg held því nebblilega fram að ég geti bara ekki vitað hvenær ég er miðaldra fyrr en ég er öll... þá deili ég með tveimur í aldurinn sem ég náði og þá fyrst kemur það í ljós ! Þess vegna verð ég líklega að fresta því enn um sinn...ToungeÉg fer helst bara á leiksýningar sem ég veit að ég get hlegið að... er víst ekki menningalega sinnaðri en það, en mér er alveg sama. Það gerist svo margt sorglegt, ljótt og ruglingslegt í veröldinni svo ég tel það ekki skemmtun að horfa eða hlusta á eitthvað þannig, sem sett er fram sem listWinkHeyrði haft eftir kunnum listamanni hér í bæ að það er ekkert til sem heitir góð myndlist... annað hvort finnst þér mynd vera falleg eða þér finnst hún vera ljót... ekkert flóknara en þaðJoyfulÞað má þá líka segja það sama um leiksýningar, annað hvort finnst þér þær skemmtilegar eða leiðinlegar. Fyrir mörgum árum fór ég á leiksýningu sem hét Selurinn hefur mannsaugu, hjá áhugaleikfélagi... þetta var allt mjög vandað... leikurinn frábær sérstaklega hjá aðalleikkonunni, en þó ég hefði átt að bjarga lífinu með því, þá gat ég ekki fundið söguþráð... hvað þá hlegið...WounderingÞetta var svo mikið svona staraþegjandiútíloftið leikritShockingAnnars ferlega góð inn í daginn og er að fara í þrif 102, skúraði allt í gær... tek restina núna á eftir plús það að baka skúffuköku og helst líka kleinurGrinVona að þið eigið líka sælan sunnudag elskurnar mínar allar þarna útiSmileHeart 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband