... yngsta barnabarnið okkar hún Linda Björg þriggja ára, er farin að hringja alveg sjálf í ömmu sína... sem er égÁ takkanum á símanum þeirra þar sem mitt númer er, er lítil mynd af epli og ef hún vill spjalla við ömmu þá bara ýtir hún á eplið. Hún hringdi í fyrradag og byrjaði á að spyrja hvort ég væri nokkuð í vinnunni... ? Mér gafst nú ekkert tóm til að svara vegna þess að hún kom sér beint að aðalerindinu sem var það að henni var svo illt í fætinum... maður hefur auðvitað erindi
Við ræddum þetta aðeins, hún var alveg föst á þeirri skoðun sinni að steinninn hefði bara alls ekkert átt að vera akkúrat þarna sem hún datt og komumst svo að þeirri niðurstöðu að best væri að amma mundi kyssa á bágtið næst þegar við hittumst, ég þakkaði henni fyrir að hringja og þá kom: "Já ég fékk hugmynd... að hringja í þig... takk fyrir símatalið, bið að heilsa afa..." Hún hringdi svo í gær, rétt fyrir kvöldmat: "Amma þetta er ééég, ég var að borða pönnukökur í kvöldmatinn og ég er alveg að springa og hún oma(sem er í heimsókn frá Sviss) er ennþá að borða"
Eftir þó nokkrar samræður svona um lífið og tilveruna, kvaddi hún með: "Takk fyrir daginn, bið að heilsa afa" afi þarf alltaf að fá að vera með...
Ég heyrði að pabbi hennar sagði eitthvað þarna á bak við þegar hún var að leggja á og hún svaraði: "Pabbi, þetta var hún mamma þín"
Yndislegur dagur með glampandi sól og heiðskýran himinn, vona að hann verði ykkur góður
Bloggar | 4.4.2009 | 09:19 (breytt kl. 19:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)












Bloggar | 3.4.2009 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... að plata fólk...Klassa setning notuð í þeim eina tilgangi að reyna að breiða yfir þá staðreynd að ég mundi aldrei eftir því í gær að það var fyrsti apríl...
Enda er megnið af fólki sem ég umgengst svona almennt búið að missa húmorinn... það er víst aldurinn sem sér yfirleitt til þess og sökum vinnunnar minnar umgengst ég töluvert af gömlu fólki. Svona í alvöru talað þá plata ég aldrei fólk, ekki viljandi allavega...
Eini almennilegi hrekkurinn sem hefur lukkast hjá mér og það svoleiðis gjörsamlega dauðóvart, átti sér stað um jól 4 mánuðumeftir að við spúsi tókum saman. Ég kallaði dóttur mína í Svíþjóð alltaf "barnið mitt" og það vissu nú allir
Þessi jól stóð til að hún kæmi og yrði hjá okkur og ég sagði auðvitað spúsa það... en tók í hugsunarleysi þannig til orða að við ættum líklega von á "barninu" um jólin... Hann fraus... og það svo kyrfilega að ég hélt hreinlega að hann væri dauður
Honum fannst þetta ekkert fyndið, en viðurkenndi nú samt nokkru seinna að þetta væri ferlega fyndið... ef þetta hefði verið einhver annar en hann
Ég var næstum því dauð sjálf... úr hlátri... þegar ég fattaði hvernig hann hafði misskilið þetta
Það telst til frétta að það snjóar ekki hér akkúrat í augnablikinu... það er alveg með ólíkindum að öllum veðrum hér virðist þurfa að fylgja snjókoma
Annars ferlega góð inn í daginn, ekkert að gerast nema vinna, éta, sofa... bara ljúft og páskafrí bara rétt handan við hornið. Í byrjun maí er svo vikusumarfrí ´08 og sumarfrí ´09 hefst held ég 18. júní... Ekki vinnufriður fyrir fríum skal ég segja ykkur
Vona að dagurinn verði ykkur góður og að þið gangið góð og glöð... nei ekki góðglöð asnarnir ykkar... inn í daginn
Setti inn nýjar myndir...
Bloggar | 2.4.2009 | 08:13 (breytt kl. 08:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)








Bloggar | 30.3.2009 | 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... ákaflega skýr og fagur bara... hér skín sólin auðvitað... nema hvað...Það var löggubíll hérna fyrir utan áðan... löggumennirnir stoppuðu alla bíla sem óku hér um götuna og spjölluðu við ökumennina... kannski leiddist þeim bara...
Þeir hefðu mátt vera hérna fyrir utan um hálfeittleitið í nótt... þá vaknaði ég við að einhver barði svoleiðis á útihurðina okkar að ég hélt hún mundi brotna. Rauk fram af því ég var viss um að eitthvað hefði komið fyrir... en sá bara einhvern hávaxinn mann labba frá húsinu... ekki alveg beint... og leigubíll sem beið eftir honum...
Ef viðkomandi er að lesa þetta þá er hann velkominn í kaffi í dag, fyrir hádegi jafnvel... verst að vita ekki hver þetta var, ég mundi með ánægju heimsækja hann núna... klukkan átta... fyrir hádegi
Annars ferlega góð inn í þennan fallega sólríka dag, vinn ekkert fyrr en klukkan þrjú í dag og eins á morgun... og þá er kvöldvinnuvikan mín búin
Enginn vinnufriður fyrir sumarfríi 2008... á ennþá viku eftir og verð að nota hana fyrir maí... að vísu hægt að fá undanþágu og fá fríið í maí... en það breytir svo sem engu svoleiðis. Barnabarn númer 13 í yndislega hópnum okkar á að fæðast í kringum 12 maí og það væri auðvitað flott að taka fríið þá, en vegna þess að ungabörn eru vön að fæðast þegar þeim dettur það i hug, en fara yfirleitt ekki eftir fyrirmælum frá dagatalinu, þá ætla ég ekki að leggja áheyrslu á þá dagsetningu
Fæ bara aukafrí ef ég þarf á því að halda þá
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar
Bloggar | 28.3.2009 | 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Í fréttum er það helst héðan af norðurhjaranum að vorið var tiltölulega stutt þetta áriðÞað er núna ca 20 cm jafnfallinn snjór og snjóar enn... spurning að fara að huga að jólagjöfum
Ég prjóna sem telst ekki til helstu frétta... ég geri töluvert af því
Meðal annars hef ég verið með síða peysu á sjálfa mig á prjónum núna í um það bil ár eða svo, hef alltaf tekið hana upp og prjónað slatta ef mér hefur ekki dottið neitt annað í hug þá stundina, búin með bolinn og aðra ermina en þá var garnið allt í einu búið...
Var síst að skilja í því hvernig mér tókst svona gjörsamlega að klúðra þessu... það eru nú engin geimvísindi á bak við það að reikna út hvað þarf mikið garn í peysu... og ég er líka yfirleitt með vaðið fyrir neðan mig og kaupi frekar meira en minna...
Mikið búin að leita að þessu garni í búðum, hringdi meira að segja suður í nokkrar búðir, en þetta virðist bara ekki vera framleitt lengur...
Fúlt eiginlega en jæja, ákvað að rekja hana upp og nota garnið í annað... sem ég og gerði, þessi kona drífur í hlutum þegar hún er búin að ákveða að gera þá... hef nú svona yfirleitt álitið það frekar kost en löst... en...
Nokkrum dögum seinna nánar tiltekið í gær, gerðist sá ægilegi atburður í mínu annars frábæra lífi að ég fann garnið sem vantaði uppá í peysuna... í poka, í hillunni þar sem ég geymi allt garnið mitt, inni í skáp, inni í herbergi, í mínu eigin húsi
Ég eiginlega fór svolítið í taugarnar á sjálfri mér þegar ég fann helv... garnið... fyrsta hugsunin var auðvitað og eðlilega: "Dæs og ég rakti hana upp"... en svo kom þetta: "En bara bolinn, ekki þó ermina"
Halló.... allt í lagi að hemja Pollýönnuna aðeins, svona af og til
Annars ferlega góð inn í daginn og vona sannarlega að þið séuð það líka
Bloggar | 26.3.2009 | 08:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Ruslakarlarnir/hreinsunardeildin/öskukarlarnir/úrgangshreinsitæknarnir koma alltaf um 6 leitið á mánudagsmorgnum og það er frábært að sjá til þeirra... þeir taka pokann, sem ég held alltaf að sé of stútfullur og kippa honum upp úr tunnunni með annarri hendinni, á meðan þeir setja tóma pokann í með hinniGlæsileg vinnubrögð ! Og já, ég veit það af því að ég er alltaf vöknuð á þeim tíma og tunnan er fyrir utan gluggann á tölvuverinu mínu
Nú bíð ég eftir nýju kaffivélinni sem mjög viðkunnanleg og skemmtileg kona kom og seldi okkur um daginn, púðavél sem hentar mér alveg fullkomlegaSko ég elda af tilfinningu, ef ég ætlaði að fara eftir uppskriftum þá færi allt út um þúfur...
En ég nota ekki sömu aðferð við kaffiuppáhellingar... enda spúsi stundum hálfskrítinn á svipinn eftir fyrsta kaffibolla dagsins
Annað hvort tekst mér að gera það alltof andsk... rótsterkt eða þá ógleðisvekjandi dauft, enda hellt upp á eftir frekar slæmu minni og af algeru tilfinningaleysi fyrir vatns og kaffihlutföllum
Svona kaffipúðavél hentar mér þess vegna mjög vel, ákveðið, klippt og skorið og er eiginlega alveg nauðsynleg í húshaldi þessa heimilis, svo kaffið geti verið sæmilega drykkjarhæft
Annars tókst mér nú bara nokkuð vel upp með kaffið í morgun, en ég get alveg sagt ykkur að það er eingöngu fyrir einskæra tilviljun
Væri nú kannski ódýrara í kreppunni að fá þá bara uppskrift af kaffiuppáhellingu, en ég læt nú ekki grípa mig dauða við að nota svoleiðis... "fólk gæti þá haldið" að ég kynni ekki að hella upp á kaffi...
Mánudagar eru fínir og þessi er sá besti hingað til, njótum hans vel og vandlega
Bloggar | 23.3.2009 | 08:06 (breytt kl. 09:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
... að húsmæðrast meira í dag...Núna ætla ég bara að njóta þess að vera í fríi og fara út að labba í góða veðrinu... eða fara allavega út í góða veðrið...
Yngsta barnið mitt hann Ingi Stefán, varð 23 ára í morgun á slaginu sex þrjátíu og sjö
Hef sagt það áður og segi það enn og aftur, að ég skil ekkert í því hvað börnin mín eru orðin gömul og ég sem er bara alltaf 25... smá plús kannski á eftir þessari tölu þarna
Sól og vindur úti, yndislegt og svo sem ekkert meira um það að segja, nema að snjórinn er alveg farinn af pallinum og stéttinni og það er mikið gleðiefni. Það á að vísu að kólna eitthvað næstu daga en það er allt í lagi, það kemur vor fyrir rest og svo sumar, ég er nú svona nokkurnveginn alveg viss um það
Hef ekkert að segja af viti frekar en venjulega og langar bara til að óska ykkur öllum góðrar helgar
Bloggar | 21.3.2009 | 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eins og venjulega er ég vöknuð tiltölulega snemma... um miðja nótt segja sumir... og það án þess að vera að fara í vinnuna strax, fer klukkan tíuJá jæja, á meðan ég er sleppi því algerlega að heimsækja fólk og hringja í það á þessum tíma og ætlast bara alls ekki til þess að neinn vakni um leið og ég, þá á þetta nú að sleppa nokkurnveginn vandræðalaust... held ég
Kíki stundum á Feisbúkk eins og allflestir sem ég þekki, yfirleitt nenni ég nú samt ekki að eyða miklum tíma þar, fólk er alltaf að taka hin og þessi "próf", mér algerlega að meinalausu að vísu, en þá fyllist síðan mín af löngum lesningum um hver er nú uppáhaldsliturinn, hversu mörg börn fólk eignast í framtíðinni, hvernig bíl það langar í, hvaðan það er, hvar það langar að búa og svo framvegis og framvegis... og allt kemur þetta í ljós eftir að það er búið að taka þátt í einhverjum könnunum... ekki fyrr
Mér fannst nú eiginlega svolítið fúlt að sjá að ein könnunin hét: "Hvernig bíl langar þér í ?" Ok íslenskufasistinn ég... mér langar ekki í neinn sérstakan bíl, en mig mundi kannski langa í einhvern bíl...
Annars ferlega góð inn í þennan fína föstudag og hlakka til þriðja helgarfrísins í röð, sem kemur til af sumarfrísleyfum 2008, svo er nú sá draumurinn búinn þangað til ég fæ sumarfrí ´09
Skrifaði á blað í vinnunni hvenær ég vil taka sumarfríið mitt, en ég er bara búin að gleyma hvaða dagsetningar ég setti...
Enda skiptir það ekki öllu máli, spúsi fær bara eina viku af því að hann er í nýrri vinnu og þá dreg ég hann með illu eða góðu upp á hálendið alla þá viku og það verður eina ferðalagið okkar þetta sumarið
Eigið góðan dag í góða veðrinu elskurnar mínar
Bloggar | 20.3.2009 | 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)








Bloggar | 18.3.2009 | 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar