








Bloggar | 15.3.2009 | 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)













Bloggar | 14.3.2009 | 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Skil ekki alveg hvernig mér datt í hug að nota kolbiksvartan lopa í leista... þegar ég þvæ þá verður vatnið strax svart og fæturnir á manni líka ef leistarnir verða rakirÉg hef að vísu mér til afsökunar að þetta var afgangur af lopapeysuprjónaskap og ég nennti ekki fyrir mitt litla líf að fara og kaupa eitthvað annað... var nefnilega að fara að prjóna leista þar og þá
Heyrði tvær konur einmitt spjalla um þetta um daginn í verslun, önnur þeirra hélt því mjög ákveðið fram að kolsvarti lopinn væri alls ekkert litaður, rollur væru svona á litinn. Ef ég hefði blandað mér í samræðurnar, sem ég geri nú bara yfirleitt ekki þegar ókunnugt fólk á í hlut, þá hefði ég staðið með hinni sem hélt því fram að það væru ekki til algerlega kolbiksvartar rollur
Og kannski hefði ég þá líka spurt hvaðan græni, blái, guli og rauði lopinn kæmi...
Á yngri árum var ég bóndi smástund, 10 ár eða svo og þá vorum við meðal annars með rollur/kindur/sauðfé og bara dágóðan slatta af því. Ég bara alls ekki til þess að svörtu rollurnar hafi nokkurtímann látið lit, þó þær væru úti í rigningu...
Og man ekki til þess heldur að þær hafi verið í öllum regnbogans litum
En það er langt síðan og kannski misminnir mig... það er ekki alveg hægt að útiloka það þegar ég á í hlut
Alveg afspyrnu góð inn í þennan fína föstudag, passa yngsta barnabarnið í kvöld, foreldrasettið hennar er að fara í leikhús
Helgin fer svo í að baka og þrífa..... þetta hljómaði hryllilega fyrirmyndarhúsmóðurlega en er það samt alls ekki, nauðsyn á það bara til að brjóta lög...
Njótið dagsins og komandi helgar, verið þæg og góð og flýtið ykkur hægt
Bloggar | 13.3.2009 | 07:17 (breytt 14.3.2009 kl. 08:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)














Bloggar | 12.3.2009 | 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
... að það snjóar hér á norðurhjaranum ! Segi nú samt frá því eins og sannur íslendingur... blessað veðrið alltaf aðalfréttinDóttir mín elskuleg sem er búin að búa úti í Svíþjóð í allt of mörg ár, er að vísu búin að venja mig af þessu þegar við tölum saman... "Mamma hvað ertu að spyrja um veðrið ? Hverjum ætli sé ekki sama um það... !" Hún er greinilega búin að vera þarna allt of lengi
Ég fer ekkert í vinnuna í dag, bakið á mér talaði og ég hlustaði... aldrei þessu vant
Annars er það nú að verða frekar sjaldgæft að það argi á mig, þær eru nefnilega svo elskulegar og tillitssamar yfirkonur mínar að færa mig til í verkum svo ég geti gert þetta verkjalaust, ég er meira farin að vera í yfirsetum og þessháttar dútli, en það þarf að vinna það líka
Vitiði... að ég er hérna að skrifa um leiðinlegustu umræðuefni veraldarinnar : Veðrið og verkina mína !
Hætti bara núna áður en mér tekst að finna eitthvað ennþá leiðinlegra handa ykkur... farin út að labba
Vona að þið öll eigið góðan dag og hafið það sem allra best
Bloggar | 11.3.2009 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
... svo var eitthvað með ...grænan sæ... líklega samt ekki verið að yrkja um það þegar verið er að sturta snjónum í sjóinn, sem er verið að gera akkúrat núna í þessum skrifuðu orðum, hérna á norðurhjaranumEf það væri til eins mikið af manngæsku og réttlæti í henni veröld eins og snjó, þá væri nú ennþá dásamlegra að lifa...
Ég er svo komin í þörf fyrir að takast á við vorverkin úti, viðra tjaldvagninn og hreinsa þakrennurnar, planta runnum og smíða pallinn... og komast upp með að hlaupa út á peysunni og inniskónum þegar mér dettur í hug, en þegar ég lít út um gluggann þá virðist mér eins og það verði kannski ekki aaaalveg strax
Klukkan í mér hefur víst aldrei verið alveg rétt...
Þetta með að hreinsa þakrennurnar er alveg nýtt... það er eitthvað sem fylgir því að búa í einbýlishúsi í hverfi sem er fullt af risastórum trjám, en það er bara frábært ! Að hluta til vegna þess náttulega líka, að ég veit að ég þarf alls ekkert að gera það sjálf
Ég er svo lofthrædd að það hálfa væri nóg, ég verð alveg máttlaus í hnjánum ef ég fer upp á eitthvað örlítið hærra en stól og það er sko alls engin myndlíking... en ég læt það samt ekki stoppa mig í því sem mig langar til að gera
Hornbjargið til dæmis skoðaði ég í roki og rigningu hérna um árið og ég skreið síðasta spölinn fram á brúnina... til að fá að sjá niður, ég bara varð... fyrst ég var komin þangað
En ég sko verð ekkert að fara upp í stiga til að hreinsa þakrennurnar... til hvers haldiði annars að ég eigi sambýlismann ?
Mánudagar eru fínir, þá er ég vel úthvíld eftir helgina og alveg tilbúin til að kljást enn og aftur við allskonar rugludalla og -dollur...
Njótum dagsins elskurnar, hann kemur ekkert aftur
Pé ess: Ég setti inn þrjár myndir af því þegar sólin skein fyrst inn um gluggana hérna... ylja mér við þær þessa dagana
Bloggar | 9.3.2009 | 08:08 (breytt 10.3.2009 kl. 08:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)









Bloggar | 7.3.2009 | 07:29 (breytt 8.3.2009 kl. 22:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)












Bloggar | 6.3.2009 | 08:59 (breytt kl. 11:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
... við nísku ? Það get ég ekki...Sparsemi er fín, líklega kölluð dyggð en níska er eitthvað allt, allt annað og svoleiðis gjörsamlega, algerlega á hinum endanum...
Það er hægt að spara á svo margan hátt og eins og ástandið er núna á mörgum heimilum, þá er það alveg nauðsynlegt og það getur meira að segja verið gaman að finna út nýjar leiðir til að spara
Ég ætla ekkert að fara að vera með einhverja kennslustund í sparsemi hérna, ég er ekki og hef aldrei verið til fyrirmyndar í þeim efnum. Það er líklega vegna þess að ég hef alltaf hatað nísku og forðast allt sem gæti á nokkur hátt tengt mig við hana...
Og svo má örugglega bæta því við líka að ég hef aldrei haft hundsvit á peningum... ég hef nefnilega alltaf haldið að það ætti að nota þá... svo þeir skemmdust ekki eða eitthvað
Það sýnir líka hvað ég hef lítið vit á þeim að ég hef frekar gefið þá heldur en að setja þá inn á bankabók eða keypt eitthvað handa einhverjum fyrir þá. Það hefur nefnilega aldrei heillað mig neitt að vita að ég eigi þetta og þetta mikið af peningum einhversstaðar og að ég sé núna búin að fá þetta og þetta mikið í vexti af þeim...
Jú ef ég geri svoleiðis þá verð ég auðvitað rík... en elskurnar mínar bara rík af peningum en engu öðru...
Ekki samt halda að ég sé einhver góð manneskja sem er alltaf að gefa peninga... ég tími því náttulega ekki
Búin að vinna í dag og alveg ofsalega kát með þaðNjótið dagsins elskurnar mínar, þess sem eftir er af honum
Bloggar | 4.3.2009 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)









Bloggar | 2.3.2009 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar