Hlaut að koma að því... ;)

Sit hérna við tölvuna klukkan 7 á sunnudagsmorgni og það er orðið bjart úti, það hlaut að koma að því...Joyful Ég er líklega með óvenju stóran skammt af gullfiskaminni eða eitthvað... ég verð alltaf jafn hissa og ánægð þegar það birtir...Grin Rétt eins og þegar það loksins kemur vor... þá líður mér eins og það hafi aldrei komið vor áður... og mér líður fjarskalega vel með þessuInLove Ég var óhemju dugleg í gær, innanhúss sem utan... skúraði og skrúbbaði og skipti á rúmum og setti í þvottavél, mokaði alveg 10 fersentímetrum af snjó af tröppunum og var búin með þetta allt fyrir hádegi... Enda verð ég að finna mér eitthvað vitrænt að gera á morgnana, ég fer svo snemma á fætur og það vill enginn tala við mig á mínum fótaferðatímaLoL Þetta með snjómoksturinn sko... eins og ég vil mikið losna við snjóinn, þá bara nenni ég ekki fyrir mitt litla líf að moka honum, enda hef ég ekki undan það er búið að snjóa eitthvað á hverjum einasta degi í einhverjar vikur... GetLost Fattaði þarna í gær með skófluna í höndunum að það var tiltölulega hlýtt úti s.s. frostlaust og ákvað að sjá til þangað til í dag hvort þetta hvíta óþarfa efni yrði ekki bara farið af stéttinni... en mér sýnist ég verði að doka aaaaðeins lengur...Tounge Planið er að fara út og djöflast aðeins með skófluna á eftir þegar ég held að nágrennið sé vaknað... en hin bestu plön eiga auðvitað til að breytast... alveg dauðóvartHalo Fínn dagur í uppsiglingu, við þurfum bara á ákveða að þannig verði hann og það gengur yfirleitt eftirSmile Heart   

Og hver hefur hann ekki... ?

Spúsi minn er búinn að finna til við annað herðablaðið í 5 eða 6 vikur, þar var og er sár bólguhnúður og  stöðugur verkur. Hann fór loksins til læknis þegar verkurinn var farinn að teygja sig undir höndina og fram á bringu... en ekki fyrr en ég "hvatti hann eindregið til þess", (lesist; rak hann til þess)Wink Hann kom heim með plagg frá lækni til sjúkraþjálfara, með leiðbeiningum um hvernig ætti að ná þessari vöðvabólgu úr honum... beint í sjúkraþjálfun þar sem honum var tjáð, að líklega væri annar fóturinn styttri en hinn og innlegg í annan skóinn mundi nú redda þessu... Smile Svo fékk hann vinnu og ákvað þá að vinna þetta bara úr sér, bara svona rétt eins og ég hefði gert þaðTounge En það var alveg sama hvað hann vann mikið, verkurinn bara ágerðist...Woundering Á miðvikudaginn fór hann í sund með þrjá dóttursyni á aldrinum 7 - 10 ára, sem er nú vinna út af fyrir sig...Grin Þeir tóku eftir því að það var risastór upphlaupinn blettur neðan við herðablaðið og fannst hann ekki fallegur... ojW00t   Þegar hann sýndi mér þetta "hvatti ég hann eindregið" til að fara (lesist; rak hann með harðri hendi) niður á Slysó að láta líta á þetta... hann kom heim innan hálftíma og tilkynnti mér að hann væri með ristil ! Já já ég veit það, það eru auðvitað allir með ristil, svaraði sérfræðingurinn ég og skyldi ekkert til hvers hann ætlaði að fara að telja upp fyrir mér innyflin í sérWhistling Nei sko, hann er ekki með vöðvabólgu, hann er með bólguhnút sem heitir "ristill", eitthvað ógeð sem hefur leynst í rótinni frá hlaupabólu sem hann fékk þegar hann var barn... allt er nú tilShocking Núna borðar hann 10 töflur á dag til að losna við þetta, fyrir utan sterkar verkjatöflur sem hann tekur þegjandi og hljóðalaust, sem segir mér hvað honum líður illa... honum er meinilla við verkjatöflurJoyful Hann fór ekkert í vinnuna í gær og fyrradag, bæði vegna þess að hann er ferlega slappur með þessu og kannski líka vegna þess að ég "ráðlagði honum" (lesist; hótaði honum öllu illu).. að fara ekkiHalo Miðju strákurinn spurði mig af hverju ég væri svona reið við afa, þegar ég var búin að reka hann á Slysó... ég sagði að ég væri ekkert reið við hann, ég var bara ákveðin við hann til að hann gerði það sem væri best fyrir hann sjálfan... Þá sagði guttinn yndislega spekingslegur: "Já, maður verður stundum að tala svolítið rösklega"LoL Góða helgiSmile Heart  

Rollur láta ekki lit ;)

Skil ekki alveg hvernig mér datt í hug að nota kolbiksvartan lopa í leista... þegar ég þvæ þá verður vatnið strax svart og fæturnir á manni líka ef leistarnir verða rakirGetLostÉg hef að vísu mér til afsökunar að þetta var afgangur af lopapeysuprjónaskap og ég nennti ekki fyrir mitt litla líf að fara og kaupa eitthvað annað... var nefnilega að fara að prjóna leista þar og þáCoolHeyrði tvær konur einmitt spjalla um þetta um daginn í verslun, önnur þeirra hélt því mjög ákveðið fram að kolsvarti lopinn væri alls ekkert litaður, rollur væru svona á litinn. Ef ég hefði blandað mér í samræðurnar, sem ég geri nú bara yfirleitt ekki þegar ókunnugt fólk á í hlut, þá hefði ég staðið með hinni sem hélt því fram að það væru ekki til algerlega kolbiksvartar rollurWinkOg kannski hefði ég þá líka spurt hvaðan græni, blái, guli og rauði lopinn kæmi...HaloÁ yngri árum var ég bóndi smástund, 10 ár eða svo og þá vorum við  meðal annars með rollur/kindur/sauðfé og bara dágóðan slatta af því. Ég bara alls ekki til þess að svörtu rollurnar hafi nokkurtímann látið lit, þó þær væru úti í rigningu...GrinOg man ekki til þess heldur að þær hafi verið í öllum regnbogans litumToungeEn það er langt síðan og kannski misminnir mig... það er ekki alveg hægt að útiloka það þegar ég á í hlutWhistlingAlveg afspyrnu góð inn í þennan fína föstudag, passa yngsta barnabarnið í kvöld, foreldrasettið hennar er að fara í leikhúsJoyfulHelgin fer svo í að baka og þrífa..... þetta hljómaði hryllilega fyrirmyndarhúsmóðurlega en er það samt alls ekki, nauðsyn á það bara til að brjóta lög...LoLNjótið dagsins og komandi helgar, verið þæg og góð og flýtið ykkur hægtSmileHeart 

  


Góðan og blessaðan daginn :)

Ég elska húsið mitt... það hefur sjálfsagt ekkert farið fram hjá mörgumJoyful En það er eitt sem ég hef áhyggjur af... auðvitað verð ég að hafa áhyggjur af einhverju... ég hef sem sagt áhyggjur af því að ég sé komin með snert af tuskuæðiCrying Tuskuæði er með því skelfilegra sem ég veit um og nokkurn veginn viss um að er banvænt... fyrir sálina það er að segjaHalo Það er nefnilega og ykkur er alveg óhætt að trúa mér núna... til líf fyrir utan afþurrkunarklútinn, ryksuguna og skúringafötuna, alveg sattWizard Þessar áhyggjur mínar eru til komnar út af okkar háttvirta heimilisketti honum Lúkasi ! Hann er alltaf í hárlosi og þá er ég ekkert að ýkja, hann er búinn að vera með alveg agalegt hárlos í mörg ár og ég ryksuga eða moppa gólfin á hverjum degi eftir vinnu...W00t Tók nú samt afneitunina á þetta í vetur og komst oftast upp með það, sást ekkert svo mikið í skammdeginuTounge En núna þegar það er farið að birta svona mikið er þetta allt of sýnilegt og ég skil ekki hvers vegna kattarskrattinn er ekki löngu orðinn sköllótturShocking Hans hátign þóknast ekki að fara of mikið út þegar það er snjór svo hárin af honum hrynja eingöngu hérna inni og það getur gert mig... miklu verri en ég erDevil Annars ferlega góð inn í daginn skoGrin Einhver þarna úti sem langar í kött ? Hann er fallegur skömmin, það má hann eiga, en eins og gefur að skilja með dýr af þessari tegund, þá er hann ósvífinn, ýtinn, frekur, tilætlunarsamur og stór upp á sigGetLost Ég ætla ekkert að segja frá því að hann er farinn að míga í sturtubotninn oj... og laumast upp í sófa og stólaPinch Einhver... ?Whistling Á meðan þið hugsið ykkur um vona ég að þið eigið góðan dag elskurnar mínarSmile Heart

Það telst ekkert til frétta...

... að það snjóar hér á norðurhjaranum ! Segi nú samt frá því eins og sannur íslendingur... blessað veðrið alltaf aðalfréttinToungeDóttir mín elskuleg sem er búin að búa úti í Svíþjóð í allt of mörg ár, er að vísu búin að venja mig af þessu þegar við tölum saman... "Mamma hvað ertu að spyrja um veðrið ? Hverjum ætli sé ekki sama um það... !" Hún er greinilega búin að vera þarna allt of lengiGrinÉg fer ekkert í vinnuna í dag, bakið á mér talaði og ég hlustaði... aldrei þessu vantWinkAnnars er það nú að verða frekar sjaldgæft að það argi á mig, þær eru nefnilega svo elskulegar og tillitssamar yfirkonur mínar að færa mig til í verkum svo ég geti gert þetta verkjalaust, ég er meira farin að vera í yfirsetum og þessháttar dútli, en það þarf að vinna það líkaJoyfulVitiði... að ég er hérna að skrifa um leiðinlegustu umræðuefni veraldarinnar : Veðrið og verkina mína ! SleepingHætti bara núna áður en mér tekst að finna eitthvað ennþá leiðinlegra handa ykkur... farin út að labbaLoL

Vona að þið öll eigið góðan dag og hafið það sem allra bestSmileHeart


Nú er vetur í bæ....

... svo var eitthvað með ...grænan sæ... líklega samt ekki verið að yrkja um það þegar verið er að sturta snjónum í sjóinn, sem er verið að gera akkúrat núna í þessum skrifuðu orðum, hérna á norðurhjaranumWinkEf það væri til eins mikið af manngæsku og réttlæti í henni veröld eins og snjó, þá væri nú ennþá dásamlegra að lifa...JoyfulÉg er svo komin í þörf fyrir að takast á við vorverkin úti, viðra tjaldvagninn og hreinsa þakrennurnar, planta runnum og smíða pallinn... og komast upp með að hlaupa út á peysunni og inniskónum þegar mér dettur í hug, en þegar ég lít út um gluggann þá virðist mér eins og það verði kannski ekki aaaalveg straxGrinKlukkan í mér hefur víst aldrei verið alveg rétt...CoolÞetta með að hreinsa þakrennurnar er alveg nýtt... það er eitthvað sem fylgir því að búa í einbýlishúsi í hverfi sem er fullt af risastórum trjám, en það er bara frábært ! Að hluta til vegna þess náttulega líka, að ég veit að ég þarf alls ekkert að gera það sjálfLoLÉg er svo lofthrædd að það hálfa væri nóg, ég verð alveg máttlaus í hnjánum ef ég fer upp á eitthvað örlítið hærra en stól og það er sko alls engin myndlíking... en ég læt það samt ekki stoppa mig í því sem mig langar til að geraHaloHornbjargið til dæmis skoðaði ég í roki og rigningu hérna um árið og ég skreið síðasta spölinn fram á brúnina... til að fá að sjá niður, ég bara varð... fyrst ég var komin þangaðToungeEn ég sko verð  ekkert að fara upp í stiga til að hreinsa þakrennurnar... til hvers haldiði annars að ég eigi sambýlismann ?WhistlingMánudagar eru fínir, þá er ég vel úthvíld eftir helgina og alveg tilbúin til að kljást enn og aftur við allskonar rugludalla og -dollur...GrinNjótum dagsins elskurnar, hann kemur ekkert afturSmileHeart

Pé ess: Ég setti inn þrjár myndir af því þegar sólin skein fyrst inn um gluggana hérna... ylja mér við þær þessa daganaGrin


Þessa dagana...

... sit ég alveg sveitt við að reyna að eyða restinni af sumarfríinu mínu síðan í fyrra ! Ekki normal hvað hægt er að leggja á eina manneskju...Tounge Skil samt bara alls ekki allt þetta sumarfrí... ég er búin að reyna að komast að því af hverju ég kem út með 8 vikur í sumarfrí í staðinn fyrir þessar 6 sem ég er vön að hafa...Woundering Það er alveg búið að útlista það fyrir mér... en þar koma tölustafir við sögu og þá hrekk ég í baklásShocking Ég get samt alveg reiknað í huganum svo framarlega sem það eru bara tölustafir, en ef komið er með einhverskonar orðadæmi þá ræður minn annars frábæri heili ekkert við það...Wink Það tengist lesblindu, komst að því á fullorðinsárum... í skóla hélt ég bara að ég væri svona heimsk... og það er ekki gott veganesti út í lífið fyrir ungling... samt gat ég allt annað upp á 10 og þá er ég ekkert að ýkja, en ég sá bara þessa erfiðleika með reikninginn...Frown Annars ferlega góð inn í daginn og verð í sumarfríi í kvöldvinnunni minni alla næstu viku, þannig að ég vinn enga kvöldvinnu samtals í þrjár vikur og á ekkert í neinum erfiðleikum að treysta því bara að yfirmenn mínir kunni alveg að reikna út sumarfríið mittGrin Ég á svo líka ennþá eftir rúma viku í sumarfrí í dagvinnunni... þar tek ég bara einn og einn dag, það hentar betur... bara að muna að gleyma þeim ekkiLoL Ef ég ætti eina ósk, þá mundi ég óska þess að öllum liði eins vel og mér, inn í þennan  frábæra dagSmile Heart

Það er ekki nískunni fyrir að fara...

... þarna uppi hjá veðurguðunum... Wink Það snjóar endalaust hérna, ekki kannski mikið í augnablikinu en samt smá snjókoma... og yfirleitt alltaf eitthvað á hverjum degi... greinilega nóg til þar ! Annars er mér svona nokk sama svoleiðis, ég er alveg búin að sætta mig við að ég bara finn alls ekki hvar á að skrúfa fyrir þetta... segið svo að það sé ekki hægt að taka út þroska á gamalsaldriTounge Það er kominn föstudagur og mér líkar það vel... eins og alltafInLove Hitti eldri konu um daginn sem líkar sko aldeilis ekki við snjókomuna hérna... "Það snjóar svo mikið hérna hjá ykkur" sagði þessi ágæta kona með fyrirlitningarsvip... það skal tekið fram að hún flutti hingað "að sunnan" ég skyldi sko hafa það á hreinuLoL Það sem verra er henni líkar ekkert heldur við okkur Akureyringa..."Þið eruð svo mikið inni á heimilum hjá hvort öðru"...GetLost Ég fattaði þetta nú ekki alveg svo ég þagði baraSideways Ekki skánaði álit hennar á okkur dreifbýlisdónunum þegar hún komst að því að ég þekkti ekki konu frá Akureyri sem var með henni í skóla fyrir sunnan... fyrir 40 árum ! "Þið horfið nú líka aldrei neitt út fyrir bæinn ykkar" sagði þessi fyrrverandi íbúi hinar einu sönnu siðmenningarGrin Ég spurði svo í restina eins og sá dreifbýlisdóni sem ég auðvitað er: "Jæja já og líkar þér svo ekki bara ágætlega að búa hérna hjá okkur "?Halo Ég held henni hafi ekkert fundist ég skemmtilegTounge Æi það er svo gaman að fólki, það finnst mérJoyful Hætt þessu bulli og óska ykkur góðs dags og góðrar helgarSmile Heart

Er hægt að finna eitthvað jákvætt...

... við nísku ? Það get ég ekki...GetLostSparsemi er fín, líklega kölluð dyggð en níska er eitthvað allt, allt annað og svoleiðis gjörsamlega, algerlega á hinum endanum... PinchÞað er hægt að spara á svo margan hátt og eins og ástandið er núna á mörgum heimilum, þá er það alveg nauðsynlegt og það getur meira að segja verið gaman að finna út nýjar leiðir til að sparaGrinÉg ætla ekkert að fara að vera með einhverja kennslustund í sparsemi hérna, ég er ekki og hef aldrei verið til fyrirmyndar í þeim efnum. Það er líklega vegna þess að ég hef alltaf hatað nísku og forðast allt sem gæti á nokkur hátt tengt mig við hana...ShockingOg svo má örugglega bæta því við líka að ég hef aldrei haft hundsvit á peningum... ég hef nefnilega alltaf haldið að það ætti að nota þá... svo þeir skemmdust ekki eða eitthvaðToungeÞað sýnir líka hvað ég hef lítið vit á þeim að ég hef frekar gefið þá heldur en að setja þá inn á bankabók eða keypt eitthvað handa einhverjum fyrir þá. Það hefur nefnilega aldrei heillað mig neitt að vita að ég eigi þetta og þetta mikið af peningum einhversstaðar og að ég sé núna búin að fá þetta og þetta mikið í vexti af þeim... ShockingJú ef ég geri svoleiðis þá verð ég auðvitað rík... en elskurnar mínar bara rík af peningum en engu öðru... GaspEkki samt halda að ég sé einhver góð manneskja sem er alltaf að gefa peninga... ég tími því náttulega ekkiLoL

Búin að vinna í dag og alveg ofsalega kát með þaðWinkNjótið dagsins elskurnar mínar, þess sem eftir er af honumSmileHeart 


Jæja elskurnar...

... núna ætla ég að gera tilraun til að vera á jákvæðu nótunum hérna... aldrei þessu vantWhistling Ef ég á að telja upp allt það jákvæða í lífið mínu þá endist mér ekki dagurinn til að skrifa og yrði sjálfsagt vísað út af þessum miðli, vegna einokunar á internetinu...Tounge Ef eitthvað er þá hef ég það alltof gott og verð að passa mig að láta mér ekki leiðast það... stundum dett ég í það að hafa áhyggjur af því að hafa ekkert til að hafa áhyggjur af ! Spyrjið þið bara börnin mínLoL Það snjóaði í nótt og það jákvæða við það er.............leyfið mér að hugsa...... nú skal ég segja ykkur að það jákvæða við snjó og frost er samsagt....... ég hlýt að finna eitthvað....Pinch Já jæja prófa eitthvað annað, þessi tilraun mín til jákvæðni fór algerlega út um þúfur...Blush Nei nei, bara hinn fínasti mánudagur af því að ég er búin að ákveða að hann verði þaðGrin Kvöldvinnuvikan mín er búin og heil vika framundan sem fer alfarið og eingöngu í allrahandanna slugs og leti og jú, kannski smá dagvinnustubba af og tilWink   Vona að þið öll sjáið fram á góðan dag og ennþá betri vikuSmile Heart   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband