... heilsar hér með sól í morgunsárið... ekki kannski alveg glampandi strax en það stendur til bóta. Fyrsti marsmánuðurinn minn í þessu húsi og sólin skín inn um austurgluggann í eldhúsinu og alla gluggana sunnan á húsinu... alltaf gaman að upplifa eitthvað nýttVið fluttum hingað í apríl í fyrra og það má með sanni segja að vorið hafi farið fram hjá okkur...
Við byrjuðum strax á að rífa allt út úr eldhúsinu og þá meina ég allt og sáum svo hvorki veginn né daginn í nokkra mánuði fyrir ryki og framkvæmdagleði
Þegar eldhúsið var nokkurnveginn búið drifum við okkur í að gera nýtt gólf og skápa í svefnherbergið og vorum fyrst að fara að sjá út úr augunum í júlí
Núna ætla ég að njóta þess að fylgjast með vorinu koma og breytast í sumar
Ok ég veit... það er ekki alveg strax, en það nálgast samt óðfluga
Núna ætla ég að snúa mér að mánaðarlegri vinnuskýrslugerð eins og það er nú gaman... eða eiginlega alls ekki og vinna svo síðasta kvöldið í þessari kvöldvinnuviku. Þetta er bara yndislegur dagur ! Ok sólin skrapp aðeins frá á meðan ég var að skrifa þetta... en hún kemur vonandi aftur...
Njótum dagsins öll sem eitt
Bloggar | 1.3.2009 | 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)













Bloggar | 28.2.2009 | 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)











Bloggar | 26.2.2009 | 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)












Bloggar | 24.2.2009 | 06:52 (breytt 25.2.2009 kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
... að gera svo vel að öllum líki... tökum til dæmis í morgun þegar ég skrapp í búðinaÞar hitti ég "ekki alveg jákvæðustu manneskjuna í öllum heiminum" og henni fannst ég ekki nógu vel til fara svona á almannafæri...
Liti nú eiginlega bara út eins og pokakerling, í peysu sem var svo síð að hún náði langt niður fyrir fínu rolluna mína, með risastóran trefil og í kuldastígvélum sem ég hafði ekki nennt að renna upp áður en ég skrapp í búðina í 4 mínútur, svo þau flöksuðust bara einhvernveginn á fótunum á mér
Skil ekki af hverju hún sleppti því að nefna það í leiðinni að ég hafði heldur ekki farið í lagningu og var algerlega ómáluð
Að vísu mála ég mig aldrei og að fara í lagningu er svona fyrirbæri sem ég hef bara heyrt um en aldrei prófað, enda oftar en ekki eins og útigangshross um höfuðið
Og þetta með klæðaburðinn er nú bara afskaplega rétt hjá henni blessaðri, ég er oft þannig til fara að það mætti halda að ég hefði ætt í tryllingi afturábak í gengum fataskápinn minn, með lokuð augun... í myrkri
Og ég er svo innilega kærulaus að mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst um það eða hvort því finnst yfir höfuð eitthvað um það
Ég sló hana algerlega út af laginu með því að brosa mínu blíðasta og segja að við gætum nú bara ekki allar litið alltaf eins flott út og hún, bað hana vel að lifa og fór heim... skellihlæjandi og hlæ ennþá
Það er svo gaman að það skuli vera til fólk sem tekst að skemmta manni alveg án þess að ætla sér það... bara dauðóvart
Njótið dagsins elskurnar mínar allar
Bloggar | 23.2.2009 | 09:16 (breytt kl. 11:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)











Bloggar | 22.2.2009 | 11:02 (breytt kl. 12:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Hvern virkan dag þarf ég í hús þar sem er lyfta... mér er ekki vel við lyftur en í þessu húsi þarf að fara niður í kjallara til að komast lykillaus inn í stigaganginn og ég má ekki vera að því... eða svo ég segi nú alveg satt þá er mér líka illa við stóra mannlausa kjallara í ókunnugum húsumÉg er eiginlega eins og hálfviti þegar ég fer í þessa lyftu...
Á meðan ég bíð eftir að hún komi, passa ég mig að standa hæfilega langt frá hurðinni ef einhver skyldi koma út, en ég er búin að koma þarna í marga mánuði og aldrei séð hræðu...
Ég sting alltaf hausnum inn fyrst... varlega, til að gá hvort það sé einhver þar, lyftukassinn er nefnilega þversum, snýr þannig að ég sé hann ekki allan þegar ég stend fyrir framan. Ég þarf upp á fjórðu hæð og allan tímann brestur og brakar og ískrar í öllu saman draslinu, hristist, hoppar og skoppar og hurðin opnast áður en hún stoppar á hæðinni
Og þegar hún loksins stoppar þá tekur hún svona eitt lokahopp, spes fyrir mig ábyggilega og ég held alltaf að hún sé að fara strax niður aftur svo ég hendist afskaplega lítið virðulega út í ofboði...
Nokkrum sinnum hef ég flýtt mér svo mikið að komast út úr þessum óskapnaði að ég hef ekki tekið eftir því að hún er alls ekki á réttri hæð... þá er eins og einhver hafi ýtt á takkann á viðkomandi hæð en það er aldrei neinn þar...
Svo þegar ég fer niður aftur þá endurtekur þetta sig, bara í öfugri röð og ég er alltaf fegin þegar ég kemst út á fyrstu hæðinni...
Eitt skiptið fór hún með mig niður í kjallarann... ég ýtti samt á takkann þar sem stendur 1...
Mér var nú ekki alveg sama svona rétt á meðan hurðin var að lokast aftur, en hún skreiddist með mig á rétta hæð og ég æddi í hendingskasti út úr húsinu
Ég er að segja ykkur það, ég er eins og hálfviti þegar ég þarf að hafa samskipti við þessa lyftu
Njótið dagsins elskurnar mínar allar
Bloggar | 21.2.2009 | 08:29 (breytt kl. 19:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)













Bloggar | 20.2.2009 | 07:47 (breytt kl. 08:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)














Bloggar | 19.2.2009 | 08:03 (breytt kl. 18:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Tók bara einn dag í sumarfrí í bili, er að reyna að vinna niður daga sem ég átti eftir síðan í fyrra... held ég eigi ennþá 10 daga eftirSat eiginlega bara mestmegnis og röflaði einhverja vitleysu, rétt eins og stjórnarandstaðan á okkar háa Alþingi...
En ég var í fríi... þau eru í vinnunni, svo ég má ætlast til þess af þeim að þau vinni vinnuna sína, en sitji ekki bara og bulli einhverja vitleysu alla daga... "Ég sagði þetta um daginn, það var ég sem samdi þetta, ég var á undan, þú ert að stela hugmyndinni minni..." kjaftæði sem engu skilar öðru en að álitið á þeim minnkar bara ennþá meira, ef það var þá hægt...
Gera og græja takk ! Sameinast í því að bjarga því sem bjargað verður, þegar það er búið þá má bulla út í eitt fyrir mér...
Annars ferlega góð inn í daginn bara
Farin að sjá vorið í hyllingum... það er búið að vera svona smá sýnishorn af því hér undanfarna daga, en nú á víst að kólna aftur...
En þar sem ég get ekki stjórnað því þá læt ég það ekki ergja mig, en ég verð nú samt að viðurkenna að þolinmæðin mín er að verða svolítið stutt í annan endann
En þetta keeemur... góðir hlutir geeerast hææægt og svo framvegis
Góður dagur framundan, verum góð hvort við annað, það skilar sér alltaf
Bloggar | 17.2.2009 | 07:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar