Í dag er ég í sumarfríi... allan daginn og alveg til klukkan 10 í fyrramálið ! Ég veit svei mér ekki hvað í ósköpunum ég á að gera af mér allan tímannJú jú, við þurfum til dæmis að fara og ganga frá afsalinu á Fjallakofanum, það dróst aðeins... af eðlilegum orsökum. Þá eigum við sko ekki lengur tvö hús, bara eitt og það dugar okkur alveg
Það er næstum því vorlegt úti, ef ég læt það vera að líta á dagatalið... það var 7 stiga hiti í gærkvöldi þegar ég var að koma heim úr vinnunni, bara æðislegt... meira svoleiðis takk ! Ég er búin að vera skráð á Fésbókina í ár eða meira og er líklega leiðinlegasti meðlimurinn... finn aldrei upp á neinu þar og nenni aldrei að taka þátt í neinu
Skil ekki þegar fólk er að tala/skrifa um að þetta taki upp allan þeirra tíma... jú jú, það er alveg hægt að sitja við tölvuna tímunum saman en elskurnar mínar, það er líka alveg hægt að standa upp frá henni, athugið það
Ætla ekki að hafa þetta lengra núna, má ekki vera að því... er í sumarfríi...
Ég óska ykkur dásamlegs dags og ennþá betri viku
Bloggar | 16.2.2009 | 08:14 (breytt kl. 08:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)









Bloggar | 15.2.2009 | 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
... alltafÍ minni vinnu er enginn samdráttur og engar uppsagnir, það á þvert á móti að fara að lengja vinnutímann í kvöldvinnunni minni... veit ekki alveg hvernig mér líst á það, en auðvitað hækka ég þá í launum, sem kemur sér vel með atvinnulausan sambýlismann
Hér fyrr í vetur var svolítill þrýstingur á okkur að flytja til Noregs, en ég tók þvera nei-ið á það... þurfti ekki að hugsa mig um einu sinni. Hver sem er má flytja hvert sem er, mér og mínum að meinalausu, ég fer ekki fet
Það kostar líka að lifa í öðrum löndum og atvinnuleysi er að aukast í Noregi eins og annarsstaðar. Paradís á jörð er ekki til nema í huga hvers og eins og hversdagslífið og allt strögglið fylgir manni alltaf, alveg sama hvaða tungumál þar er talað
Svo ég verð hér og reyni að gera það besta úr því sem ég hef, það verður auðvitað hver að liggja eins og hann hefur um sig búið
Ekki fer ég að hætta í vel launaðri vinnu eins og ástandið er núna, það væri bara heimska... ég veit hvað ég hef en ekki hvað ég fengi...
Við erum mjög vel stödd miðað við svo marga aðra, erum til dæmis ekki með myntkörfulán á húsinu okkar, af því að ég gat ekki með nokkru móti fattað almennilega hvernig það virkaði, svo ég neitaði að taka svoleiðis lán... segið svo að það geti ekki komið sér vel að vera hæfilega fattlaus...
Er að vinna 3- 21 í dag og á morgun og svo sumarfrí á mánudaginn... en bara á mánudaginn, ég er að reyna að vinna niður afganginn af sumarfríinu mínu síðan í fyrra
Góða helgi
Bloggar | 14.2.2009 | 08:07 (breytt kl. 11:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)











Bloggar | 13.2.2009 | 07:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)










Bloggar | 12.2.2009 | 08:01 (breytt kl. 08:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir mér er list eitthvað fallegt og skemmtilegt sem einhver býr til, fyrir augað, eyrað eða hugann. En "tónverk" sem er eingöngu þögn í 4 mínútur og 33 sekúndur... það er sé ég ekki sem list, það finnst mér vera ferlega góður brandariBandarískt tónskáld "samdi" það og líka annað verk, þar sem leikin er ein nóta á ári næstu 630 árin... hann hefur verið óborganlegur brandarakarl þessi maður... gengur líklega ekki vel að gefa það út á diski... ekki strax allavega
Og fólkið sem lætur telja sér trú um að þetta sé list... ég sé fyrir mér fullan sal af fólki... allir sitja andaktugir og hlusta á þögn í 4 mínútur og 33 sekúndur og borguðu sig inn til að fá að hlusta á þetta stórkostlega verk
Annars er auðvitað list að geta komið fólki til að hlægja, en ég er samt ekki alveg viss um að það hafi verið tilgangurinn með þessari list, þó ég voni það nú samt
Segið svo að það sé aldrei neitt skemmtilegt í fréttunum
Mér finnst þögn góð en ég mundi aldrei fara að borga mig einhversstaðar inn til að hlusta á hana...
Suma daga er þögnin þegar ég slekk á ryksugu, yndislegasta þögnin sem ég hlusta á... og það er ég sem fæ borgað fyrir að hlusta á hana
Ferlega góð inn í daginn og sit hérna í þögn sem er frumsamin af sjálfri mér og skemmti mér vel
Gangið glöð inn í góðan dag og njótið þagnarinnar... þegar hún gefst
Bloggar | 11.2.2009 | 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)











Bloggar | 10.2.2009 | 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)









Bloggar | 9.2.2009 | 07:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)











Bloggar | 8.2.2009 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
"Það er þér að kenna að ég er í vondu skapi..." Óneinei, vitlaust og hreint út sagt afskaplega vanhugsað... það er aldrei þér að kenna hvernig mér líður, þvert á móti... mín líðan er alfarið á mína eigin ábyrgð
Að vísu eru til undantekningar, eins og ef einhver stingur mig með hnífi eða eitthvað þessháttar, þá er það að sjálfsögðu árásarmanninum að kenna að ég finn til
En ég lifi í svo vernduðu umhverfi, að það er afskaplega lítil hætta á að ég verði fyrir þannig árásum og ég sé auðvitað sjálf um að skapa mér mitt eigið verndaða umhverfi. Eftir því sem ég best veit, þá lifi ég bara einu sinni og ég er ákveðin í að hafa gaman á meðan og láta mér líða vel og ég verð að sjá um það sjálf, það er nefnilega enginn annar til þess
Og eftir því sem mér líður betur, þess betur líður fólkinu mínu í kring um mig... rökrétt ? Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er ekkert að finna upp hjólið eða dósaopnarann eða neitt þess háttar, ég er búin að koma mér þessu upp á langri leið, bæði með og án hjálpar og leiðbeininga
Ég bara heyri svo allt of oft, að þetta og hitt sé öllu og öllum öðrum að kenna... og það frá fullorðnu fólki með heilann í sæmilegu lagi, fólki sem ætti auðvitað að vera búið að gera sér grein fyrir því að þannig er það alls ekki...
Það er miklu auðveldara fyrir mig að breyta mínum viðhorfum, heldur en að breyta einhverjum öðrum eða annarra viðhorfum og auðvitað vel ég auðveldari kostinn
Ef ég er í vondu skapi þá er það mér að kenna, ef mér leiðist þá er það mér að kenna, ef ég er óánægð með eitthvað/einhvern þá er það mér að kenna og svo framvegis og þá verð ég að breyta því og ég get það alveg. Af því að ég stjórna mínu skapi, það hefur nefnilega enginn fengið leyfi hjá mér til að ráða yfir mínum tilfinningum og fær aldrei, þeim ræð ég sjálf
Tilhugsunin um góða helgi og skemmtilega bloggvini, lætur mér til dæmis líða vel akkúrat núna og ég leyfi því alveg að hafa góð áhrif á mig
Eigið góða helgi elskurnar mínar allar, bæði þið sem nenntuð að lesa alla leið hingað og líka þið hin sem ekki nenntuð því...
Bloggar | 7.2.2009 | 09:15 (breytt kl. 09:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar