Ekki skjóta mig samt... ;-)

Það var ferlega gaman á samskiptanámskeiðinu í gær, ég sofnaði ekkert af því að ég stakk af áður en sjálfur fyrirlesturinn byrjaðiWhistling Svo ég náttulega útskrifaðist ekki og er því ekki með gilt próf í mannlegum samskiptum... sorry... vona það bitni ekki mikið á ykkurTounge Sá hlutinn sem ég sat þó, var skemmtilegur og minnti mig svolítið á hraðstefnumótin sem ég hef séð í bíómyndum. Við áttum að gera fullt af smáverkefnum og vera alltaf tvær saman, en máttum aldrei sitja hjá neinni sem við þekktum, svo við vorum alltaf að skipta um sæti. Kynntist þarna fullt af frábærum konum, ég gleymi aldrei andlitum, en þó það ætti að skjóta mig þá gæti ég ekki munað nöfnin... því miður...Crying Hef alltaf verið svona, það má kallast gott að ég skuli muna mitt eigið nafn, en ég kalla syni mína tvo svo oft nöfnum hvors annars. Þeir eru nú ekkert sérlega hressir með það, en ég hef bent þeim á að þeir  skuli þakka fyrir að ég kalla þá ekki nafni systur þeirraDevil Pabbi var svona líka, hann hefði nú samt alveg mátt skilja eitthvað annað eftir handa mér... Shocking Við vorum fjórar af sjö dætrum hans heima  og þegar hann ætlaði að kalla á eina, byrjaði hann að þylja upp flestöll nöfnin, áður en hann kom að því sem hann ætlaði að notaLoL Skjáumst elskurnarSmile Heart

Dagurinn í dag...

... er sá fyrsti af mörgum sem ég á eftir að lifa, svo ég ætla að vanda til hans eins vel og ég getWink Ekki vandasamt verk í rauninni, ég er einföld að allri gerð og geri ekkert svo rosalegar kröfur. Eitt af því sem ætti að hjálpa mér er, að ég er að fara á námskeið í mannlegum samskiptum... það er að vísu ekki sett á eingöngu fyrir mig, það verða fleiriGrin Þetta verður að mér skilst í formi fyrirlestrar og það form hefur mér alltaf fundist svolítið erfitt... ég á það til að dotta ef ég sit mjög lengi og hlusta bara...Blush Alveg sama hvað það er, sjónvarpið til dæmis hefur líka svona áhrif á mig... ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað... en það hefur samt ekkert með neinskonar dugnað að gera, ég get sagt ykkur að latara kvikindi fyrirfinnst ekki...Tounge Alveg ferlega góð inn í daginn og verð sjálfsagt bara vel úthvíld þegar ég kem heim klukkan 6 í dag, já og vonandi líka eitthvað aðeins liprari í mannlegum samskiptum...Whistling Sá ekki stefnuræðu nýja forsætisráðherrans okkar, löngu búin að fá leið á mali og vil bara fara að sjá eitthvað almennilegt gerastErrm Það er sagt að orð séu til alls fyrst og það getur vel verið en orðin ein og sér eru bara ekki nóg... ekki fyrir mig, ég sé verkin og met þau meira en orðin ein... Tek þegja og gera eitthvað framyfir tala og gera ekkertCool Og lýk nú þessu mali og fer að gera eitthvaðLoL Eigið góðan dag krúttin mín og munið brosin, þau virka svo assgoti velSmile Heart

Aðeins að velta fyrir mér...

... af hverju hurðin í Seðlabankanum var læst um þrjúleitið í gær... Var það svo bankastjórnin kæmist ekki út eða til þess að pósturinn kæmist ekki þangað inn með uppsagnarbréfin handa þeim ? Áframhaldandi raunveruleikaflótti og afneitun, ef þeir sjá það ekki, geta þeir látið eins og það sé ekki... ? Skil ekki alveg af hverju þeir eru ekki allir löngu búnir að segja af sér... getur verið að þar vanti einhverja smá auðmýkt ? Og til staðar sé aðeins of mikið af stórhættulegum hroka ? Það hefur ekki farið fram hjá neinum, nema þá kannski þeim sjálfum, að allir vilja þá burt... en eftir því sem ég kemst næst, þá eru þeir hvorki blindir né heyrnarlausir... ekki líkamlega ! Mörgum hefur dottið í hug að nefna hvort Davíð hafi eitthvað á Geir og þess vegna sé ekki löngu búið að skipta um Seðlabankastjóra. Það væri þá ekki nema eftir öðru... "Sko Geiri ef þú rekur mig, þá segi ég öllum að það varst þú sem settir teiknibóluna í kennarastólinn þegar við vorum 9 ára..." Eða..."þá segi ég öllum að þú svafst með bangsa, þangað til mamma þín tók hann af þér á fermingardaginn" ja eða kannski ... "þá hætti ég að vera vinur þinn og ég bara tek af þér Sjálfstæðisflokkinn og líka forsætisráðherrastólinn" ! Æi hvað veit ég svo sem... ég á ekkert að vera að hætta mér út í stjórnmálaskýringar... pólitískt viðrini eins og ég, það eru flestallir flinkari í því... en ég hef gaman af því að pæla í mannlegu eðli og helst gera grín af því ef ég mögulega get... Jákvæðni dagsins: Janúarmánuður leið án þess að mér leiddist nógu mikið til að fara að telja bílana sem keyra hérna fram hjá glugganum eða lesa símaskrána og febrúar getur bara orðið betri ! Eigið góðan dag elskurnar mínar allarGrin Heart  

Í dag er fyrsti virki vinnudagurinn...

... hjá nýrri ríkisstjórn og ég óska þeim öllum velfarnaðar í þeim störfum sem framundan eru, það er  nú ekkert smáræði sem þau þurfa að takast á við. Í dag er líka fyrsti virki dagurinn í febrúar 2009, hjá okkur öllum með nýja ríkisstjórn og ég óska okkur öllum til hamingju með þaðSmile Þá er þessu umræðuefni lokið... í bili...Wink Annars er allt gott hér, allir viðstaddir á jákvæðu nótunum, (lesist; ég, en veit ekki með köttinn) og ég ákvað áðan, að í stað þess að vera að ergja mig út í snjóinn, er ég   bara ánægð með að það skuli þó vera búið að finna upp snjóruðningstækiTounge Engin kvöldvinna þessa viku sem er ferlega gott, þó það sé fín vinna þá er nauðsynlegt að fá pásu af og til. Bara hálfgert slugs framundan í þessari vikuna, smá dagvinna og hugsanlega skipti ég um skít á gólfunum hérna. Það er að vísu meira svona frekar líklegt, vegna þess að blessuð sólin er farin að skína inn á gólf hérna sem er yndislegt, en þá sést bara miklu betur hvað konan sem hér býr hefur alls ekki verið dugleg með ryksuguna og skrúbbinn, sem er ekki alveg eins yndislegtWhistling En það lagast með hækkandi sól eða með því að nenna að taka fram ryksuguna... nema hvorutveggja séGrin Ég hef ekkert að segja sem nokkurt minnsta vit er í, svo ég hætti bara núna og óska ykkur góðs dags í hækkandi sólLoL Heart

Eru ekki allir kátir ?

Ég er þaðGrinBíð eftir nýrri ríkisstjórn svo ég geti farið að fá á tilfinninguna að eitthvað gott geti kannski farið að gerast hérna hjá okkur... getur varla versnað héðan af er það ?WounderingÞað er búið að snjóa þessi ósköp hérna í norðrinu, byrjaði með stæl í gærkvöldi... Hans hátign Lúkar heimilisköttur fór nú samt út um hádegi, okkur til mikillar furðu... hann hefur sömu skoðun á snjó og ég... algjör óþarfiToungeAnnars er hann loksins búinn að samþykkja húsið okkar sem heimili sitt eða kannski frekar slá eign sinni á það, sést á því að hann er farinn að sitja um að komast upp í sófann í stofunni og rúmið okkar... PinchÞað er harðbannað og hann er miskunnarlaust rekinn þaðan ef til hans séstDevilÉg er með alvarlegt, andlegt ofnæmi fyrir kattarhárum og finnst alveg nóg að þurfa að þrífa þau upp af gólfunum, ef ég þyrfti líka að fara að þrífa öll húsgögnin í tryllingi, liði ekki á löngu áður en ég yrði klepptækShockingAnnars ferlega góð inn í daginn og nýt þess að þurfa þó ekki í dagvinnuna, stimpla mig að vísu inn klukkan 3 og skrepp í eitt smá innlit og fer svo aftur af stað klukkan 5, ekkert málWink  Spúsi er orðinn svo flinkur í eldamennskunni að ég verð að fara að passa migGrinÉg er búin að fá hverja snilldarmáltíðin eftir aðra alla vikuna, en ég veit samt ekki hvernig hann ætlar að toppa djúpsteikta fiskinn sem hann bar fram í gærkvöldi, það er varla hægtJoyfulDraumurinn minn hefur alltaf verið að geta komið heim úr vinnu og sest beint að matarborðinu og sá draumur rætist alltaf aðra hverja viku núorðið og það er alger draumur get ég sagt ykkurLoLEigið góða helgi krúttin mínSmileHeart


Kannski... ég veit það ekki... ;-)

Það er hægt að gleðjast yfir svo mörgu og það þarf ekkert endilega að vera alltaf eitthvað stórt. Margt smátt gerir eitt stórt og það hlýtur óhjákvæmilega að gilda líka um gleði og hamingju... sem flestallir hljóta að vera að leita að í lífinu, meðvitað eða ekki. Það eru samt alltaf einhverjir sem eru  að bíða eftir hamingjunni... og svo kemur hún bara ekkert...GetLost Eðlilega, hamingja er ekki eitthvað ástand sem við komumst í á einhverjum sérstökum tímapunkti í lífinu og verðum svo bara þar, hún hlýtur að felast í hverju augnabliki fyrir sig... safnast upp smám saman og hjálpa okkur til að vera jákvæð og vongóð, en við verðum að kunna að grípa hana og halda í hanaSmile Ég er til dæmis alltaf  óvenju hamingjusöm annan hvern föstudagsmorgun og þá eingöngu af því að það er föstudagur... það er alltaf sá föstudagurinn sem ég er líka í kvöldvinnunni ! Og einn af þessum dásamlegu föstudögum er einmitt runninn uppWizard Spurning um að fara kannski að minnka við sig vinnu...Whistling   Nei þetta er fínt skal ég segja ykkur, alltaf eitthvað til að gleðjast yfir og ef ekki vill betur til þá kannski bara hlakka yfir einhverju... Devil Losnaði til dæmis við ekkialveguppáhaldsskjólstæðinginn minn á kvöldin, þær eru flottar hetjurnar sem tóku við honumKissing Svo er alveg að koma febrúar og þá fer að vakna hjá mér smá von um að það geti verið að einhvertímann komi kannski vor... og jafnvel þá bara sumar í kjölfarið... það er sko eitt gott við veturinn, hann er alltaf einhvertímann búinnGrin   Hef svolítið verið að velta fyrir mér þessu með að varðveita barnið í sér... mér finnst það vera að geta glaðst yfir litlu en ekki samt að láta eins og maður sé ennþá einhver unglingsbjálfi... ekki samt að reyna að móðga unglinga á neinn hátt, þeir eru yndislegt fólkInLove En hugmyndirnar sem þeir fá stundum eru nú ekki beinlínis til fyrirmyndar, ég veit það alveg ég var nefnilega einu sinni unglingur og blessaður bjálfi þó ég segi sjálf fráSideways Ég fæ alltaf einhvern svona kjánahroll þegar miðaldra menn fara að haga sér eins og þeir halda að unglingar geri og halda því svo fram, að það sé að varðveita barnið í sérShocking Það nefnilega gerir þá alls ekkert unga aftur heldur bara þvert á móti, þeir líta bara út fyrir að vera það sem þeir eru: kjánalegir miðaldra menn... ekki alveg uppáhaldið hjá þessari konu hérnaTounge Annars er ég ferlega góð inn í daginn og vona að þið séuð það líkaSmile Heart

Ha ?????

Einn af mínum yndislegri skjólstæðingum í kvöldvinnunni er maður um nírætt... hann er næstum því alveg blindur og heyrir afar illa, svo illa að það þarf næstum að öskra svo hann heyri... Það gekk svo mikið á að þegar ég var sem verst af kvefpestinni um daginn, þá talaði ég bara ekkert við hann... ég gat ekki haft nógu háttShocking Síðastliðið haust fór hann í heyrnarmælingu og pantaði sér heyrnartæki, hann sagði mér lengi vel að þau væru á leiðinni, en þegar leið á veturinn og aldrei komu nein heyrnartækin gleymdi ég þeim bara og hélt áfram að öskra á karlgreyið. Það gat verið svolítið vandræðalegt á næsta heimili á eftir hans, vegna þess að ég gleymdi oft að lækka í mér eftir hálftíma samræðuöskur hjá gamla og hélt áfram að öskra á fólk með fulla heyrnWhistling Í kvöld fór ég til hans eins og lög gera ráð fyrir og eins og venjulega var hann að leggja sig þegar ég kom, ég fór inn í herbergið til hans og öskraði: Sæll Jón minn, hvernig hefur þú það í dag ? Ég hef það bara ágætt, sagði hann. Þá öskraði ég hvort hann vildi ekki koma fram og borða aðeins. Jú takk sagði hann, ég er að koma fram vina. Viltu að ég leiði þig öskraði ég í hægra eyrað á honum... Neinei, ég rata  kannski bara sjálfur núna. Allt í lagi öskraði ég og fór fram. Hann átti nú eitthvað erfitt með að finna eldhúsborðið, svo ég tók undir handlegginn á honum og öskraði upp í vinstra eyrað á honum, að ég skyldi leiða hann að borðinu... Svo settist minn og ég færði honum matinn og öskraði á hann að gjöra svo vel, Jón minn. Settist á móti honum, til að bíða meðan hann borðaði og hann var alltaf að klóra sér í eyrunum, byrjaði ekkert að borða eins og hann var vanur... alltaf að fikta eitthvað í eyrunum á sér svo ég stóð upp og öskraði á hann hvort hann fyndi eitthvað til í eyrunum ? Þá sá ég þau... heyrnartækinBlush Karlgreyið hefur sjálfsagt verið að reyna að finna út hvernig ætti að slökkva á þeim... eða reyna að rífa þau út úr eyrunum áður en ég öskraði í burtu þó þessa litlu heyrn, sem hann átti eftir...Halo Jamm...Cool  

Ekki má ég nú bregða mér frá....

... þá verður allt vitlaustTounge Ríkisstjórnin fallin, það hlaut nú að koma að því... það er ekki endalaust hægt að drekka úr tómu glasi eða þannig...GetLost Frétti eftir heimildarmanni þó ekki mínum eigin, í forsætisráðuneytinu í gær að Jóhanna Sigurðardóttir yrði næsti forsætisráðherra. Ég var ferlega ánægð með það, en svo virðist það nú ekki vera... því miðurWoundering Ég mundi glöð vilja sjá hana taka til þarna, moka út og sótthreinsa... veitir ekki af og ég held hún yrði góð í því. Ein gamlan mín (lesist; gömul kona) sem ég heimsótti í gærkvöldi er ekki aaaalveg sammála mér um hana, það er nú ekki nóg að geta haft hátt og svo býr hún með konuAngry Þar með er hún víst óhæf til að gegna embætti forsætisráðherraLoL Ég er búin að vera í fréttabindindi núna lengi og liðið vel með því, en það fer samt barasta alls ekkert fram hjá mér þó ég sitji ekki yfir öllum fréttatímum og lesi ekki heldur allt sem skrifað erShocking Og þetta voru elskurnar mínar góðu fréttirnar... ekki alveg eins góðu fréttirnar eru þær, að einn sem aldrei var alveguppáhaldsskjólstæðingurinn minn í kvöldvinnunni og rak mig fyrir rest í fyrra, er  búinn að ráða mig aftur... og ég bað bara alls ekkert um það...Blush Karlgreyið er búinn að vera svo veikur og ég fékk að vita að hann væri mjög lasburða og svo lítill eitthvað að ég hugsaði með mér að auðvitað yrði þetta í lagi núna... Hann hlyti nú að hafa mildast og svartagallsrausið, sem alltaf  rann algerlega viðstöðulaust og mjög auðveldlega upp úr honum væri ábyggilega eitthvað í rénun. En Ninna mín, láttekkisvona... þú átt að vita það, að asni verður ekkert hestur þegar hann eldist, hann verður bara gamall asni... sá gamli tók tvíefldur á móti mér í gærkvöldiWhistling   Ææææ hvað ég átti erfitt með að hafa samúðina mína með mér þarna inni hjá honum, ég þurfti  hreinlega að beita hana ofbeldi til að vera þarna jafnlengi og ég...Crying En svo er á það að líta að ég bý ekki með honum og 20 mínúturnar sem ég eyði þarna eru ekki stór hluti af lífi mínu og ég er á góðu kaupi... vá, ferlega jákvæðDevil Og ég ætla að halda því áfram og vona að þið getið það líka... svona í aðalatriðum í það minnstaWink Eigið dásamlegan dag elskurnar mínarSmile Heart  

Hremmingar...

Áhugi minn á húsverkum hefur aldrei verið fyrir hendi... þetta eru verk sem ég vinn á heimilinu, sem ráðskona í sjálfboðavinnuCool Gerði auðvitað allt sem gera þurfti þegar börnin voru lítil og þegar ég hugsa til þeirrar duglegu ungu konu, efast ég stundum um að það hafi í rauninni verið égWoundering En nú er ég eiginlega skal ég bara segja ykkur, komin á svolítið hættulega braut... þori varla að segja frá því en : ég er farin að hafa gaman af húsverkum, eftir að við fluttum hingað í þetta hús... W00t Ég reyni af öllu afli að útrýma þessari mjög svo skelfilegu húsverkahamingju en ekkert gengur... ég blístra með borðtuskuna, tralla við skúringarnar, fíflast eins og sænski kokkurinn við matartilbúninginn og syng frumsamdar óperuaríur við kleinubaksturinn... ég veit ekki eins og hvað ég er eiginlega, þetta er agalegt og eins gott að enginn sér til mín...Shocking Ég læt afþurrkun og lagatil klikkun ganga fyrir  blogginu mínu og kleinubakstur og matartilbúningur kemur í veg fyrir að ég púsli ! Og mér sem finnst kleinur ekki einu sinni góðar...Sideways Ég er að reyna að hugga mig við að þetta gangi yfir, en er samt ekki farin að sjá það...Errm Kannski helgast þetta af því að sólin er að hækka á lofti og þar sem ég hef alltaf haldið því fram að ég gangi fyrir sólarrafhlöðum þó ég léti aldrei grípa mig dauða í sólbaði, hef ég veika von um að þetta gangi yfir þegar sólin er komin almennilega á loft, en það er bara svo assgoti langt þangað til...Blush Þið getið aldrei nema rétt ímyndað ykkur allar þær hremmingar sem ég geng í gegnum þessa dagana...Tounge Má ekki vera að þessu, feitin er að hitna í pottinum og ég er að fara að steikja kleinurnar sem ég bjó til áðan úr 2 kílóum af hveiti, nenni ekki af stað fyrir minna en þaðTounge Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar og verið góð hvort við annaðGrin Heart

Ég skil svo vel ...

... reiðina í fólki út af öllu þessu andskotans rugli sem hefur verið í gangi. Ekki nóg með að það fór allt fjandans til með bankahruni, heldur erum við ofan í kaupin með ríkisstjórn sem getur ekkert og kann ekkert, gerir allavega ekkert. Og vill bara fá að vera í friði... til að... hvað ? Ég held ég hafi sjaldan heyrt aumari málflutning en hjá okkar ástkæra eða þannig, forsætisráðherra í afneitun í sjónvarpinu... Æi ég man ekki hvort það var í gærkvöldi eða fyrrakvöld, hver haldið þið að geti munað hvenær enn eitt ruglið rann út úr honum... Sko ef það er kosið núna þá verður landið stjórnlaust í svona 6 til 8 vikur eftir kosningar... Einmitt það já... Og ? Er landið ekki hvort sem er stjórnlaust ? Ég er ekkert hrædd við stjórnlaust land eins og hann segir, ef ég get þá verið viss um að ég sé að bíða eftir að mynduð verði ríkisstjórn sem er líkleg til að gera eitthvað af viti fyrir fólkið í landinu. Svo er bara spurningin hvað á að kjósa... Ég hef aldrei verið hlynnt flokkakerfum, get ekki með góðu móti kosið bara einn flokk... það er sami rassinn undir þeim öllum þegar þeir komast til valda. En þó ég skilji reiðina í fólki, þá skil ég ekki samt alveg eins vel hvert reiðin beinist þessa dagana. Nú er lögreglan orðin það versta sem fólk þekkir... lögreglumenn eru að níðast á fólki alveg að tilefnislausu og allir sem verða fyrir gasinu og kylfunum í þessum látum öllum eru svo innilega saklausir... allt löggunni að kenna ? Já einmitt það já ?!? Sko það sem ég geri er aldrei öðrum að kenna, það er mér að kenna ! Auðvitað er einhver í lögguliðinu sem er verri en annar, en það er líka einhver verri en annar í mótmælendahópnum ! Hugsa börnin mín, hugsa... Skyldu mótmælafundirnir í borginni fara bara afskaplega friðsamlega fram ef ekki væri nein lögga á svæðinu ? Neeeeh... það held ég ekki... Lögreglumenn eru fólk sem er að vinna vinnuna sína og gera það sem þeim er sagt að gera... líkt og bankastarfsmenn á gólfi, þá eiga þeir ekki sök á ástandinu í þjóðfélaginu í dag. Þeir eiga að reyna að koma í veg fyrir að allt fari í tóma vitleysu og stórslys, hugsið ykkur bara ef þeir kæmu bara alls ekki á mótmælafundina... Hvað gerist þá ? Það er reynt að kveikja í húsum til dæmis... á að láta það þá bara vera ? Ég styð hávaðann, mér finnst það frábær hugmynd, en svo nýlenduvörurnar sem fólk er að bruðla með... ég mundi ekki tíma að eyða mínu litlu peningum svona, ég mundi frekar nota lauk... hann er illa lyktandi, mér finnst hann vondur og svo er hann líka ódýrari en egg til dæmis ! Eigum góðan dag og gleymum ekki að hugsa svolítið rökréttWink Heart  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband