










Bloggar | 20.1.2009 | 08:02 (breytt kl. 08:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Við fórum í gær að versla á Glerártorgi, sonardóttir mín hún Linda Björg þriggja ára og ég. Hún er skýr og skemmtileg stelpa og alltaf meira og meira gaman að fara með henni eitthvað. Börn eru dásamleg, en einhvernvegin á ég nú alltaf auðveldara með að umgangast þau þegar þau eru farin að tala, ég er alls ekkert flink að lesa í skælurVið fórum meðal annars í Tiger og þegar ég fór að skoða þar lesgleraugu, með gleraugu á nefinu þá fór hún að hlægja: Amma mín, af hverju þú að skoða gleraugu, þú á gleraugu...
Já ég þarf að fá mér fleiri og líka handa afa, hann týnir stundum sínum. Hún tók þetta gott og gilt, en þegar við fórum svo fram hjá leikfangaverslun þar sem við sáum meðal annars stórt hlið búið til úr blöðrum, kom skeifa á fallega andlitið hennar og hún sagði: Ég sarr að fá fleiri blörrur... Nú af hverju spyr ég... Hann pabbi minn sprengdi blörruna mína... Og af hverju á ég að kaupa handa þér blöðru, þegar það var pabbi þinn sem sprengdi þína ? Hún horfði á mig smástund og sagði svo: "Þú mamman hans pabba míns"
Ég þarf sjálfsagt ekkert að taka það fram að ég fór með þennan yndislega litla rökfræðing inn í búðina og keypti handa henni poka fullan af blöðrum
Ætla nú samt ekki að hafa það sem reglu, pabbi hennar er ráðsettur maður, giftur til margra ára og bráðum tveggja barna faðir og það sem hann skemmir á hann að bæta sjálfur, hann er löngu kominn úr ábyrgð
En á meðan það er ekki eitthvað stærra og dýrara sem hann sonur minn skemmir fyrir blessuðu barninu, þá læt ég það vera
Og eins og ég segi alltaf þegar ég er að láta eftir henni: Ég er amman, ég má það
Eigið dásamlegan dag elskurnar
Pé ess: Ég setti inn myndir af eldhúsgluggunum mínum, allir kapparnir komnir upp og allir eins
Bloggar | 18.1.2009 | 09:30 (breytt kl. 10:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Útigangsfólk er þekkt fyrir að reyna að koma sér fyrir í yfirgefnu húsnæði, þar sem það getur fengið að vera í friði... leiðréttið mig endilega ef ég er að fara með einhverja vitleysu. Einhver vinnuskúr á yfirgefinni byggingarlóð í Borg Óttans varð fyrir valinu og íbúar þar í kring kvörtuðu... svo sem ekkert um það að segja, sjálfsagt ekkert notalegt sambýli...Yfirverkfræðingur hjá byggingarfulltrúa í þessari sömu borg var að tjá sig um málið og kallar útigangsfólkið meindýr... Djöfull finnst mér það kuldalega til orða tekið um fólk... og þá sérstaklega ógæfufólk, sem útigangsfólk hlýtur að vera. Það fer varla nokkur manneskja sem lífið leikur við, út og fer að búa á götunni bara svona að gamni sínu. Ég hef samúð með útigangsfólki, það hefur þessi blessaður verkfræðings... ætlaði að skrifa tittur en hætti við... greinilega ekki
Fyrir jólin í fyrra var sett upp risastórt, lýsandi hjarta hérna yfir í Vaðlaheiðinni og fyrst núna sé ég það út um glugga á húsinu mínu. Ég held samt ekkert að það hafi verið fært til, ég horfi greinilega ekkert mikið út um þennan glugga, hann snýr nefnilega bara að næsta húsiEn ef ég fer svo og horfi aðeins fyrir ofan þakið á næsta húsi, sem mér hefur einhvernvegin ekki dottið í hug fyrr en í morgun, þá sé ég hjartað mjög vel. Gott að sjá það þarna án þess að þurfa að fara út að keyra, minnir mig á allt það fallega og góða sem er vissulega til í lífinu og í veröldinni
Í dag er ljúfur laugardagur og líka dagurinn sem nýju eldhúsgardínurnar mínar komast loks fyrir glugganaÉg hneykslaði fullorðna konu þegar ég var að lýsa því fyrir henni að ég væri hálfnuð... rauður efri kappi og litlaus neðri kappi fyrir öðrum glugganum og svo öfugt fyrir hinum. "Gevööð, ég ætla að vona að gluggarnir þínir snúi ekki út að götunni, svona mundi ég aldrei gera, þó svo ég byggi í sveit og gluggarnir sneru til fjalls" ! Jæja, mikið er nú gott að við erum ekki öll eins
Eigið góðan dag þið öll þarna úti
Bloggar | 17.1.2009 | 08:24 (breytt kl. 08:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)












Bloggar | 15.1.2009 | 07:22 (breytt 16.1.2009 kl. 19:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Það er gott að geta hlegið og beinlínis bráðandskoti nauðsynlegt... við hættum nefnilega ekki að hlægja af því að við verðum gömul... við verðum gömul af því að við hættum að hlægjaÉg var að lesa frétt um stúlkutetur í USA sem virðist hafa það eitt fyrir stafni að eyða peningum og forðast ljósmyndara... fyrirsögnin var eitthvað á þá leið að hún hefði keypt sér bíl í stíl við fötin sín...
Jahérnahér, annað hvort eru þeir sem velja fréttirnar til að birta í íslenskum fjölmiðlum, svona miklir húmoristar eða ég kann ekki gott að meta...
Ég las alla fréttina... og fór svo bara að hlægja
Og ferlega góð inn í daginn, þó svo að ég þurfi að mæta núna klukkan 8 á starfsmannafund, en verð þá bara búin fyrr og hef svakalega langa pásu þangað til ég fer í kvöldsnattið. Þessa pásu ætla ég að nota til að sauma ný eldhúsgluggatjöld... enn og aftur
Tjöldin sem ég átti og setti upp í staðinn fyrir mín flottu jólarauðu eru svo litlaus og flöt og beinlínis hættulega niðurdrepandi... og hlupu auk þess í þvotti
Og af því að ég læt ekkert komast upp með að draga mig niður, ef ég get með einhverju móti komið í veg fyrir það, þá fór ég og keypti mér rautt efni í þriðju eldhúsgluggatjöldin á innan við ári
Núna ætla ég að fá mér fleiri köff og fer svo trúlega út og kaupi mér brjálæðislega skræpóttan bíl, í stíl við brjálæðislega skræpótta trefilinn minn... en líklega verð ég að skrifa um það sjálf, ég held ég eigi ekki nógu mikið af peningum til að teljast gilt fréttaefni... eða eitthvað í þá áttina
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og takið eftir því að sólin er farin að sýna sig
Bloggar | 14.1.2009 | 06:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)











Bloggar | 12.1.2009 | 08:14 (breytt 13.1.2009 kl. 16:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)









Bloggar | 11.1.2009 | 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)












Bloggar | 10.1.2009 | 06:55 (breytt kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)










Bloggar | 8.1.2009 | 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)


Bloggar | 6.1.2009 | 07:27 (breytt 7.1.2009 kl. 06:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar