Á skíðum með snuð :-)

Yngsta barnabarnið okkar er hún Linda Björg, þriggja ára síðan í september. Tengdadóttir mín og þá mamma Lindu eins og gefur að skilja, er frá Sviss og þar á hún alla sína fjölskyldu. Hún og sonur minn hafa verið dugleg að fara með þá stuttu út til oma og opa alveg frá því hún fæddist. Núna þriðju jólin í röð fengum við meðal annars frá þeim dagatal, með myndum af þessari litlu stúlku. Það eru myndir af henni að veiða á stöng úti í á með pabba sínum, hún er á ítalskri baðströnd og fleira mætti telja, en uppáhaldsmyndin mín af henni er þar sem hún er tveggja og hálfs árs, ferlega kúl á skíðum í Svissnesku Ölpunum, með snuðInLove Ég er nú að vísu bara 48 árum eldri en hún, en hún hefur samt farið, ég veit ekki hvað oftar til útlanda en ég og líka til fleiri landa... spurning um að herða sigTounge Þessi yndislega prinsessa eignast svo lítið systkini með vorinu og þegar hún fékk að sjá fyrstu sónarmyndina, skoðaði hún hana vel og vandlega, sneri henni á alla kanta, brosti svo og sagði: "Já kisi, gaman"Grin Ég er ekki að vinna á kvöldin þessa viku, svo ég ætla að fara og kíkja á þessar yndislegu mæðgur eftir vinnu í dag og fæ þá eflaust efni í fleiri sögurKissing Eigið góðan dag og ennþá betri vinnuviku elskurnar mínar allarSmile Heart  

Getur virkilega verið...

... að öl sé innri maður, eins og svo margir vilja halda fram ? Hef oft pælt í því hvort þessi gamla fullyrðing sé ekki svolítið vanhugsuð...Wink Ég trúði þessu sem barn og unglingur og var beinlínis hrædd við fólk sem var með vesen þegar það var drukkið, þó það væri vænsta fólk edrúTounge Ef þetta er tekið alveg bókstaflega, þannig að innri maður fólks kemur fyrst í ljós þegar það hefur drukkið áfengi, þá líklega í óhófi, þá þýðir það að í raun eru stórir hópar fólks ofbeldisfólk, óheiðarlegt, þrasgjarnt, sóðalegt, hávaðasamt og svo náttulega síðast en ekki síst hundleiðinlegt. Og allt þetta er svo í felum þangað til það kemst í snertingu við áfengi... getur það staðist ?Woundering Þarf svo sem ekkert að spyrja í rauninni, geri mér alveg grein fyrir því að áfengi ruglar besta fólk í ríminu... enda eitur og ekki eðlilegt fyrir systemiðGetLost Bara svona pæling í staðinn fyrir messu...Joyful Annars ferlega góð inn í daginn. Lífið leikur við mig á nýja árinu, ok bara fjórði dagurinn en samt... LoL Svona fyrir utan frekar sjaldgæft kvef, ekki eins og í sjaldgæf tegund af kvefi, heldur sjaldgæft að ég fái kvef, auman ökkla og svarta stórutá. Kvöldvinnuvikan, sem byrjaði á síðasta ári, er búin í kvöld við töluverðan fögnuð viðstaddra í eintöluGrin Veðrið gæti ekki verið betra miðað við árstíma og ég er alveg að verða tilbúin að taka niður jólaskrautið, nema eitt hvítt ljósatré sem ég ætla alltaf að hafa kveikt áInLove Svo er ég komin í næstsíðasta kaflann á kjötlopapeysunni sem fékk langt frí um jólin, er að klára seinni ermina og fer vonandi langt með restina í dag, eiginlega kominn tími á að fara að senda bóndanum þetta í staðinn fyrir kjötið, sem hann sendi okkur, í fyrrahaust...Whistling Eigið yndislegan sunnudag elskurnar mínar allar og munið að hól virkar best ef það er sagt upphátt, ekki nóg að hugsa það bara með sjálfum sérSmile Heart  

Af næstum því hremmingum... ;-)

Fyrsta dagvinnan á nýja árinu í gær og svo er ég komin í helgarfrí, svona á þetta sko að veraWink   Nýjársdagur fór í að skrifa vinnuskýrslur og vinna pínulítið um kvöldið og í gærmorgun fór ég með skýrslurnar til verkstjórans míns. Hún var að raða okkur niður upp á nýtt, við erum komnar með nýtt hverfi á daginn og þarna var ég næstum því lent í fyrstu hremmingum ársins... en það slapp fyrir horn...Grin Í þessu nýja hverfi býr meðal annars eini sanni allsekkiuppáhaldsskjólstæðingurinn minn úr kvöldvinnunni, sá sem rak mig fyrir rest af því að ég neitaði að koma til hans á morgnana og í hádeginu... aldrei verið rekin áður, en alveg hreint svakalega ánægð með þaðTounge Þessi skelfilega hremmingarógn stóð yfir í um það bil mínútu... rétt á meðan verkstjórinn minn var að hugsa upphátt um það, hvort hún ætti kannski bara að senda mig til þessarar mannfígúru... en þegar hún leit upp og sá framan í mig, skipti hún allsnarlega um skoðunWhistling Þetta er skynsöm kona, sem skilur fyrr en skellur í tönnum, þarna í mínu tilfelli vígtönnum... og líklega með almannahagsmuni og eitthvað svoleiðis í huga, steinhætti hún við og spurði hvort ég héldi ekki að væri í lagi að senda hana X til hansHalo Mér finnst gaman að finna góðar, jákvæðar og helst líka broslegar hliðar á sem flestu, það er miklu auðveldara og skemmtilegra að lifa svoleiðis, en sama hvað ég reyni þá tekst mér bara ekki að finna neina góða né jákvæða hlið á þessum manngarmiBlush Af öllu fólki sem ég hef kynnst um ævina, þá er hann sá eini sem ég get sagt um að sé ekki góð manneskja og þá er ég alveg yfirgengilega kurteis...Shocking Og ég fer ekki fet til hans, það er ekki óhætt... Cool Jæja elskurnar mínar allar, eigið góðan og gleðilegan þriðja dag ársins og munið brosinSmile Heart  

Þetta var gaman !

Mér finnst alltaf Gamlárskvöld skemmtilega afslappað... fyrir mig allavegaKissing Ég var að vinna í gærkvöldi og fór ekkert í nein fín föt... bara í gallabuxur og peysu...Wink Kíkti á nokkra skjólstæðinga sem hafa engan annan en vitleysinginn mig til að stóla á á svona kvöldum, gerðum bara gaman úr þvíTounge Ekkert matarboð hér eða fínheit neitt, bara góður matur sem spúsi eldaði handa okkur, örlítið af nettu sjónvarpsglápi og leti, það var máliðSmile Það var frábær upplifun að vera hérna í miðjum bænum... við vorum í stúku ! Flugeldarnir þutu upp allt um kring og ljósadýrðin hreint æðisleg og hávaðinn þvílíkur að við þurftum að arga til að tala saman, hættum nú samt alveg að arga eftir að við komum inn og lokuðum á eftir okkur útihurðinni skoGrin Kisi greyið var skíthræddur, enda alinn upp fjarri öllum látum lengst uppi í fjalli og hefur aldrei áður orðið fyrir svona árásum, sem að sjálfsögðu var beint prívat að hans virðulegu persónuW00t Hann fékk að vera á langeftirsóknarverðasta staðnum í húsinu að hans mati, á meðan á þessum árásum stóð, bak við svefnsófann í gestaherberginuTounge Hann hætti sér svo alveg út í morgun, svo ég geri ekki ráð fyrir því að hann hafi skaddast neitt alvarlega af þessuLoL Eigið góðan og gleðilegan fyrsta dag ársins 2009Smile Heart

Jæja...

... þá er komið að því... þetta ár líka að verða búið. Ef það væri eins auðvelt að breyta ástandinu í þjófélaginu eins og að breyta ártalinu, þá væri ég ferlega sátt... En nýtt ár byrjar aldrei á núlli, það byrjar nú yfirleitt bara á timburmönnum, allavega hjá mjög mörgum sem ég þekki. Það má líka segja að mest öll íslenska þjóðin sé að upplifa gríðarlega timburmenn, eftir þetta rokna fjármálafyllerí á gamla árinu og þeir timburmenn takmarkast því miður ekkert bara við nýjársmorgun... Þetta ár hefur verið gott fyrir mig, eins og öll mín ár eiginlega... skrattinn sér um sína ! Svooolítið einkennst af mikilli vinnu... ekkert nýtt svo sem, en aðalvinnan lá nú samt í að gera upp nýja/gamla húsið okkar. Við fluttum sem sé til byggða í apríl í yndislegt hús, stórt, hlýtt, bjart og líka svo miðsvæðis. Sundlaugin er til dæmis alveg í göngufæri, voða notalegt... að vísu fer ég aldrei í sund, en það er allt annað mál. Heppnin elti okkur eins og alltaf, við seldum gistiheimilið okkar alveg á réttum tíma og eftirsjáin eftir því er algerlega á núlli... keyptum þetta hús alveg á réttum tíma líka og af því að ég er svo fattlaus og líka fjandanum þrjóskari, þá tókum við ekkert myntkörfulán fyrir því. Ég fer alltaf í einhverskonar "blackout" þegar tölur og þannig er annars vegar og myntkörfulán er eitt af því sem ég fatta ekki alveg hvernig virkar, það vantar fávitaleiðbeiningarnar... Það getur stundum komið sér vel að vera svo fattlaus, að maður fattar ekki hvað maður er vitlaus... Ætla að þrífa aðeins hér í dag, sýnir hvað mér líður vel í þessu húsi, að ég elska að hafa það hreint og snyrtilegt og svo ætla ég líka að klára fyrri ermina á lopapeysunni, sem ég er að prjóna í skiptum fyrir kjöt og svo þarf ég að vinna aðeins í kvöld. Það eru alltaf einhverjir einstæðingar í veröldinni og ég er svo heppin að fá tækifæri til að halda nokkrum þeirra félagsskap í kvöld, ég reyni að finna eitthvað sem þeim þykir varið í, til að færa þeim og svo spjöllum við bara. Nú ætla ég ekki að hafa þetta lengra, annars verðið þið langt fram á næsta ár að lesa, alveg möguleiki að þið viljið koma einhverju fleiru í verk... Takk fyrir migHeart

Vöðvar og limósín...

Það var stórvirk vinnuvél hérna í götunni í gær... þegar ég lít á dagatalið væri eðlilegt að það hefði verið snjómoksturstæki, en það var götusóparinn ! Sjö stiga hiti og rigning í dag, daginn fyrir gamlársdag... bara flottGrin Tölvugúrúinn minn svarar ekki í símann þessa dagana, svo ég tók bara slatta af þolinmæði að láni og læt eins og ég hafi yfir að ráða öllum tímanum í veröldinni, enda í sumarfríi til klukkan 5 á daginn og held áfram að skrölta með þetta tölvugrey, alveg út áriðCool Það þarf nú kannski ekki mikla þolinmæði í það samt... Wink Við kaupum ekki flugelda á þessu heimili, það er svona bland í poka, bæði níska og leti... enda fyrir krakkana gert í gamla daga en núna erum við bara með köttinn og hann hefur nú enn sem komið er, bara alls ekkert farið fram á að fá neina flugeldaTounge Mér finnst allt í lagi að fólk kaupi flugelda og skjóti þeim upp um áramót, en að gera eins og sumir, eyða tugum og hundruðum þúsunda í bara það...Woundering Stundargleði sem skilur ekkert eftir sig annað en tómt veski og fullt af rusli og drasli út um allt... Minnir mig svolítið á þá sem halda að það sé toppurinn á tilverunni að keyra um í limósínu...GetLost Ég er búin að vera með kvefið frá spúsa núna í nokkra daga og hósta svo mikið að ég er með strengi í maganum... sem er gott, af því að það er bara hægt að fá strengi í vöðva og ég veit þá að þeir eru þarnaLoL Núna er allt í einu allt í lagi með alla broskarlana og allt í þessu fína...Shocking Ok þá nota ég slatta af þeim um leið og ég óska ykkur góðs næstsíðasta dags ársins 2008Smile Heart Kissing Wizard  (ok Ninna mín ekki missa sig alveg...Whistling )

Þolinmæði... strax !

Það gerist allt svo hægt í tölvunni minni þessa dagana að ég á erfitt með að halda þolinmæðinni, ég er hrædd um að tölvugúrúinn minn fái símtal á eftir...*urr* Og af því að ég er ein af þeim sem hef  bara alls enga samúð með tækjum sem virka ekki eins og þau eiga að gera, þá slekk ég bara á henni á eftir og les Fréttablaðið á pappír, sem ég geri annars aldrei*blikk*. Ég kem svo ekkert hérna inn aftur fyrr en ég er búin að láta laga þetta leiðindadót eða fá mér nýtt. Ef ég ætla að setja broskarl þá tekur það upp undir 3 mínútur og þó ég sé í sumarfríi í dag, hálfan morgundaginn og fyrir hádegi á gamlársdag, þá finnst mér samt ég ekki hafa tíma til að bíða eftir þeim... ég þarf stundum að nota fleiri en einn *glott*. Annars ferlega góð og læt þetta ekki eyðileggja neitt fyrir mér, það er ekki þess virði ! Ég er nokkuð með það á hreinu að það er mánudagur, ég er komin með kvöldvinnudótið í hendurnar, símann og lyklana og dunda mér við það næstu 7 kvöld að heimsækja fólk, á kaupi... Þetta er ekki svo mikið svona yfir hátíðina, margir í mat hjá ættingjum eða með fólkið sitt hjá sér og þá er ekki þörf fyrir þessa þjónustu á meðan. En svo eru líka til algjörir einstæðingar og við höfum þá bara meiri tíma til að sinna þeim. Gangið glöð inn í góðan dag elskurnar og ég vona að ég "skjái" ykkur áður en gamla árið er alveg liðið undir lok *bros* og  *hjarta* eins og alltaf !   

Er að elda...

... læri og það barasta fyrir hádegiW00tÞað geri ég náttulega bara undir sérstökum kringumstæðum og þær eru núnaWinkElsti sonur spúsa, konan hans og tvö börn eru á leið austan af fjörðum, suður á land og stoppa hér í leiðinni, það verður yndislegt að fá þau aðeins í heimsóknInLoveStrax og ég byrjaði að búa, fyrir um það bil hundrað árum síðan, neitaði ég alfarið að fara á fætur löngu fyrir hádegi um helgar, meðan allir aðrir sváfu á sitt græna og elda einhverjar stórsteikur, sem voru svo tilbúnar á borðinu þegar liðinu datt í hug að drattast á fæturGetLostÉg var ekki, er ekki og verð aldrei, einhver vinnukona á mínu eigin heimiliCoolSunnudagssteikin hefur alltaf verið á laugardagskvöldi hjá mér og verður það, þangað til einhverjum öðrum en mér, dettur í hug að æsa sig upp eldsnemma og fara að setja upp læri eða eitthvaðToungeFyrrverandi hefði frekar lagt á sig löng ferðalög til að fá að borða í hádeginu á sunnudögum, í stað þess að fara sjálfur á fætur til að eldaWhistlingNúverandi mundi æða á fætur um miðja nótt og grilla  naut úti í stórhríð, ef ég bæði hann um það, en það geri ég auðvitað aldreiGrinAnnars ferlega góð inn í daginn krakkar mínir og vona að þið séuð það líkaLoLEigið nú góðan dag og gangið hægt um gleðinnar dyr, þannig njótum við hennar beturSmileHeart  


Annar í jólum...

... og ég held það sé föstudagur...WinkHér höfum við það eins gott og hægt er og aðeins betra held ég bara... ef það er hægtJoyfulSpúsi er eitthvað skárri af flensunni og kötturinn alsæll með að geta loksins fengið að sofa aftur á uppáhaldsstaðnum sínum... undir jólatrénu...GrinÞeir voru báðir á uppáhaldsstöðunum sínum þegar ég fór að sofa í gærkvöldi, annar í sófanum og hinn undir trénu, en þegar ég kom fram í morgun sá ég annar þeirra er alls ekkert í húsinu... þá er ég auðvitað að tala um köttinn kjánarnir ykkarToungeHann er svo dannaður, ja eða eitthvað... að hann gerir ekkert stykkin sín á okkar lóð... hann fer yfir á næstu lóð og grefur þar penar holur í kringum trén... nema þegar það er snjór úti, þá hef ég hann sterklega grunaðan um að fara ekki mikið lengra en að ruslatunnunni okkar...GetLostDatt í hug í morgun að bílarnir okkar hafa ekkert verið hreyfðir öll jólin, en sá svo að það er nú ekki nema einn og hálfur dagur, tímaskynið mitt eitthvað brenglað í allri vellíðaninniLoLVið fengum góða gesti í gær, fyrir utan afkomendur mína... átta manna fjölskylda yngstu systur minnar datt inn úr dyrunum. Þau búa á Fáskrúðsfirði, fluttu þangað frá Svíþjóð í sumar, en eru hér um jólin til að vera með mömmuKissingNúna ætla ég að fara að prjóna aftur, datt úr þeim gír um miðjan desember, ekki það að ég væri á fullu kani að undirbúa jólin... það var nú eiginlega bara af því baraLoLHafið það ofsalega gott í dagSmileHeart


Lítil jólasaga :-)

Það var desember og dóttir mín þá 5 ára, hafði hænt að sér kind í fjárhúsunum hjá afa Góa, með því að gefa henni grasköggla. Hún kallaði kindina Graskögglu og var svolítið að suða í afa sínum um að mega eiga hana alveg sjálf, en afi fór bara undan í flæmingi og gaf ekkert út á þaðWounderingSvo rann upp aðfangadagskvöld og mín stelpa tók fyrst utan af jólapakkanum frá afa Góa... Það var lítill baukur með Mackintosh og kort og af því að hún var farin að lesa töluvert sjálf, stautaði hún sig fram úr því sem afi hafði skrifað... og fór svo að grátaW00tÞegar við spurðum af hverju í ósköpunum hún væri að gráta yfir jólagjöfinni frá afa sínum sagði hún, ferlega sorgmædd: "Afi minn... snökt... hann gaf mér bauk með graskögglum í"CryingÉg tók kortið og fór að lesa... fyrir utan jólaóskir stóð orðrétt: Jólagjöfin til þín frá afa Góa, er ærin Grasköggla !WinkÞetta var skrifað með skrifstöfum sem mín var nú ekki alveg útlærð í, nema nafnið á kindinni, það var skrifað með prentstöfum og hún náði því...LoLHún tók gleði sína fljótt aftur þegar við útskýrðum málið og fórum að lýsa því fyrir henni hvað afi hefði átt í miklum erfiðleikum með að pakka kindinni inn í jólapappír... svo hann gafst bara upp og sendi henni nammi og kort í staðinn og ærin Grasköggla væri núna hennar eigin kind, staðsett úti í fjárhúsum... og yrði þarGrin

Hér er yndisleg ró yfir öllu... jóladagurinn er eiginlega svona dagurinn minn, allur æsingur búinn og allir saddir og sáttirInLove Við fengum eins og venjulega, heljarinnar hrúgu af yndislegum jólagjöfum frá dásamlegu fólki og jólakveðjur héðan og þaðanKissingÍ kvöld koma svo synir mínir, tengdadóttir og barnabarn í mat til okkar og dagurinn minn fer í að taka til mat í rólegheitum, skipta út gömlum kertum fyrir ný og hlakka til að sjá þau öllJoyfulÉg vona að ykkur öllum líði eins vel og mér og óska ykkur alls góðs inn í jóladaginnSmileHeartJoyful 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband