








Bloggar | 24.12.2008 | 06:52 (breytt kl. 06:54) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ég er búin að fá jólagjöf frá spúsa mínum, hann gaf mér hlýjan mokkajakka í gær, yndislega flík sem ég valdi sjálf, en það er bæði tíma og vesensparnaður fyrir hann og gaman að fara með honum í fataverslunÉg fer í vinnuna í dag, þó ég þyrfti að skríða, sem ég þarf ekki... það er samt ekkert til að hælast yfir... fólkið mitt sem ég fer til, á við stærri og erfiðari vandamál að glíma en einn snúinn fótræfil svo ekki er mér vorkunn
Ung ólétt vinkona mín hringdi í mig í gær, röddin í henni var svo skrítin að ég fékk í magann... alvarleg og róleg og ég þorði ekki að spyrja... hún hló að mér skömmin og var bara að hringja til að segja mér að hún var búin að eignast litla stúlku
Tveim vikum fyrir tímann að vísu en allt í lagi samt, fyrir rest
Hún trúði mér fyrir litlu leyndarmáli, ég fékk að vita hvað sú stutta heitir... það er yndislega fallegt nafn og vel geymt hjá mér þangað til þau ákveða sjálf að gera það opinbert
Held þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem ég ramba á að segja rétt til um stelpu eða strák... ég sagði að þetta yrði stelpa, en það var nú bara vegna þess að hún á tvo stráka fyrir, svo það er ekki nokkurt mark takandi á mér í þeim málum
Ég er búin að gera allt fyrir jólin... í þessu allt er einungis það sem ég ætlaði mér að gera, ekki það sem einhverjar gamlar venjur segja að ég eigi að gera... húsið er hreint og þrifalegt og svolítið jólalegt líka og jólagjafirnar handa fólkinu mínu komnar úr óljósum hugmyndum, í áþreifanlegan veruleika
Eigið góðan Þorláksmessudag að vetri, elskurnar mínar allar og hafið það gott í jólahlákunni
Bloggar | 23.12.2008 | 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)











Bloggar | 22.12.2008 | 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)














Bloggar | 21.12.2008 | 16:00 (breytt kl. 16:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)









Bloggar | 20.12.2008 | 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
... að eiga minnsta kosti eitt par af hækjum ! Þetta sagði afgreiðslumaður við mig fyrir 2 árum síðan þegar ég var að fara í aðgerð á fæti og ætlaði að leigja hjá honum hækjur í nokkrar vikur. Það var mörgum sinnum ódýrara að kaupa þær en leigja, svo ég sló til. Síðan hef ég gert mikið grín að þessari yfirlýsingu hans, með hækjurnar kyrfilega geymdar upp á háalofti, en ekki lengur...Ég virkilega þurfti á þessum andsk... verkfærum að halda í gær, annars hefði ég einfaldlega fengið rasssæri og það er ekki baun eftirsóknarvert
Ég var fjarskalega þolinmóð með þessar græjur alveg fyrsta hálftímann í gærmorgun, en upp úr því fór nú gamanið að kárna... það var alveg sama hvar ég stoppaði, þetta fjandans drasl datt alltaf á gólfið og fann sér oftast ástæðu til að skoppa nógu langt frá mér svo ég þurfti virkilega að hafa fyrir því að ná þeim aftur...
Löngu fyrir hádegi voru hækjurnar orðnar mínir verstu óvinir og ég var næstum því hætt að finna til í fótunum... ég fann miklu meira til í skapinu
Allt tók minnst korter, þetta var að verða staðlað, rétt eins og hálftímarnir á slysó...
En upp úr kvöldmat í gærkvöldi settumst við á rökstóla hækjurnar og ég og útkoman varð uppsögn... ég er sem sagt búin að reka þær og ætla að bjarga mér án þeirra, með hjálp veggja, borða og stóla... eða fá þá bara rasssæri í versta falli... hetjulega mælt
Hljómar þetta nokkuð eins og ég sé hálfklikkuð ? Jú reyndar, en það er varla nema von, búin að vera heima alveg heilan dag
Annars góð og hreint afskaplega þolinmóð
Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og ekki jólast yfir ykkur
Bloggar | 19.12.2008 | 07:45 (breytt kl. 07:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)













Bloggar | 18.12.2008 | 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Eftir nýrri erlendri rannsókn að dæma getur beinlínis verið hættulegt að horfa of mikið á rómantískar gamanmyndir... áhyggjuefnin eru víðaEkki það að ég sé í neitt mjög ofarlega á skalanum í þeim áhættuhópi, takandi mið af því að ég nenni yfirleitt ekki að horfa mikið á sjónvarpið og svo á ég líka sambýlismann sem er álíka rómantískur og gaddavírsgirðing með stífkrampa... og sjónvarpsgláp fjölskyldumeðlima þessa húss tekur svolítið mið af því
Veriði róleg, ég segi aldrei neitt um hann sem ég segi ekki við hann og hann hlær að þessu... að sjálfsögðu, enda er það líka tilgangurinn með svona bulli
Eldhúsið okkar er núna alveg tilbúið ! Komnir gólflistar og ýmis smáatriði sem við áttum eftir frá í sumar, þegar mesti eldmóðurinn rann loksins af okkur í húsuppbyggingunni
Það er líka orðið yndislega jólalegt, nema það eru engin jólaljós í gluggunum, en þau komast upp núna á eftir þegar ég er búin að finna límbandsrúlluna...
Ég er löngu hætt að nenna að nota sogskálar við að setja seríurnar í gluggana, þær duttu alltaf niður og mér líkar það ekki
Öll ljósin mín eru núna föst á sínum stöðum og það er svona ykkur að segja, fljótlegra að líma þau upp en að taka þau niður aftur, en það er seinni tíma vandamál... enda ekki að fara að taka þau niður fyrr en á næsta ári
Ég er alltaf að fá uppáhaldsjólaspurninguna mína þessa dagana: "Ertu búin að öllu fyrir jólin ?" Og alltaf svara ég með uppáhaldsjólaspurningarsvarinu mínu:"Jahérnajájájá" og uppsker allskonar skemmtileg svipbrigði, sérstaklega frá eldri konum
Ég ætla nú ekkert að halda því fram að það sé í öllum tilvikum einlægur aðdáunarsvipur sem kemur á þær... ég gruna þær sumar um að halda að ég sé bara eitthvað skrítin
Að öllu þessu bulli loknu, ætla ég að óska ykkur alls góðs inn í daginn og fara að leita að límbandsrúllu...
Bloggar | 17.12.2008 | 07:19 (breytt kl. 07:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)










Bloggar | 15.12.2008 | 06:49 (breytt 16.12.2008 kl. 17:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laufabrauðsdagur í dagEldhúsið mitt er orðið hreint og fínt og aftur orðið óhætt að koma þar inn með matvörur. Jólagardínurnar eru þær sömu og ég hafði fyrir einum litlum glugga í eldhúsinu okkar í Fjallinu... það er eins og ég hafi verið svolítið ýkt í efniskaupum, fyrst ég get látið þær ná vel fyrir tvo stóra glugga núna
Ég var búin að gleyma að ég hafði verið með þær á síðustu jólum, sá það dauðóvart á myndum og ég tók líka myndir núna og setti inn í albúmið hérna á síðunni, þá get ég séð fyrir næstu jól hvaða gardínur ég var með og þarf þá ekki að rangla um í búðum, leitandi að því sem mig vantar svo bara alls ekki
Það fór lítið fyrir verslunarleiðangrinum mínum í gær, bara eitt orð yfir ástæðuna fyrir því: gestir. Það lagast, ég hef tveggja tíma hádegishlé minnsta kosti þrjá daga í næstu viku og þá á ég að geta komið einhverju í verk...
Ég er svolítið í vandræðum með að eyða þessum hálfa mánuði sem ég á ennþá eftir af sumarfríinu mínu...
En ef afleysingin mín skyldi nú samþykkja það, þá ætla ég að taka mér sumarfrí í kvöldvinnunni, vikuna yfir nýjárið, þá á ég að vinna og svo þennan tvo og hálfan dag í dagvinnunni líka... vonandi
Með því móti gæti ég verið að horfa fram á lengsta jólafrí sögu minnar í þessari vinnu, ég vinn nefnilega alltaf fram að hádegi á aðfangadag og gamlársdag, svo jólafríin hafa nú ekkert verið að þreyta mig hingað til
Eigið góðan dag í dag og látið ykkur líða eins vel og hægt er
Bloggar | 14.12.2008 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar