Bara aðeins...

... að kíkja hérna inn... smápásaWink Er að þrífa eldhúsið okkar, sem er núna loksins alveg tilbúið með flísar og fúgu og bráðum enginn skítur, allt á sínum stað og jólagardínur fyrir gluggunum... það er að segja, svona verður það orðið fljótlega upp úr hádeginuJoyful Mér finnst gaman að þrífa hérna í þessu húsi og hafa snyrtilegt... ég veit þetta hljómar frekar geðveikislega og það komandi frá mér, en þetta segir mér bara hvað mér líður vel hérGrin Hafði svolitlar áhyggjur af því fyrst, að ég kæmist aldrei yfir að hafa hreint hérna, af því að þetta er stórt, helmingi stærra en íbúðin okkar í FjallinuUndecided   En það er bara auðveldara að halda stóru rými snyrtilegu, þar sem er nóg pláss fyrir allt og allt á sínum stað og svo er auðvitað plús að vera ekki með einhvern slatta af litlum börnumTounge Ég ætla að láta í búðum í dag, eins og það sé engin kreppa neinsstaðar og kaupa mér rándýr jólaljós í eldhúsglugganaWhistling Og til að réttlæta svo eyðsluna fyrir sjálfri mér deili ég þeim fjölda af árum, sem ég held ég eigi eftir að lifa í upphæðina og þá eru þetta örfáar krónur á ári og mér liður vel sem er auðvitað aðalatriðið í lífi mínuLoL Ferlega góð inn í daginn og ætla að hætta að slugsa og óska ykkur góðrar helgarSmile Heart

Lítill jólaengill...

Smákökubakstur í gær eftir vinnu, bara gaman og sonardóttir mín Linda Björg þriggja ára, fór á kostum eins og við var að búastInLove Hún var alltaf að smakka deigið og þegar ég vildi ekki smakka líka, þá huggaði hún mig með því að það væri allt í lagi að smakka aðeins, mamma hennar sagði það. Þegar ég fór að breiða út þurfti hún auðvitað að hjálpa mér, með sitt eigið kökukefli... ég ætlaði eitthvað að segja henni til, en hló bara að mér: "Amma mín, ég kann´etta sko alleg... ér orrin hriggjára"Tounge Ég reyndi líka að segja henni að ég ætlaði nú aðeins að stjórna þessu, en: "Neinei amma mín, mamma skjórnar"Joyful Eldhúsið hjá henni tengdadóttur minni leit út eftir baksturinn, eins og hveitipoki hefði sprungið þar í loft upp, með látum... alveg makalaust hvað svona litlar verur geta komið miklu í verk á stuttum tímaWink Þegar ég fór, ráðlagði sú stutta mér að fara skrax að sofa þegar ég kæmi heim, annars fengi ég ekkert í skóinn... "amma mín" á auðvitað að vera með í ölluKissing Ég fór ekkert skrax að sofa, enda fékk ég ekkert í skóinn, en kannski var það að hluta til vegna þess að ég setti hann ekki út í gluggaLoL Laufabrauð á sunnudaginn... í mínu eldhúsiWhistling Þetta er bara gaman og yndislegast af öllu að hafa lítinn engil til að njóta þess meðInLove Ég bið ykkur vel að lifa og óska þess að þið öll eigið góða helgi, ég er að fara til tannlæknisSmile Heart Whistling

Fæ alltaf letikast...

... þegar jólin fara að nálgast... Wink Verð alltaf í nokkra daga, agalega löt, andlaus, hyskin, aðgerðarlaus og fleira má nú sjálfsagt telja til sögunnar, en mér líður svakalega vel og hlakka mikið til jólanna eins og alltafGrin Kannski er þetta ekki letikast, kannski er þetta bara það, að ég er að njóta... og læt það duga, sem sagt skynsemiskast... vonum seinna...Halo Finn samt að þetta ástand er að fjara út, hvað svo sem það svo kallast og núna ætla ég að fara að hengja upp myndirnar, sem ég tók upp úr síðustu kössunum okkar um daginn og klára að setja upp jólaljósin. Ljósin slöknuðu á fallega jólahúsinu mínu, logar ekkert nema á litlum ljósastaur, en þegar ég fór að fikta í því fann ég út að það er líka spiladós í því ! GamanJoyful Það var svo yndislegur útgerðarmaður austan af landi sem sagði mér að peran væri bara farin... mér var nefnilega ekki búið að detta það í hug, hélt það væri ónýttFrown Ég hafði bara aldrei hugsað út í innvolsið í þessu, naut þess bara að hafa kveikt á því, en það er nú ferlega einfalt að þar sem er ljós er trúlega pera...Whistling Hvítu jólin sem Siggi Stormur er búinn að spá hér á norðurhjaranum, eru ekkert mjög sannfærandi akkúrat núna... það er hláka. En jólin eru nú ekki  alveg komin svo það gæti átt eftir að lagast ef ég þekki íslenska veðráttu eitthvað. Spúsi minn klárar restina af flísalögninni í eldhúsinu í dag, það er svo æðislegt að hafa svona marga iðnaðarmenn í einum manniInLove Og þá á eftir að "fúgga" eða hvernig svo sem það er skrifað og henda upp jólagardínunum sem ég er búin að hanna... þau voru til í poka uppi á háalofti hef greinilega einhvertímann í Fjallinu, keypt efni "til vara"... alltaf í forvörnunumGrin Eigið nú dásamlegan dag elskurnar mínar allar, það ætla ég líka að geraSmile Heart    

Mér var rænt í gær...

... af lyftu, en skilað mjög fljótlega aftur samt...Wink Lyftur eru vissulega þarfaþing, bæði fyrir þá sem eiga erfitt með að labba stiga og eins fyrir letingja eins og mig, sem eiga erfitt með að hugsa sér að labba stigaWhistling Mér er samt frekar illa við lyftur og sérstaklega þær sem framleiða skringilegan hávaða, hristast og hoppa og virðast auk þess hafa sjálfstæðan vilja... Í einni blokk sem ég þarf oft að fara í er þannig lyfta... í gær fór ég inn í skriflið og ýtti á 4 og hún skrölti af stað með hávaða og látum... svo stoppaði hún og ég flýtti mér út, en kannaðist þá ekkert við mig...Undecided Og á meðan ég var að átta mig á því hvar ég var, lokaðist lyftuhurðin og ég sá að ég var niðri í kjallara...Shocking Okídókí, ekki beinlínis óskastaðan skal ég segja ykkur, ein í ókunnugum, dimmum kjallara að kvöldi til og lyftan á leiðinni upp á fjórðu hæð...Crying Og ég hafði ekki grænan grun um, bak við hverja af þeim ótal hurðum sem ég sá glitta í í myrkrinu gæti leynst stigi, sem ég gæti þá notað í neyð minni... Ég fann ljósarofann en peran var ónýt... allt í stílPinch Ég fór þá mjög rólega og yfirvegað að fá fyrst gæsahúð á bakið, síðan handleggina og svo breiddist hún út um allt...Frown Réðist mjög pent og dömulega á lyftutakkaskrattann og hamaðist á honum, þangað til lyftan ákvað að koma loksins niður til mín... en fyrst fór hún upp á fjórðu, svo niður á aðra, aftur upp á fjórðu og svo eftir dúk og disk niður í kjallara og ég losnaði úr kjallaramyrkursprísundinniLoL Þá var farinn að vaxa gæsadúnn á bakinu á mér... ég get næstum því svarið þaðTounge Annars ferlega góð inn í daginn og er að fara í þessa sömu lyftu núna á eftir og hlakka ekkert rosalega mikið til sko... en auðvitað alltaf gaman að upplifa eitthvað nýtt...Grin Gangið glöð inn í góðan dag elskurnar mínar og munið brosinHeart Smile    

Só tú spík...

Ætlaði svooo að versla yfir mig í gær frá hádegi til fimm, en þá komu gestir þannig að verslunarferðin styttist verulega í annan endann... en það er allt opið alla daga svo ég hef engar áhyggjur af þvíWink   Í dag verður spúsi minn rekinn áfram með harðri hendi só tú spík... við förum (lesist; hann fer) upp á háaloft núna á eftir og réttir mér niður það sem við á að éta, þ.e.a.s. jólaskrautskassana sem eru í miklum meirihluta þar uppi. Jólagardínur þessa húss eru ennþá bara óljós hugmynd... en það lagast á morgun, þá verður ekki alveg eins margt fólk í búðunum og ég hef meira pláss til að rusla öllu til í hillunum, þangað til ég finn það sem ég held ég sé að leita aðGrin Yngri sonur minn hringdi í gær, ekkert svo undarlegt við það, hann gerir þetta stundumTounge Hann var að segja mér frá smáárekstri sem hann lenti í á gatnamótum hér í bæ. Það var svínað fyrir hann og til þess að keyra nú ekki beint inn í hliðina á þeim bíl, beygði hann frá og rakst við það utan í annan bíl. Löggan kom og samkvæmt reglum er sonur minn í órétti... þó þeir segðu að það væri greinilegt að hann hefði komið í veg fyrir slys, en hversu óréttlátt sem það nú er, þá eru reglurnar svonaWoundering Sá sem svínaði kom og sagði að þetta væri sér að kenna og konan á skemmda bílnum varð alveg bit út af því að minn þyrfti að taka á sig sökina, hún sá alveg hvað gerðist. En í stað þess að taka fyrir þann sem olli þessu í upphafi, þá ber sá kostnaðinn sem reyndi að koma í veg fyrir slysið... En brotið framljós er ekkert sagði minn, það slasaðist enginn og það er það sem skiptir máli, hann er svo mikil dúlla þessi strákurJoyful Þegar hann sagði mér þetta, kom auðvitað ljónynjan upp í mér... ég ætlaði sko að fara samstundis og rífast í tryggingarfélaginu hans, en auðvitað geri ég honum það ekkiWink Hann er fyrir löngu orðinn stór strákur, en hann veit að hann á alltaf bakland hjá mömmuInLove Eigið sælan sunnudag elskurnar mínar allarSmile Heart   

Mmmm... notalegt...

Loksins kominn föstudagur... enn einu sinni... notalegt að sitja inni í hlýjunni og dunda mér við að gera bara alls ekkert af viti... Grin Svolítið þreytt eftir vikuna... en það lagastWink Biði ekki í það ef ég ætti lítil börn með þessu öllu saman... Cool Ég ætla að fara út úr þessu húsi um hádegið og koma ekki aftur fyrr en ég er búin að klára jólainnkaupin... jólagardínurnar og síðustu jólagjafirnar í verslun RL, frímerkin á jólakortin (takk Ólöf mín) og aðrar lífsnauðsynjar í Bónus og eyða svo afganginum í vitleysu... það er að segja afganginum af tímanum til klukkan 5... ef hann verður þá einhverTounge Spúsi á eldhúsið þessa vikuna, af því að ég er að vinna á kvöldin og hann er orðinn fínasti kokkur skal ég segja ykkur, ber fram hverja veislumáltíðina á fætur annarriJoyful Eiginlega bara búin að hóta honum  fastráðninguLoL Blogga ekki um stjórnmál eða fréttir en verð samt að segja að blessaður gamli maðurinn hann D. Oddson á gullmola vikunnar... eða kolamola ef þið viljið það frekar... "Ef þið leyfið mér ekki að vera áfram í Seðlabankanum, þá fer ég bara aftur út í stjórnmálin"Pinch Oh boy, ég skelf á beinunum...GetLost Þegar ég las þetta um daginn datt mér fyrst í hug hrokafullur, mjög virkur alkóhólisti og þegar ég las þetta svo aftur, þá datt mér aftur í hug hrokafullur, mjög virkur alkóhólisti sem hefur virkilega mikla þörf fyrir alla þá hjálp sem hann getur fengiðErrm En kannski er ég að misskilja þetta eitthvað og blessaður gamli maðurinn virkilega að meina eitthvað allt annað en hann sagðiWhistling Eigið góðan og blessaðan dag elskurnar mínar allar, ég ætla að fara að skrifa innkaupalistaGrin Heart Smile

Mér finnst...

... furðulegt þegar fólk er að kvarta yfir því að jólahald sé svo dýrt... þetta setji fólk á hausinn og svo framvegisW00t Sko... fyrir það fyrsta þá þarf enginn að halda jól, algerlega frjálst val og það er svo líka algerlega frjálst val hversu mikið það er þá látið kostaShocking Ég ætla alls ekki að fara að  kenna fólki hvernig á að spara eða eitthvað í þá áttina, væri nær að stunda það sjálf aðeins beturHalo En ég held því fram fullum fetum, að þetta er eitthvað sem við stjórnum sjálf og eigum alveg að geta ráðið við að halda jól án þess að fara á hausinn og/eða berjast í bökkum langt fram á næsta ár. Og svo er líka leiðinda plagsiður að kvarta hástöfum yfir því sem fólk kemur sér sjálft í, viljandi, ár eftir árGetLost   Jólin eru alltaf á sama tíma á hverju ári, það er nú ekki eins og þau séu bara sett á með dags fyrirvaraTounge Við höfum nefnilega alltaf allavega 11 mánuði, til að undirbúa okkur undir þau næstuJoyful   Ég er komin á það stig fyrir löngu síðan að það er ekkert sem ég þarf eða verð að gera fyrir hver jól, nema að gefa börnum mínum og barnabörnum jólagjafir og þær er ég búin að vera að kaupa smám saman síðan í ágúst, senda jólakort og skreyta. Ég þarf ekki að fá mér ný húsgögn, ég þarf ekki að mála, skipta um gólfefni, gardínur, heimilistæki og versla ný föt á alla línuna og ég veit ekki hvað og hvað... Woundering Og ég gef ekki jólagjafir út fyrir mína allra nánustu fjölskyldu, löngu hætt að gefa öllum systkynabörnunum jólagjafir, þeim fjölgaði svo ört að ég réð ekki við það, en það er ekki þar með sagt að mér þyki ekki vænt um þau...InLove Það eru bara takmörk og þau verðum við að ákveða sjálf og standa svo með okkar eigin ákvörðunum, hvað svo sem einhverjum öðrum gæti fundist um þærCool   Eigið svo dásamlegan dag og ennþá dásamlegri helgi elskurnar mínar allarGrin Heart Smile

Hurðir...

Þegar ég hef ekki einu sinni tíma til að kíkja á bloggið mitt, þá er nú fokið í flestan skít... orðið hart um skjól... og svo vildi ég gjarnan geta sagt eitthvað fleira svona gáfulegt í svipuðum dúr, en ég bara man ekkert fleira...Tounge Þær stuttu stundir sem ég var heima á milli vinna í gær voru notaðar til að spjalla við gesti og það var auðvitað gaman, sumir komnir langt að. Er loksins búin að klára að pakka upp úr síðustu kössunum, enda náttulega ekki nema sjö mánuðir síðan við fluttumWhistling Það er svona að vera með stórt hús, nóg pláss til að fela fullt af kössum fyrir sjálfri mér, hafa þá bara inni í gestaherberginu og loka hurðinni... hurðir eru dásamleg uppfinningJoyful En svo eins og venjulega fyrir jólin koma gestir utan af landi og þá er gaman að geta boðið þeim að gista í fallegu herbergi en ekki kassageymslu, svo ég komst ekkert upp með að slugsa svona lengurGetLost Kláraði að sortera þetta í gærmorgun, áður en ég fór í vinnuna og útkoman varð þrír kassar sem fara upp á háaloft og sex kassar með dóti sem ég henti... Málið dautt !Cool Svo var það tölvuverið, sem sumir mundu nú kannski kalla bara tölvuherbergi eða skrifstofu... það fékk líka andlitslyftingu í gærmorgun, þar voru kassar sem ég hef leyft sjálfri mér að komast upp með að þykjast ekki sjá lengi... Whistling  Í stuttu máli, nú er ekkert á gólfinu sem ekki á að vera þar og allar hillur hreinar og bækur, möppur og ýmislegt í snyrtilegum röðum... uppi í hillunum. Ég er svo dugleg að mér óar við því... W00t En það verður ekkert framhald á þessum gífurlega dugnaði fyrr en um helgina... næturgestirnir okkar eiga ekki að þurfa að vakna eldsnemma við hamaganginn í mér, svo ég er svöl núna og hangi bara ofurhljóðlega fyrir framan tölvuna í snyrtilegu og hreinu tölvuverinuHalo Það snjóar sem aldrei fyrr í logninu og það er dásamlega jólalegtInLove Gangi ykkur allt í haginn inn í daginn elskurnar mínar allar og farið nú varlega í umferðinniSmile Heart

Snjór, snjór....

Snjór og ég höfum ekkert alltaf átt neinu sérstaklega kærleiksríku sambandi...GetLost Ég er ekki mikil... nei rétt skal vera rétt... ég er alls engin áhugamanneskja um skíðaíþróttir eða annað vetrarsport og snjór hefur frekar verið fyrir mér farartálmi og eiginlega óþarfurWhistling Samt finnst mér þetta vera að breytast, kannski með aldrinum eða bara eftir að við fluttum hingað niður til mannabyggðaWink Mér er  bara næstum því sama um snjóinn núorðið, enda enginn farartálmi lengur, það er alltaf verið að moka allar götur hérna, allan sólarhringinn held égJoyful En mér var ekki sama um fimbulkuldann sem mætti mér í gærmorgun þegar ég kom út og jókst frekar en hitt þegar leið á daginn...Undecided Jeppinn minn er stór og lengi að hitna og þar af leiðandi ók ég um í stórri frystikistu allan gærdaginnPinch   Ég keyri ekki nema nokkrar mínútur í einu, en er inni í húsunum frá korteri upp í 2 og hálfan tíma svo það kemur af sjálfu sér að blessuð frystikistan afþýðir sig ekkert allan daginn... Ég var meira að segja farin að hafa hanska í vösunum... og jafnvel stundum á höndunumTounge Svo kemst ég ekkert upp með það að fara út á klossunum... verð að vera í kuldastígvélum og þau eru með rennilás... og mín þjóðþekkta þolinmæði er nú ekkert alltaf með þegar ég þarf að fara úr þeim og í svona 20 - 30 sinnum á dagHalo Annars ferlega góð inn í daginn og stjarnan sem spúsi smíðaði fyrir nokkrum árum er komin út á húsvegginn og aðeins meira svoleiðis á leiðinni út í dagGrin Hafið það gott í dag elskurnar mínar allar og hafiði nú vettlinga... á höndunumSmile Heart  

Ég trúi á jólasveininn...

... eða öllu heldur það sem hann er látinn standa fyrir til dæmis í bandarískum bíómyndum, hann er góður og gjafmildur, friðelskandi og fallegur og getur galdrað allt á besta veg, svoleiðis er minn jólasveinnInLove Mér er nokkuð sama hvaðan hugmyndin kemur og mér er líka alveg sama þó þetta sé ekki séríslensk og þjóðleg jólasveinatrú, breytir mig engu vegna þess að eiginleikarnir sem hann er látinn standa fyrir, eru alþjóðlegirJoyful Ég var aldrei hrifin af gömlu alíslensku jólasveinunum, ljótir, hrekkjóttir þjófar í  subbulegum druslum og líka alveg viss um að þeir lyktuðu illaWhistling Ég hef aldrei þolað hrekki og þjófar eiga ekki heldur upp á pallborðið hjá mér og sjálfsagt líka pjöttuð eða kannski á ég að segja núna, af því að ég er Vog, kann ekki að skilgreina það, en maður er ekkert svona klæddur á jólunumGetLost Það var ekki fyrr en þeir fóru að klæða sig í falleg föt og verða góðir og líka auðvitað gjafmildir að ég fór að líta þá  öðrum augum. Þeir voru nú líka þrettán en ekki níu sko og ég man að af einhverjum ástæðum hélt ég alltaf, að það hlyti að vera að "einhverjir sunnlendingar" hefðu búið til vísuna Jólasveinar einn og átta... þeir bara vissu ekki beturLoL Ég lagaði vísuna fyrir þessa mjög svo fáfróðu "sunnlendinga" og söng Jólasveinar fimm og áttaTounge Börnin mín pældu mikið í mismun á klæðaburði jólasveina þarna í den, en ég útskýrði bara fyrir þeim að rauðu búningarnir væru auðvitað sparifötin þeirra og að sjálfsögðu væru allir í sparifötum á jólunum og blessuð börnin mín keyptu það fullu verðiGrin Eigið dásamlegan dag jólasveinarnir mínir, það ætla ég að gera líkaSmile Heart   

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband