Fyrsti mánudagur í Aðventu ;-)

Það er brjálað að gera hérna fyrir utan núna í morgunsárið... litla stúlkan sem ber út Fréttablaðið er á hlaupum á milli húsanna, það er verið að moka götuna, ruslakarlarnir að sinna sínu starfi, fullt af fólki að keyra í vinnuna og ég sit inni í hlýjunni og slugsa í tölvuWink Ég er forréttindapakk og ég veit þaðGrin Byrja aldrei að vinna fyrr en klukkan 10 en vinn þó til 9 á kvöldin aðra hvora viku og núna er einmitt önnur hvor vika... eða sko, ég er að vinna á kvöldin þessa vikuTounge Dagvinnan mín er líka alltaf að verða auðveldari, það er að segja líkamlega... ég er mikið farin að sinna annarskonar verkefnum en bara að þrífa... sit yfir hjá alvarlega veiku fólki... það getur verið assgoti erfitt, en í leiðinni lærdómsríktWoundering Það er búið að taka mig yfir 10 ár að burðast við að læra að taka vinnuna sem minnst með mér heim, en það er aldrei hægt að kúpla sig alveg út þegar maður vinnur með fólk... Spúsi minn fær nú stundum að sitja undir ýmsu þegar ég kem heim... hann segir ekki orð en hann hlustar og það nægir mérJoyful Fyrsti sunnudagur í Aðventu var ekki alveg eins annasamur og ég ætlaði honum að vera... fór kannski of geyst af stað, það er nú eiginlega mitt vörumerki... endaði uppi í rúmi seinni partinn með mígreni... hefði verið miklu skemmtilegra að dunda sér við jólagreniLoL En allavega, ferlega góð í dag og vona að þið séuð það líka. Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og klæðið ykkur vel, það er veturSmile Heart    

Hæ, æm bekk... ;-)

Það er líklega bara rökrétt að reikna með því að fyrst ég vinn nú við að heimsækja fólk í stórum stíl, að ég geti þá alveg átt það á hættu að smitast af svo sem eins og einni og einni pest sem einhver er með...Crying Svo aldrei að segja aldrei af því að aldrei getur aldrei orðið aldrei Ninna mín...Whistling Takk fyrir öll kommentin við síðustu færsluna mína, þið eruð öll yndisleg og ég er viss um að það er bara vegna góðra hugsana frá ykkur, að mér er farið að líða miklu beturKissing Pestarumræðu lokið og að allt öðru...Cool Ég skráði mig inn á Facebook fyrir margtlöngu, en er alls ekki virk í fyrirbærinu... bæði vegna þess að ég gef mér ekki tíma til að vera þar inni og eins það, að þetta er einum of flókið fyrir minn litla heila, ég er hvorki tæknitröll né tölvu(h)undur og hreinlega nenni ekki að vera að brasa í einhverju sem ég skil ekki, ef ég þarf þess ekki nauðsynlegaWink Ég fæ alltaf póst þegar einhver sendir eða skrifar eitthvað hjá mér þar og mér þykir vænt um það og svara alltaf núorðið, en ég fer aldrei þar inn af sjálfsdáðum. Fór þar inn áðan til að svara nokkrum erindum frá vinum og sá þá að ég á 515 svona "request´s" sem ég hef aldrei sinnt... ég bara hef ekki haft undanUndecided Annars góð og búin að setja aðventuljósin í samband og sendi svo spúsa upp á háaloft að sækja meira jólaskraut svona þegar dagurinn er almennilega byrjaður að flestra matiTounge Ætla að njóta sunnudagsins í jólaskrauti og ört vaxandi vellíðan og skrifa líka vinnuskýrslur í tryllingiW00t Það eina sem ég sé jákvætt við vinnuskýrslugerð í þetta skiptið er, að ég er að loka nóvember og þá er sko að koma desember, svona fyrir þá sem ekki hafa verið að fylgjast meðLoL Hafið það ofsalega gott elskurnar mínar allar og passið ykkur á pestunum... nei ekki prestunum... pestunumGrin Heart Smile

Sjö, níu, ellefu... eða tólf...

Var að grobba mig í gær af því að ég fengi nú aldrei neinar svona pestar sem væru að skjótast á milli fólks og hrella það...Wink Hefði líklega átt að berja einhvern... eða var það berja í eitthvað og þylja upp einhverjar tölur sem ég man ekki, svo lukkan sneri ekki við mér bakinu...Woundering Það gerir hún samt ábyggilega aldrei, þó svo að mér finnist ég ekki alveg eins og ég á að mér í dag.... það er einhver mótmælafundur í maganum á mér...Tounge En af því að ég er ómissandi, ekki sjálfval samt, þá fer ég í vinnuna og sé svo bara til hvort ég lifi daginn af...Undecided Iss af síðustu setningu að dæma mætti halda að ég væri karlkyns... sem ég er ekki, svo ég dreg þessa aumingjalegu yfirlýsingu til bakaLoL Sé hérna út um gluggann minn að moksturstækin eru á fullri ferð að gera greiðfært fyrir okkur hin um göturnar og eiga bara alls ekkert alltaf of hægt um vik fyrir af því er virðist, gjörsamlega ómissandi fólki sem reynir að komast fram úr þeim í allri umferðinni, af því að það þarf að vera komið á undan  sjálfu sér á áfangastað eða eitthvað álíka...GetLost Slappið af bjálfarnir mínir og farið bara aðeins fyrr af stað eða komið þá bara aðeins of seint en örugglega, þangað sem þið þurfið að fara, málið dauttCool   Annars góð, svona fyrir utan smá líkamleg óþægindi sem ég nota obbosslega vel uppæfða afneitun á, svona í biliGrin Hafið það gott elskurnar mínar, það er komin helgi... næstum því alvegSmile Heart  

Að muna... :-)

Fyrir utan að vera vinnusími og nokkurskonar öryggistæki, gegnir gemsinn minn líka hluta af starfi heilans í mér...Tounge Vekjaraklukkuna nota ég ekki til að láta vekja mig, ég nota hana til að minna mig á að stimpla mig út úr vinnunni... annars á ég það til að gleyma þvíBlush Ég stimpla mig í og úr vinnu í gemsanum, þarf ekkert að mæta á einhverjum vissum stað til stimpilklukku eins og var áður, en ég átti það nú samt alveg til að gleyma að mæta og stimpla mig útWhistling Núna er ég sko líka með dagbókina á hreinu, í gemsanum... set inn það sem ég þarf að gera þá og þá og læt símann arga á mig með verulega óþolandi hljóði, með góðum fyrirvara og finnst ég alveg feykilega flott á þvíJoyful Var að skoða hana í morgun og er með verkefni langt fram í desember... tannlæknir klukkan þetta þennan dag, mæta hálftíma fyrr til þessarar konu þennan dag, mamma mæta þarna klukkan þetta þennan dag og svo framvegis. En svo get ég stundum verið svooolítið ýkt og í morgun sá ég að spúsi minn hafði líka sópað af mínum bíl þegar hann fór í vinnuna og hugsaði strax: "Já, ég verð að setja það inn í  símann að þakka honum fyrir þegar ég kem heim úr vinnunni.... " Auli asni bjálfi... vel rúmlega einum of skipulögð núna... W00t Svo ég hringdi í hann áðan og þakkaði honum fyrir og eins og alltaf varð hann alveg forviða, að ég skyldi vera eyða símtali í eitthvað svona sem honum finnst svo miklu meira en sjálfsagður hlutur... Grin Mér finnst svona umhyggjusemi aldrei sjálfsögð eða sjálfþökkuð og hringi vístLoL Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og passið ykkur á vonda, vonda  veðrinuSmile Heart

Hvar í ósköpunum... ;-)

Við stöndum frammi fyrir risastórri og mjög mikilvægri ákvörðun á þessu heimili... í hvaða gluggum eigum við að hafa aðventuljósin tvö sem við eigum ???W00t Þetta er sko ekkert auðvelt, var meira að segja að hugsa um að kaupa bara 9 aðventuljós í viðbót til þess að losna við þennan gífurlega valkvíða... þá væri eitt í hverjum glugga, mínus kjallaragluggarnir tveirWhistling Nei, aulinn ég sko vissi ekki að þetta væri svona mikið mál, fyrr en fullorðin kona spurði mig að þessu um daginn... "Í hvaða glugga hefurðu svo aðventuljósið ?" Ég hélt að það væri nú ekki mesta áhyggjuefni lífs míns, ég ætti tvö og mundi bara setja þau í tvo glugga.... Woundering Já en með alla þessa glugga, þau mega til dæmis ekki vera í samliggjandi gluggum og þau verða að snúa þangað sem fólk sér þau og núna býrð þú ekki lengur uppi í fjallinu og verður aðeins að hugsa og og.... Shocking Aulinn ég hélt að ég mundi bara setja þau þar sem væru innstungur, en klónið af Völu Matt var nú ekki á sama máli skoTounge Svo að þess vegna er ég auðvitað búin að vera að reyta hár mitt og skegg í marga daga og endar með að ég fer að naga neglurnar... eða nei aldrei það að vísuLoL Annars ferlega góð inn í daginn og magasárið er ekkert svo alvarlegt þrátt fyrir þetta, bara tilhlökkun og leti í passlegri blönduJoyful Yndislegt eins og alltaf að fylgjast með jólaljósum hrannast upp hér og þar um bæinn og vita að það er alveg að koma desemberGrin Eftir vinnu í dag fer ég á uppáhaldssnyrtistofuna mína og eyði þar svo sem eins og tveimur tímum af lífi mínu, það þarf að jólaskreyta mig líka auðvitaðLoL Gangið glöð inn í góðan dag og verið góð við ykkur sjálf og alla aðra í leiðinniSmile Heart  

Aþahláka... ;-)

Nú er jólaserían komin á þakskeggið hjá okkur og komið ljós á hana, að vísu bara framan á húsið, hitt kemur á næsta ári... kannskiWink Ég ætla að klöngrast upp á háaloft á eftir og skoða jólaskraut... ætla samt ekki á náttsloppnum núna, það er mjööög óhentugtWhistling Ég man aldrei frá ári til árs hvað við eigum af svoleiðis dóti, enda alltaf gaman hjá mér þegar ég fer að skoða... neeeh... eigum við svona... og líka svona... hey, ég var búin að gleyma þessu... Gullfiska hvað... ?Tounge Fór til tannsa í gær og af því að hann veit að ég er vesalingur af guðs náð, hrædd við nálar og svona líka skíthrædd við kannskiverðurþaðsárt, þá deyfði hann mig svakalega mikið... tunguna og allt. Ég fór beint frá honum í vinnuna og af því að vinnan mín byggist mikið upp á samræðum, þá var þetta eiginlega frekar óhentugur tími... "Þæll og bleþþaðuð minn kæði, hvað þegið þú í dag ? Hveðnig hefuððu´ða ?" Sá er háðfugl og svaraði: "Þæl og bleþþuð, vaþstu hjá tannþa ?" LoL Kominn 25. nóvember og enn og aftur er asahláka... skil ekki af hverju snjórinn gefst ekki bara upp á að koma hérna...Grin Ég óska ykkur alls góðs inn í daginn og reynum nú öll að gera það besta úr því sem við þó höfumSmile Heart

Kartöflur hvað ? ;-)

Yngsta barnabarnið okkar hún Linda Björg, er þriggja ára síðan í september. Hún og mamma hennar voru að spjalla saman um jólin og jólasveinana og líka það að setja skóinn út í glugga. Mamman spurði hvort þær ættu ekki að setja líka skó fyrir Primo, hundinn þeirra. "Nei, hann á enga skó", sagði sú stuttaGetLost En ef ég lána honum einn af mínum skóm, sagði mamman. Krílið hugsaði sig um smástund og sagði svo: "Nei nei, það þarf ekki, hann má bara fá kartöflurnar mínar"Halo Grin Ég veit ekki hvað það er með mig og fatastærðir barna... ég sé þessa litlu elsku nokkrum sinnum í viku og langoftast af öllum krílunum okkar sem búa flest úti á landi, samt tókst mér að prjóna á hana peysu sem má helst ekki vera minni...Shocking Þetta er auðvitað viss hæfileiki... veit að vísu ekki ennþá að hvaða gagni hann gæti mögulega komið... hæfileikar verða að koma að gagni er það ekki ? Eina sem þetta gerir eiginlega, er að láta foreldrana snúast í að skipta út flíkunum sem ég er að senda, fyrir stærri flíkur og ekki er það neitt andsk... gagnW00t Annars ferlega góð inn í daginn og ætla að drífa mig í að festa tölurnar á peysuna umræddu og afhenda hana, áður en hún verður of lítilWhistling Eigið góðan dag elskurnar og ég hökti glöð með ykkur inn í fína vinnuvikuGrin Heart Smile

Mislitt....

Held ég fari fram á áhættuþóknun eða kannski bara klaufaálag í vinnunni minniWhistling Klukkan að verða níu í gærkvöldi eftir assgoti langan dag, tókst mér að detta kylliflöt á ganginum fyrir framan hurðina í síðustu heimsókn kvöldsins... W00t Þetta voru glæsileg tilþrif auðvitað, það þarf nú ekkert að spyrja að því, ég reyni alltaf að vanda mig við allt sem ég geriJoyful Verst að enginn var til að njóta gjörningsins... nema bara ég og hægri handleggurinn minn, flestöll rifbeinin í síðunni þeim megin og ökklinn líka... Og eins og eðlilegt er þegar ég á í hlut, þá var þetta auðvitað eini bletturinn á ganginum þar sem ekki var motta og þar var að sjálfsögðu agnarlítill bleytublettur sem mér svo tókst að skripla á, fljúga upp í loftið og skella síðan í gólfið með tilþrifum... flýta sér aðeins hægar kannskiGetLost Ég ætlaði svo ekki að geta talað við konuna sem ég var að heimsækja... ég náði varla andanum... fyrir hlátri og smá líka fyrir sársauka í síðunni. Held hún hafi stimplað mig hálfgeðveika loksins þegar mér tókst að koma því út úr mér á skiljanlegan hátt hvað hafði gerst og henni fannst það barasta alls ekkert fyndið... Það er gott að það eru ekki allir einsGrin Annars ferlega góð, smáhölt og svolítið erfitt að prjóna, en það lagastTounge Það er komin mislit jólaljósasería á þakskyggnið framan á húsinu okkar og hún verður sett í samband í dag, það verður gaman að koma heim í kvöld og sjá ljósinKissing Mislit jólaljós á þessu heimili eru samkomulag, það er að segja, ég samþykkti að þau yrðu mislit... man ekki til þess að spúsi minn væri nokkurtímann spurðurWhistling En hann er yndislegur og búinn að hafa mikið fyrir því að setja þetta upp, svo hann er líklega samþykkur því eftir allt samanLoL Njótið þessa frábæra sunnudags og farið vel og varlega með ykkurSmile Heart

Það var mikið...

... að það kom föstudagurSideways Það bættist við nýr skjólstæðingur í kvöldvinnunni um daginn, sem er svo sem ekkert í frásögur færandi, en ég ætla samt að færa það hér í frásögur...Wink Það rifjaðist upp fyrir mér af hverju það er talað um að einhver sé "af gamla skólanum" Whistling Skjólstæðingurinn, vingjarnleg eldri kona, hafði komið heim fyrr um daginn úr nokkurra vikna hvíldarinnlögn og sagði að það væri ekkert til í ísskápnum. Ég spurði hana hvort það kæmi ekki einhver til hennar fyrir kvöldið ?  "Jú jú tengdasonur minn kemur"... Það er gott þá getur hann farið og verslað aðeins fyrir þig.... Hún leit ferlega furðulega á mig og sagði svo: "Hann er læknir" ! Já það er nú aldeilis fínt og hann  skreppur þá í búðina fyrir þig, sagði ég algerlega blind á ábendinguna sem fólst í þessari upphrópun...Tounge Hún glennti upp augun, greinilega yfir sig forviða á þessari virðingarskertu manneskju og endurtók: "Hann er læknir !" Ég sagði ekkert meira, það var greinilega alls ekki viðeigandi að ætlast til þess að "læknir" færi í búðLoL Annars ferlega fín á föstudegiJoyful Mér er lengi búið að þykja ofsalega vænt um alltaf annan hvern föstudag... og sá föstudagur er alltaf í þeirri  vikunni sem ég vinn kvöldvinnunaGrin Einn þeirra er til dæmis í dag og lífið er ljúftJoyful Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og ennþá betri helgiHeart Smile

Dagur eitt, púnktur :-)

Enginn svakalega sérstakur svo sem samt, jú auðvitað má segja fyrsti dagurinn af þeim sem ég á eftir ólifaðaWink Ég er að hlusta á jólalög... uppáhaldið mitt "Skrámur skrifar jólasveininum" er á núna... Frábært hugmyndaflug hjá Ladda og passar líka vel við svarta húmorinn minn... sem ég reyni samt af öllu afli að ofnota ekki...Whistling Á eftir kemur svo "Ef ég nenni" flott líka...Grin Bæði eru svona uppáhalds jólaundirbúningslögin mín, svo þegar nær dregur breytist jólatónlistarsmekkurinn sjálfkrafa og þá fer ég meira yfir í hefðbundið... Úbbasía... ég heiti Jónína og er gagnsæ, venjuleg og fyrirsjáanleg.....Blush Jæja skítt og laggó, ferlega góð inn í daginn samtTounge Það er þetta venjulega íslenska sýnishornaveður hérna á norðurhjaranum, í fyrradag var 11 stiga hiti og rigning, í dag er allt orðið hvítt af snjó... skemmtilega ruglingslegt að venjuJoyful Þarf að fara í dag og kaupa lopa í kjötpeysu, skárra en að kaupa kjöt í lopapeysu... arg... ég er svo fyndin svona í morgunsáriðLoL Búin að prjóna húfu og tveggjaþumlavettlinga og bara peysan eftir handa bóndanum vini okkar, sem sér okkur fyrir besta lambakjötinu á hverju áriInLove Verð örugglega fljót með hana, mér finnst gaman að prjóna lopapeysur og liggur á að koma þessu til hans sem fyrst ! En núna ætla ég að fara og fá mér nokkur köff og klára jakkapeysuna á mína stelpu, hana Lindu Björgu hriggjáraKissing Eigið góðan dag elskurnar og farið vel og varlega með ykkur... þangað til við skjáumst næstGrin Heart Smile  

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband