Fiskurinn...

Nei nei, ekki uppskrift og ekki stjörnuspá, heldur námskeið sem ég fór einu sinni á í vinnunniGrin Það hét "Fiskurinn" og innihélt einfaldlega leiðbeiningar um það hvernig er hægt að hafa gaman í vinnunni. Menn sem unnu á fiskmarkaði einhversstaðar í USA ákváðu að það þyrfti ekkert endilega að vera leiðinlegt að vinna á fiskmarkaði... þeir fóru að leika sér í vinnunni.... syngja, kasta á milli sín fiskinum, fóru fram fyrir búðarborðið og gáfu börnunum nammi... brutu þetta svolítið upp á hressilegan háttJoyful Langflestir viðskiptavinirnir höfðu virkilega gaman að þessu og þeim sjálfum leið betur í vinnunni, tilganginum náðWink Nokkrar samstarfskonur mínar náðu alls ekki hugmyndafræðinni á bak við þetta, svona eins og gengur og gerist um fólk, ekki allir eins innstilltir. Ég fylgdist mest með því sem þær sögðu og hef sjaldan skemmt mér eins vel á kostnað annarra... en þær voru sko alls ekkert að grínast... því miðurUndecided "Hver er eiginlega meiningin með þessu, eigum við að fara að kasta einhverju í gamla fólkið ?" var ein snilldin... hvað er hægt að misskilja mikið ? W00t "Hvernig eigum við að hafa gaman í vinnunni, þetta gamla fólk er nú ekki beinlínis skemmtilegt" Shocking Æææ... akkúrat manneskja sem þurfti mest á þessu námskeiði að halda... greinilegaSideways Auðvitað er gamalt fólk misskemmtilegt og sumir munminnaskemmtilegri en allir aðrir, en það var heldur ekki meiningin með þessu námskeiði að kenna okkur að finna einhverja skemmtikrafta inni á heimilunum í vinnunni okkarGetLost Heldur að finna skemmtunina innra með okkur og helst af öllu að dreifa henni svolítið... ég er sko alveg með á þeirri línuLoL Af því að eftir því sem ég best veit (gott að orða þetta bara svona til að styggja nú engan)Wink þá lifi ég bara einu sinni og hef allan hug á að hafa eins gaman og hægt er svona rétt á meðan... og ekki skemmir að geta laðað fram bros stöku sinnumKissing Eigið góðan dag elskurnar mínar allar og munið eftir fiskinumGrin Heart Smile

Mild, mildari, mildust....

Las um þessa líka bráðnauðsynlegu rannsókn sem vinir vorir Bretar voru að svitna við að berjast í gegnum... þeir komust nefnilega að því að konur mildast með árunum...... Nehhh.... alltaf er nú verið að finna upp hjólið, aftur og afturTounge Annars á þetta alls ekki við um mig, en ég rekst nú líka alltaf svo illa í hópi og jarma helst ekki um leið og hinar rollurnar og líka það að ég hef alltaf verið og er auðvitað, alveg hreint afskaplega mild kona... nema þegar ég er það ekkiDevil Mér finnst þvert á þessa mjög svo athyglisverðu rannsókn, einmitt hafa harðnað í mér með aldrinum... og það var nú líka allt í lagi skoWhistling Eitthvað átti þessi mildun að hafa með breytingarskeiðið að gera, ég veit ekkert hvort ég á það eftir, er komin yfir það eða það algerlega farið fram hjá mér... það væri þá ekki nema eftir öðru... en satt að segja hef ég akkúrat engar áhyggjur af því... Wink Mínar áhyggjur eru afskaplega lítilvægar miðað við marga annarra... ég ætlaði að fara að telja þær upp hérna á eftir síðustu punktalínu, en ég finn engar... skandallBlush Ég er nú líka miklu líklegri til að telja upp allt það sem ég hef ekki áhyggjur afJoyful Ég get auðvitað ekkert neitað því að ég hef alveg eins og allir aðrir, áhyggjur af efnahagsástandinu í þjóðfélaginu, en eftir því sem ég best veit þá er ég með fólk á kaupi við að finna út úr því og ég ætlast einfaldlega til þess að liðið vinni fyrir kaupinu sínu. Maður á ekki að taka að sér vinnu ef maður ætlar ekki að vanda sig og gera sitt besta, púnkturAngry Púkinn hérna vill ekki samþykkja stafsetningu mína á púnkti, en hann er nú örugglega ekki norðlenskur sá peyjiGrin Og svo svona í restina óska ég ykkur öllum frábærs dags og fyrir alla muni: munið endurskinsmerkin !

Engar frægðarsögur hér...

Fangi í þýsku fangelsi sendi sjálfan sig í pósti út úr fangelsinu, í kassa... ferlega snjallt þó mér finnist ekkert flott að hann skuli ganga laus.... hann er fíkniefnasali og ég er með alvarlega fordóma gagnvart þeirri tegund fólks... Devil Var að hugsa um að senda sjálfa mig í pósti til Gautaborgar, mig langar alltaf þangað... en ég bara sé mig ekki komast í umslag og þekki engan sem fengist til að rogast með kassa með mér í, niður á pósthúsFrown Jæjahh... þá verð ég bara heima og held áfram að jólast, það er nú alls ekki það leiðinlegasta skoGrin Get víst ekki sagt neinar frægðarsögur af mér frá helginni, fór ekkert á skemmtistaði, gerði enga jólahreingerningu, passaði eitt stykki barnabarn og prjónaði og eitthvað svoleiðis smotterí svona... og leið ferlega vel með þessu. Það er asahláka úti núna, passar alveg það er rúmur mánuður til jóla og við erum á ÍslandiTounge Í fréttum er það þó helst að kattarskrattinn er úti og umber mig þessar mínúturnar, hann heldur auðvitað að ég hafi tekið snjóinn... fyrir hann, svo hann geti farið út óhultur fyrir þessu hvíta óútskýranlega efni þarnaGetLost   Annars góð og allt gott þannig, gleði og sorgir hitta mig til skiptis eins og alla aðra... ég er með ungu pari úr fjölskyldu fyrri mannsins míns, í huganum... þau voru að missa litla barnið sitt... ég græt með þeimHeart Heart Heart Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið brosið... það kostar okkur akkúrat ekkert nema kannski smá hugsun, en er svo oft risastór og mikilvæg gjöf fyrir þann sem fær þaðSmile Heart Kissing

Svartasta svarta....

Nú koma jólin alltaf nær og nær... Heart Mér finnst það dásamlegur tími, ekki síst aðventan... að sjá jólaljósunum fjölga smám saman á húsum, í gluggum og á trjám... finna fyrir tilhlökkuninni, sérstaklega hjá börnunum og hjá sjálfri mér auðvitað og ekki skemmir jólafríiðGrin Það eru auðvitað margir sem halda ekki jól, af trúarástæðum til dæmis og það er þeirra mál, en mér finnst að þá sé samt eingöngu verið að taka frá börnunum gleði og gaman... og þá er ég bara að tala um okkar nærumhverfi, ekki á heimsvísu... Wink En þetta er bara mín skoðun, ég er með miðjubarnasyndrumið og vil að öllum líði vel og allt sé gott allsstaðar... verst að ég reyni svo oft að svona hálf berja það í gegn... en átta mig nú yfirleitt í tíma samtWhistling Ég held ekki jól af neinum sérstökum trúarástæðum, ég held jól af því að mér finnst það gaman og alveg virkilega bráðnauðsynlegt að fá þessa upplyftingu í svartasta svarta skammdeginu og svo auðvitað líka af því að ég var alin upp við það og finnst allar þessar hefðir yndislegarInLove Það er líka til að fólki líður illa vegna þess að jólin eru að koma... mér finnst það sárt og vildi auðvitað geta gert eitthvað til að laga það... en er eiginlega alveg búin að fatta að ég breyti ekkert hugsanagangi neins eða vanlíðan... því miðurHeart En þó það sé aldrei hægt að láta öllum líða vel, ég er löngu hætt að ímynda mér að ég geti bjargað öllum heiminum, þá er samt alltaf hægt að gera eitthvað fyrir einhvern og þó lítið sé fyrir þann sem gefur, getur það verið stórt fyrir þann sem þiggur. Ég hef alltaf laumað einhverju inn einhversstaðar, bara af því bara... mér líður vel með því og það fær enginn að vita hvaðan það kemur... það er svo gaman að leika jólasveinJoyful Eigið sælan sunnudag þarna úti, ég ætla að fara að prjónaGrin Heart Joyful

Afsalið takk :-)

Nú á ég tvö hús... fékk seinna húsið að gjöf í gærkvöldi, vantar samt bara afsaliðTounge Ég var að passa Lindu sonardóttur í gærkvöldi og hún fór að segja mér að húsið hennar væri svooooo stórt...Joyful   Innifalið í stærðinni er gistiheimili, íbúð fyrir litlu fjölskylduna, þrjú gestahús og 100 fermetra skemma, vel stórt og þá sérstaklega þegar mín stelpa er bara svona lítið grjón sjálfInLove Ég samþykkti þetta auðvitað og sagði að ömmu og afa hús væri nú ekki svona stórt...Wink Amma mín, alltaf "mín" þessa dagana, af hverju eigið þið svona lítið hús ? Woundering Eðlilegt að barnið spyrji... 150 fermetra hús er náttulega hálfgerð kompa og amman og afinn alveg í kremju auðvitaðFrown Og þessi 3 ára yndislega góða mannvera, vorkenndi ömmunni svo innilega fyrir að eiga bara þennan litla og vesæla skúrræfil, að hún sagði: "Amma "mín" þú mátt eiga mitt hús með mér" Kissing Ræði málið um afhendingu afsalsins við foreldrana seinna í dagGrin Ferlega góð núna í morgunsárið á laugardegi... engin vinna bara leti og ómennska alla helgina... jibbí og jólin alveg að komaWizard Eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allar og endilega hlakkið ómælt til jólanna, það er bæði gaman og svo svakalega hollt fyrir sálartetriðSmile Heart

Óverdós..................

Búin að prjóna yfir mig.... smápása núna...WhistlingKláraði 3 pör af lopaleistum á 3 dögum, jólagjafir en samt ekki, handa barnabörnumHeartSvo er ég líka að prjóna í staðinn fyrir kjötið sem bóndinn vinur okkar í Borgarfirðinum sendi okkur um daginn. Hann fær vettlinga með 2 þumlum, aldrei gert það áður og líka húfu eða skallaskjól eins og spúsi kallar það og lopapeysu, sem fer trúlega á prjónana eftir helgina.... CoolMeð þeim formerkjum auðvitað að ég verði þá búin með það sem ég er með núna og mér finnst það ekkert ótrúlegt, mér finnst nefnilega gaman að prjóna og er bara nokkuð fljót að því líkaGrinOg kjötið frá honum er svo sannarlega þess virði líka og þó meira væriJoyfulSetti inn mynd af fallega jólahúsinu mínu, í birtu samt... WinkNenni eiginlega ekki að læra á myndavélina til að geta tekið mynd af því í myrkri svo ljósin njóti sín, svo þið verðið bara að koma í heimsókn til að að sjá það í aksjónKissing"Úti er dimmt og tindrandi snjór..." stolið úr texta við jólalag og kominn föstudagur sem er æðislegt baraInLoveÉg er að hlusta á uppáhaldsjólalögin mín... "Skrámur skrifar jólasveininum" og "Ef ég nenni" eru lögin sem starta jólastuðinu mínu fyrir alvöru, kannski ekki alveg hefðbundin, en svo koma svo sem eins og nokkurnveginn öll önnur jólalög í kjölfarið... ToungeFyrir utan það að prjóna lítillega þá er planið að búa til lifrarbollur um helgina... sérstök ósk frá spúsa, það er svo sjaldgæft að hann biðji um eitthvað sérstakt í matinn að ég auðvitað rýk upp til handa og fóta með ánægjuHeartPásan búin, eigið dásamlegan dag elskurnar mínar allarSmileHeart

Pé ess: Mér finnst vanta jólamyndir í "Tilfinningatáknin" hérnaGrin


Það er eitthvað að...

...kaffivélinni okkar... Frown Nú hélduð þið ábyggilega að ég ætlaði að fara að skrifa eitthvað um ástandið í þjóðfélaginu, læt það vera... nógir um það...Wink En kaffivélin er málið þennan morguninn... það er ekkert alltaf það sama að henni, stundum kemur ekki neitt... stundum bara vatn og svo kemur líka fyrir að það kemur alveg þetta fína kaffi, en það flæðir þá bara út um allan bekk...W00t Þetta er hið furðulegasta mál og örugglega ekki mér að kenna... eða... ?Woundering Þegar ég fer nú að skoða málið aðeins betur þá kemur í ljós að stundum, fyrir mistök eða vangá eða hugsunarleysi eða bara af hreinum sauðshætti set ég annaðhvort ekki vatn í hana, stundum ekki kaffiduftið og stundum set ég könnuna bara alls ekki undir... mér að kenna, jú líklega Blush Í gærkvöldi hringdi ein sem ég vinn hjá hálfsmánaðarlega, kynnti sig og spurði mig hvernig mér liði ? Æi, en sætt hugsaði ég og leið mjög vel takk... InLove Hvort það væri ekki alveg örugglega þennan þarna morgun sem ég ætti að koma ? Æi dúllan skyldi hún vera að gefa mér frí hugsaði ég... en jú, alveg rétt, einmitt sá morgunn...Joyful Já hún vildi bara vera viss vegna þess að hún þurfti að láta þrífa risastóru stofugluggana hjá þér og þá var sko betra að ég væri almennilega frísk... GetLost Jæja dúllan hugsaði ég, ég elska þig líka...Devil En þar sem vinnan mín útheimtir stundum fals og lygar, svaraði ég að sjálfsögðu að það væri nú minnsta málið í öllum heiminum og við mundum nú redda því, já og hlakka til að sjá þig líkaHalo Það lak marmelaði út úr eyrunum á mér, þegar við kvöddumst...Tounge Ég klöngraðist uppá háaloft áðan á náttsloppnum og sótti yndislega fallega jólahúsið mitt, búin að setja það í samband og er að fara núna og njóta þess að horfa á það... það eru ljósleiðarar gluggum og litlum fossi og líka á litlu ljósastaurunum og á skautasvelli fyrir framan húsið skautar kona í hringi, með barn á sleðaInLove Eigið yndislegan dag og það er alveg óhætt að fara að hlakka til jólanna, aðventan er bara rétt handan við horniðSmile Heart Grin

Þroskaheft ? Kannski það bara... ;-)

Frekar er ég nú einföld að allri gerð... það þarf ekki mikið til að gleðja mig en það þarf mikið til að gera mig illa... Wink Mér finnst skipta miklu máli að umgangast gott og jákvætt fólk og í hina áttina finnst mér vont að umgangast fólk, sem er ekki að leggja neina áheyrslu á það góða og jákvæða. Þoli ekki fals og fláræði og fordómar, mannvonska og ósanngirni vekja upp í mér illsku, sem ég skammast mín fyrir að játa að er sannarlega til í mér... Blush Skapið er miklu stærra en skrokkurinn og þó er ég ekkert mjög lítil, þó kannski systkini mín samþykki það aldrei...Tounge Ég hef haft mikið fyrir því að læra að stjórna stóra skapinu mínu, sem þó tekst ekkert alltaf of vel en yfirleitt samt...Grin   Smámunir ná ekki að fara í taugarnar á mér og ég trúi því sem fólk segir, en er ekkert alltaf að ímynda mér að kannski sé viðkomandi að meina eitthvað annað... og það er líklega bara vegna þeirrar hugsanaleti sem hefur alltaf hrjáð migWhistling Ég móðgast aldrei vegna þess að ég nenni ekki að eyða tíma mínum í það og líka vegna þess að ég stjórna því sjálf hvað er móðgun og hvað ekki... eins og vitur kona sem nú er löngu látin, sagði einhvertímann: Það móðgar mig enginn nema með mínu leyfiJoyfulEkkert af þessu er mér að þakka, það sem ég fæddist ekki með, hef ég lært af einhverjum öðrum og ég er sem betur fer alltaf að læraWink Fór að pæla þetta í gær þegar vel fullorðin kona spurði mig hvað ég segði nú gott... Ég sagði auðvitað allt gott og mér fyndist svo frábært að það er búið að setja jólaseríu á húsið á móti okkar húsiInLove Þá spurði hún mig hvort það gæti verið að ég væri þroskaheft...? Hvort bara það, væri nóg til að gleðja mig...? Hvort ástandið í þjóðfélaginu næði ekki að þurrka út allt svoleiðis rugl úr höfðinu á svona fáráðlingi eins og mér... W00t Mér finnst þetta segja meira um blessaða konukvölina en um mig, ég hef bara virkilega samúð með henni, að hún skuli vera svona beisk og biturHalo Annars góð og mér finnst æðislegt að það skuli vera búið að setja upp jólaseríu á húsið á mótiGrin Eigið góðan dag, það er farið að saxast verulega á vinnuvikuna, sem er alltaf gottSmile Heart

Sko... ;-)

Almáttugur hjálpi mér, það eru bara 43 dagar til jóla og ég á eftir að ... og svo verð ég að... og síðan þarf að... og svo er ég ekki ennþá búin að... W00t Þetta skuggalega stress er byrjað... af hverju lætur fólk svona ? Er ekkert til sem heitir að læra af fyrri reynslum og jafnvel hugsa smávegis ? Við vitum alveg að það eru jól á hverju ári og að þau eru meira að segja alltaf á sama tíma...GetLost Við höfum sem sé alltaf heilt ár til að undirbúa næstu jól vitleysingarnir ykkar... Sideways Iss ég lét svona, en ég er löngu hætt því, vegna þess að það eyðilagði alveg fyrir mér þennan tíma sem á að vera rólegur, gleðilegur og helst af öllu að sameina fjölskyldur og vini... allt í einu voru jólin alltaf bara búin og það eina sem ég fékk út úr öllu stressinu var þreyta og jú, ógeðslega hreint og fínt hús... það var það einaShocking Við eigum ekki að vera svo upptekin við að skríða inn í skápa með tuskur, skipta út húsgögnum og gólfefnum og vera svo upptekin við allskonar svoleiðis vitleysisgang, að við gefum okkur ekki tíma til að njóta aðventunnar og svo jóladaganna sjálfra... Það er alveg nægur tími til að haga sér eins og bjáni aðra mánuði ársins, þeir eru nú alveg tólf skoTounge Ég er löngu búin að snúa þessu við, þegar fer að styttast í jólin fer ég að telja upp hvað það er sem ég ætla sko alls ekki að gera og það er hellingurJoyful Ég ætla ekki að þrífa allt húsið hátt og lágt, ég þríf jafnóðum... í gær ryksugaði ég til dæmis kryddskúffuna... ég ætla ekki að mála neitt, jólin koma ekkert bara í nýmáluð hús og svona má lengi telja... Það sem ég ætla aftur á móti að gera er að klára að kaupa þessar fáu jólagjafir sem eftir eru, handa börnum og barnabörnum og skrifa jólakort og koma þessu öllu á rétta staði vel fyrir jólin, púnktur... upp á norðlenskuWink Svo ætla ég að hlusta á jólalög, skreppa í bæinn með sonardótturinni 3 ára og skoða (lesist; kaupa alveg örugglega) jólaskraut og solleiðis, heimsækja vinkonur mínar sem hafa orðið agalega útundan það sem af er árinu og hafa gamanLoL Vá það verður komið langt fram á aðventu þegar þið verðið búin að lesa allt þetta....Blush Eigið góðan dag elskurnar og látið stressið lönd og leið, það skemmir baraSmile Heart

Jóla... kötturinn....

Hans hátign heimiliskötturinn stakk af í fyrrakvöld, sjálfsagt hef ég ekki sett rétta tegund af mat í skálina hans eða skálarnar ekki verið í réttri röð hérna á hótelinu eða eitthvað, en hann sem sagt sást aftur ekki fyrr en í morgunGrinÉg var að hella upp á kaffi  þegar ég heyrði í honum frammi í vaskahúsi og mjálmið eða öllu heldur hálfhóstið sem hann gefur frá sér, var svo eymdarlegt að ég opnaði og leyfði honum að koma inn. Hann var rennandi blautur, eins og af sundi dreginn og svo gasalega þakklátur fyrir að mega koma inn, að hann gerði það bara fyrir mig prívat og persónulega, að hrista allt vatnið úr holdvotum feldinum alveg upp við fæturna á mér og ég var á náttsloppnum... ekki mjög notalegtToungeÉg gerði ýmislegt ljótt við hann... en bara í huganum samtHaloAnnars góð, nema það er svolítið skrítið, að nú er að koma miður nóvember og úti er rigning og 5 stiga hiti og búið að vera í nokkra daga, ekki alveg svona í stíl við jólafílinginn sem er búinn að grípa um sig hjá mérLoLSé fram á yndislega rólegheitaviku með smá vinnuskreppi, vinn bara 4 tíma á dag þessa viku og auðvitað prjónaskap og svo líka svona aðeins laumu jólalagaspilunWhistlingÉg get ekki skellt því bara á einhverja sérstaka dagsetningu, ég vil auðvitað bara byrja að hlusta á jólalög þegar ég er komin í stuð til þessWinkEigið góðan dag og ennþá betri vikuSmileHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband