Gömul hvað... ? ;-)

"Gevööööð... ég er orðin of gömul fyrir þetta" W00t Þessari fáránlegu hugsun skaut upp í kollinn á mér í gærkvöldi þegar ég henti mér upp í rúm í öllum fötunum eftir kvöldvinnuna... gestir, helgarþrif, barnabörnin, verslunarleiðangur, vinna... Allt svona venjulegir liðir daglegs lífs og bara gaman og ekkert eitt erfiðara en annað... Grin Kannski hefur eitthvað með það að gera að ég vaknaði eins einhver klikkhaus eins og venjulega, um klukkan hálfsex í gærmorgun og stoppaði varla fyrr en upp úr níu í gærkvöldiWink Í morgun fór ég nú samt að velta þessu fyrir mér og fann ástæðuna fyrir þessari furðulegu þreytu... erfiðasta en samt á svo margan hátt, ánægjulegasta og þá líka í leiðinni lærdómsríkasta tilfellið í kvöldvinnunni minni... andlega. Maður á miðjum aldri með lömunarsjúkdóm, sem er að draga hann hratt til dauða, en hann er jákvæðasta og raunsæjasta manneskja sem ég hef hittHeart Reiðin yfir ósanngirninni... að maður eins og hann sem hefur alla sína ævi unnið við að  líkna og hjálpa öðru fólki, skuli vera með þennan hryllilega sjúkdóm og að það skuli ekkert vera til sem getur læknað hann... Crying Þetta gerir mig svo reiða og  reiði er besta leiðin til að klára hratt út af mínu batteríi... Blush Þess vegna ætla ég að einbeita mér að því að vera ánægð yfir því að mér gafst þó tækifæri til að kynnast þessum ágæta manni, sem getur ekki annað en haft góð áhrif á alla sem umgangast hannHappy Og fjandakornið, fyrst hann getur haft svona jákvæða sýn á lífið, hafandi þennan hræðilega sjúkdóm, þá á ég að skammast mín og grjóthalda... þarna... þið vitiðGetLost Eigið góðan dag elskurnar mínar og munið að það er alltaf eitthvað til sem hægt er að gleðjast yfir, litlu hlutirnir skipta líka miklu máliSmile Heart

Hm... virðuleg.... ?

Líklega er ég nú ekki virðulegasta amman í veröldinni og þó víðar væri leitað... Wink En það er alveg ofsalega gaman að vera amma, fyrstu barnabörnin mín eignaðist ég fyrir 6 árum síðan, tvær litlar yndislegar dúllur þá 3 og 4 ára, sem ég fékk með spúsa mínumHeart Síðan komu öll hin barnabörnin hans í kjölfarið og núna eru þau orðin 12 barnabörnin okkar og 13. á leiðinni. Þrír úr þessum hópi gista hérna í nótt, þeir eru fjörugir og frískir strákar 7 og 8 og 10 ára, þægir og góðir líka og rosalega gaman að vera með þeimInLove Yngsta barnabarnið hún Linda Björg kom í heimsókn í fyrradag með mömmu sinni, ég kalla hana stundum Lindu beibí og gerði það um leið og ég rétti henni eitthvað, hún var snögg uppá lagið og svaraði "Takk fyrir amma beibí" og svo skríkti í henniLoL Mér finnst svo yndislegt að vakna snemma á laugardagsmorgni, hress og úthvíld, vitandi það að ég þarf ekki að fara í vinnu fyrr en klukkan 5 og ég get gert það sem mig langar til og sleppt bara því sem mér sýnistTounge Núna á eftir er ég til dæmis að fara að prjóna, af því að mér finnst það gaman og ætla mér að klára seinni ermina á peysuna handa Lindu og þá taka við þrennir lopaleystar á næturgestina okkarGrin Lífið er ljúft, þrátt fyrir allt... eigið góðan dag og ennþá betri helgi elskurnar mínar allarSmile Heart

Nú er ég svoleiðis algerlega krossbit....

... og svo gjörsamlega yfir mig... ég veit það ekki... forviða, hneyksluð, brjáluð... yfir frétt sem ég las hérna á vefmiðli í morgun. Þar er sagt frá manni sem með háskaakstri drap tvær manneskjur, mann um þrítugt og litla stúlku og stórslasaði ungan dreng... Ég man eftir þessu slysi... hræðilegt... og ég man að ég hafði meðal annars virkilega samúð með þessum ökumanni, það hlyti að vera hræðilegt að valda svona hörmungum og þurfa að lifa áfram, með vitneskjuna um það hvað hann gerði. Þetta þurfti svo sannarlega ekki að gerast, ef hann hefði ekki keyrt eins og brjálæðingur... Það er kannski ljótt, en nú er ég algerlega hætt að hafa samúð með fíflinu... hann hefur 9 sinnum verið tekinn fyrir ofsaakstur... eftir að hann drap þetta fólk... með ofsaakstri ! Mig vantar orð sem er algerlega í mótsögn við samúð... og ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hvað fíflinu gengur til, ég er bara ofsalega ánægð yfir því að hann skuli kvíða fyrir því að fara í fangelsi í eitt ár... það var dómurinn sem hann fékk og ekki skilorðsbundið neitt. Honum má alveg líða illa, honum á að líða illa... en það ætti að vera út af því sem hann olli með helvítis kæruleysi og algjöru virðingarleysi fyrir öðrum og annarra lífi... en ekki yfir því að hann skuli þurfa að gjalda fyrir glæpinn ! Þó hann þyrfti að fara í fangelsi í þúsund ár þá getur hann aldrei bætt neitt úr því sem hann gerði, hann getur ekki lífgað við manninn og litlu stúlkuna og hann getur ekki gert neitt til að ungi drengurinn standi upp úr hjólastólnum... Mér finnst að hann eigi að afplána í Mexiko eða einhversstaðar þar sem fangelsin eru ekkert í líkingu við hótelin sem er boðið upp á, af Fangelsismálastofnun hér á landi... Yfir og út... Heart

Rúmlega....

Aðeins farin að taka eftir einni og einni jólaseríu í gluggum hérna í bænum, það er svo dimmt þegar það er svona algerlega snjólaust, svo mér finnst það bara fíntInLove Allt í lagi að þetta komi upp hægt og rólega, en ég byrja samt alls ekki strax, enda eigum við ekki nóg af jólaskrauti í allt þetta hús, íbúðin í Fjallakofanum sællar minningar, var helmingi minni en húsið sem við eigum í dag. Svo ég sé fram á þær skelfilegu hremmingar að neyðast til að fara að kaupa jólaskraut og seríur og solleiðis.... þetta er skrökvulygi sko, mér finnst það alveg ofsalega gaman, alltof gaman eiginlegaLoL Ég er samt aðeins farin að hafa vit fyrir sjálfri mér... skildi til dæmis veskið mitt eftir úti í bíl í gær þegar ég fór í RL búðina til að græja rúmkaupin fyrir mömmu...Joyful Vissi sem var að ég hefði bara alls ekki tíma til að hlaupa út til að sækja veskið þó ég sæi eitthvað sem mig langaði í, var að þessu í hádeginu og var passlega búin þegar klukkuna vantaði 4 mínútur í vinnutímann... og fjórar mínútur eru sko ekki nóg fyrir mig, til þess að versla jólaskraut. Þetta er ýmist kallað rassvasasálfræði eða hundasálfræði, á fagmáliTounge Lét senda henni rúmið heim og fór svo eftir kvöldvinnuna og reif utan af því og skellti því á fæturna...Cool Hljómar ferlega kerlingargrobbslega sem það er, hélt hreinlega ég dræpist við að koma dýnunni upp á rúmbotninn, hún sígur í ...1.20 x 2 og 40 sm þykk... en á fór hún og ég vona svo bara að frúin hafi sofið vel í nýja rúminuGrin Gamla rúmið hennar fer svo beinustu leið í ruslagám seinna í dag, það á ekki heima annarsstaðar sérstaklega ekki eftir meðferðina sem það fékk hjá mér, þegar ég var að taka það í sundurWink Eigið nú góðan dag elskurnar mínar allarSmile Heart Og svo síðast, en alls ekki síst : Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur !

Litla stelpan mín....

... á afmæli í dagHeart Hún er að vísu ekkert svakalega lítil, fædd 1980 og orðin virtur og örugglega líka virðulegur, félagsráðgjafi í GautaborgWink Til hamingju með afmælið elsku Kata mínWizard InLove Kissing Svo hringdi eldri sonur minn í gærkvöldi með þær yndislegu fréttir, að þau hjónin eiga von á sínu öðru barni með vorinu, bara æðislegtInLove Og Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna, meiriháttarGrin Það eru alveg að koma jól og það er enginn snjór úti að ráði, þetta má ekki vera betra þá verður þetta bara verraJoyful Ég hef alltaf haldið því fram að ég sé eftirlætisbarn tilverunnar og ég trúi því statt og stöðugt, ég fæ alltaf allt sem ég vilLoL Með örfáum undantekningum að vísu en gullfiskaminnið mitt reddar því alveg, ég man aldrei eftir neinu sem ég þarf að kvarta yfir, svoleiðisTounge Það er kominn miðvikudagur, einn af betri dögum vikunnar að öllum hinum dögunum ólöstuðum samt, en nú er vinnuvikan hálfnuð og farið að styttast í helgina, sem er alltaf ánægjulegtSmile Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, er á fullu að prjóna fyrri ermina á peysuna handa "með vorinu stóru systir" og svo verð ég að fá mér aðeins meira kaffi og... líkaWhistling Eigið yndislegan dag þið öll og munið endurskinsmerkin, það er dimmt útiSmile Heart

Eiginlega....

"Hvaða kreppukjaftæði er þetta alltaf hreint" sagði gamla konan og slökkti á sjónvarpinu með fjarstýringunni. "Þetta lið veit andskotann ekkert hvað kreppa er" Devil Ég vil taka það fram að blótsyrðin eru hennarTounge Þegar ég spurði hana svo hvað hún segði í dag svaraði hún: "Ekki rassgat" og glotti ferlegaLoL Þetta er frábær kona, komin langt á níræðisaldur, móðir 9 barna sem öll eru á lífi, við góða heilsu og gengur vel í lífinu... það er að segja, sæl með sitt... ég er ekki að tala um peninga, set þá ekki á stall með hamingju eða sælu af neinu tagiWink Annars er ég nú svolítið fúl yfir því að ég skyldi ekki hafa verið í viðskiptum við KB Banka... þá væri núna búið að þurrka út skuldirnar mínar, sem eru að vísu hvorki stórar né miklar en samt... Blush Hvað segiði, haldiði að þetta sé rangur misskilningur hjá mér ? Hm... það skyldi þó ekki vera ?Woundering Ætli sumir séu eitthvað jafnari en aðrir ? Og svona venjulegt fólk eins og ég og flestir íslendingar bara alls ekki með í því W00t Þetta eru fíbblGetLost   En annars ferlega góð og sendi ykkur bestu kveðjur inn í daginn, með óskum um að einmitt þessi dagur, verði besti dagurinn í lífi ykkar hingað tilSmile Heart  

Enga jákvæðni hér sko !

Iss, ég er bara að plata, ljúga og skrökva... er það ekki svo mikið í tísku núna... ?WhistlingÉg er alltaf svo ferlega ánægð þegar mánaðamótin eru búinn, ég þarf að skila vinnuskýrslum fyrir hvern mánuð og ég veit ekkert leiðinlegraSleepingNúna var ég með 31 blað sem ég þurfti að fara yfir í gær, telja, reikna út og bla bla bla... Skrifa skýrslu um þetta og um hitt líka, en ég kláraði þær vasklega og ég veit fátt skemmtilegra en að fara með þær og skila þeimToungeFyrir jólin í fyrra sendi elsti sonur spúsa míns okkur skötu og það var svo mikið að helminginn setti ég í frost. Ok, ekkert merkilegt ég veit það, en síðan þá hef ég alltaf fundið lyktina af skötunni í hvert skipti sem ég opna frystiskápinn...CryingMér hefur fundist lyktin óþægileg og verið að hugsa um það annað slagið að það væri kannski í lagi að láta hana bara hverfa...HaloEn í morgun bar nýrra við... mér finnst lyktin ekkert betri en venjulega en ég fagna henni samt, af því að það er farið að styttast í annan endann til jóla og þetta er sko lykt sem fylgir jólaundirbúningiGrinInLoveVitiði hvað, ég er farin að hlakka mikið til jólanna og það er  yndislegt og svo meinhollt fyrir sálina líka, að hafa eitthvað til að hlakka tilWizardEigið góðan dag og ennþá betri vikuSmileHeart


Kattarfært ...

Kominn nóvember, þetta líður... vá og enginn vissi það.... WinkAðeins byrjað að skreyta í búðum, svolítið snemmt finnst mér, en gaman samt... verð nú að segja þaðJoyfulÍ dag er planið að færa mig bara milli stóla... úr eldhúsi í stofu í tölvuherbergi í eldhús og endurtaka þetta svo eftir þörfum og ég er að hugsa um að halda mig mjög ákveðið við þetta plan. Ekkert sem ég þarf að gera útheimtir meiri hreyfingu en þetta, prjóna, falda JÓLAdúkinn, prjóna, ganga frá vinnuskýrslum, prjóna... mér sem sagt tókst að koma því mjög laumulega að, að ég er að prjóna...ToungePeysu á barnabarn, svo eru þrennir lopaleystar í burðarliðnum, vettlingar með tveim þumlum og húfa... svakalega er ég nú duglegGrinTvær lopapeysur líka, en þær eru á framtíðarplani sem nær eiginlega dálítið langt fram á veturinn. Hér líður öllum vel, kettinum kannski best... það er nefnilega búið að taka megnið af snjónum svo hans hátign getur farið út þessa daganaLoLÉg vildi að hann tryði því að ég hefði tekið snjóinn, þá gæti ég látið hann launa mér gervigreiðann og munstrað hann í skúringar hérna eða eitthvað, á meðan ég próna...DevilHvað er þetta, það kostar ekkert að láta sig dreyma... ha ?WhistlingSvo að þessu bulli skrifuðu, óska ég ykkur dásamlegs sunnudags í afslöppun og yndislegheitumSmileHeart 


Plástur og pizza...

Mér finnst nú svona heilt yfir að það sé aðeins farið létta til í hugskoti fólks og alltaf fleiri og fleiri farnir að stunda aðeins meiri jákvæðni, þrátt fyrir allt sem hefur grasserað undanfarið... JoyfulFékk smá tiltal frá mér eldri manni fyrir nokkrum dögum og fékk að vita það, að fyrst ég fylgdist ekki náið með öllum fréttum á öllum rásum, allan daginn, um allt það sem hefur verið að gerast hér á okkar óheppna litla landi, þá væri ég bara ekki viðræðuhæfBlushOk mín vill náttulega vera talin svona nokkuð samkvæmishæf og fór að hlusta með báðum í alls einn dag, en hætti svo...GetLostMér satt að segja ofbýður þegar það eru dregnir á flot nýir og nýir að mér skilst sérfræðingar, sem margir mála svo skrattann á vegginn um mögulega framtíð okkar hér, að mér dettur í hug hvort það sé viljandi verið að reyna að skapa einhverskonar múgæsinguW00tHver er til dæmis tilgangurinn með því að koma í útvarp og lýsa því yfir að allt hér sé barasta algerlega ferlegt, hræðilegt og dauðadæmt og minnst þriðjungur þjóðarinnar verði búinn að flytja af landi brott innan árs ? GetLostMér finnst það nú einfaldlega lýsa  uppgjöf, jafnvel þunglyndi og einhverskonar skipsrottuhugsunarhætti hjá viðkomandi. Ok, orðin smáviðræðuhæf er það ekki ? DevilNóg um það. Ég fór og passaði sonardótturina í gærkvöldi og hún tók á móti mér með Andrésar Andar plástri sem hún kom kyrfilega fyrir á handarbakinu á mér, mér leið beturKissingVið bjuggum til pizzu, þá skrautlegustu sem ég hef átt þátt í að geraLoLÞegar skinkan var komin á helminginn, pepperone í hrúgu á 1/3, osturinn mestmegnis utanmeð og þessar tvær ólífur sem prinsessan át ekki uppúr krukkunni trónuðu efst, fékk pizzan loksins að fara í ofninnToungeÞað þurfti þónokkrar fortölur til þess að fá að hafa fyrirbærið nógu lengi inni í ofninum, ékannettaallesjálf setningin var eiginlega uppistaðan í samræðunum í eldhúsinu hjá okkur vinkonunumWhistlingMeð umburðarlyndis æiammamínhvaðþúertnúfattlausstundum bros á litla andlitinu, sagði hún: "Amma mín, ég ekki lítil lengur... ég er hriggjára núna" GrinSvo las hún fyrir mig barnabækur á þýsku, af því að amman kann bara að lesa íslenskuHaloMegasukkararnir, foreldrar þessarar dásamlegu litlu dömu, komu svo heim um hálf tólf af árshátíðinni, þau eru öll svona börnin mín og hafa greinilega erft þessa skemmtanaleti frá mér og mikið er ég stolt af þeim öllumInLoveEigið dásamlegan dag í hlákunniWizardSmileHeart


Glæpafaraldur...

Í fyrradag fórum við vinkona mín og ég, að flytja lík... eins og við erum búnar að gera undanfarin ár um þetta leiti. Svo förum við heim og eldum þau og borðum þau... DevilÍ fyrra var komið með líkin heim að húsi vinkonu minnar um hánótt, núna voru þau skilin eftir á lager í heimilistækjaverslun hér í bæToungeVið fórum þangað í hádeginu og burðuðumst með lík í kössum, út í bíl um hábjartan dag... Þrju lík á mann, en svo fékk vinkona mín aukakassa sem í voru fætur, held ég... en hún er líka forréttindapakkGrinÉg er annars ekkert sár þó hún hafi fengið kassa fullan af fótum... það eru nú takmörk fyrir græðginni í mérWhistlingÞessi lík koma sunnan úr Borgarfirði og eru langsamlega besta kjöt sem hægt er að fá, beint frá bónda. Hann kann svo sannarlega að meðhöndla kjötið og það er risavaxinn munur á kjötinu frá honum og af sláturhúsi. Næsta laugardagskvöld ætla ég að elda hrygg eða læri af þessu kjöti og ég hlakka aldrei þessu vant, til að borðaWizard Sunnudagssteikin hjá mér er alltaf á laugardagskvöldi, nenni ekkert að elda í hádeginu á sunnudögum frekar en í hádeginu alla aðra dagaGetLostAnnars góð og alltaf að komast nær og nær JÓLAtilhlökkuninniLoLÍ kvöld er ég að passa sonardóttur mína, foreldrarnir eru að fara í leikhús og annað kvöld er ég líka að passa hana, þá fara þau á árshátíð þessi partýljónHaloÞau fóru síðast út í byrjun september, þannig að þau eru bara alltaf úti á lífinu... eða þannigToungeGerum þennan dag dásamlegan af öllum mætti og drögum nú aðeins úr krepputalinu... það er til svo ofsalega margt jákvætt í lífinu sem er líka hægt að ræða umSmileHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband